Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 1

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  276. tölublað  106. árgangur  ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS ÁHRIFA GÆTIR ENN EKKI FYRIR MÖMMU SEGIR KAMILLA UM KÓPAVOGSKRÓNIKU FYRRI HEIMSSTYRJÖLDIN 36 10 SÍÐNA BÓKAUMFJÖLLUNSÉRBLAÐ 12 SÍÐUR MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Þegar styttan Horft til hafs var afhjúpuð austast á Miðbakka Reykjavíkurhafnar á sjómannadaginn 1997 var þar öðruvísi um að litast en nú. Sjómennirnir tveir sem eru að skima eftir bátum sínum sjá bara nýbyggingar. Styttan, sem er eftir Inga Gíslason, minnir á að það voru fiskimenn sem breyttu Reykja- vík úr bæ í borg og komu fótum undir atvinnulífið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fiskimenn breyttu Reykjavík úr bæ í borg Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Slökkviliðsmenn hafa haft í nógu að snúast það sem af er ári vegna brunaútkalla. Í samtali við Morgun- blaðið segir slökkviliðsstjóri „þetta vera orðið ansi gott“, en Kjartan Vilhjálmsson, tengiliður TM við fjöl- miðla, segir tíðina þegar kemur að stórtjónum „óvenjulega“. „Við vorum með stóran bruna í fyrra á Snæfellsnesi og annan í Skeifunni 2014. Frá þeim tíma að telja höfum við séð óvenjulega mikið af stórum brunatjónum,“ segir hann, en tryggingafélögin hafa mörg hver sent frá sér afkomu- viðvörun á árinu í kjölfar fregna af stórbrunum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir athugun á brunatjónum í þeirra bókum benda til þess að „töluvert meira“ sé um eldsvoða það sem af er þessu ári en árið á undan. „Ef við miðum við tjón þar sem greiddar eru meira en 10 milljónir í bætur eða meira erum við að tala um helmingi fleiri mál en í fyrra, eða tæplega tuttugu tilvik.“ Meðal stærri verkefna sem slökkviliðsmenn hafa sinnt á árinu má nefna eldsvoða í Hellisheiðar- virkjun, fiskeldisstöð á Núpi í Ölfusi, stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ og við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði auk flókins slökkvistarfs í Perlunni. Óvenjumörg stór- tjón vegna bruna  Töluvert meira um eldsvoða á þessu ári, segir VÍS MStórbrunar áberandi … »6 Laugavegurinn milli Land- mannalauga og Þórsmerkur er fjölfarinn og ým- islegt sem skála- verðir og göngu- stjórar upplifa á hverju sumri. Í sumar gerðist það að fólk lagði upp frá Þórsmörk með kött í bandi. Dæmi eru um að fólk mæti til leiks í sandölum eða á spariskóm. Langflestir vita hvernig þeir eiga að búa sig, en oft er fólk vanbúið. Jóhann Kári Ívarsson, skálavörður Ferðafélagsins í Hrafntinnuskeri, nefnir að ef miðað sé við að 2% af tólf þúsund göngumönnum kunni ekki fótum sínum forráð séu það yfir 200 manns. »16 Uppákomur á Laugavegi  Hvergi í Evrópu eru daglegar tóbaksreykingar minni en á Íslandi. 9,7% fullorðinna reykja hér á landi og hefur hlutfallið minnkað frá í fyrra þegar 10,2% Íslendinga reyktu daglega. Ekkert annað land er komið undir tíu prósenta markið í daglegum tóbaksreykingum. Þetta er meðal þess er kemur fram í samanburði OECD á heilbrigðis- málum í Evrópulöndum, Health at a Glance: Europe 2018, sem birtur var í gær. Áfengisneysla er aftur á móti útbreidd og fer vaxandi hér á landi. Neyttu fullorðnir Íslendingar að jafnaði 7,5 lítra af hreinum vín- anda árið 2016 en 6,3 lítra af áfengi þremur árum fyrr. Að meðaltali neytir hver íbúi í aðildarríkjum ESB 9,8 lítra af hreinu alkóhóli á ári. Fram kemur að Íslendingar eru almennt heilsuhraustir og telja 76% Íslendinga, 16 ára og eldri, sig vera við góða heilsu. »4 Tóbaksreykingar hvergi minni en hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.