Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Með góðu samstarfi allra lykilfyrir- tækja og skipulagsyfirvalda við mót- un á stefnu hafnarinnar, markvissri uppbyggingu, góðum samgöngum á landi og geymslusvæðum til dæmis í vaxandi mæli í útjaðri byggðar ætti Sundahöfn að nýtast marga áratugi inn í framtíðina. Þetta er niðurstaða skýrslu sem ráðgjafarsvið KPMG hefur tekið saman. Faxaflóahafnir sf. fengu fyr- irtækið til þess að skoða starfsemina í Sundahöfn út frá þróun í flutning- um, áhrifaþætti á þá þróun, áætlað vörumagn til framtíðar og nýtingu lands auk fleiri þátta. Í nýlegri skýrslu um atvinnustarfsemi í Sundahöfn kemur m.a. fram að þar eru nú yfir 100 fyrirtæki og starfs- fólk í þeim fyrirtækjum um 3.500. Faxaflóahafnir hafa um nokkra hríð verið með til skoðunar skipu- lagsmál á Sundahafnarsvæðinu, m.a. með landgerð utan Klepps og nýjum viðlegubakka fyrir stækkandi skip. Ljóst er að framboð á lóðum í Sunda- höfn er takmarkað og eftirspurn langt umfram það sem mögulegt er að verða við. Sundahöfn er hins veg- ar lykilhöfn í inn- og útflutningi. „Þess vegna er mikilvægt að höfnin geti sinnt hlutverki sínu til lengri framtíðar. Í því sambandi eru nokk- ur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfsemin í Sundahöfn og skipulag er skoðað. M.a. hefur fyrirhuguð lega Sundabrautar áhrif svo og krafa um aukna hagkvæmni í nýtingu lands og skipulag umferð- aræða til og frá framstöðvunum,“ segir m.a. á heimasíðu hafnanna. Í skýrslu KPMG segir að með því að byggja upp í markvissum skref- um vel skipulagða og tæknivædda gámahöfn og góðar samgöngur til og frá henni og að vöruhúsa- og geymslusvæðum í næsta nágrenni eða lengra í burtu sé hægt að nýta Sundahöfn um mjög langa framtíð. Geymslu- og vöruhúsasvæði gæti verið í vaxandi mæli í útjaðri byggð- ar þar sem landrými er nægt og góð- ar tengingar við aðra samgöngu- innviði, t.d. á Esjumelum, Hólms- heiði, sunnan Hafnarfjarðar og á Grundartanga. Yrði fyrst og fremst gámahöfn Sundahöfn yrði fyrst og fremst gámahöfn og fyrir skemmtiferðaskip en önnur starfsemi yrði víkjandi á svæðinu. Til að rýma fyrir gáma- höfn, þar sem áherslan væri á hag- fellda nýtingu á landi og mikinn veltuhraða, gætu vörur sem geymd- ar eru til lengri tíma á svæði næst höfn færst annað þegar þörf er á slíku, til dæmis gætu bílar færst á lokað svæði utan hafnarsvæðis eða yrði skipað upp í annarri höfn í vax- andi mæli. Slíkt þyrfti að vinnast með tollyfirvöldum og jafnvel laga- breytingu. Að sama skapi gæti fóð- urmóttaka og geymsla einnig flust annað, t.d. til Þorlákshafnar. Í Sundahöfn þyrfti að koma upp þjónustu/aðstöðu til að mæta kröfum um umhverfisvæna orkugjafa fyrir skip, það er rafmagn og/eða LNG, sem er skammstöfun fyrir fljótandi gas. Stærð lands í Sundahöfn er 166 hektarar en samkvæmt aðalskipu- lagi 2010- 2030 er það áætlað 175 ha. Í breytingu á skipulagi er fyrirhuguð stækkun um fimm hektara. Í Sundahöfn skiptist gámamark- aðurinn milli Eimskips og Samskips. Lóðir sem Eimskip leigir af Faxa- flóahöfnum í Sundahöfn nema alls um 32 ha. en Samskip leigir alls um 24 ha. Samtals leigja þessi tvö stærstu skipafélög landsins um 42% af lóðum í Sundahöfn. Fram kemur í skýrslunni að á árinu 2017 fóru alls um 310.000 TEU af gámum um Sundahöfn. Á næstu áratugum má búast við að heildar- fjöldi TEU í Sundahöfn á ári vaxi töluvert en spár gera ráð fyrir að flutningsmagn á alþjóðavísu muni aukast um 3,2% að jafnaði árlega á tímabilinu 2017- 2022. Eftir banka- hrunið drógust flutningar til Íslands saman en hafa aukist á seinni árum. Þróun flutningsmagns og hag- vaxtar hefur haldist í hendur. Til skýringar þá er TEU mæliein- ing, meðal annars til að sýna flutn- ingsgetu gámaskips eða geymslu- rými gámaafgreiðslu. Ein TEU jafngildir gámi sem er 20 fet á lengd, átta fet á breidd og átta og hálft fet á hæð að ytri málum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sundahöfn Mikill fjöldi gáma setur svip sinn á athafnasvæði Eimskips og Samskips. Spáð er áframhaldandi aukningu á flutningum um höfnina næstu ár. Sundahöfn til framtíðar  KPMG hefur skoðað þróun og möguleika Sundahafnar sem er lykilhöfn í inn- og útflutningi landsins  Geymslu- og vöruhúsasvæði gæti í vaxandi mæli færst annað Meirihluti flug- freyja og -þjóna í hlutastarfi hjá Ice- landair valdi að fara í fulla vinnu frá og með 1. jan- úar fremur en að missa vinnuna. Þetta staðfesti Berglind Haf- steinsdóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is í gær. Flugfreyjum og -þjónum hjá Ice- landair var tilkynnt þessi tilhögun í síðasta mánuði. Við það tækifæri sagði Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri fyrirtækisins, að þetta væri gert í því skyni að bæta rekst- ur flugfélagsins. Í kjölfarið var haldinn opinn fundur með félags- mönnum Flugfreyjufélagsins þar sem fram kom að þeim þætti þessar aðgerðir ganga töluvert lengra en góðu hófi gegndi. „Flestir tóku þessum þvingunar- aðgerðum með fyrirvara um lög- mæti aðgerðanna og niðurstöðu fé- lagsdóms,“ sagði Berglind „Starfsfólk heldur ennþá í þá von að fyrirtækið hverfi frá þessari ákvörðun eða þá að hún verði dæmd ólögmæt.“ Mál Flugfreyju- félags Íslands gegn Icelandair var þingfest í félagsdómi í gær. Þáðu boð um fullt starf með fyrirvara Berglind Hafsteinsdóttir Á heimsvísu standa skipaflutn- ingar á bak við 80% af flutn- ingsmagni á vörum og 70% af virði. Mesta hlutfallslega aukn- ing í flutningsmagni í heiminum á undanförnum árum er í gáma- flutningum. Reiknað er með að svo verði áfram. Langstærsti hluti flutninga fer í gegnum Asíu eða um 64%. Næst kemur Evrópa með 16% og önnur svæði 2-8%. Hlutdeild Faxaflóahafna af heildar- gámaflutningum í heiminum er að vonum sáralítil, 0,04%. Þróunin er í átt að stærri gámaskipum og sigla alstærstu skipin á meginflutningaleiðum um heiminn en minni skip, sem einnig hafa farið stækkandi, sjá um aðrar flutningaleiðir. Verðsamkeppni á milli skipa- félaga hefur leitt til þess að þau gera auknar kröfur um hraða þjónustu í höfnum. Meðaldval- artími gámaskipa í höfnum heimsins nær ekki heilum degi að meðaltali en og hefur meira en helmingast frá aldamótum. Skipin ann- ast nú 80% HEIMSFLUTNINGAREltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 15% 10áraábyrgðá kolalausummótor 3 ára ábyrgð Íslenskt stjórnborð 10 ára ábyrgð á mótor Þvottavél L7FBM826E Tekur 8 kg af þvotti. 1600 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Verð áður: 139.900,- Verð nú: 118.915,- 914550046 Þvottavél L7FBE840E Tekur 8 kg af þvotti. 1400 snúningar. Öll hugsanleg þvottakerfi. Kolalaus mótor. Íslensk notendahandbók. Verð áður: 119.900,- Verð nú: 101.915,- 914550043 Þvottadagar ÖLL ÞVOTTATÆKI Í ÖLLUMMERKJUM MEÐ 15% AFSLÆTTI Í NOKKRA DAGA FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.