Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018
Veður víða um heim 10.10., kl. 18.00
Reykjavík 6 skýjað
Akureyri 7 léttskýjað
Nuuk 1 léttskýjað
Þórshöfn 9 rigning
Ósló 12 skýjað
Kaupmannahöfn 15 heiðskírt
Stokkhólmur 14 skýjað
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 20 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 21 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 19 heiðskírt
Hamborg 20 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 19 heiðskírt
Moskva 11 skýjað
Algarve 23 skýjað
Madríd 19 skýjað
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Róm 23 heiðskírt
Aþena 19 heiðskírt
Winnipeg 1 alskýjað
Montreal 11 súld
New York 24 léttskýjað
Chicago 21 rigning
11. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:07 18:23
ÍSAFJÖRÐUR 8:17 18:23
SIGLUFJÖRÐUR 7:59 18:06
DJÚPIVOGUR 7:37 17:51
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á föstudag Austan 5-10, skýjað og úrkomulítið, en
hægari vindur og bjart norðantil á landinu. Gengur í
norðan 10-18 um kvöldið með rigningu um landið
austanvert. Hiti 3 til 8 stig.
Austan 13-20 m/s og víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla fram að hádegi. Lægir og
dregur úr úrkomu víða á landinu í kvöld. Hiti 4 til 11 stig.
Ísfirðingar og nærsveitarmenn
fjölmenntu á Hótel Ísafjörð í gær-
kvöldi á fyrsta fundinn í röð tíu
funda Kristjáns Þórs Júlíussonar
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra um stöðu sjávar-
útvegsins og nýtt frumvarp um
veiðigjald.
Á myndinni má sjá nokkra
þeirra sem sóttu fundinn í gær, þá
Guðna Einarsson, Jón Pál Hall-
dórsson, Karl Geirmundsson og
Smára Karlsson, ásamt Kristjáni
Þór.
Auk þess að ræða stöðu sjávar-
útvegsins ræddu fundarmenn
byggðamál á Vestfjörðum.
Fundirnir verða öllum opnir, sá
næsti verður í Félagsheimilinu í
Vesturbyggð í dag klukkan 12 á
hádegi og sá þriðji verður í Fé-
lagsheimilinu Röstinni á Hellis-
sandi klukkan 19:30 í kvöld.
Næstu fundir verða í Reykjavík,
Vestmannaeyjum, á Akureyri,
Þórshöfn, Eskifirði og Höfn og sá
síðasti verður haldinn í Salthúsinu
í Grindavík þriðjudaginn 23. októ-
ber.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur tíu fundi um veiðigjald og sjávarútvegsmál víða um landið
Sjávarút-
vegur rædd-
ur á Ísafirði
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hallur Símonarson, innri endur-
skoðandi Reykjavíkurborgar, telur
augljóst að skoða þurfi innkaupa-
þáttinn sérstaklega í tengslum við
yfir 400 milljón króna framkvæmd-
ir borgarinnar á umdeildum bragga
í Nauthólsvík. Gagnrýnt hefur ver-
ið að framkvæmdin fór langt fram
úr kostnaðaráætlun. „Þegar þetta
er komið í þessar fjárhæðir hlýtur
það að vera sú spurning sem allir
eru að velta fyrir sér,“ segir Hallur
spurður hvort ekki þurfi að skoða
innkaupareglur í þessu samhengi.
Erlendur Gíslason, lögmaður á
Logos og sérfræðingur í opinberum
innkaupum, segir að sveitarfélög-
um sé skylt að bjóða hluti út ef
áætlaður kostnaður er yfir
ákveðnum mörkum. „Það er ein-
mitt útboð og samkeppnin sem felst
í því sem er til þess fallin að halda
verði niðri eða að sem hagkvæmust
lausn sé valin eftir því hverjar for-
sendurnar eru. Í svona verki væri
það væntanlega bara verð.“
Hann segir að ekki sé hægt að
sundurliða verk í marga þætti og
komast hjá útboði. „Það er eitt af
því sem má ekki ef lög um opinber
innkaup eru skoðuð; það má ekki
brjóta niður innkaup til þess að
komast hjá útboðsskyldu.“
Dregur verðfyrirspurnir í efa
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
Miðflokksins, segir að ekkert bendi til
þess að farið hafi verið í útboð. Á síð-
asta borgarstjórnarfundi spurði
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, Dag B. Eggerts-
son borgarstjóra hvort farið hefði ver-
ið í útboð. Hann svaraði því neitandi
en sagði að verðfyrirspurnir hefðu
verið viðhafðar en ekki útboð. „Verð-
fyrirspurnir eru innan ramma lag-
anna en ég er ekki viss um að þessar
verðfyrirspurnir hafi farið fram,“ seg-
ir Vigdís. „Það eigum við eftir að fá að
sjá vegna þess að þegar við fáum svar
um hverjir unnu verkin, með kennitöl-
um og dagsetningum, þá gefur borgin
rangar upplýsingar upp og sundurlið-
ar ekki efniskaup og vinnu hjá þeim
aðila sem er með hæsta reikninginn.“
„Allar reglur þverbrotnar“
Stærsti reikningurinn í tengslum
við braggann var frá Smiðnum þínum
lfs. og var upp á 105,5 milljónir króna.
Segir Vigdís að smiðurinn hafi keypt
efni eftir hendinni með heimild frá
fyrrverandi starfsmanni borgarinnar.
„Þessi samskipti fóru fram í tölvu-
pósti og svo fór reikningurinn bara
niður í ráðhús og hann stimplaður þar
og greiddur út. Þannig að það eru all-
ar reglur þverbrotnar í þessu máli,“
segir Vigdís. Tillögu Vigdísar um
óháða rannsókn á bragganum var
breytt og vísað til innri endurskoð-
anda Reykjavíkurborgar. Aðspurður
telur Hallur sig vel hæfan til að sjá um
rannsókn á bragganum. Vigdís telur
þó enn rétt að óháð rannsókn fari
fram. „Ég treysti innri endurskoð-
anda sem manni og persónu en mér
finnst þetta mál vera svo stórt og það
eru svo margar spurningar og svo
mikill feluleikur að það verði að fá
óháðan aðila til að fara í saumana á
því.“ Bendir hún á að borgarkerfið sé
byggt þannig upp að skrifstofa eigna
og atvinnuþróunar, sem sá um fram-
kvæmdina, heyri undir borgarstjóra
og borgarritara. Þá sitji bæði borgar-
lögmaður og innri endurskoðandi
fundi borgarráðs.
„Borgarlögmaður er ekki enn bú-
inn að skila áliti sínu um braggann
þótt beðið hafi verið eftir því í ár.
Innri endurskoðandi situr borgar-
ráðsfundi líka og af hverju hefur hann
ekki sýnt frumkvæðisathugun á þessu
máli? Það er þetta sem ég er að gagn-
rýna: Það virðast allir sitja hringinn í
kringum sama borðið og enginn
stoppar þessa hringavitleysu.“
Innkaupaþáttur skoðaður sérstaklega
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óklárað Náðhús braggans hefur kostað yfir 40 m.kr. og virðist óklárað.
Enginn hluti af bragganum í Nauthólsvík fór í útboð Innri endurskoðandi borgarinnar mun skoða
þann þátt sérstaklega Borgarfulltrúi Miðflokksins telur enn þörf á rannsókn óháðs aðila vegna málsins