Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 11.10.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2018 Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Nokkrir Audi Q7 e-tron quattro hlaðnir aukahlutum á einstöku tilboðsverði. 5 á ra á b yr g ð fy lg ir fó lk sb íl u m H E K L U a ð u p p fy ll tu m á k væ ð u m á b yr g ð a rs k il m á la . Þ á e r a ð fi n n a á w w w .h e k la .i s/ a b yr g d Til afhend ingar strax Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tveir hnúfubakar voru merktir með gervihnattasendum í Arnarfirði í síð- asta mánuði. Til stóð að merkja allt að 25 dýr í loðnuleiðangri vestur og norður af Íslandi og meðfram strönd- um Austur-Grænlands, en vegna veðurs reyndist það ekki mögulegt. Gísli Víkingsson, hvalasérfræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að logn þurfi að vera svo með góðu móti sé hægt að merkja hvali úr gúmmíbát. Slíkar aðstæður, þ.e. samfallandi logn og mikil hvala- gengd, hafi ekki skapast fyrr en á næstsíðasta degi þriggja vikna leið- angurs, þar sem meginverkefnið var að kanna magn og útbreiðslu loðnu og vistfræði hafsvæðisins almennt. Í smásíld í Arnarfirði Eitt markmiðið var að meta fjölda hvala og sjófugla og gera tilraun til að merkja hvali, sem gekk illa að þessu sinni. Inni á Arnarfirði hafi verið talsvert af hnúfubak og ekki ólíklegt að hann hafi verið að elta smásíld þar. Tekist hafi að merkja tvo hnúfu- baka og senda þeir nú merki um staðsetningu nokkrum sinnum á sól- arhring. Gísli segir óvíst hvað gert verði við hin merkin 23 og hversu lengi sé hægt að geyma rafhlöður þeirra. Hugsanlega verði reynt að merkja fleiri hvali í loðnuleiðangri eftir áramót, en þá sé dagurinn stutt- ur og allra veðra von. Megintilgangur hvalahluta leið- angursins var að meta fjölda hvala á svæðinu fyrir norðan og vestan Ís- land og í öðru lagi að merkja hvali. Að sögn Gísla er m.a. verið að reyna að meta vistfræðilegt samspil hnúfu- baks og langreyðar við loðnu og meta afránið. „Merktir hvalir geta gefið miklar upplýsingar um göngur þeirra og það er síðan aukaafurð í þessu verk- efni ef merktir hvalir nýtast til að vísa okkur á loðnugöngur,“ segir Gísli. Ferðir hnúfubaka sem voru merktir í Arnarfirði Hvalirnir voru merktir með gervihnattasendum og kortið sýnir staðsetningu þeirra síðustu 10 daga. Einstaka staðsetningar eru óleiðréttar t.d. þar sem þær eru á þurru landi. Aðeins tókst að festa senda í tvo hnúfubaka  Til stóð að merkja allt að 25 dýr í þriggja vikna leiðangri Hnúfubakar Annar hvalurinn heldur sig enn í Arnarfirði. Hinn færði sig fljótlega yfir í Húnaflóa þar sem hann hef- ur verið síðustu 10 daga, en ekki bárust upplýsingar í tvo sólarhringa meðan hann var á ferðalaginu. „Allt of algengt er að ekið sé utan vega á snævi þakinni jörð þegar jörð er ekki nægilega frosin og snjóþekja ekki traust,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Mesta hættan á náttúruspjöllum vegna aksturs utan vega á snævi þakinni jörð er á vorin og haustin. Umhverfisstofnun biðlar til ein- staklinga og ferðaþjónustuaðila að huga að almennri aðgæsluskyldu þegar ferðast er um náttúru Íslands og meta aðstæður hverju sinni þeg- ar ekið er á snjó utan vega. „Það verður að vera alveg ljóst þegar ekið er utan vega á snævi þakinni jörð að það skilji ekki eftir sig slóða eða hjólför. Umferð um hálendi Íslands yfir vetrartímann hefur stóraukist á örfáum árum samhliða fjölgun ferðamanna til landsins,“ segir á heimasíðu UST. Skilji ekki eftir sig slóða utan vega Ljósmynd/Umhverfisstofun Friðland að Fjallabaki Mikið álag er á svæðinu vegna bílaumferðar. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Hæstiréttur Frakklands kvað í gær upp dóm í hópmálsókn kvenna gegn þýska vottunarfyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúða- málsins. Niðurstaðan var sú að vísa ætti málinu til áfrýjunardómstóls í París, en rétturinn samþykkti ekki þá niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Aix- en-Provence að TÜV Rheinland væri ekki skaðabótaskylt. Þetta er fyrsta hópmálsóknin í þessu máli, en 204 íslenskar konur eiga aðild að annarri hópmálsókn á hendur fyrirtækinu, sem alls um 9.000 konur eru aðilar að. Sú hefur verið í bið á meðan niðurstöðu Hæstaréttar Frakklands í fyrstu hópmálsókninni var beðið, en niður- staða dagsins mun hafa áhrif á hóp- málsóknina sem íslensku konurnar eru aðilar að. Ný hópmálsókn Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður ís- lensku kvennanna, sagði í samtali við mbl.is í gær að þetta væri í raun mesti sigur sem hægt hefði verið að vinna á þessu stigi málsins „Dóm- stóllinn í Aix-en-Provence [sem tekur fyrir mál íslensku kvennanna] hefur verið að bíða með sína niðurstöðu í þeirra máli þar til niðurstaða Hæsta- réttar liggur fyrir í þessu máli,“ sagði Saga og bætti við að ákvörðun hefði verið tekin um að bæta við fjórðu hópmálsókninni á hendur TÜV Rheinland, en þegar eru þrjár mál- sóknir í gangi fyrir frönskum dóm- stólum. Þá mun opnast fyrir að fleiri konur geti sótt sér skaðabætur vegna máls- ins – og einnig íslenska ríkið, sem Saga segir að hafi „því miður“ enn ekki látið reyna á rétt sinn. 440 íslenskar konur með PIP Rúm sjö ár eru liðin frá því að PIP- brjóstapúðamálið komst í hámæli, en árið 2011 kom í ljós að franska fyr- irtækið Poly Implant Prothése hafði notað svokallað iðnaðarsílikon í brjóstafyllingar sem það framleiddi. Um 440 íslenskar konur fengu í- græddar PIP-brjóstafyllingar, en af þeim höfðuðu 204 mál á hendur TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslunni í Frakklandi. Mesti sigur sem hægt var að vinna  PIP-máli vísað til áfrýjunardómstóls

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.