Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Norræna húsið Sæmundargötu 11 Aðgangur ókeypis Sýnd til 30. apríl 2019 Ferðalag um furðuheim barnabókmenntanna Ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka Barnabókaflóðið Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 Svartur östudagur 30% afsláttur af öllum vörum f Ponjo Kr. 6.293 Kr. 8.990 Lög eru sett fyrir framtíðina, ekki bara núið. Þessu gleymir ráð- herra í Morgunblaðs- grein sinni 18/11-2018 og því, að markaðs- væðing að forskrift ESB er ekki skyn- samleg hér. Með landsregl- aranum, sem kemur með innleiðingu 3. orku- pakkans er stigið stórt skref í átt til þess að framselja fram- kvæmdarvald yfir auðlindum okkar til framkvæmdastjórnar ESB. Með þeim viðbótum sem liggja fyrir og koma síð- ar er gengið enn lengra og aðeins skil- ið eftir táknræn valdheimild í höndum ráðherra til að veita vinnsluheimildir. Þetta er valdaframsal eftir krókaleið- um. Með nýjum orkulögum, sem sam- ræmast skulu tilskipun ESB nr. 72/ 2009 verður Orkustofnun falið það hlutverk að setja sjálf eða hafa eftirlit með þeim reglum sem settar eru um framleiðslu, flutning og viðskipti með rafmagn á Íslandi. Hingað til hefur Orkustofnun verið ráðgjafi og sett ýmsar reglur í umboði ráðherra og heldur þeim hlutverkum, en fær nú nýtt andlit til viðbótar hinu gamla, sem er andlit landsbundins eftirlits- yfirvalds, eða landsreglara. Þessum andlitum snýr hún að opinberum að- ilum eftir því hvort hún er að sinna þeim störfum sem skilgreind eru í til- skipuninni eða öðrum. Í störfum sínum sem honum eru fal- in samkvæmt tilskipuninni eða skyld- um lögum skal embætti landsreglara vera, eins og þar segir: „lagalega að- greint og óháð öllum öðrum opinber- um aðilum eða einkaaðilum að því er varðar starfsemi“. Einnig skal vera tryggt, að starfsfólk landsreglarans „leiti ekki eftir eða taki við beinum fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum aðila eða einka- aðila við framkvæmd eftirlitsverkefn- anna“. Auðvitað ber landsreglaranum að hafa samráð við aðrar stofnanir eins og ráðherra eftir atvikum, en undir því fororði að hann eigi sjálfur síðasta orðið. Í tilskipuninni eru landsreglaranum sett al- menn markmið í mörg- um liðum. þar má lesa: „Við framkvæmd eft- irlitsverkefna sem til- greind eru í þessari til- skipun skal eftirlits- yfirvald gera allar viðeigandi ráðstafanir til að ná eftirfarandi mark- miðum [fyrirvörum sleppt] a) að efla, í nánu samstarfi við stofnunina [ACER], eftirlits- yfirvöld annarra aðildarríkja og fram- kvæmdastjórnina, samkeppnishæfan, öruggan og umhverfislega sjálfbæran innri markað fyrir raforku í Bandalag- inu, og skilvirkan markaðsaðgang fyr- ir alla viðskiptavini og birgja í Banda- laginu og tryggja viðeigandi skilyrði fyrir skilvirka og áreiðanlegra starf- rækslu raforkuneta, að teknu tilliti til langtímamarkmiða.“ Það fer ekki milli mála, að hér er verið að tala um að tengja landið við markaðssvæði ESB með sæstreng. Það sama kemur oftar fram í ákvæðum um markmið lands- reglara og einnig það, að landsregl- aranum er ætlað að fylgja stefnu ESB í hvívetna. Mörgum þykir að óhæði landsregl- arans og hið nána samráð sem hann skal hafa við ACER og aðra landsregl- ara um samræmingu reglugerða milli landa, þar sem hann verður þó aðeins áheyrnaraðili ásamt framan greindum skyldum gagnvart málefnum innri markaðarins vera þess eðlis, að hér sé ekki um íslenska stofnun að ræða, þótt stofnað sé til og fjármögnuð af Al- þingi. Hvernig sem það er formlega séð, þá er hér um greiða ótruflaða leið að ræða fyrir framkvæmdarvald ESB inn í orkuvinnslu úr auðlindum okkar og eftir samþykkt 3. orkupakkans verða ekki settar neinar reglur um vinnslu úr orkuauðlindinni sem hafa áhrif á framboð og flutning rafmagns nema þær séu í samræmi við reglur landsreglarans, ákvæði orkupakkans eða stefnu ESB. Það merkir til dæmis, að sjálfstæðri auðlindastýringu verður ekki komið á eftir samþykkt þriðja orkupakkans. Þarna er um að ræða verulegt framsal á valdi yfir auðlind- inni sem gerist strax við samþykkt orkupakkans og telja margir lands- menn að það sé brot á stjórnarskrá Ís- lands hvað sem sumir lögfræðingar segja um hina formlegu hlið. Það er einnig ljóst, að með viðbótar- reglugerð ESB nr. 347/2013 verður allt vald um það hvort hér kemur sæ- strengur eða ekki tekið úr höndum ís- lenskra stjórnvalda og fært í hendur framkvæmdastjórnarinnar. Í samn- ingaviðræðum um skiptingu kostn- aðar milli landa verður landsreglarinn síðan fulltrúi Íslands, en má þó ekki taka við fyrirmælum íslenskra stjórn- valda, heldur verður að fylgja reikni- reglum og viðmiðum sem ESB setur einhliða. Eftir sæstreng stýrir ACER útflutningi orku frá Íslandi. Sæstrengur á forsendum þriðja orkupakkans með viðbótum er glap- ræði fyrir Ísland. Sú tenging við orku- kerfi Evrópu er meginmarkmið lands- reglarans og til þess eru refirnir skornir. Annaðhvort stjórnar rafmagnið auðlindinni eða auðlindavinnslan stjórnar rafmagninu. Af eðlis- fræðilegum ástæðum er ekki um ann- að að ræða. Auðlindir Íslands eru und- anskildar EES-samningunum og ekki var litið svo á, að fyrsti orkupakkinn eða sá annar breyttu því. Uppskipting fyrirtækja og ákvæði um jafna stöðu þegna ESB-ríkja til stofnunar og reksturs fyrirtækja hér var ekki held- ur talið koma auðlindinni við. En þeg- ar orka auðlindarinnar er sett undir stjórn landsreglara sem er háður framkvæmdavaldi ESB, en óháður ís- lenskum stjórnvöldum þannig að þau hafa ekki lengur aðkomu að auðlinda- vinnslunni, þá er of langt gengið. Eftir Elías Elíasson »En þegar orka auð- lindarinnar er sett undir stjórn landsregl- ara sem er háður fram- kvæmdavaldi ESB en óháður íslenskum stjórnvöldum ... þá er of langt gengið. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Þórdís Kolbrún, mundu landsreglarann Lengi hefur glíman við náttúruöflin verið helsta vá þjóðar. Nú er hins vegar náttúran vöktuð af vísinda- mönnum og mælitækj- um hvern einasta dag. Hættulegasta vá íbúa og gesta landsins er umferðin á hverjum tíma, og spurningin „kem ég heill heim“ verður sífellt ágengari. Kallað hefur verið eftir átaki í upp- byggingu umferðarmannvirkja. Allt- of mörg óhöpp og slys eru undirrótin og hvatinn. Verkefnið er umfangs- mikið og mun taka tíma, ár eða ára- tugi og lýkur sennilega seint ef nokk- urn tímann. Ábyrgð og áhrif vegfarenda er mikil, þar liggja þættir sem auðvelt er að breyta á skömmum tíma ef vilj- inn er til staðar. Heyra má raddir þess efnis að flest slys í umferðinni séu vegna erlendra gesta á bíla- leigubílum sem upplifa sumir hverjir í fyrsta sinn einbreiðar brýr, rollur á veginum, skafrenning eða ægifagra náttúru og jafnvel allt í senn. Vissu- lega eru erlendir gestir rúmlega helmingur þeirra sem létust í um- ferðinni á síðasta ári. En af hinum 6.800 umferðaróhöppum á síðasta ári voru Íslendingar í yfirgnæfandi meirihluta eða rúmlega 70% tilfella. Akureyringar hafa löngum státað af hæfni umfram aðra í vetrarakstri. Það vekur athygli að hæsta tíðni um- ferðaróhappa á hverja 1.000 íbúa er á Akureyri, Selfoss og Reykjanesbær fylgja fast á eftir. Erfitt er að reikna út afleiddan kostnað umferðarslysa, talið að heild- arkostnaðurinn liggi á milli 50 og 60 milljarða króna á ári. Er þá ótalinn óáþreifanlegi hlutinn sem felst í töp- uðum lífsgæðum og þjáningum aðila máls. Hvað er til ráða? Orsök langflestra umferðarslysa liggur hjá ökumönnum eða vegfar- endum sjálfum. Akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna á þar stóran þátt og 238 vímaðir ökumenn komu við sögu í umferðarslysum á síðasta ári. Flestir þeirra, karl- menn, á aldrinum 17-36 ára. Bílbelti koma ekki í veg fyrir óhöpp og slys en geta lágmarkað skað- ann, þrátt fyrir það voru 38% þeirra sem létust í umferðinni ekki með beltin spennt. Yfirborð vega, veður og skyggni tengjast mörgum umferðaslys- um og þá má velta fyrir sér hvort ekið er eftir aðstæðum. Hjólreiðafólk kemur við sögu í 92 umferðarslysum, í 60 tilfella var of stutt bil á milli bíla orsök óhappsins. Í 28 skipti var ekið á gang- andi vegfaranda. Flest umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu eru á virkum dögum milli kl 16 og 18. Í lífinu sjálfu eru margar leik- reglur, ýmist skráðar eða óskráðar. Í umferðinni eru allar leikreglur skráð- ar og ljósar. Hámarkshraði, bílbelti, umferðarljós og umferðarmerki segja allt um sína merkingu. Þrátt fyrir það er biðskylda við gatnamót eða rauð ljós umferðarljósa ekki allt- af virt og koma æ oftar við sögu slysa. Hugsum málið upp á nýtt Umferðin er dauðans alvara. Ríkjandi ástand er óásættanlegt og við sem þjóð verðum að bregðast við og breyta gildandi viðhorfi. Svörum spurningunni – hvað get ég gert til að breyta umferðarmenningunni? Tök- um staðreyndir alvarlega. Það hafa orðið jákvæðar breyt- ingar á meðvitaðri hegðun öku- manna. Nærtækast er að nefna þegar ökuljós voru kveikt og beltin spennt. Það er hægt að breyta Eftir Smára Sigurðsson Smári Sigurðsson » Akstur undir áhrif- um áfengis og fíkni- efna á þar stóran þátt og 238 vímaðir ökumenn komu við sögu umferð- arslysa á árinu. Flestir karlmenn, 17-36 ára. Höfundur er formaður Slysavarna- félagsins Landsbjargar. formadur@landsbjorg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.