Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.10.2018, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 TORMEK Brýnsluvélar s Tormek T-4 Verð 56.980 s Tormek T-8 Verð 96.800 Allar stýringar fyrirliggjandi Verslunin Brynja er umboðs- aðili TORMEK á Íslandi Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 SVX-150: Skærastýring Verð 6.100 HTK-706: Aukahlutasett fyrir hnífa, skæri o.fl. Verð 21.950 TNT-708: Aukahlutasett fyrir rennismiðinn Verð 34.850 SVD-186: Stýring fyrir tréskurðar- og rennijárn Verð 10.950 SVM-140: Hnífastýring Verð 6.290 SVM-00: Stýring fyrir tálguhnífa Verð 3.890 Ný vefverslun brynja.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur í annað sinn auglýst deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Norðurbrún 2 í Laug- arási. Í breytingunni felst að rífa nú- verandi verslunarhús, sem er um 500 fermetrar, og byggja nýtt íbúð- arhús með verslun að hluta til á fyrstu hæð. Önnur hæðin verður inndregin frá suðvestri. Húsið verður því tvær hæðir og kjallari með verslun og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð. Heimilt verður að byggja allt að 8 íbúðir, 30-90 fermetrar að stærð. Verslun verður í 30% rýmis á jarðhæð og 20% rýmis í kjallara. Einnig verður lóðin stækkuð þannig að bílastæði rúmist innan hennar. Samkvæmt tillögunni á að útbúa sameiginlegt grænt svæði tengt götuhæðinni fyrir gesti og gang- andi. Lögð verður áhersla á að hafa það hlýlegt og að möguleiki sé að koma borðum og stólum þar fyrir. Deiliskipulagssvæðið er á horni Norðurbrúnar og Austurbrúnar. Norðan og vestan við reitinn eru háar íbúðablokkir en suðaustan við hann er lágreist einbýlishúsa- og parhúsabyggð. Gegnt lóðinni að Norðurbrún 1 eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða og félagsmiðstöð. Neðar í Laugar- ásnum er Hrafnista, sem er næst- stærsta öldrunarheimili landsins. Fram kemur í greinargerð THG arkitekta ehf. að á lóðinni hafi ver- ið byggt verslunarhús á einni hæð árið 1965. Lengi vel hafi reksturinn gengið vel en með tilkomu lág- vöruverðsverslana hafi hallað und- an fæti. Húsið er í niðurníðslu Um tíma var rekin 11-11 verslun í húsinu og síðar var þar nytja- markaður Samhjálpar. Ekki hafi verið rekin verslun í húsinu und- anfarin ár og það sé í niðurníðslu. Ítrekað hefur verið kvartað yfir sóðaskap í og við húsið. Í júní 2017 var auglýst deili- skipulagstillaga fyrir Norðurbrún 2. Í henni var ekki gert ráð fyrir niðurrifi hússins heldur var áform- að að byggja tvær hæðir ofan á verslunarhæðina. Íbúar í nágrenn- inu mótmæltu harðlega og tóku borgaryfirvöld mótmælin til greina og synjuðu umbeðinni breytingu. Eftirfarandi svar er þverskurður af þeim mótmælum sem íbúarnir höfðu uppi: „Við sem erum eigendur og/eða leigutakar íbúðarhúsanna við Norð- urbrún 4-20 mótmælum harðlega fyrirhuguðum byggingaráformum á lóð nr. 2 sem fráleitum, bæði hvað varðar stærð byggingar, skugga- myndun sem er veruleg og þreng- ingar götunnar úr 7,5 metrum í 5,5 metra. Veruleg fækkun bílastæða, óskilgreint hvaða verslunarrými eða annar atvinnurekstur verður, brot á reglugerð þar sem ekki er gert ráð fyrir stæði fyrir hreyfi- hamlaða. Fyrirhuguð bygging er í engu samræmi við skipulag það sem fyrir er og mun ef af verður skerða lífsgæði þeirra sem búa í þessu hverfi.“ Í framhaldinu ákváðu eigendur lóðarinnar að endurskoða tillöguna. Samkvæmt hinni nýju tillögu verður húsið lægra, sem nemur einni hæð. Hin nýja tillaga er aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar. Ábend- ingum og athugasemdum við tillög- una skal skilað til skipulagsfulltrúa, eigi síðar en 12. nóvember nk. Morgunblaðið/RAX Norðurbrún 2 Húsið var byggt árið 1965. Þar var verslun rekin til margra ára. Nú er húsið autt. Mynd/THG arkitektar Nýja tillagan Húsið verður tvær hæðir og kjallari og gert er ráð fyrir átta íbúðum, 30-90 fm. Tillaga að húsi við Norðurbrún  Deiliskipulag fyrir Norðurbrún 2 auglýst að nýju  Húsið verður rifið og annað byggt á lóðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.