Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 52
FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr lífrænni ull og silki Kíktu á netverslun okkar bambus.is Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is „Ég er með reglu þegar ég er að semja: að aldrei að tala í boðhætti. En stundum er gott að búa til reglu og brjóta hana svo,“ segir Jónas sposkur um titil lagsins Dansiði. Grjóthart en kraftmikið dansvænt lag myndi einhver segja um nýjasta lag Jónasar Sig., en lag og texti er eftir hann sjálfan. Lagið verður að finna á plötunni Milda hjartað, sem kemur út í nóvember, en síðasta plata hans kom út 2012 og frá þeim tíma hafa einnig komið út lögin Víg- in falla og Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá sem kom út árið 2015. Komið að „glamúrhlutanum“ Jónas hefur unnið að plötunni undanfarin tvö ár ásamt Ómari Guð- jónssyni sem hefur stjórnað upp- tökum og útsetningum. Þegar hann er spurður út í ferlið í síðdegisþætti K100 segist hann núna kominn í glamúrhluta útgáfunnar; allt sé klappað og klárt til sýningar. Það er þó langur aðdragandi og mikil vinna sem hefur verið lögð í plötuna og verkefnið í heild. „Fólk sér kannski ekki þegar maður skríður ofan í myrkan kjallara snemma á sunnu- dagsmorgni til að taka upp orgel í heilan dag,“ útskýrir hann spurður út í ferlið. „Stundum finnst manni eins og þetta sé allt að fara til fjand- ans en svo smellur það saman,“ út- skýrir Jónas, sem segist orðinn mjög sáttur við það sem komið er. Píanóið flaut um í sjónum Bernhard Kristinn leikstýrir myndbandinu sem var tekið upp í fjöruborðinu við Þorlákshöfn, heimabæ Jónasar. Það vekur athygli hve dramatískar aðstæður eru á tökustað. Á myndum á kynning- arsíðu bandsins má sjá hvar Jónas og píanóleikarinn Tómas Jónsson eru komnir vel út í sjó er líða fer á tökurnar. Jónas segist spenntur fyr- ir að sjá tökurnar í heild og þetta hafi raunverulega verið svona til- þrifamikið og þeir hafi notið liðsinnis björgunarsveitar Þorlákshafnar við tökurnar. „Það var háfjara. Við stilltum upp píanóinu og svo byrjuðum við bara að spila og syngja og taka upp. Svo bara flæddi að og í lokin var píanóið farið að fljóta um og allt komið á hvolf og við á kaf í sjó,“ segir Jónas um tökurnar. Listsköpun kallar á áhættu Spurður hvort hann sé smella- smiður hlær hann og svarar með einföldu: „Ég veit það ekki. Kannski,“ segir hann svo hugsi, en spyr á móti hvað sé eiginlegur smell- ur. „Ég fæ stundum þá tilfinningu að það sé eitthvað í laginu og þá reyni ég að elta þá tilfinningu og það verð- ur yfirleitt gott,“ útskýrir Jónas en eftir hann liggja smellir á borð við lögin Hamingjan er hér, Rangur maður, Hafið er svart og fleiri vin- sæl lög sem hann hefur ýmist flutt með Sólstrandargæjunum, Lúðra- sveit Þorlákshafnar eða Ritvélum framtíðarinnar. En hann segir lista- manninn aldrei geta gengið að neinu vísu. „Ef þú ert virkilega að skapa þá tekurðu alltaf áhættu. Þú getur aldr- ei gengið út frá síðasta sigri og að hann sé eitthvað að fara að end- urtaka sig,“ segir hann. Spurður út í verklagið við lagasmíðarnar og út- gáfumagn segist hann ekki semja hundrað lög og gefa svo 10 af þeim út á plötu líkt og margir gera, heldur vinni hann strax með tíu til fimmtán hugmyndir að lögum, sem hann gefi svo út í heild. Milda hjartað kemur út í nóvember og þá er spurning hvort enn fleiri smellir líti dagsins ljós. Eitt er þó gefið: við hlýðum og tökum þátt í lífsins dansi. Björgunarsveit aðstoðaði við tökur Dansiði er nýtt lag frá Jónasi Sig. sem verður að finna á plötunni Milda hjartað, sem kemur út í nóvember. Mynd/Bernhard Kristinn Listamaður Jónas Sig hér við tökur á laginu Dansiði. Dansiði Fjöldi dansara og annarra dansar í myndbandi við lagið. Dramatískt Jónas Sig. og Tómas Jónsson á flæðiskeri við Þorlákshöfn. Hvar er næsta verkstæði? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.