Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
✝ Berglind Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 30. janúar
1969. Hún lést á
heimili sínu á
Álftanesi 28. sept-
ember 2018.
Foreldrar henn-
ar eru Guðmundur
Vilhjálmsson, f.
20.12. 1946, raf-
eindavirki, og
Guðbjörg Gunnarsdóttir. f. 4.5.
1948, hjúkrunarfræðingur.
Eftirlifandi sambýlismaður
Berglindar er Geir Magnússon.
fræðingur, f. 14.4. 1988. Börn
þeirra eru Andrea Rut, f.
13.12. 2008, og Lovísa María, f.
1.8. 2014. 2) Freyja Björk, leið-
beinandi á leikskólanum Ökr-
um, f. 27.7. 1994.
Systur Berglindar eru:
Bergþóra, f. 19.11. 1966. Börn
hennar eru Guðmundur Berg,
f. 1985, Guðbjörg Berg, f.
1987, Jóhannes Berg, f. 1990,
Brynjar Berg, f. 1997, og Birta
Kristrún Berg, f. 1998, og
Dagbjört Rún félagsráðgjafi.
Dætur hennar eru Sara Rún, f.
5. september 2006, og Elísa
Rún, f. 27. september 2010.
Berglind starfaði við bók-
hald hjá Gunnars ehf. en
lengst af starfaði hún sem bók-
ari.
Útför Berglindar fer fram
frá Bessastaðakirkju í dag, 11.
október 2018, klukkan 13.
f. 8.11. 1968, sjó-
maður. Tengdafor-
eldrar Berglindar
eru Magnús V.
Stefánsson, f.
16.12. 1930, d.
18.5. 1989, og
Gróa Guðbjörns-
dóttir, f. 31.10.
1933.
Dætur Berglind-
ar og Geirs eru: 1)
Linda María, f.
25.7. 1988, nemi í þroska-
þjálfafræðum við HÍ, sambýlis-
maður hennar er Guðmundur
Þórir Sigurðsson tækni-
Elsku mamma.
Ég man hvað mér leið und-
arlega þennan dag sem þú fórst
frá okkur, þessum degi mun ég
aldrei gleyma. Að missa
mömmu sína svona snemma er
eitthvað sem enginn óskar sér
og finnst mér lífið svo ósann-
gjarnt akkúrat núna, af hverju
þú? Þú varst svo góð mamma
og amma, alltaf til í að hjálpa
öllum í fjölskyldunni, þú varst
mín hægri hönd og ég veit
hreinlega ekki hvernig ég á að
lifa án þín. Við töluðumst við
nánast daglega og alltaf hafðir
þú svo mikinn áhuga á öllu í
mínu lífi og mun lífið verða svo
tómlegt án þín, alltaf hafði ég
svo mikla þörf fyrir þig, elsku
mamma. Það er erfitt að hugsa
til þess að þú verðir ekki með
okkur í framtíðinni. Ég leitaði
alltaf til þín þegar mig vantaði
svör við hinu og þessu, þú viss-
ir alltaf svarið eða nálgaðist
upplýsingarnar einn, tveir og
tíu. Þú áttir tvær ömmustelpur,
Andreu og Lovísu, það sást
langar leiðir hvað þú varst stolt
af þeim og er ég þakklát fyrir
tímann sem við fengum með
þér, að sjá þig verða amma í
fyrsta skipti gaf mér svo mikið,
það var svo fallegt.
Elsku mamma, mig langar
að þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og fjölskylduna
okkar, ég mun halda áfram fyr-
ir þig og gera þig stolta, ég veit
að þú vakir yfir okkur. Elska
þig.
Þín dóttir,
Linda María.
Móðir mín var svo skilnings-
rík og umhyggjusöm. Hún var
alltaf dugleg að hrósa mér og
ég gat alltaf treyst á hana til að
láta mér líða vel. Við stóðum
saman í blíðu og stríðu, hún var
skjól mitt og minn verndari. Ég
hafði alltaf svo gaman af því að
heyra hana hlæja og sjá hana
brosa.
Hún var svo góð við alla í
kringum sig og vildi að öllum
liði vel. Mamma kenndi okkur
systrum að fjölskyldan er það
sem skiptir öllu máli, hún sá
um okkur öll og var miðpunkt-
urinn í okkar fjölskyldu. Ég er
svo ótrúlega þakklát fyrir tím-
ann okkar saman og ég geymi
minningu hennar í hjarta mínu.
Elsku móðir mín kær,
ætíð varst þú mér nær,
ég sakna þín, góða mamma mín.
Já, mild var þín hönd
er um vanga þú straukst,
ef eitthvað mér bjátaði á.
Við minningu um þig geymum
og aldrei við gleymum,
hve trygg varst þú okkur og góð.
Við kveðjum þig, mamma,
og geymum í ramma
í hjarta okkar minningu um þig.
(Gylfi V. Óskarsson.)
Þín dóttir,
Freyja Björk.
Elsku systir.
Ég trúi því varla að ég sé að
skrifa hér minningarorð um
þig. Síðustu dagar hafa verið
óraunverulegir, eftir sitjum við
öll hálfdofin og sorgmædd. Þú
varst mér alltaf meira en bara
stóra systir mín enda ólst þú
mig að hluta til upp og varst
mér alltaf svo góð. Ég sá svo
um að passa stelpurnar þínar
þegar þær fæddust og eru þær
mér svo dýrmætar. Ég mun
auðvitað passa vel upp á þær
áfram fyrir þig og ömmustelp-
urnar þínar, þú getur treyst
því. Við vorum ekki alltaf sam-
mála um alla hluti, en eitt
áhugamál áttum við sameigin-
legt og það voru íþróttir. Þú
komst mér á bragðið með það
og eru minningarnar ótalmarg-
ar tengdar hinum ýmsu lands-
leikjum, hvort sem um var að
ræða handbolta eða fótbolta.
Æsingurinn var þó alltaf tölu-
vert meiri þegar handboltaleik-
ir voru í gangi, þú verður vænt-
anlega glöð að heyra það að
Elísa Rún er byrjuð í hand-
bolta. Þú komst mér í fótbolt-
ann, eina sem kom til greina
var auðvitað að ég færi í Hauk-
ana. Þegar stelpurnar mínar
fóru svo í FH var það ákveðinn
skellur, enda þú búin að ala
móðurina upp í að vera Hauka-
manneskja. Ég veit þó að þú
gladdist yfir því þegar Sara
Rún skartaði Haukabúningnum
þegar hún fór að æfa körfu-
bolta líka. Minningarnar eru
svo ótalmargar, elsku Berglind,
t.d utanlandsferðirnar þar sem
litla örverpið ég fékk að fylgja
með.
Fyrst og fremst varstu alltaf
styðjandi í öllu því sem ég og
stelpurnar mínar tókum okkur
fyrir hendur. Ég alltaf á hraða
ljóssins gegnum lífið, þú meira
róleg og yfirveguð.
Takk, elsku systir, fyrir sam-
fylgdina, ég hugsa hlýlega til
þín og þakka fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Ég sakna
þín og það verður erfitt að að-
lagast þeim veruleika að þú
verðir ekki lengur til staðar.
Ást og kærleikur.
Þín litla systir,
Dagbjört Rún.
Elsku Berglind. Þú varst
mér afar hjartfólgin og ég
elska þig mjög.
Þú varst í raun ein af mínum
uppalendum – ein af mömmum
mínum í rauninni. Þú tókst
okkur öllum svo vel, við vorum
svo velkomin í ykkar daglega
líf, þitt, Lindu, Freyju og Geirs
– einn af þeim sem ég hef alltaf
haldið mikið upp á, enda ekki
skrýtið, þið tvö gerðuð líf mitt
aðeins bjartara á mínum yngri
árum.
Þið hafið alltaf verið svo fal-
legar vinkonur þið amma frá
því ég man eftir mér. Hjarta
mitt grætur fyrir hana og afa
líka og ykkur öll. Ég kveð þig
með svo miklum trega, svo
mikilli sorg og ekki síst þakk-
læti í hjarta mínu fyrir að hafa
bæði fengið að hafa þig í lífi
mínu frá fæðingu og fyrir alla
samúðina og umhyggjuna í
minn garð og systkina minna.
Alltaf varst þú til staðar fyrir
mig, Berglind, og ég held að ég
hafi aldrei þakkað þér fyrir.
Þú varst okkur öllum góð
frænka.
Svo ég nefni eina minningu
um þig, elsku Berglind, þá
kemur upp í hugann kjúklinga-
kvöldið á fimmtudögum og
óskabeinið. Ég reyni ennþá að
líkja eftir bragðinu, minningin
er bara svo góð. Við vitum öll
að það var örugglega bara sea-
son all en þú varst einn sá besti
kokkur og bakari sem ég veit
um, alltaf gat ég leitað til þín
með allt því tengt.
Ég veit með vissu að þín
verður mikið saknað af öllum
því þú varst mjög elskuð.
Blessuð sé minning þín eng-
ill.
Þín frænka,
Guðbjörg Berg.
Við skulum svífa um með englum
þeim,
sem ávallt láta bjartar sálir kætast.
Þeir munu okkur færa fagran heim,
í friði þar sem allir draumar rætast.
(Kristján Hreinsson)
Fallegt bros, hæglát framkoma,
dugnaðarforkur, greiðvikin,
nægjusöm, hrein og bein.
Svona minnumst við Beggu
eins og hún var ávallt kölluð.
Það er ákaflega sárt að kveðja
konu eins og Beggu á besta
aldri. Hugur okkar er hjá fjöl-
skyldu hennar, sem hún elskaði
svo heitt og var alltaf tilbúin að
fórna öllu fyrir.
Minning um Beggu lifir með
okkur, björt og falleg, og við
þökkum henni samfylgdina og
hlýjuna.
Elsku Linda mín, Þórir,
Geir, Freyja og ömmustelpurn-
ar okkar Andrea og Lovísa,
megi Guð og góðar vættir
hjálpa ykkur að vinna úr sorg-
inni. Minning um yndislega eig-
inkonu, mömmu, ömmu og vin-
konu mun lifa um ókomin ár.
Blessuð sé minning hennar.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra,
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sigríður Bernadetta
Lorange og Hlöðver
Helgi Gunnarsson.
Berglind
Guðmundsdóttir
Hrikalega finnst
mér erfitt að vera
svona langt að
heiman á svona erfiðum tímum.
Elskuleg amma mín komin á
annan og betri stað.
Ég á ekki margar minningar
um hana þegar hún var heilbrigð
og í fullu fjöri en man þó að hún
var alltaf svo glöð og brosandi.
Hún hafði svo gaman af að heyra
frá því hvað við værum að gera og
var sérstaklega áhugasöm ef við
höfðum einhverjar vandræðaleg-
ar og fyndnar sögur til að segja
henni.
Síðan ég fékk fréttirnar að hún
væri farin þá er ég búin að vera
að söngla „Somewhere over the
rainbow“ endalaust í hausnum
mínum vegna þess að hún söng
það alltaf aftur og aftur eftir að
hún veiktist og ég heyri röddina
hennar á meðan ég syng það.
Hún er reyndar líka eina mál-
lausa manneskjan sem ég þekki
sem hefur skráð sig í kór, mér
hefur alltaf þótt það svo fyndið.
Sérstaklega þegar hún náði að
útskýra það að kórstjórinn væri
svo myndarlegur.
Elsku amma mín. Ég vona að
þér líði betur núna, einhvers
staðar í sumarlandinu þar sem þú
getur gengið, hlaupið, talað og
verið skemmtlegi stríðnispúkinn
sem þú varst alltaf aftur.
Ég hef oft og mörgum sinnum
skemmt vinum mínum með sög-
um sem ég hef heyrt um þig, það
sem þú hefur sagt og gert og það
mun ég aldrei hætta að gera.
Í sögunum og í hjarta okkar
allra lifir þú að eilífu. Ég mun
sakna þín alltaf, elsku besta
amma mín.
Þín
Kolbrún.
Ég var ekki gamall þegar ég
áttaði mig á því að allt var heldur
flóknara í fjölskyldu pabba en hjá
mömmu.
Pabbi átti sex hálfsystkini,
sum þekkti ég en önnur lítið. Ég
man eftir því að pabbi talaði
stundum um Kollu hálfsystur
sína sem bjó í Reykjavík og vann
á Hressingarskálanum. Þau
pabbi voru sammæðra, en Kolla
var alin upp á Ánabrekku á Mýr-
Kolbrún
Jóhannesdóttir
✝ Helga FríðaKolbrún Jó-
hannesdóttir fædd-
ist 28. febrúar
1940. Hún lést 28.
september 2018.
Útför Kolbrúnar
fór fram 9. október
2018.
um hjá Jóhannesi
föður sínum og fjöl-
skyldu hans.
Pabbi alinn upp á
Sauðárkróki hjá
móðurforeldrum
sínum, en stundum
hittust hann og
Kolla þegar þau
voru bæði í heim-
sókn hjá móður
sinni, henni Laugu
ömmu minni.
Sennilega var ég orðinn átta
eða níu ára gamall þegar ég hitti
Kollu frænku í fyrsta skipti og
hún kom eins og stormsveipur á
Krókinn.
Pabbi hafði tekið við rekstri
Ábæjar, bensínsölu og veitinga-
staðar á Sauðárkróki.
Hann ætlaði að taka þetta með
stæl, setja upp eldhús á staðnum
og selja Króksurum og ferðafólki
grillaða hamborgara, samlokur
og franskar. Auðvitað var enginn
betri en Kolla til að kenna starfs-
fólki réttu handtökin við elda-
mennskuna.
Ég man ennþá þegar pabbi
sagði frá því að Kolla myndi
koma á Krókinn og vera í viku við
að kenna réttu handtökin og hún
hefði tilkynnt honum að hún tæki
punglausan kokk með sér.
Ég man að maður velti fyrir
sér í hvaða hremmingum þessi
kokkur hefði lent, ekki síst vegna
þess að Kolla og kokkurinn áttu
að gista heima.
Á þessu var auðvitað einföld
skýring. Kokkurinn var kona, en
orðbragðið lýsti Kollu – aldrei
lognmolla, hvorki í orði né á
borði.
Kolla var einstaklega dugleg,
ósérhlífin og framtakssöm. Hún
lét ekkert stoppa sig, enda lét
hún til sín taka í veitingarekstri.
Fyrst stofnaði hún veitingastað-
inn Torfuna ásamt fleirum og síð-
an Lækjarbrekku sem hún rak í
um áratug eða svo. Rúmlega
fimmtug varð Kolla fyrir því að fá
slæmt heilablóðfall og eftir það
tók lífið aðra stefnu.
Samskipti pabba og Kollu voru
alla tíð góð og að mörgu leyti
voru þau systkin lík. Þegar þau
hittust var líf og fjör og ýmislegt
látið fjúka.
Þeim þótti vænt hvoru um
annað og þó svo að samskipti
þeirra hefðu verið minni en
systkina alla jafna þá kom það
ekki að sök.
Fyrir hönd pabba, okkar
bræðra og fjölskyldu okkar send-
um við börnum Kollu, þeim
Lindu og Gumma og fjölskyldum
þeirra, samúðarkveðjur.
Páll Snævar Brynjarsson.
✝ GuðmundurArnar Her-
mannsson fæddist
á Akureyri 21. maí
1962. Hann lést á
heimili sínu 28.
september 2018.
Foreldrar hans
eru hjónin Her-
mann Guðmunds-
son útgerðarmaður
frá Árskógssandi,
f. 22. apríl 1940, og
Margrét Ágústa Arnþórsdóttir
úr Glerárþorpi, f. 17. ágúst
1938. Systkini hans eru Agnes
Eyfjörð, Arnþór Elvar, Heimir
og Jónína Hafdís.
Árið 1984 stofnaði Guðmund-
ur heimili á Árskógssandi
Blær, f. 15. október 1998, og
Hafrún Mist, f. 13. október
2002.
Sín fyrstu ár bjó Guðmundur
í Sandgerði, Akureyri. Á þriðja
aldursári fluttist hann ásamt
foreldrum sínum í Pálmalund á
Árskógssandi þar sem hann bjó
öll sín æskuár. Guðmundur
byrjaði til sjós sem háseti árið
1976 á sínu fjórtánda aldursári.
Eftir grunnskólapróf lá leiðin í
Stýrimannaskólann í Vest-
mannaeyjum og öðlaðist hann
þaðan skipstjórnarréttindi af 2.
stigi árið 1982. Að námi loknu
starfaði hann sem skipstjóri og
stýrimaður á Arnþóri EA 16 og
Sæþóri EA 101 sem gerðir voru
út af G. Ben Árskógssandi. Árið
2001 stofnaði hann útgerð
ásamt föður sínum og bræðr-
um. Þar vann hann ýmis störf
bæði á sjó og í landi allt til loka.
Útförin fer fram í Stærra-Ár-
skógskirkju í dag, 11. október
2018, klukkan 14.
ásamt eiginkonu
sinni, Önnu Guð-
rúnu Snorradóttur
frá Krossum, Ár-
skógsströnd, f. 4.
desember 1965.
Foreldrar hennar
eru hjónin Snorri
Eldjárn Kristjáns-
son, bóndi og
hreppstjóri frá
Hellu, f. 7. janúar
1917, d. 23. ágúst
1987, og Anna Soffía Sigurlaug
Gunnlaugsdóttir, bóndi frá
Brattavöllum, f. 5. febrúar
1934.
Börn þeirra eru Sigurlaug
Dröfn f. 25. maí 1985, Her-
mann, f. 8. maí 1988, Hjörvar
Elsku bróðir. Nú hefur þú kvatt
okkur alltof snemma eftir erfið
veikindi sem þú þurftir því miður
að lúta í lægra haldi fyrir.
Þú varst næstelstur í okkar
systkinahópi en bara tvö ár voru
á milli okkar og vorum við því í
miklum samskiptum alla tíð.
Íþróttir áttu hug okkar allan
og fylgdumst við að þar, minnist
ég þess hvað þú hafðir mikið
keppnisskap og fórst alltaf af
stað með það að markmiði að
vinna.
Við tókum líka báðir snemma
þá ákvörðun að feta í fótspor
pabba og gerast sjómenn, drifum
okkur hvor í sinn stýrimanna-
skólann og útskrifuðumst úr
skipstjórnarnámi sama ár eða
1982.
Ég guttinn var þá nýkominn
með bílpróf og var farinn að huga
að kaupum á bíl en þú þegar bú-
inn að festa kaup á flottum Volvo
og til marks um góðmennsku
þína, þá býður þú mér afnot af
honum sem mér þótti mjög vænt
um og sýnir hve fallega þú hugs-
aðir til litla bróður.
Samskipti okkar hafa alla tíð
verið mikil. Við stunduðum sjó-
mennsku saman nánast óslitið
frá fermingu, stofnuðum okkar
eigin útgerð ásamt litla bróður
og pabba, við vorum einnig svo
lánsamir að búa hvor á móti öðr-
um og samgangur því mikill á
milli okkar og fjölskyldna okkar.
Þú varst alltaf mikið snyrti-
menni og vildir hafa fínt í kring-
um þig, við vorum því oft sam-
stiga að bardúsa í görðunum
okkar þegar tími gafst til og köll-
uðumst við gjarnan á yfir götuna
svona til að athuga hvernig gengi
eða til að gera góðlátlegt grín
hvor að öðrum.
Ég mun sakna þess mikið að
heyra ekki lengur köllin frá þér
yfir til okkar og heyra þig ekki
lengur kalla á Gunnu þína til að fá
álit á hinu og þessu eða bara til að
spjalla.
Þú varst líka mikill fuglaáhuga-
maður og var krían í miklu uppá-
haldi hjá þér. Þú fylgdist vel með
komu farfuglanna og spurðir okk-
ur gjarnan hvort við hefðum séð
hina og þessa fuglategundina
þann morguninn.
Eftir að þú greindist með
þennan sjúkdóm þá þurftir þú að
fara í land en komst þó einn og
einn túr þegar heilsan leyfði en
varst alltaf mættur á kranann í
löndun.
Þú hringdir daglega um borð
til að taka stöðuna á aflabrögðum,
veðri og hvernig hefði gengið og
sama hvernig gangurinn var hjá
okkur þá sagðir þú alltaf: þetta er
bara fínt.
Þú varst heldur ekki fyrir að
gefast upp og ætlaðir svo sann-
arlega að sigrast á þessum veik-
indum.
Lýsir það hugarfari þínu svo
vel þegar við bræður sóttum end-
urmenntun í Slysavarnaskólanum
fyrir rúmum mánuði, heilsunni
farið að hraka en þú ákveðinn í að
endurnýja þín réttindi til að vera
klár um borð þegar þar að kæmi.
Elsku bróðir. Við yljum okkur
við góðar minningar sem munu
alltaf lifa í hjörtum okkar, minn-
umst allra samverustundanna
með fjölskyldum okkar, bústaða-
ferðanna, ferðanna til útlanda en
við vorum búnir að plana aðventu-
ferð eitthvað út í heim með kon-
unum okkar, sem þú varst svo
spenntur fyrir.
Við þökkum þér svo mikið fyrir
samfylgdina gegnum öll árin og
munum alltaf vera til staðar fyrir
elsku Gunnu þína, Sigurlaugu,
Hermann, Hjörvar og Hafrúnu
sem voru þér allt.
Arnþór, Erla
og Aníta Rut.
Guðmundur Arnar
Hermannsson