Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Heimsmeistaraeinvígið í skák gæti verið haldið á Íslandi árið 2022, en þá verða 50 ár liðin frá einvígi ald- arinnar milli þeirra Fischers og Spasskys í Laugardalshöll. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, bar hugmyndina undir ný- kjörinn forseta Alþjóðaskák- sambandsins, Arkady Dvorkovich, á nýafstöðnu ólympíumóti í skák í Georgíu. Dvorkovich tók vel í hug- myndina, sagði tilefnið til að halda einvígið á Íslandi mjög gott og hyggst skoða málið. „Í þessu fælist stórkostlegt tæki- færi fyrir land og þjóð. Tímapunkt- urinn er frábær og Harpa hinn full- komni mótsstaður fyrir heimsmeist- araeinvígi. Heimsljósið myndi beinast að Íslandi og einvígið frá 1972 yrði rifjað upp í máli og mynd- um. Fjöldi blaðamanna myndi koma til landsins og fjalla um leið um land- ið okkar. Ég get séð fyrir skák- sprengingu rétt eins og eftir heims- meistaraeinvígi aldarinnar árið 1972,“ segir Gunnar. Sviptivindar í kosningabaráttu FIDE Ólympíumótið í skák fór fram í Batumi í Georgíu á dögunum og lauk síðustu helgi. Á sama tíma voru kosningar til forseta Alþjóðaskák- sambandsins, FIDE, haldnar í Bat- umi, en þar höfðu skáksambönd allra landa atkvæðisrétt. Rússinn Dvorkovich, sem er þekktastur fyrir að vera fyrrverandi aðstoðarmaður Pútíns, bar sigur úr býtum gegn hin- um gríska Georgios Makropoulos. Hinn gamalreyndi „Makro“ hefur verið viðloðandi FIDE í um tvo ára- tugi og má því segja að kjör Dvorko- vich sé ákall á breytingar. Með kjör- inu lauk 25 ára valdatíð fráfarandi forsetans, Kirsans Ilyumzhinovs, sem hefur lengi verið umdeildur. Skáksamband Íslands kaus Dvorkovich en Gunnar segir að al- menn sátt hafi ríkt um kosningu hans. „Mín tilfinning fyrir mann- inum er mjög góð. Hann hefur fram- tíðarsýn og virðist vera einlægur, ég trúi því að hann hafi margt fram að færa fyrir skákina,“ segir Gunnar. Þrír frambjóðendur, Georgios Makropoulos, Arkady Dvorkovich og Nigel Short, héldu ræður áður en gengið var til kosninga en mörgum til mikillar undrunar dró Nigel Short framboð sitt til baka strax eft- ir framboðsræðu sína. Gunnar var á staðnum og hlýddi á ræður frambjóðendanna. „Þetta var náttúrlega snilldarleikur hjá Nigel Short. Fyrst kemur Dvorkovich og heldur stórfenglega ræðu. Síðan kemur Short, talar mikið um sjálfan sig í sinni ræðu og í lok ræðunnar kynnir hann framboð sitt og dregur það síðan til baka og lýsir yfir stuðn- ingi við Dvorkovich. Þetta var fyrir- fram ákveðið – Short talaði illa um „Makro“ og náði athygli fólks en Dvorkovich talaði á jákvæðu nót- unum. Svo í framhaldinu kemur Makro og heldur frekar slaka ræðu sem ég held að hafi kostað hann ein- hver atkvæði,“ segir Gunnar. Kosn- ingarnar enduðu því með 103 at- kvæða sigri Dvorkovich gegn 78 atkvæðum Makros. Gunnar kosinn varaforseti ECU Í kjölfarið var Gunnar kosinn varaforseti skáksambands Evrópu, en hann segir heiður fyrir Ísland að fá slíkt tækifæri. „Þá kemst Ísland nær allri ákvarðanatöku innan ECU, sem skiptir okkur miklu máli. Ég er sjálfur áhugasamur um að Ísland stígi stærri skref í alþjóðlegu móts- haldi enda höfum við á okkur afar gott orð fyrir mótshald og Ísland er vinsæll áfangastaður skákmanna,“ segir Gunnar. Á ólympíumótinu stóð gengi ís- lenska landsliðsins í opnum flokki ekki undir væntingum og lenti liðið í 68. sæti þrátt fyrir að hafa setið í 44. sæti í styrkleikaröð fyrir mótið. Samtals töpuðu keppendur 40 skák- stigum og fengu fjórum vinningum minna en gert var ráð fyrir. Kvenna- landsliðinu gekk hins vegar í sam- ræmi við styrkleika þess, þrátt fyrir þolraunir Lenku Ptacnikovu, fyrsta- borðsmanns kvennalandsliðsins, sem slasaðist á fæti í mótinu og gat því ekki teflt allar skákirnar. Lenka er langstigahæst af konunum og því mikill skellur að hún skyldi hvíla fjórar umferðir. „Niðurstaðan er auðvitað ákveðin vonbrigði. Þó munaði litlu að loka- viðureignin ynnist og þá hefði loka- staðan orðið ásættanleg. Það er of stutt á milli hláturs og gráts í skák- inni og það verður einnig að gæta þess að draga miklar ályktanir af úr- slitum eins móts, ein úrslit geta hæglega breytt lokaniðurstöðu um 20 til 30 sæti. Stjórn SÍ og landsliðsnefnd munu fara yfir niðurstöðuna á komandi vikum og velta upp öllum steinum – því auðvitað má ýmislegt bæta.“ Dvorkovich mætir á Reykjavíkurskákmótið Þrátt fyrir að ekki hafi allt gengið fullkomlega að óskum á ólympíu- mótinu má með sanni segja að Ís- land sé skákþjóð. Reykjavík- urskákmótið, sem er haldið árlega í Hörpu, hefur ávallt verið vel sótt og er á lista yfir bestu mót heims um þessar mundir. Sterkir skákmenn hvaðanæva úr heiminum fjölmenna á mótið á ári hverju, en eins og áður sagði er gert ráð fyrir komu nýja FIDE-forsetans, Dvorkovich, á mót- ið í apríl. „Við ræddum meðal annars við Shakhriyar Mamedyarov, þriðja stærsta skákmann heims, og Par- ham Maghhsoodloo, heimsmeistara undir tvítugu – átján ára strák frá Íran sem segist skoða skák í allt að 18 klukkustundir á dag!“ Skoða að halda HM-ein- vígi á Íslandi  Nýkjörinn forseti FIDE tekur vel í hugmyndina og hyggst skoða málið Morgunblaðið/Eggert Skákheimurinn Gunnar Björnsson, forseti SÍ, segir að heimsljósið myndi beinast að Íslandi, verði HM haldið hér. Einvígið 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar, milli Fischers og Spasskys. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson 55 ára heiðursdansleikur með Gunna Þórðar í broddi fylkingar Sérstakir gestir: •Erlingur Björnsson (Elli í Hljómum) •Elvar Örn Friðriksson •Alma Rut Kristjánsdóttir leikur fyrir dansi bæði föstudags- og laugardagskvöld. á góðri stundu Bláu augun þín • Fyrsti kossinn • Ertumeð I don’t care • Þú ein • Sveitapiltsins draumur Ástarsæla • Ég elska alla • Lífsgleði Er hann birtist • Við saman Laugardaginn 13. okt. 2018 HLJÓMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.