Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 36
Heimsstyrjöldin fyrri, tíu lykildagsetningar 28. júní 1914 28. júlí - 4. ágúst 1914 6. - 9. september 1914 Yfir 180.000 falla í liði bandamanna í orrustunni um Dardanellasund 25. apríl 1915 til janúar 1916 Yfir 400.000 þýskir hermenn og hermenn bandamanna láta lífið í orrustunni um Somme Bandaríkin ganga til liðs við bandamenn Framrás Frakka stöðvuð við Chemin des Dames. Margir gerast liðhlaupar 25. febrúar til desember 1916 1. júlí til nóvember 1916 6. apríl 1917 16. apríl til 9. maí 1917 3. mars 1918 11. nóvember 1918 FRAKKLAND BRETLAND BELGÍA París Moskva Verdun Orrustan umMarne Orrustan um Somme Sarajevó Dardanellasund Rethondes ÍTALÍA ÞÝSKALAND AUSTURRÍKI- UNGVERJALAND RÚSSLAND BÚLGARÍA RÚMENÍA SERBÍA SVISS GRIKKLAND ALBANÍA OTTÓMAN- KEISARADÆMIð Bandamenn Mið- veldin Hlutlaus Serbneskur þjóðernissinni myrðir austurríska erkihertogann Franz-Ferdinand í Sarajevó í Serbíu Frakkar gera gagnárás í orrustunni um Marne. Yfir 100.000 falla úr hvorri fylkingu Skrifað undir Brest- Litovsk sáttmálann. Lenín nær völdum eftir rússnesku byltinguna 1917 og skrifar undir vopna- hléssamning í desember Skrifað undir vopnahlés- samning í Rethondes kl. 11 að morgni Stríðinu lýkur Austurríki-Ungverja- land lýsir stríði á hendur Serbíu, Þjóðverjar á hendur Rússlandi og Frakk- land og Bretland á hendur Þýskalandi Yfir 300.000 falla í orrustunni um Verdun Brest-Litovsk VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í starfi sínu sem prófessor í nútíma- sögu við University College Dublin verður Robert Gerwarth áþreifan- lega var við hve fjarlæg fyrri heims- styrjöldin virðist í hugum ungs fólks. Þeir sem eldri eru höfðu einhverja teng- ingu við stríðið, og áttu kannski afa og ömmu, langafa eða langömmu sem fengu að kenna á hörmu- legum afleiðing- um stríðsins á eig- in skinni. „En fyrir þá sem fæddust á 10. áratug síðustu aldar er fyrri heimsstyrjöld- in í raun alveg jafn fjarlæg og mið- aldir,“ segir hann. Robert verður á meðal fyrirlesara á alþjóðlegu mál- þingi Rannsóknarsetursins EDDU og Sagnfræðistofnunar Háskóla Ís- lands sem haldið verður í Þjóðminja- safni Íslands í dag og hefst klukkan 13. Hann mun m.a. fjalla um þær landamærabreytingar, sem urðu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar, og hvernig enn má greina áhrif fyrra stríðs í mörgum af þeim fréttum sem við lesum í blöðunum í dag. Djúp sár sögunnar Að mati Roberts kann að vera áhyggjuefni hvernig þau átök sem geisuðu í Evrópu á fyrri hluta síð- ustu aldar hafa færst úr fersku minni fólks yfir í sögubækurnar. „Við erum orðin mjög vön þeirri hugmynd á Vesturlöndum að Evr- ópa sé friðsæl heimsálfa, en af og til koma gamlar átakalínur í ljós og minna okkur á að hvað áföll sög- unnar rista djúpt. Þeir árekstrar sem urðu t.d. á milli Úkraínu og Rússlands á Krímskaga eiga upphaf sitt í ákvörðunum sem teknar voru við lok fyrri heimsstyrjaldar, og sama má segja um stríðið sem geis- aði á Balkanskaga á 10. áratugnum.“ Raunar má halda því fram, segir Robert, að Evrópa hafi náð að jafna sig mun betur á seinni heimsstyrj- öldinni en þeirri fyrri. Seinni heims- styrjöldin hafi snúist um átök ólíkr- ar hugmyndafræði á meðan sú fyrri hafi umfram allt verið styrjöld á milli stórvelda sem mörg liðu í kjöl- farið undir lok og molnuðu í smærri einingar sem leiddi af sér mikið um- rót jafnt í stjórnmálum og efnahags- málum. Hlustað á bergmálið Mikilvægt er, að mati Roberts, að minna á aðdraganda og afleiðingar fyrri heimsstyrjaldar til að geta skil- ið betur vandamál samtímans. „Sagnfræðingar hafa oft á orði að þó svo að sagan endurtaki sig ekki þá sé ýmislegt sem bergmálar aftan úr fortíðinni. Er t.d. gott að ekki gleymist að við lok fyrri heimsstyrj- aldar koma mörg lönd Evrópu á lýð- ræðislegu stjórnarfari í fyrsta sinn, en á innan við 10-15 árum voru al- ræðisstjórnir komnar til valda í mörgum þeirra. Rétt eins og dæmin sanna að ófriður getur brotist út í Evrópu þegar síst væntir þá er ekki hægt að taka frjálslyndu lýðræði sem sjálfsögðum hlut og víða í Mið- og Austur-Evrópu eru stjórnmálin núna að taka á sig alræðislegan blæ,“ útskýrir Robert. „Sagan kenn- ir okkur að lýðræði og friður er eitt- hvað sem við þurfum að standa vörð um, og getum ekki gengið að sem vísu.“ Sagnfræðin veitir ýmsar vísbend- ingar um hvað gæti þurft að varast svo að ekki fari allt á versta veg. Ro- bert segir t.d. að þau lönd sem tóku upp lýðræði eftir fyrri heimsstyrjöld en umbreyttust síðan í alræðisríki hafi iðulega verið þau lönd sem lutu í lægra haldi í styrjöldinni og sátu uppi með þunga klafa vegna ákvæða Versalasamningsins. „Hjá þeim þjóðum sem stóðu uppi sem sigur- vegarar hafði farsæl niðurstaða heimsstyrjaldarinnar þau áhrif að gefa lýðræðinu ákveðinn lögmætis- stimpil. Þetta vantaði hjá þjóðunum sem töpuðu stríðinu og fyrir vikið áttu alræðishugmyndir auðveldara uppdráttar. Það létti heldur ekki undir með lýðræðislega kjörnum fulltrúum sigruðu þjóðanna hve frið- arsamningar voru íþyngjandi.“ Robert bendir líka á að öfgafólk eigi yfirleitt auðveldara með að finna hugmyndum sínum meðbyr þegar illa árar í efnahagslífinu. Eftir fyrra stríð hafi stór hluti Evrópubúa liðið skort og verið móttækilegri en ella fyrir alls kyns áróðri og lýð- skrumi. „Við sjáum svipaða hluti gerast eftir fjármálahrunið 2008 og vegna mikils innstreymis flótta- manna vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Eins og hendi sé veifað sæta pólitíkusar færis með öfgastefnu bæði á vinstri og hægri ás stjórnmálanna,“ segir Robert en bætir við að góðu fréttirnar séu þær að það virðist draga allan mátt úr öfgafólkinu þegar efnahagsástandið batnar. „Þá hættir boðskapur þeirra að vera jafn sannfærandi enda finnst kjósendum ekki lengur að sér þrengt.“ Óvæntar beygjur Að þessu sögðu þá má læra það af sögubókunum að fólk má ekki sofna á verðinum. Robert nefnir t.d. Brex- it sem nýlegt dæmi um hvernig stjórnmálin geta óvænt tekið skarpa beygju til verri vegar. „Og víða um heim sjáum við hvernig internet og samfélagsmiðlar geta virkað eins og olía á eld öfga- og ranghugmynda, og þurfa þær skoðanir sem koma fyrir sjónir almennings ekki lengur að fara í gegnum síu hefðbundinna fjölmiðla,“ segir Robert og þykir merkilegt að sjá hvað fólk lætur út úr sér í netheimum. „Að skoða t.d. athugasemdasvæðið hjá fjölmiðlum fær mann til að spyrja sig hvers konar hugmyndir hafa mallað undir yfirborðinu en fá núna vettvang til að fljóta upp á yfirborðið,“ segir hann. „Lausnin er alls ekki að beita ritskoðun, en ég held það sé brýnt að við hugleiðum vandlega hvernig við mótum umræðuna og leyfum hugmyndum að þróast og breiðast út á öld samfélagsmiðla.“ Áhrifa fyrra stríðs gætir enn  Á margan hátt hefur Evrópa jafnað sig betur á seinni heimsstyrjöldinni en þeirri fyrri  Sumar af þeim línum sem dregnar voru á landakortið árið 1918 eru pólitískar átakalínur dagsins í dag Robert Gerwarth AFP Fjarlæg Fyrri heimsstyrjöldin virð- ist ungu fólki mjög fjarlæg. 36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Lambhagavegur 8 og 10 8 10 Byggingarréttur til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í tvær atvinnulóðir, Lambhagaveg 8, sem er 3.391 m2 og Lambhagaveg 10, sem er 3.115 m2 Tilboðsblöð og nánari upplýsingar eru á vef Reykjavíkurborgar. Tilboðum skal skila til þjónustuvers Reykjavíkurborgar fyrir kl. 14.00 fimmtudaginn 6. desember 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.