Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 VIÐTAL Guðrún Erlingsdottir ge@mbl.is „Allt frá því ég komst yfir þýðingu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar fyrir nokkrum árum hefur sagan ekki látið mig í friði. Hvernig var fyrir Ástu, konu séra Ólafs, að fæða barn í ræn- ingjaskipi? Hvernig var að vera þræll í ókunnu landi og hvernig var líðanin þegar 11 ára sonur var seldur frá fjöl- skyldunni? Hvernig var að koma í ólíka menningu og loftslag? Hvernig tókst Ástu að aðlaga sig í ánauðinni? Hvernig var líðanin að skilja börnin eftir í Alsír og hvernig gekk Ástu að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum þegar hún kom til baka úr ánauðinni? Þetta er meðal þess sem leitaði á huga minn við lestur Reisubókar Ólafs,“ segir Sally Magnússon, rithöf- undur og sjónvarpskona hjá BBC, sem skrifaði bókina Sagnaseið sem fjallar um Tyrkjaránið árið 1627 og afleiðingar þess þegar meira en helm- ingur íbúa Heimaeyjar var drepinn eða fluttur í ánauð til Alsírs. Sally leitaði heimilda í Reisubók séra Ólafs Egilssonar sem tekinn var til fanga á Heimaey ásamt konu sinni Ástu og tveimur börnum en þeim hjónum fæddist sonur um borð í ræn- ingjaskipinu á leið til Alsírs. Egill, eldri sonur hjónanna, er tekinn strax frá foreldrum sínum við komuna til Alsírs og seldur en Ólafur, Ásta, barnung dóttir þeirra og nýfæddur sonur voru seld til sama þrælahald- ara sem freistaði þess að senda sr. Ólaf til Danmerkur til þess að beiðast lausnargjalds frá konungi fyrir Ís- lendinga í ánauð í Alsír. „Ólafur skrifar frásögnina í raun- tíma. Frá því að lagt var úr höfn frá Vestmannaeyjum þar til 34 eru leyst- ir úr ánauðinni og hluti þeirra kemst aftur til Íslands níu árum síðar. Ólaf- ur stendur sig vel sem fréttaritari en hann skrifar reisubókina undir þungu trúarmáli og líkt og aðrir sagnamenn þess tíma ritar hann lítið sem ekkert um konu sína. Almennt var ekki sagt frá konum nema þær væru drottn- ingar. Mér fannst spennandi að nýta mér frelsi skáldsögunnar í bland við ritaðar heimildir. Ég varð að skálda allt sem viðkom Ástu nema það að hún var kona séra Ólafs, átti fjögur börn, var hneppt í ánauð og kom til baka,“ segir Sally, sem er dóttir hins þekkta sjónvarpsmanns Magnúsar Magnússonar, sem flutti ungur til Skotlands með íslenskum foreldrum. „Ég er hálfur Íslendingur og pabbi deildi Íslandi með okkur systkinun- um. Hann kynnti okkur fornsögurn- ar. Pabbi skrifaði mikið um Ísland og þýddi meðal annars Laxdælu, Njálu og fleiri fornsögur yfir á ensku,“ segir Sally, sem minnist föður síns sitjandi við ritvélina að slá inn sögurnar. Á ferð með Vigdísi um landið Sagnaseiður er tileinkuð gömlum fjölskylduvini, Vigdísi Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands. „Árið 1976 kom ég til sumarvinnu hjá Ferðaskrifstofu ríkisins í þeim til- gangi m.a. að læra íslensku. Ég bjó hjá föðurbróður mínum. Hann var nýfluttur með fjölskylduna frá Sví- þjóð og talaði ekki mikla íslensku. Um helgar kom Vigdís og keyrði mig um landið. Hún sagði mér sögur af tröllum, álfum og selfólki,“ segir Sally, sem lagði mikla áherslu á að skoða gögn sem til eru um Tyrkja- ránið. Sally fann mikið af upplýs- ingum í Sagnheimum – byggðasafni Vestmannaeyja og á gosminjasýn- ingu í Eldheimum, sem varpaði ljósi á draum selkonunnar sem dreymdi eld- gos sem varð rúmum þremur öldum síðar. Sally segist m.a. hafa notið góðs af rannsóknum Þorsteins Helgasonar prófessors sem hann notaði í bók sinni The Corsairs’ Longest Journey: The Turkish Raid in Iceland 1627 og rannsóknum Steinunnar Jóhannes- dóttur vegna skrifa hennar á Reisu- bók Guðríðar Símonardóttur. „Steinunn gerir sögu Guðríðar vel skil og það er merkilegt að varðveist hafi heillandi brot úr bréfi Guðríðar sem hún sendi alla leið frá Algeirs- borg til Eyjólfs eiginmanns síns í Vestmannaeyjum.“ En Guðríður, eins og margir vita, giftist Hallgrími Péturssyni sálmaskáldi, sem hún kynntist þegar hún var skikkuð til endurmenntunar í kristinni trú í Kaupmannahöfn á leið heim til Ís- lands úr ánauðinni í Alsír. „Ég heillaðist af Ástu, eiginkonu Ólafs, annars af prestum Eyjanna. Hinn presturinn, Jón Þorsteinsson, sem kallaður var píslarvottur eftir dauða sinn, dó með guðsorð á vörum eftir að sjóræningjar höfðu háls- höggvið hann,“ segir Sally, sem svar- ar í skáldsögunni spurningum sem komu í huga hennar varðandi upplif- anir Ástu sem móður og eiginkonu sem er tekin úr umhverfi sínu og flutt til framandi landa í ánauð; konu sem þarf að horfa á eftir 11 ára syni seld- um í ánauð, eiginmanni sem sendur var um langan veg og óvíst hvort þau hittust aftur. „Hún þurfti að venjast nýjum siðum, nýju loftslagi, öðruvísi mat og að vera svipt frelsi sínu. Elsta dóttir Ástu og Ólafs var ekki í Eyjum þegar Tyrkirnir komu og Ásta veit ekki í níu ár hvernig hennir reiðir af,“ segir Sally og bætir við að þegar Ásta losni úr langþráðri ánauð verði hún að skilja ung börn sín eftir í Alsír og fái aldrei að vita hver örlög þeirra urðu. Eftir allt sem á Ástu hefur verið lagt þarf hún að aðlagast lífinu án barnanna í Vestmannaeyjum, í kulda, myrkri og harðri lífsbaráttu. Ásta og Ólafur þurfa einnig að takast á við hjónabandið eftir níu ára aðskilnað, missi og sorg. „Það þurfa allir sögur til þess að lifa af. Sögurnar sem hún kom með frá Íslandi hjálpuðu henni að komast af,“ segir Sally og veltir því upp hvað geri það að verkum að manneskjan geti tekist á við stór áföll. Sally segir að Sagnaseiður taki einnig á því hvernig maðurinn geti aðlagað líf sitt algjörlega nýjum að- stæðum. „Í sögunni eiga Ásta og Cilleby þrælahaldari hennar í ein- hvers konar rökræðu-ástarsambandi og takast á við siðferðisspurninguna um það hvort ránsferðir og strand- högg norrænna víkinga hafi verið eitthvað betri eða verri en ánauðin sem alsírsku sjóræningjarnir hnepptu Íslendinga í,“ segir Sally sem er ánægð með viðtökurnar sem bókin hefur fengið frá því hún kom út í Bretlandi í febrúar á þessu ári. Þar í landi heitir bókin The Sealwoman’s Gift en Sagnaseiður í íslenskri þýð- ingu Urðar Snædal. „Bókin hefur verið tilnefnd af Hist- orical Writers’s Association til verð- launa sem ein af sex bókum í flokkn- um Frumraun sögulegra skáldsagna. Bókin hefur hlotið góða dóma í bóka- klúbbum og sjónvarpsþáttum,“ segir Sally og bætir við að bókin hafi opnað augu Breta fyrir Tyrkjaráninu á Ís- landi og ekki síður fyrir því hversu lít- ið breska þjóðin veit um sambærilega atburði á Írlandi og í Bretlandi þar sem hundruð manna frá suðurströnd Englands voru hneppt í ánauð. Muna hvar á að fela sig „Það virðist algjör þögn um þessi mál í sögu Bretlands, en nú eru fræði- menn í Cornwall farnir að skoða þetta þögla tímabil. Á sama tíma þekkir næstum því hvert mannsbarn á Ís- landi söguna. Mér hefur verið sagt frá því að enn lifi fólk á Austfjörðum sem muni eftir því að hafa verið sagt hvar þau ættu að fela sig ef Tyrkirnir kæmu,“ segir Sally, sem þykir mikið til þess koma hvernig Íslendingar hafa haldið sagnahefðinni við. Sally kom til Íslands í þeim tilgangi að taka þátt í ráðstefnu ISBA-sam- takanna en Sally skrifaði árið 2014 bókina Handan minninganna sem fjallaði um glímu móður hennar við alzheimer. Í dag kl. 17 verður Sally viðstödd þegar Sagnaseiður verður kynntur í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Staðsetningin á vel við þar sem leg- steinn sr. Ólafs Egilssonar er í and- dyri kirkjunnar og flutt verða lög Lilju Þorbjörnsdóttur tónskálds við texta sr. Jóns Þorsteinssonar. Að sögn Sallyar og Helgu Hallbergs- dóttur, safnstjóra í Sagnheimum, hef- ur áhugi ferðamanna aukist á Tyrkja- ráninu eftir að The Sealwoman’s Gift kom út. Sally vinnur nú að bók sem gerist á miðri 19. öld og segist hlæjandi vera að færa sig nær nútímanum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sagnakona Sally Magnúsdóttir hefur vakið áhuga Breta á Tyrkjaráninu. Sagnaseiður Sallyar  Segir frá lífi kvenna í Tyrkjaráninu 1627  „Það þurfa allir sögur til þess að lifa af“  Ólst upp við fornsögur Ronja Ræningjadóttir (None) Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Sun 4/11 kl. 16:00 17. s Lau 1/12 kl. 14:00 Auka Sun 14/10 kl. 13:00 10. s Sun 11/11 kl. 13:00 18. s Lau 1/12 kl. 17:00 23. s Sun 14/10 kl. 16:00 11. s Sun 11/11 kl. 16:00 19. s Sun 2/12 kl. 14:00 Auka Lau 20/10 kl. 15:00 Auka Lau 17/11 kl. 14:00 Auka Sun 2/12 kl. 17:00 24. s Lau 20/10 kl. 18:30 Auka Lau 17/11 kl. 17:00 Auka Sun 9/12 kl. 14:00 Auka Sun 21/10 kl. 13:00 12. s Sun 18/11 kl. 13:00 20. s Sun 9/12 kl. 17:00 25. s Sun 21/10 kl. 16:00 13. s Sun 18/11 kl. 16:00 21. s Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Sun 28/10 kl. 13:00 14. s Lau 24/11 kl. 17:00 Auka Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Sun 28/10 kl. 16:00 15. s Sun 25/11 kl. 14:00 Auka Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 4/11 kl. 13:00 16. s Sun 25/11 kl. 17:00 22. s Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Fly Me To The Moon (Kassinn) Fös 12/10 kl. 19:30 5. s Fös 26/10 kl. 19:30 10. s Sun 11/11 kl. 19:30 15. s Sun 14/10 kl. 19:30 6. s Sun 28/10 kl. 19:30 11. s Þri 13/11 kl. 19:30 16.s Fim 18/10 kl. 19:30 7. s Fim 1/11 kl. 19:30 13.s Fös 16/11 kl. 19:30 17.s Lau 20/10 kl. 19:30 8. s Fös 2/11 kl. 19:30 12. s Lau 17/11 kl. 19:30 18.s Sun 21/10 kl. 20:00 9. s Sun 4/11 kl. 19:30 14. s Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Ég heiti Guðrún (Kúlan) Fim 11/10 kl. 19:30 4. s Fös 19/10 kl. 19:30 Auka Fös 26/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 17:00 Auka Lau 20/10 kl. 17:00 Auka Lau 27/10 kl. 17:00 Auka Lau 13/10 kl. 19:30 5. s Sun 21/10 kl. 17:00 9. s Lau 27/10 kl. 20:00 12.s Sun 14/10 kl. 17:00 6.sýn Þri 23/10 kl. 19:30 10. s Sun 28/10 kl. 17:00 13.sýn Þri 16/10 kl. 19:30 Auka Mið 24/10 kl. 19:30 Auka Mið 17/10 kl. 19:30 7. s Fim 25/10 kl. 19:30 11.s Barátta konu fyrir því að hafa stjórn á eigin lífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Fös 19/10 kl. 19:30 42. s Lau 3/11 kl. 19:30 LOKA Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Samþykki (Stóra sviðið) Fös 26/10 kl. 19:30 Frums Fös 2/11 kl. 19:30 4. s Fös 23/11 kl. 19:30 7. s Lau 27/10 kl. 19:30 2. s Fim 15/11 kl. 19:30 5.s Fim 29/11 kl. 19:30 8.s Fim 1/11 kl. 19:30 3. s Fös 16/11 kl. 19:30 6.s Fös 30/11 kl. 19:30 9.s Kraftmikið, splunkunýtt verk sem sló í gegn í Breska þjóðleikhúsinu. Insomnia (Kassinn) Fös 9/11 kl. 19:30 Frums Fim 15/11 kl. 19:30 4.s Fim 29/11 kl. 19:30 7.s Lau 10/11 kl. 19:30 2. s Lau 17/11 kl. 19:30 5.s Mið 14/11 kl. 19:30 3.s Fös 23/11 kl. 19:30 6.s Brandarinn sem aldrei deyr Klókur ertu Einar Áskell (Brúðuloftið) Lau 13/10 kl. 11:00 Lau 27/10 kl. 11:00 Lau 10/11 kl. 11:00 Lau 13/10 kl. 13:00 Lau 27/10 kl. 13:00 Lau 10/11 kl. 13:00 Lau 20/10 kl. 11:00 Lau 3/11 kl. 11:00 Lau 20/10 kl. 13:00 Lau 3/11 kl. 13:00 Nokkrar gamlar spýtur og góð verkfæri geta leitt mann inn í nýjan heim Leitin að jólunum (Leikhúsloft) Lau 17/11 kl. 11:00 313.s Lau 1/12 kl. 12:30 321.s Fös 14/12 kl. 17:30 329.s Lau 17/11 kl. 12:30 314.s Sun 2/12 kl. 11:00 322.s Lau 15/12 kl. 11:00 330.s Lau 24/11 kl. 11:00 315.s Sun 2/12 kl. 12:30 323.s Lau 15/12 kl. 13:00 331.s Lau 24/11 kl. 13:00 316.s Lau 8/12 kl. 11:00 324.s Lau 15/12 kl. 14:30 332.s Lau 24/11 kl. 14:30 317.s Lau 8/12 kl. 13:00 325.s Sun 16/12 kl. 11:00 333.s Sun 25/11 kl. 11:00 318.s Lau 8/12 kl. 14:30 326.s Sun 16/12 kl. 13:00 334.s Sun 25/11 kl. 12:30 319.s Sun 9/12 kl. 11:00 327.s Sun 16/12 kl. 14:30 335.s Lau 1/12 kl. 11:00 320.s Sun 9/12 kl. 12:30 328.s Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum. leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Fös 12/10 kl. 22:00 Fös 19/10 kl. 22:00 Daður og dónó Reykjavík Kabarett (Þjóðleikhúskjallarinn) Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Fim 25/10 kl. 20:00 160. s Sun 4/11 kl. 20:00 aukas. Sun 14/10 kl. 20:00 156. s Fös 26/10 kl. 20:00 161. s Fim 8/11 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 157. s Sun 28/10 kl. 20:00 162. Fös 9/11 kl. 20:00 164. s Fös 19/10 kl. 20:00 158. s Fim 1/11 kl. 20:00 aukas. Lau 17/11 kl. 20:00 165. s Sun 21/10 kl. 20:00 159. s Lau 3/11 kl. 20:00 163. s Stjarna er fædd. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 12/10 kl. 20:00 11. s Sun 21/10 kl. 20:00 14. s Lau 27/10 kl. 20:00 16. s Lau 13/10 kl. 20:00 12. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fös 2/11 kl. 20:00 17. s Lau 20/10 kl. 20:00 13. s Fös 26/10 kl. 20:00 15. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fim 11/10 kl. 20:00 10. s Fös 19/10 kl. 20:00 15. s Fim 25/10 kl. 20:00 aukas. Fim 18/10 kl. 20:00 14. s Lau 20/10 kl. 20:00 16. s Athugið, sýningum lýkur í byrjun nóvember. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fim 22/11 kl. 20:00 1. s Fös 30/11 kl. 20:00 5. s Fim 13/12 kl. 20:00 9. s Fös 23/11 kl. 20:00 2. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Fös 14/12 kl. 20:00 10. s Lau 24/11 kl. 20:00 3. s Fös 7/12 kl. 20:00 7. s Sun 16/12 kl. 20:00 11. s Sun 25/11 kl. 20:00 4. s Lau 8/12 kl. 20:00 8. s Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Tví-skinnungur (Litla sviðið) Fös 9/11 kl. 20:00 Frums. Sun 18/11 kl. 20:00 3. s Sun 25/11 kl. 20:00 5. s Fim 15/11 kl. 20:00 2. s Fim 22/11 kl. 20:00 4. s Lau 1/12 kl. 20:00 6. s Ást er einvígi. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 24/11 kl. 13:00 1. s Lau 1/12 kl. 13:00 3. s Lau 8/12 kl. 13:00 5. s Sun 25/11 kl. 13:00 2. s Sun 2/12 kl. 13:00 4. s Sun 9/12 kl. 13:00 6. s Litrík jólasýning fyrir þau yngstu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fim 11/10 kl. 20:00 61. s Lau 20/10 kl. 20:00 63. s Fös 2/11 kl. 20:00 65. s Fös 12/10 kl. 20:00 62. s Lau 27/10 kl. 20:00 Sing-a-long Lau 10/11 kl. 20:00 66. s Besta partýið hættir aldrei!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.