Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
fyrir heim
Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr.
Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr.
Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr.
ili
Sendum
um
land allt
Bókaútgáfan Benedikt gef-ur út spennandi titla í árenda með úrvalshöfundaá sínum snærum, Þórdís
Gísladóttir er ein þeirra. Horfið
ekki í ljósið er fyrsta skáldaga
hennar en hún hefur auk ljóða-
bóka sinna skrifað barna- og ung-
lingabækur og hlotið ýmsar við-
urkenningar fyrir verk sín svo það
er aldeilis fengur í þessari skáld-
sögu – ekki svo að skilja að meiri
fengur sé í skáldsögu en ljóða- eða
barnabók en að mínu mati hefur
stíll Þórdísar hálfvegis óskað eftir
skáldsögu utan um sig.
Klara, málvísindakona og há-
skólakennari á miðjum aldri, þjá-
ist af svefnleysi og situr á and-
vökunóttum við skriftir. Hún er í
rannsóknarleyfi en við fáum aldrei
að vita neitt um
hið akademíska
rannsóknarefni
en fylgjumst á
hinn bóginn með
henni rannsaka
eigið líf með því
að raða saman
brotum úr for-
tíðinni, minn-
ingum og hugsunum.
Klara elst upp undir klaustur-
vegg í Hafnarfirði á áttunda ára-
tugnum og er alin upp af móður
sinni og ömmu, hinni þýsku Barb-
öru. Fjölmargar spennandi per-
sónur koma við sögu, flestar kon-
ur úr nánasta umhverfi Klöru en
einnig raunverulegar persónur s.s.
hin dularfulla Karen Lannby ást-
kona Ingmars Bergman, George
skólastjóri Landakotsskóla, Karl
Gústav Svíakonungur og íslenskar
borðdömur hans sem einhverjir
muna e.t.v eftir. Tíðaranda átt-
unda og níunda áratugarins eru
gerð skemmtileg skil og við sem
erum á svipuðu reki og Klara
fáum auðvitað heilmikið extra út
úr textanum þegar Klara rifjar
upp kjarnorkuvána sem grúfði yfir
(en þaðan er titillinn sprottinn,
Horfið ekki í ljósið), tísku og dæg-
Minningar eru
vísbendingar
Skáldsaga
Horfið ekki í ljósið bbbbn
Eftir Þórdísi Gísladóttur.
Bókaútgáfan Benedikt, 2018.
160 bls. innb.
HILDIGUNNUR
ÞRÁINSDÓTTIR
BÆKUR
VIÐTAL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
„Fæst börn eru sérstaklega stolt yfir
afrekum mæðra sinna. Ég get alveg
skilið það. En elsku stelpa, þú verður
nú að viðurkenna að listinn yfir ból-
félaga mína er frekar tilkomumikill.
Allir þessir kvikmyndagerðar-
menn, málarar og tónlistarmenn. Svo
ekki sé minnst á ljóðskáldin, blaða-
mennina og hin ávallt óþekktu en
langdramatísku tónskáld.“
Svo hefst ný skáldsaga Kamillu
Einarsdóttur, Kópavogskrónika — til
dóttur minnar með ást og steiktum,
sem kemur út á næstu dögum. Bókin
er bréf sem móðir skrifar til dóttur
sinnar og ber sig býsna vel ... framan
af.
Kópavogskrónikan er fyrsta bók
Kamillu, en ekki bara það heldur segir
hún að þetta sé fyrsti hreini skáld-
skapur hennar sem gefinn er út. „Ég
hef verið að skrifa en ekkert markvisst
og ætlaði aldrei að gefa neitt út, þetta
er alveg nýtt. Ég hef reynt að skrifa
ljóð og er rosalega léleg í því, það kem-
ur allt út eins og lélegir brandarar.“
Kamilla er á Twitter, @kamillae, og
þegar ég nefni við hana að á síðustu
mánuðum hafi mér sýnst sem persón-
an í bókinni hafi stungið sér inn í tíst
frá henni öðru hvoru segir hún að
Twitter-karakterinn sé eldri en bókin,
hafi orðið til á undan.
„Markvissa vinnu við að gera þessa
hugmynd að bók byrjaði ég ekki fyrr
en um áramótin, og ætlaði ekkert að
gefa þetta út. Þeir hjá Bjarti-Veröld
höfðu samt frétt af þessu og höfðu
samband og hvöttu mig til að klára
bókina. Ég fór og hitti þá, rosalega
stressuð, og hugsaði með mér að um
leið og ég sýndi þeim það sem ég hefði
skrifað myndu þeir hætta við, en svo
voru þeir bara voða jákvæðir og hress-
ir og spenntir fyrir því að gefa það út.“
— Þar sem bókin hefst er söguper-
sóna hennar mjög yfirlýsingaglöð og
góð með sig en einmanaleikinn skín í
gegn og ágerist — maður kennir alltaf
meira og meira í brjósti um hana.
„Það var pælingin — ég hef heyrt
það frá þeim fáu sem hafa lesið bókina
að þeir vilja bjarga manneskjunni.
Mig langaði að draga upp mynd eins
og að þegar maður kynnist ein-
hverjum á barnum þá eru rosa stælar
en svo kemst maður að því að það er
uppgerð.“
— Það skín í gegn hve erfitt sam-
band sögupersónan átti við móður
sína, en skýrir ekki hvað það sé sem
kemur henni útaf sporinu.
„Það er bara lífið, það er svo erfitt,
við erum öll svo breysk, öll að reyna að
gera okkar besta, en erum við ekki öll
svo einmana?“
— Svo ræður hún ekki við einlægn-
ina.
„Samt finnst mér það sem hún er að
skrifa oft einlægt. Það er samt svo al-
gengt að við meikum ekki einlægnina
þegar á reynir, við erum að spila okk-
ur svo töff.“
— Hvernig birtist þessi persóna
þér í upphafi?
„Ég er alltaf svo hrifin af öllum
bömmer, hvort sem það er í tónlist
eða bíómyndum, mér finnst bömmer
svo heillandi, þó að líf mitt sé bara
mjög fínt og fallegt. Kannski er ég
að fá jafnvægi með geðhreinsun, að
sækja bömmer annað.
Svo var ég líka búin að pæla mikið
í því, sem ég veit ekki hvort mér hafi
tekist að koma til skila, hvernig móð-
urhlutverkið á að vera svo gefandi,
eigi að trompa allt annað, láta allt
annað detta út, eða hverfa.
Ég skrifaði um það í fyrstu útgáfu
af handritinu að í Þýskalandi hefur
verið mikil umræða um konur sem
eignast börn af því þær langar til
þess og elska þau, þó þær hafi ekki
endilega langaði til að verða mæður.
Það er komið allskonar jafnrétti, en
samt eru svo miklu meiri væntingar
til kvenna en karla að eignast börn.“
— Eftir því sem konur öðlast
meira frelsi er lögð meiri áhersla á
hve móðurhlutverkið sé stórkostlegt.
„Já, þeim er hampað fyrir öll þessi
æðislegu afmæli og boð og það á allt-
af að gera allt frá grunni. Á meðan
hafa strákar enn það frelsi að njóta
lífsins og rækta hæfileikana, þó þeir
bregðist kannski algerlega sem feð-
ur.“
— Kópavogskróníka, hvað segir þú
mér af Kópavogi?
„Þetta er bara svo æðislegur bær,
Smiðjuhverfið og allt. Fjölskylda
mömmu er úr Kópavogi og ég þoldi
ekki Kópavog, það var alltaf rigning
— ég var í tónlistarskóla í Kópavogi í
tíu ár. Svo enduruppgötvaði ég Kópa-
vog seinna og er alltaf að fatta nýjar
og nýjar hliðar. Þar er til dæmis af-
slappað viðhorf til ýmissa hluta, eins
og til dæmis hvað sé fallegt,“ segir
Kamilla og hlær. „Það er mjög
heillandi, en það er ekkert töff þarna
þó það sé eitthvað að koma, það var
verið að opna tvo nýja bari á Nýbýla-
vegi!“
— Þú ert mjög berorð í bókinni,
finnst þér líklegt að hún verði um-
deild að einhverju leyti?
„Ég veit það ekki, er einhver við-
kvæmur fyrir svona yfirleitt? Mér
finnst ekkert yfirgengilegt í henni, en
á sama tíma vil ég helst að mamma
lesi hana ekki,“ segir Kamilla og
skellir uppúr. „Ég er búin að segja
henni að ég ætli að gefa henni eintak
en hún verði að hafa hana í plastinu
uppi í hillu.
Þeir spurðu mig uppi á Bjarti hvort
ég væri eitthvað stressuð yfir því ef
dætur mínar myndu lesa bókina, en
unga fólkinu er alveg sama um allt
svona, það veit allt um tilfinningar og
líkamsvessa.“
Allt um tilfinningar
og líkamsvessa
Í nýrri skáldsögu Kamillu Einarsdóttur, Kópavogskróniku,
skrifar móðir til dóttur sinnar og lýsir skrautlegu líferni