Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum skjóta gamlir draugar upp
kollinum og hafa áhrif á líf manns. Vertu já-
kvæður og brostu framan í heiminn sem mun
þá brosa aftur til þín.
20. apríl - 20. maí
Naut Samtöl við vini og hópa munu ganga vel
í dag. Þú þekkir marga klára, en ekki svo klára
að þú ættir að efast um eigin dómgreind. Tak-
mörk þín og væntingar eru á hreinu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kannski er kominn tími til að sýna
leiðtogahæfileikana og taka við taumunum í
vinnunni. Hafðu allt þitt á hreinu og reyndu að
þrauka daginn ef þú mætir mótstöðu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gætir fundið til andúðar gagnvart
samstarfsmanni í dag. Reyndu að miðla mál-
um á fordómalausan hátt og vertu á verði
gagnvart þeim sem ala á illu umtali um aðra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarft að leysa vandamál í vinnunni
sem krefst mikillar einbeitingar og yfirsýnar.
Gættu þess að ofmetnast ekki þegar allir vilja
hrósa þér fyrir árangur þinn í starfi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er oft tímafrekt að skoða allar hlið-
ar mála, en engu að síður nauðsynlegt til þess
að geta tekið réttar ákvarðanir. Hlýddu inn-
sæinu, þannig nærð þú bestum árangri.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú gengur í augun á hvers kyns yfirboð-
urum í dag. Nú er nauðsyn að þú takir af skar-
ið og nýtir forystuhæfileika þína til fullnustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Finndu út hvar þú best getur
komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt
að hlustað sé á þig. Fátt jafnast á við skemmti-
legar umræðustundir í hópi góðra vina.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það gæti verið vandasamt að velja
réttu leiðina þegar fleiri en ein eru í boði. En sá
sem veit hvað hann vill er við öllu búinn. Var-
astu að dragast inn í deilur manna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú leyfir hæfileikafólki að komast
upp með hvað sem er því þú nýtur nærveru
þess í lífinu. Slepptu samt ekki fram af þér
beislinu því hóf er best á hverjum hlut.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú verður beðinn um að taka að
þér flókið verkefni, af því að þú kannt það svo
vel. Taktu þér tíma til þess að sjá hvernig land-
ið liggur og taktu svo til þinna ráða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Varastu að láta aðra ráðskast með líf
þitt þótt þeir þykist vita betur. Gakktu sjálfur
úr skugga um sannleiksgildi hlutanna og
gefðu þér tíma til að setjast niður og ræða
málin.
Nú á síðustu dögum kom útbókin „130 vísnagátur“ eftir
Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi
sem var kúabóndi í 20 ár en býr nú
aðallega með æðarkollur og orð.
Áður hafa komið út eftir hann
„Vísnagátur“ árið 2012 og „Hana-
nú – 150 fuglalimrur“, eftir-
minnileg og bráðskemmtileg bók
enda er höfundurinn náttúrubarn.
Í formála hinnar nýju bókar seg-
ir Páll: „Oftast er sama lausnar-
orðið í öllum línunum, en til að
gera leikinn fjölbreyttari og
skemmtilegri þá er staf eða stöf-
um stundum bætt við eða tekinn
burt stafur eða stafir úr lausn-
arorðinu til að fá enn eina merk-
ingu:
Notuð hún við útsaum er,
einn í burt er málmur.
Hana snót í hári ber,
henni eftir lyfið fer.
Hér er lausnarorðið nál. Saum-
nál, einn í burt (n)ál, hárnál og
sprautunál.
Annað dæmi:
Bæjarnafn sem algengt er,
einn í plús er þjófavörn.
Hæsta spil á hendi þér,
heiðinn guð, og ráðið börn.
Hér er lausnarorðið ás; bærinn
Ás, l-ás, ás í spilum og ás (guð) í
ásatrú.“
Ég hef dundað við það á kvöldin
að leysa gáturnar eða leysa ekki, –
slík hugarleikfimi er í senn
skemmtileg og þroskandi.
Páll er gott limruskáld, – hér
leikur hann sér með stíl og orð í
„Amerískri bíómynd í lit“:
Efnið var snauðara en snautt
um lík sem var dauðara en dautt,
og blárri en blá
var bólsenan grá,
en blóðið var rauðara en rautt.
Síðan kemur „Hótel Ísland“:
Starfslið er færra en fátt
og kjötið er smærra en smátt,
og hrárra en hrátt
og þrárra en þrátt
en verðið er hærra en hátt.
Nú er ekki úr vegi að rifja upp
fuglalimrur eftir Pál, – „Lóan í
flokkum flýgur“:
Hún horfir á flokkinn sinn fara
þennan frjálsa vængjaða skara,
hún vængbrotin er
og veit hvernig fer
þegar haustar á norðurhjara.
Þá er „Nostalgía“:
„Við síladráp áður ég undi,“
sagði aldraður, værukær lundi.
„Þá hræddist ég fátt
og hafið var blátt
og gaman á Grímseyjarsundi.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísnagátur Páls í Hlíð
„BÆTTU VIÐ OLÍUHREINSUN OG
SAMNINGURINN ER Í HÖFN.“
„HANN ER BLANDA AF PÁFAGAUKI OG
BRÉFDÚFU. ÉG HEF NÚ ÞEGAR SELT HANN
TÍU SINNUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... fótspor í snjónum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÁ... FERTUGUR! ÞÚ HLÝTUR
AÐ HAFA SÉÐ MARGT!
MANSTU
EFTIR
DISKÓINU?
AUÐVITAÐ
HÉR FÓR ÞAÐ
ALDREI ÚR TÍSKU
ÞIÐ SÓIÐ TÍMA YKKAR, FARANDSALAR! VIÐ EIGUM GLÆNÝTT HNÍFAPARASETT!
Víkverji er búinn að vera í líkams-ræktarátaki núna í dágóðan
tíma. Árangurinn hefur hins vegar
látið á sér standa. Víkverji virðist
þeirri náttúru gæddur að alveg
sama hversu mörg kíló hann léttist
um; ein óráðleg máltíð dugar til þess
að skella þeim öllum á aftur. Á þess-
um rússíbana hefur nú gengið svo
mánuðum skiptir og veit Víkverji
varla hvað hann á að gera, því ekki
kemur til greina að svelta sig.
x x x
Annars hefur Víkverji tekið eftireinu í matvörubúðinni. Í hill-
unum þar sem „hollu“ líkamsrækt-
armáltíðirnar eru er jafnan að finna
ógrynnin öll af alls kyns „orkustöng-
um“, sem við nánari skoðun reynast
vera þurrkaðir ávextir, ber og/eða
hnetur, og allt saman húðað með
salti og súkkulaði. Alveg sérstaklega
súkkulaði. Það liggur við að hægt sé
að fá súkkulaðihúðað súkkulaði, sem
samt er sagt á einhvern hátt hollara
en annað súkkulaði.
x x x
Svo eru það fæðubótarefnin, semflest eru í formi einhvers konar
prótíndufts, sem á að blanda við
vatn og hrista duglega. Víkverji hef-
ur ekki lagt í að fá sér þannig ennþá,
en var næstum því búinn að taka af
skarið um daginn þegar hann rakst
á stóran dunk af prótíndufti, sem
ekki bara var sagt vera með súkku-
laðibragði heldur var dunkurinn
merktur „MARS“ í bak og fyrir.
Annar við hliðina var síðan merktur
„Snickers“. Aðdáendur Mars- og
Snickers-súkkulaðistykkjanna, sem
hingað til hafa ekki beint verið fyrsti
kostur þeirra sem eru að reyna að
rækta líkamann, geta nú farið
áhyggjulausir í ræktina og hrist sér
síðan einn góðan Snickers eftir á.
x x x
Fyrir Víkverja var þessi uppgötv-un hins vegar mjög upplífgandi.
Nú þarf hann ekki lengur að vera
með sektarkennd þegar hann snigl-
ast í eins og eitt súkkulaðistykki,
ekki þegar hann veit að öll vaxtar-
ræktartröllin sem hann sér í rækt-
inni eru í raun bara algjörir sælgæt-
is- og súkkulaðigrísir.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til
samfélags við son sinn Jesú Krist,
Drottin vorn.
(Fyrra Korintubréf 1.9)
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL
OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI
Veitingar af öllum
stærðum, hvort sem er í
veislusal okkar, í aðra sali
eða í heimahúsi.
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur
á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin
í verði þegar erfidrykkja er í sal.