Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Sumar ákvarð- anir sem við tökum í lífinu geta verið afdrifaríkar. Lítil ákvörðun sem nokkrar konur tóku þegar þær flettu kennsluskrá HÍ fyrir tæpum 40 árum hefur gætt líf þeirra merkingu sem aldrei verður tekin frá þeim. Nám- skeiðið sem þær völdu sér veitti þeim nýja sýn á heiminn í gegnum kvennabókmennta- fræði. Þær eignuðust í raun ný gleraugu til að skoða heiminn með. Þau gleraugu höfum við haldið áfram að pússa og horft á heiminn í femínísku ljósi ásamt því að styrkja vinkvenn- aböndin. Ragnheiður Margrét var ein okkar og hennar fallega fas og skemmtilegi húmor lífg- aði upp á okkar hóp. Hnyttnar setningar, ákveðnar skoðanir á málefnum, hjálpsemi og sam- líðan með öðru fólki eru allt þættir sem einkenndu Ragn- heiði Margréti. Við höfum allar notið góðs af hlýjum orðum hennar, smá hrósi og hvatningu og börnin okkar einnig, líkt og margir samferðamenn hennar. Ragnheiður Margrét mátti ekki vamm sitt vita og ígrund- aði vel það sem hún lét frá sér, bæði munnlega og skriflega og fór ekki með fleipur. En hún þorði líka að synda á móti straumnum, yfirgefa öryggið og ganga til móts við óvissuna. Hún barðist gegn karlveld- inu án þess að skammast sín fyrir hinar kvenlegu dyggðir sem prýddu hana í miklum mæli, að setja upp varalit, stússa í matargerð og hann- yrðum, að spila á píanó og jafn- vel harmóníku ef svo bar undir. Hún vissi að hið hversdagslega, ósýnilega bardús kvenna í gegnum aldirnar er ekki síður merkilegt en stóra karlasagan um öll afrekin sem þeir hafa unnið. Hún naut þess að vera partur af kvennasögu og draga fram sérkenni og mikilvægi kvenlegra dyggða. Hún tók þátt í samtökum um kvennaathvarf og vann hjá Stígamótum um tíma. Tilurð Stígamóta er nátengd kven- frelsisbaráttu íslenskra kvenna og þær sem þar hófu starf rufu þögnina um andlegt og líkam- legt ofbeldi sem konur sættu á heimilum sínum og stofnuðu Kvennaathvarfið 1982. Dvöl Ragnheiðar Margrétar í Bandaríkjum upp úr 1980 styrkti hana í þeim störfum, því þar fékk hún reynslu af vinnu með kynferðisbrotamál, löngu áður en þessi málaflokkur varð sýnilegur hér á landi. Þöggun og feluleikur ríkti hérlendis og virðing fyrir konum og börnum var svo lítil að ekki þótti mik- ilvægt að setja þessi málefni í forgang. Hún var ein þeirra kvenna sem ruddu þá braut sem enn er verið að ryðja hvað varðar kynbundið ofbeldi, en þó karlveldið virðist á stundum hafa hopað þá er eins og það ætli seint að láta alveg undan. Baráttunni er ekki lokið. Ragnheiður Margrét var hirðskáld leshringsins og orti undir dróttkvæðum hætti, skemmtivísur um karlveldið, okkur og lífið. Við höfum hlegið mikið saman, hneykslast á karl- veldinu, ferðast og lesið saman fjöldann allan af bókum. Við systur munum áfram „laumast í Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir ✝ RagnheiðurMargrét Guð- mundsdóttir fædd- ist 17. október 1953. Hún lést 1. október 2018. Útför Ragnheið- ar fór fram 9. októ- ber 2018. lestri og liti vara lita“, því við eigum dróttkvæðin og minningarnar innra með okkur, lútum höfði og þökkum gæskuna, samfylgdina og gleðina með kærri lessystur. Við sendum móður hennar, dætrum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Edda, Hrefna, Hrund, Ragna, Ragnheiður, Ragnhildur, Sigurrós, Soffía Auður og Þórunn. Nú hefur kær vinkona, Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir, kvatt, snögglega, alltof snemma. Okkar samvera, í göngutúrum, hjólatúrum, við prjónaskap, lestur, glaum og gleði, eða grát, eru liðnar stundir og verða það héðan af, aðeins minningabrot og mynd- ir. Ég mun ekki þiggja framar af henni góð ráð, hlusta á hana flytja frumsamin dróttkvæði, dást að glæsileika hennar, gáf- um og reisn, fagna með henni, heyra uppörvandi orð, fallega róminn þýða, hógværan og yf- irlætislausan sem naut sín svo vel í útvarpinu, þar sem hún starfaði í allnokkur undanfarin ár. Hún hafði ástríðu fyrir móð- urmálinu og kunni líka sjálf vel með það að fara. Hlúði að því, ræktaði og kenndi. Hún bar með sér reisn sem var af þeirri gerðinni sem lyfti öðrum. Í henni voru mótsagnir sem gerðu hana að svo áhuga- verðri manneskju. Hún heklaði milliverk, samdi ljóð í drótt- kvæðu formi, iðkaði trú sína af einlægni. Hefðin var henni inngróin og eðlileg. En það var líka grunnt á uppreisninni og hún lagði öflugt lið baráttunni gegn því sem njörvaði konur niður, saumaði að þeim, hefti og stakk. Hún var íslensku- og bókmenntafræðingur að mennt, sérhæfði sig í kvennabók- menntum, var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Stígamót, frumkvöðull í því að stofna vettvang til að styrkja konur sem höfðu orðið fyrir kynferð- islegu ofbeldi. Hvatti konur til að opna sig um þá alvarlegu glæpi löngu á undan „metoo“. Mér þótti óendanlega vænt um Ragnheiði Margréti, mér fannst hún sjá eitthvað í mér sem ég kom varla auga á sjálf. Ég kannaðist líka svo vel við allar mótsagnirnar í henni. Hún batt sig ung, varð ung móðir, fetaði hefðbundna slóð framan af en það blundaði alltaf í henni sterk frelsisþrá sem tíðarand- inn gaf byr en sjálf var hún aft- ur á móti sterkt mótuð af hefð- inni og vildi gera allt bæði vel og rétt, líka í uppreisninni. Ná- kvæm, með snert af fullkomn- unaráráttu, en það kom niður á henni sjálfri, ekki öðrum. Fjöl- hæfnin gerði henni flóknara fyrir að finna sig í einhverju einu. Hún var mér sálusorgari á erfiðum tímum, hlustaði og miðlaði af eigin reynslu, dæmdi ekki. Hún hefði getað orðið frá- bær prestur, hafði allt í það; mannskilning, hlýju, mælsku og stílgáfu, brennandi áhuga á að bæta heiminn. Einmitt allt það sem góður kennari þarf líka helst að hafa til að bera, enda var það hennar starf lengst af. Henni var treyst fyrir mörgum vandasömum verkefnum, áreið- anleg sem hún var, skipulögð, skýr, regluviss. Starfaði undir lokin allt í senn sem kennari, þýðandi og málfarsráðunautur. Við áttum þráð okkar á milli sem hvergi var annars staðar spunninn. Við vorum sam- starfskonur um tíma í mennta- skólakennslu, kynntumst örlítið á háskólaárunum, vorum saman í vinkvennahópi frá námsárun- um, en urðum sífellt nánari með árunum, kannski vegna þess að hún var ekki hrædd við að fella grímuna, og gefa beint frá hjartanu, vera öðrum ljós á vegi. Heil og traust vinkona. Fyrir það er ég óendanlega þakklát. Dætrum hennar, Birni og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Halla Kjartansdóttir. Það ríkir sorg í lífi okkar vinkvenna og skólasystra Ragnheiðar Margrétar Guð- mundsdóttur. Fornmáladeildin, 6. bekkur A, stúdentar frá MR vorið bjarta 1973. Við höfum haldið hópinn, staðið saman og treyst vina- böndin, hist reglulega og búið til dýrmætar minningar. Vin- átta Göggu og nærvera var áhrifarík í þessum hópi. Bernskan mótar okkur og þau gildi sem ungur nemur eru ætíð nærri. Æskuheimili Göggu, Reynistaður í Skerja- firði, var samastaður í tilveru okkar bekkjarsystranna. For- eldrar hennar Kristín og Guð- mundur opnuðu faðminn mót okkur, kenndu okkur og leið- beindu. Þau voru sannir höfð- ingjar heim að sækja. Þar kynntumst við einnig nánum systkinahópi Göggu. Og gleði- rík var stundin með Kristínu á Reynistað þegar við fögnuðum stúdentsafmæli áratugum síðar. Gagga var einstök kona. Hún bar sterk persónueinkenni sem höfðu mikil áhrif á alla sem kynntust henni. Mannkostirnir voru miklir og það sem öðru fremur einkenndi hana voru góðar gáfur, rík réttlætis- kennd, traust gildismat, ein- lægni og hlýja. Hún var falleg kona og örlát á þekkingu sína og tíma. Og þar var sannarlega af nógu að taka þó að íslensk tunga og mikilvægi hennar fyr- ir framtíð okkar þjóðar væri sannarlega í öndvegi. Hún var sjálf vel máli farin og talaði aldrei tæpitungu. Orð Snorra Hjartarsonar „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein“ voru henni hugleikin og mikil- vægi þess að bera arfleifðina áfram. Gagga var hafsjór af fróðleik um bókmenntir og listir – og heilbrigða lífshætti. Henni fannst það skipta máli fyrir vel- ferð okkar og hamingju. Saman gengum við um borgina, frædd- umst um sögu hennar og dýr- mæt er minningin um göngu- ferðina sem lauk með kjötsúpu heima hjá Göggu. Hún Gagga var svo sönn. Hún var sjálfri sér trú og allt prjál og tildur voru víðs fjarri. Önnur og æðri gildi voru henni hugleiknari. Samt kunni hún svo vel listina að gleðjast og njóta stundarinnar. Hún naut lífsins og var gæfusöm. Eiginleikar Göggu og hennar góðu gildi fylgja dætrum henn- ar og afkomendum öllum ævi- langt. Við vottum Birni, Kristínu móður hennar, dætrum Birnu Önnu og Láru Björgu, systk- inum og fjölskyldu allri einlæga samúð. Fyrir hönd 6. bekkjar A 1973, Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Margrét G. Ormslev. Elskuleg vinkona mín er lát- in. Skrítið til þess að hugsa að geta ekki hringt í hana eða knúsað. Man einu sinni þegar við hittumst, báðar í grænum kjólum. „Við erum eins og vor- ið,“ sagði hún og breiddi út faðminn. Eitt af hennar uppá- haldslögum var „Vorið kemur heimur hlýnar hjartað mitt“. Kannski hún syngi það núna í paradís? Kannski hún sé að kenna útlenskum englum ís- lensku, prjóna á þá peysu eða baka hjónabandssælu? Hún er án efa búin að spotta út bestu berjalöndin og ekki er nú verra að geta knúsað pabba. Langt síðan síðast og gott að hittast aftur. Þú varst svo mikil pabba- stelpa. Það er erfitt að hugsa til þess að heimur og hjarta eigi eftir upplifa vorið aftur. Að grænir kjólar kalli fram bros og söng, en ég ætla að muna allt. Ég ætla að muna samtölin okkar, leyndarmálin, samveru- stundirnar, ferðalögin og æv- intýrin. Ég ætla að sjá þig fyrir mér og muna að þú ert aldrei lengra frá mér en hugur og hjarta. Þegar ég geng um bláan berjamó gengur þú með mér. Þegar ég panta extra heitan latte, skála ég við þig og skipti sítrónubollakökunni í tvennt. Og þegar ég græt yfir væmnu bíómyndunum, sýg upp í nefið og hakka í mig Ben & Jerr’ys, veit ég að þú ert þar. Þú varst svo mikill nagli. Með geislaðan haus stóðst þú vaktina þína í RÚV. Þú gekkst, hjólaðir og syntir. Þú notaðir varla bílinn nema þú ætlaðir þér lengra en austur yfir El- liðaár. Þú ókst norður í Dýra- fjörð og Skutulsfjörð til þess að kenna útlendingum íslensku. Þú fórst langar leiðir til að tína ber. Þú elskaðir ber með rjóma. Þú last heilu bílhlössin af bókum og þýddir þær nokkr- ar. Þú prófarkalast heilu skóg- ana af örkum og leiddir okkur mörg til betri vegar í móður- málinu. Hvað þú elskaðir ís- lenskuna. Og þú elskaðir líka sólina, sjóinn og sundlaugina þína. Þú varst alltaf orðin svo fallega brún löngu á undan öll- um öðrum. Prjónarnir þínir fylgdu þér hvert sem þú fórst. Stórfjöl- skyldan naut góðs af því og sér í lagi elsku bestu ömmugullin þín. Ekkert var nógu gott fyrir þau enda auðvitað bestu og fal- legustu börn í heimi. Þú gladd- ist yfir lífi þeirra og fylgdist vel með öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hvað þú varst alltaf stolt af þeim og stelp- unum þínum. Hjarta þitt sló með öllum þeim sem nutu ekki réttlætis og kærleika. Þú varst baráttu- kona og lést ekki orðin nægja heldur tókst þátt í að bæta samfélag okkar og greiða götu flóttafólks, þolenda ofbeldis, kvenna og barna. Þú opnaðir heimilið þitt fyrir útlendingum og kenndir þeim íslensku við fallega borðstofuborðið þitt. Einhver börn úti í heimi ganga nú um í fallegu prjónasokkun- um þínum og listilega prjónaðir vettlingar hlýja köldum hönd- um. Svona varstu og ég naut góðs af því að vera vinkona þín. Þegar ég fór í ferðalag kvaddir þú mig alltaf með því að segja: „Láttu þér þykja gaman.“ Nú segi ég það sama við þig elsku hjartagullið mitt. Láttu þér þykja gaman og svo hlakka ég til að hitta þig aftur þegar minn tími kemur. Guð geymi þig elsku besta mín. Þúsund kossar, þín G. Guðný Hallgrímsdóttir. Í dag kveð ég æskuvinkonu mína Ragnheiði Margréti. Mæður okkar voru bekkjar- systur í MR og áttu samleið alla ævi. Við Gagga vorum því vinkonur frá því áður en ég fæddist því mamma mín fékk stundum að passa hana á með- an hún gekk með mig. Hún sagði mér frá því þegar hún taldi sig hafa týnt henni því að hún renndi sér afturábak undir sófa áður en hún lærði að skríða áfram. Foreldrar mínir fluttu í Skerjafjörð áður en ég fæddist og ólst ég upp við að vera au- fúsugestur á Reynistað og það rausnarheimili munaði lítið um að taka við einni stelpu í viðbót við góðan systrahóp. Þar bjuggu þrjár systur sem voru bestu vinkonur ásamt foreldr- um sínum og bróður en amma þeirra Soffía var líka á heim- ilinu til dauðadags. Áttum við endalausar minningar um leik í hólunum sumar sem vetur, uppskerutíma í rabarbaranum og fjöruferðir. Kýr voru í fjós- inu og voru þær hafðar á beit á túninu við hliðina á æskuheimili mínu. Við fórum í skíðaferðir að Kolviðarhól og sumarbúðir að Kleppjárnsreykjum og í Menntaskólaselið og oft kom hún með okkur í bústaðinn við Laxfoss. Við vorum líka nánar á unglingsárum og fannst mér mikið til um að hún dvaldi sum- arlangt í Bath á Englandi og kom forfrömuð til baka með flíkur úr tískunni í Carnaby Street. Ég geymi ennþá bréfin sem hún skrifaði mér þaðan, mikið þykir mér vænt um að eiga þau í dag. Leiðir okkar lágu saman þegar við fluttum aftur á æsku- slóðirnar og hittumst í Vest- urbæjarlaug eða annars staðar í Vesturbænum. Mikill er miss- ir dætra hennar og móður sem lifir elsta barnið sitt, en einnig systkina því tengslin voru sterk á milli þeirra. Innilegar samúðarkveðjur til Kristínar Claessen, Soffu, Löllu og Benda, og einnig Láru Bjargar og Birnu Önnu og fjöl- skyldna þeirra. Með vinar- kveðju, Sísú. Sigrún Ása Sturludóttir. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KARLSSON, Leikskálum 4, Hellu, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 30. september. Útförin verður í Oddakirkju laugardaginn 13. október klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Lund á Hellu, 0308-13-300709, kt. 440375-0149. Hrefna Sigurðardóttir Kristinn Garðarsson Erna Sigurðardóttir Guðmundur Skúlason Karl Sigurðsson Helga Hjaltadóttir Nói Sigurðsson Kristborg Hafsteinsdóttir Ólafur Sigurðsson Garðar Sigurðsson Sigrún Sigurðardóttir Ómar Sigurðsson Linda Þorsteinsdóttir Jóna Björk Sigurðardóttir Þröstur Sigurðsson Hrafnhildur Andrésdóttir Sigurður Ingi Sigurðsson Þórhildur Hjaltadóttir afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÍSLEIFS HAFLIÐADÓTTIR, áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 24. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 15. október klukkan 13. Bergsteinn Baldursson Edda Pétursdóttir Ingvar Júlíus Baldursson Sigurrós Kristjánsdóttir Ingibjörg Margrét Baldursd. Magnús Ingi Ásgeirsson ömmu- og langömmubörn Okkar ástkæra, ÁRDÍS JÓNA FREYMÓÐSDÓTTIR, Jonna, lést á heimili sínu í Santa Barbara, Kaliforníu, fimmtudaginn 27. september. Erla Helgadóttir Tómas Guðmarsson Fríða Ósk Tómasdóttir Sara Rós Tómasdóttir Steinunn Freyja Danley Howard E. Green Stephen Bragi Danley James Mixen Danley Sarah Sigrid Danley Ásdís K. Molvik Árdís Bjarnþórsdóttir Saga Einarsdóttir Aðalsteinn Bjarnþórsson Emil Aðalsteinsson Elísa Aðalsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.