Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 50
Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Nanna segist jafnframt hafa verið með hugmynd að bók með einföldum upp- skriftum þar sem undirbúningur væri í lág- marki og lítið þyrfti að eiga við matinn á eldunartímanum. Þess vegna sé bókin sett upp þannig að önnur hver opna er mynd af réttinum og hráefni sem í hann fer, ásamt einfaldri uppskrift, en á eftir kemur önnur opna með margs konar viðbótarefni. Sem sagt, stutta útgáfan dugir ágætlega en þeir sem hafa áhuga fá alls konar fróðleik og hugmyndir í kaupbæti. Hverjum hentar hún best? Fólki sem vill gjarna elda hollan og góðan mat frá grunni án þess að eyða löngum tíma í matargerðina. Fjölskyldum þar sem sumir eru grænmetisætur eða vegan en aðrir ekki. Fólki sem vill vinna gegn matarsóun og nýta matinn betur. Litlum fjölskyldum, því að uppskriftirnar eru yfirleitt miðaðar við tvo til þrjá en svo eru alltaf gefnar leiðbein- ingar um hvernig megi stækka þær. Eða minnka, svo að þær henti fyrir einn. Ráða allir við uppskriftirnar? Það held ég, það er ekkert flókið þarna og ég reyni að setja uppskriftir fram þannig að þær henti fyrir alla, líka þá sem hafa ekki mikla reynslu af elda- mennsku. Ég er líka með leiðbeiningar um hvað megi undirbúa fyrirfram eða „preppa“ til að gera þetta enn auðveldara. Mun hún auðvelda lífið? Örugglega fyrir suma. Bæði eru þetta einfaldar uppskriftir og svo reyni ég líka að láta fylgja með alls konar fróðleik, upplýsingar og uppástungur sem fólk getur nýtt sér til að laga uppskriftirnar að sínum smekk og þörfum. Og svo eru ótal hugmyndir að því hvernig nýta má afganga, bæði af einstökum réttum og af ýmsu hráefni, kannski kryddi eða sósu sem maður hefur keypt sérstaklega til að nota í einhvern rétt og situr svo uppi með. Hver er uppáhaldsuppskriftin þín? Ég á erfitt með að gera upp á milli þeirra en af þeim sem eru í bókinni er það kannski sellerírótargratín með valhnetum, réttur sem getur bæði verið aðal- réttur og meðlæti. Eða þá vínberjakjúklingurinn sem er á forsíðunni. Hvaða uppskrift er auðveldust? Engin þeirra er flókin en það er náttúrlega misjafnt hvað fólki finnst auðvelt. Kannski sú allra auðveldasta sé shakshuka með baunum, það þarf bara að saxa lauk og papriku og opna tvær niðursuðudósir, blanda öllu saman og krydda, brjóta egg yfir og baka. Hvaða uppskrift myndir þú bjóða upp á í matarboði? Af uppskriftunum úr bók- inni myndi ég mögulega velja harissa- lambasteik, sem er með gulrótum, kart- öflum, apríkósum og möndlum, ég hef ein- mitt verið með hana í matarboði þar sem hún féll vel í kramið. Ef gestirnir væru veg- an fengju þeir kannski bakaðar eggaldin- sneiðar með grænmeti eða fyllta portobello- sveppi með kjúklingabaunum og papriku- mauki. Einfaldur og hollur matur frá grunni Út er komin bókin Beint í ofninn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur sem sjálfsagt þarf ekki að kynna fyrir neinum. Nanna hefur sent frá sér fjölmargar matreiðslubækur en í þessari nýjustu bók sinni blandar hún saman tveimur bókahugmyndum; annars vegar bók af sama tagi og Maturinn hennar Nönnu, sem hún sendi frá sér fyrir nokkrum árum, þar sem áherslan var á tilbrigði, að segja frá því hvernig breyta mætti uppskriftum og nota önnur hráefni, og jafnframt á nýtingu á því sem til er í skápunum. Gleðigjafi Nanna Rögn- valdar hefur glatt lands- menn með bókum sínum í árafjöld. Einföld og fróðleg Nýjasta bók Nönnu heitir Beint í ofninn. Harissa Harissa er sterkt, norðurafr- ískt kryddmauk, aðallega gert úr grilluðum chilialdinum af mis- munandi tegundum, hvítlauk, kóríanderfræi, kummini, mintu og öðru kryddi, svo og olíu. Það er mjög algengt í löndum Norð- ur-Afríku, svo og í Sýrlandi, en getur verið nokkuð mismunandi eftir svæðum. Margir tengja har- issa helst við Marokkó en það er þó í raun upprunnið í Túnis. Það er notað í alls konar fisk-, fugla- kjöts- og kjötrétti og súpur, svo og með grænmeti eða til að bragðbæta kúskús. Harissa er yfirleitt býsna sterkt og það þarf yfirleitt ekki mikið af því. Það fæst hér í stór- mörkuðum en sé það ekki tiltækt má yfirleitt bjarga sér með því að nota aðra sterka chilisósu eða -mauk, svo sem sambal oelek eða sriracha, og bæta kannski við kummini og kóríanderdufti. Harissa má meðal annars:  Nota til að bragðbæta ýmiss konar pottrétti og kássur, súpur og sósur – hálf teskeið eða minna getur dugað til að setja punktinn yfir i-ið og fá fram rétta bragðið.  Hræra út í ólífuolíu eða aðra olíu til að gera chiliolíu sem nota má út á ýmsa rétti, svo sem salöt, fisk, eggjarétti og annað.  Nota til að fá sterkt norður- afrískt bragð í maríneringar á kjöt og annað sem á að grilla.  Blanda saman við hlynsíróp og hella yfir gulrætur, sætar kart- öflur eða annað rótargrænmeti sem á að baka.  Blanda saman við kúskús eða kínóa, ásamt steiktu eða bökuðu grænmeti og saxaðri steinselju eða kóríanderlaufi.  Hræra saman við lambahakk þegar búa á til kjötbollur eða borgara – en það er vissara að hafa hemil á sér og nota ekki of mikið. Uppskriftin Lambainnralæri hentar ágæt- lega til fljótlegrar steikingar í ofni, nema hvað tíminn sem það þarf er svo stuttur að það nær varla að brúnast almennilega og liturinn getur orðið óspennandi. Hér er brugðist við því með því að smyrja fagurrauðu harissa- mauki á kjötið, enda á það vel við þar sem meðlætið er á mar- okkóskum nótum – grænmeti, apríkósur og möndlur. Skammtar Ég var með tvo bita af innra- læri, ekkert sérlega þykka, enda voru þeir aðeins um 200 g hvor, en ég hef líka notað þykkari bita, 400-450 g, sem ég skar þá í tvennt. Það hefði örugglega ver- ið í lagi að hafa hann í heilu lagi en þá hefði hann þurft aðeins lengri tíma. Reyndar er mjög hentugt að hafa tvo bita ef fólk er ekki sammála um hvað kjötið eigi að vera mikið steikt, þá geta þeir farið inn á mismunandi tíma. Tíminn sem hér er gefinn upp er miðaður við að kjötið sé vel bleikt í miðju; ef þið viljið hafa það gegnsteikt mætti setja það 5-10 mínútum fyrr í ofninn. Magnið hentar fyrir tvo en svo má minnka eða stækka upp- skriftina. Hvað er harissa? 400-500 g lambainnralæri (2 bitar) pipar og salt 2 msk. harissa 3 msk. ólífuolía 400 g kartöflur, litlar, skornar í bita 250 g gulrætur, skornar í stauta 100 g þurrkaðar apríkósur 50 g möndlur, heilar 4-5 hvítlauksgeirar, léttkramdir kóríanderlauf (má sleppa) Hitaðu ofninn í 200°C. Kryddaðu kjötið með pipar og salti og bland- aðu svo saman harissa og 1 msk. af olíu, smyrðu á það og láttu standa. Settu kartöflur og gulrætur á ofn- bakka eða í stórt eldfast mót, ásamt 2 msk. af olíu, pipar og salti og settu í ofninn í um 15 mínútur. Ýttu þá grænmetinu út til hliðanna, settu kjötið í miðjuna, dreifðu aprí- kósum, möndlum og hvítlauk í kring og steiktu áfram í um 20 mín- útur. Stráðu e.t.v. kóríanderlaufi yfir. Harissa-- lambasteik Sérlega bragðgóð Harissa- lambasteik er í miklu uppáhaldi hjá Nönnu. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.