Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Sálumessa, sjöunda ljóðabók Gerð- ar Kristnýjar, kom út fyrr í haust en í henni yrkir Gerður um sögu konu sem féll fyrir eigin hendi, en hún hafði verið misnotuð kynferðis- lega af eldri bróður sínum í æsku. Gerður Kristný kynntist konunni stuttu eftir aldamót þegar hún starfaði sem ritstjóri Mannlífs. Konan sendi Gerði grein, þar sem hún sagði sögu sína. „Litlu áður en blaðið með grein- inni kom út svipti hún sig lífi,“ seg- ir Gerður Kristný í samtali við Morgunblaðið og bætir við að hún hafi verið að velta umfjöllunarefn- inu fyrir sér í yfir fimmtán ár. „Sálumessa fjallar um líf þess- arar konu, viðkynningu okkar og örlög hennar.“ Lá alltaf á hjartanu Aðspurð hvers vegna hún hafi nú tekið málið upp að nýju, og ákveðið að yrkja um það ljóðabók, er svar Gerðar einfalt: „Mér lá þetta á hjarta. Saga konunnar sótti á mig. Ég velti því stöðugt fyrir mér hvernig fór fyrir henni og hvernig líf hennar hefði getað orðið ef æska hennar hefði verið öðruvísi. Síðan fékk ég þyngsta dóm hjá Siðanefnd Blaðamannafélagsins fyrir að birta greinina hennar og eftir því sem tíminn leið fannst mér það sífellt undarlegra,“ segir Gerður. Hún bætir við að bókin sé rök- rétt framhald af ljóðabókum henn- ar Blóðhófni (2010) og Drápu (2014) sem einnig fjalli um dapurleg örlög kvenna. Í september í fyrra fékk Gerður inni í Hawthornden, skoskum kast- ala, ásamt fimm öðrum erlendum rithöfundum og hófst þar handa við að yrkja Sálumessu. „Kastalinn var í eigu Drue Heinz, sem þá var orðin 104 ára gömul en lést fyrr á þessu ári. Hún var eigandi Heinz verksmiðjunnar sem séð hefur heimsbyggðinni fyrir tómatsósu og bökuðum baunum. Samt var hvorugt á boðstólum í kastalanum. Mér varð mikið úr verki þennan mánuð sem ég dvaldi þarna og því var ég komin með talsvert efni þegar ég sneri aftur heim“. Vildi fá að hitta Gerði Sálumessa hefst með lýsingum úr æsku konunnar og brotunum sem framin voru meðan hún var ennþá barn. Gerður þræðir sig svo með listagóðum hætti í gegnum líf konunnar, og fjallar um jarðarför- ina, eftirmála hennar og minning- arnar sem konan skilur eftir í huga ástvina hennar. Eins og áður segir kynntust Gerður og sú látna þegar konan sendi Gerði grein sína til birtingar í Mannlífi. „Hún vildi hitta mig áður en gengið yrði endanlega frá grein- inni. Ég varð við því og flaug norð- ur til Akureyrar þar sem hún bjó. Svo töluðumst við margoft við í síma,“ segir Gerður. Spurð um viðbrögð við bókinni segir Gerður: „Þau hafa verið óskaplega falleg og góð. Vinir hinn- ar látnu haft samband við mig og mér þykir afskaplega vænt um það.“ Vöntun á orðum í íslensku Gerður skiptir Sálumessu í kafla með nokkuð óhefðbundnum hætti en við kaflaskilin tiltekur hún áhugaverð orð úr framandi tungu- málum, en bendir svo á orð sem vanti í íslenska tungu. Íslensku orð- in sem vantar hafa svo tengingu við yrkisefni bókarinnar en sem dæmi leggur Gerður fram á einum stað að það vanti „orð yfir kuldann sem nístir okkur þegar vinir velja að deyja“. Spurð um þetta segir Gerð- ur: „Þegar ég dvaldi í Hawthornd- en skrapp ég einhverju sinni til Ed- inborgar og fann þar skemmtilega bók sem heitir Lost in Translation og er eftir Ellu Frances Sanders. Þar segir hún frá ýmsum orðum sem aðeins finnast í einu tungu- máli. Þar er til dæmis að finna ís- lensku sögnina „að tíma“, þ.e. þeg- ar fólk á fyrir einhverju en langar samt ekki að kaupa það.“ Hún segir einnig að hún og hinir rithöfundarnir í kastalanum, sem flestir voru enskumælandi, hafi oft eytt kvöldstundum í að ræða tungumál, og þá hafi ýmsar pæl- ingar á þessa vegu vaknað. „Þá fer maður sem dæmi að velta fyrir sér afhverju við eigum orð eins og að þjófkenna,“ segir Gerður. „Svo vantar mann auðvitað stundum orð yfir einföldustu atriði eins og kvíð- ann þegar við óttumst að fenni yfir minningar.“ Við skrif bókarinnar segist Gerð- ur einnig hafa verið innblásin af sögu Steinunnar Sveinsdóttur á Sjöundá, auk þess sem hún las Davíðssálma. Í Sálumessu vísar hún einnig í jafnólík verk og Völu- spá og Gagn og gaman. Gengur yrkjandi á milli bæja Þegar rætt var við Gerði var hún nýkomin frá Danmörku þar sem hún las upp á ársfundi dönsku aka- demíunnar í Rungstedlund, húsi Karenar Blixen. „Þar las ég Drápu sem komin er út á dönsku í þýð- ingu Eriks Skyum-Nielsen.“ Utan- landsferðunum var þó hvergi nærri lokið hjá Gerði. „Á morgun fer ég til Óslóar þar sem Strandir eru nýkomnar út í þýðingu Oskars Vistdal. Þar verður Degi íslenskrar tungu fagnað með þingi um Halldór Kiljan Laxness og flyt ég erindi um Úngur ég var og les upp. Þarnæstu helgi les ég svo upp á ljóðahátíðum í Bretlandi þar sem Drápa kom út í vor. Rory McTurk þýddi hana.“ Aðspurð hvort hún hafi þá nokk- uð tíma til að yrkja þessa dagana svarar Gerður: „Heldur betur! Ég geng yrkjandi á milli bæja.“ Eins og áður segir er Sálumessa sjöunda ljóðabók Gerðar Kristn- ýjar, og sú þriðja sem fjallar um konur sem brotið hefur verið á. Að- spurð hvort hún ætli að halda áfram á sömu braut, að yrkja um dapurleg örlög kvenna, svarar Gerður: „Ég vona að ég finni ekki fleiri.“ Saga sem hefur sótt á hana í fimmtán ár Morgunblaðið/Golli Innblásin Gerður Kristný er á ferð og flugi, en slær ekki slöku við yrkingarnar.  Í ljóðabókinni Sálumessu yrkir Gerður Kristný um sögu konu sem féll fyrir eigin hendi Atvinna Til sölu Veitingastaður við Laugaveg Til sölu 80 sæta veitingastaður í leiguhúsnæði við Laugaveg í Reykjavík. Veitingastaðurinn er vel tækjum búinn og fallega innréttaður. Langtímaleigusamningur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Investis eða investis@investis.is Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.