Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 63
Smásímaforrit geta sannarlega létt manni lífið, þau geta reynst hag- nýt, en það má líka finna öpp, eða smásímaforrit sem hafa lítinn eða engan tilgang, annan en að auka skemmtanagildi símans. Sumir hlaða niður smásímaforritum oft í viku og þótti forvitnilegt að heyra hvað er nýjasta nýtt í þeim efnum hjá landanum. Hera Björk Þórhalls- dóttir var til svara því í aðdrag- anda jóla heldur hún 19 tónleika um allt land. Þeim lék því forvitni á að heyra hvort nýjasta appið hafi verið skipulags- eða slökunar for- rit, já eða allt annað. „Þetta heldur utan um daginn fyrir mig,“ segir Hera sem nýverið hlóð niður „Wunderlist“-appinu. Hún segir vinkonu sína hafa mælt með þessu appi og því hafi hún ákveðið að prófa forritið með sam- starfskonu sinni sem heldur utan um tónleikaröðina. Þannig geta þær nú deilt tékklistanum og unnið í honum samtímis. Notkunin vatt upp á sig og nú notar hún Wunder- list einnig sem innkaupalista og fleira. Þar síðasta appið, sem söngdívan hlóð niður, heitir svo „Mood-meter“ en það kortleggur skapferli ein- staklings, segir Hera Björk sem er að vinna í Key-Habits prógrammi og þannig segist hún þurfa að skrá allar skapsveiflur þessa dagana, enda gleymast þær eins og annað í þessu lífi á milli daga. Síðdegisþáttur Loga og Huldu er á dagskrá alla virka daga á K100 milli kl. 16 og 18. Morgunblaðið/Valli Appið Hera Björk Þór- hallsdóttir fasteignasali og söngkona er með mörg járn í eldinum í aðdrag- anda jólanna enda með nítján tónleika á dagskrá í nóvember og desember. Nýjasta app Heru Bjarkar er tékklisti Margir myndu segja að síminn sé þarfasti þjónninn og til þess að nýta hann til fulls þá geta ólík smásímaforrit, eða öpp, verið hinn mesti stuðningur við eig- andann. Logi og Hulda, í síðdegisþættinum á K100, ætla í vetur að forvitnast um nýjustu öppin, enda úrvalið orðið fjölbreytt. Ný tegund smáforrita hefur skotið upp kollinum og valdið bæði usla og áhyggjum meðal Japana. For- ritin eru þannig uppbyggð að þú býrð þér til kærustu eða kærasta eftir þínu höfði. Þannig geta not- endur ákveðið útlit, skapferli og aðra eiginleika þess sem þeir vilja elska í gegnum símann sinn. Kær- astann eða kærustuna geymir þú svo í símanum þínum og átt sam- skipti við hann eða hana þar. Þáttarstjórnendum Ísland vakn- ar er fátt óviðkomandi og fengu Kristínu Tinnu Aradóttur til að kynna sér málið. „Þar sem ég er vel giftur hefði það líklega valdið talsverðum usla á heimilinu ef ég hefði hlaðið appinu sjálfur niður,“ sagði Jón Axel, dagskrárgerðar- maður á K100, um ástæðu þess að Kristín var fengin í verkefnið og bætti svo við: „Hver hefur ekki lent í slíku?“ „Ég náði mér í appið, bjó mér til gervikærasta þarna inni og gaf honum nafnið Jón Axel,“ sagði Kristín í viðtali við Ísland vaknar á dögunum og uppskar mikinn hlát- ur. Aðspurð sagði hún þó að sér þætti þetta fyrirkomulag ekki spennandi hugmynd og því hefði hún ákveðið að segja Jóni Axeli upp. „Það fer ekki hjá því að mað- ur upplifi ákveðna höfnun,“ voru viðbrögð Jóns við þeirri staðreynd að nafna hans hefði verið sagt upp með jafn kaldranalegum hætti. Eins og áður segir hafa þessi smáforrit slegið í gegn og eru mý- mörg dæmi um að japanskir menn kjósi gervikærsturnar í stað þess að slá sér upp í raunheimum. Jap- anir munu hafa af þessu talsverðar áhyggjur, ekki síst í ljósi þess að þjóðin er hætt að fjölga sér nóg til að viðhalda stofninum. „Félagarnir hittast á kaffihúsum eða börum og eru með kærusturnar í símanum,“ sagði Kristín Tinna meðal annars um þetta nýja æði. Nauðsynlegt er að eiga regluleg samskipti við kærustuna/kærastann því annars gæti smáforritið orðið þér frá- hverft og þá þarf að bregðast við því, til dæmis með því að fjárfesta í gerviblómvendi og gefa viðkom- andi. „Það er ekki einu sinni ókeypis að eiga gervi-kærustu/ kærasta. Þar fór það,“ sagði Jón Axel undir lok viðtalsins og and- varpaði þungt en bætti svo við að hann þekkti marga sem hefðu ver- ið til í að nýta slíkt forrit sem þjálfun áður en þeir stigu sín fyrstu skref á vandrötuðum vegi samskipta kynjanna. islandvaknar@k100.is Gervikærustur og gervikærastar Morgunþáttarteymi K100 vildi fá úr því skorið hvort gervimaka smásímaforrit væri raunverulega eitt- hvað sem einhleypum gæti hugnast. Niðurstaðan var áhugaverð. Gervi Þú býrð þér til kærustu eða kærasta í símanum, geymir þau og átt við þau samskipti þar. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 DRIFSKÖFT LAGFÆRUM – SMÍÐUM JAFNVÆGISSTILLUM OG SELJUM NÝ Hjöruliðir og íhlutir í flestar gerðir bifreiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.