Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenski orku-pakkinnvirðist ekki árennilegt um- ræðuefni við fyrstu sýn, en er þegar orðið býsna líflegt. Í fyrstunni ætluðu yfirvöld landsins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði einfalt mál og sjálfsagt. Eftir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýndist, voru höfð endaskipti á öllum rök- semdum. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efasemdarmönnum tekist að skapa óróa í kringum það. Fari svo, að hlaupalið utanaðkomandi hagsmuna, sem kemur kunnuglega fyrir sjónir, láti sig hafa að ganga þessara erinda til enda, má augljóst vera að málið endar í þjóðarat- kvæði. Enn eru rök kerfiskarla mjög í anda umræðunnar um Icesave og nauðhyggjan því fyrirferðarmikil. Þjóðin verður. Áhættan af óhlýðni við Brussel er ekki bara mikil heldur óþekkt sem þenur áhættuna út. Og áhættan er óþekkt af því ís- lenska embættismannaliðið og þeir ráðherrar sem fyrir það starfa hafa aldrei æmt eða skræmt yfir nokkrum sköpuðum hlut, þótt iðulega hafi verið tilefni til þess, eins og smám saman er að koma í ljós. Bestu menn, sem óvænt hafa bitið í sig brusselísk- una í þessu máli hafa jafnvel notað það sem rök að þegar hafi verið höggvið í stjórn- arskrá landsins í fyrri áföngum sama máls. Það skuli því bitna á þjóðinni nú að hún hafi látið ómerkilega stjórnmálamenn plata sig í tvígang áður. Sú röksemd minnir á þekkt yfirvald sem sat glað- beitt á norðanverðu landinu forðum tíð. Margar sögur bárust af því og fóru víða, og undirtónn þeirra var gjarn- an gamansamur. Yfirvaldið var enda alþekkt ljúfmenni sem valdi jafnan mildustu leið sem fær var gagnvart þeim sakamönnum sem rak á fjörur þess. Eitt sinn stefndi í það að hann dæmdi sveitunga sinn til frelsis- sviptingar í tvo mánuði, skilorðsbundið þó, sem vafalítið þótti að þétt- býlisdómarar, fjarlægari fólk- inu, hefðu tekið mun fastar á. En hinn ákærði var þó fjarri því að vera ánægður með silki- hanska sýslumanns og þau úrslit sem stefndi í. Hann sagðist hafa framið sams konar brot tvisvar áður og ekki verið ákærður, hvað þá dæmdur fyrir þau. Sýslu- maður horfði þreytulegur á kauða og sagði: „Þú færð einn fyrir viðleitni,“ sem virtist gleðja þann síðar- nefnda. En úr því dró nokk- uð þegar sýslumaður bætti einum mánuði við dóminn og undirritaði hann svo. Eftir óvænta upprifjun ákærða á „einbeittum brotavilja“ sínum gat sýslu- maður ekki „gleymt“ fyrri ávirðingum eins og óviljandi við dómfellinguna. Haraldur Ólafsson, veð- urfræðingur og formaður Heimssýnar, svarar grein sendiherra ESB hér í blaðinu með skeleggum hætti og í fullri vinsemd í gær. Eftir yfirferð um ýmis atriði í grein sendiherrans og að hafa bent á hvað þau standi völtum fótum víða, lýkur Haraldur Ólafsson grein sinni þannig: „Að lok- um deilir sendiherrann tár- votur með okkur reynslu sinni af vonsku sískrök- vandi andstæðinga Evrópu- samstarfs í Bretlandi. Gott er að geta glatt þennan gest okkar Íslendinga með því að upplýsa að hér á landi eru ákaflega fáir andstæðingar Evrópusamstarfs. Ef frá eru taldir fáeinir maðkar í mjöli fyrr á árum og á köfl- um óþörf fyrirferð danskra og um hríð breskra yfir- valda hefur samstarf við önnur Evrópulönd í grófum dráttum gengið þokkalega í á annað þúsund ár og engar horfur eru á breytingu þar á. En þótt andstæðingar Evrópusamstarfs séu ekki margir á Íslandi eru and- stæðingar þess að deila völdum yfir orkumálum á Íslandi með erlendu ríkja- sambandi afar margir. Þar fer nefnilega allur þorri þjóðarinnar og ólíkt sendi- herranum hefur hann ekki misskilið neitt.“ Umræða um „orkupakka“ herðist á meðan stjórnvöld fela enn afstöðu sína} Ekki misskilið neitt F yrr í vikunni lauk alþingi fyrri umræðu fjárlaga. Þessi fjárlög eru sóknarfjárlög, fjárlög þar sem sótt er fram á öllum svið- um. Aukningin milli ára er 4,6 prósent. Við erum að sækja fram í inn- viðum öllum, við erum að bæta þjónustu, styrkja menntakerfið, heilbrigðisþjónust- una og velferðarþjónustuna. Þessi sókn er bæði nauðsynleg og tímabær. Leiðarstefið er alls staðar það sama, aukinn jöfnuður, en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla. Heilbrigðisþjónustan er í brennidepli í fjárlögunum og það er sérstaklega ánægju- legt að fá hlutverk í því að sækja fram í þágu þessa mikilvæga hluta samfélagssátt- málans. Þessi áhersla er skýr og afgerandi í þessu fjárlagafrumvarpi. Fjárlögin eru því verulegt fagnaðarefni fyrir heil- brigðisþjónustuna. Aukningin í málaflokkinn er um 9,5 milljarður frá yfirstandandi ári og það er bætt í á öllum sviðum þjónustunnar. Nokkur atriði sem þar standa upp úr eru nýbygging Landspítala, sem er löngu tímabær, efling heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu, fullfjármögnun geðheilbrigðisáætlunar og verulega aukið fjármagn í það að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga. Að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga er sérstakt réttlætismál og snýst um það að jafna aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það er ekki bara réttlætismál, það er líka kjara- mál og samkvæmt Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni er það eitt mikilvæg- asta málefni sem við getum tekist á hendur til þess að berjast gegn fátækt í heiminum. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katr- ínar Jakobsdóttur fjallar fyrsti kaflinn um heilbrigðismál. Þar þarf að taka til hend- inni enda hefur heilbrigðisþjónustan ekki notið raunverulegrar uppbyggingar allt frá hruni. Sækja þarf fram í þágu opin- berrar þjónustu bæði til að nýta opinbert fé eins vel og kostur er en ekki síður til þess að leggja megináherslu á jöfnuð og gæði í þróun þjónustunnar. Skapa þarf skýra heilbrigðisstefnu fyrir Ísland með hliðsjón af þörfum allra landsmanna þar sem ein- stakir þættir þjónustunnar verða skilgreindir betur og samspil þeirra. Sú vinna stendur nú yfir og áætlað er að þingsályktunartillaga um heilbrigðisstefnu verði lögð fram á vorþingi. Nú er kominn tími til að leggja megináherslu á þennan mikilvæga málaflokk, heilbrigðismálin. Það mun ríkisstjórnin gera og sú áhersla endurspeglast í þessum fjárlögum. Þannig sköpum við betra heil- brigðiskerfi fyrir alla. Svandís Svavarsdóttir Pistill Sóknarfjárlög Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Eftir metár í fyrra í veiðumá sæbjúgum hófst nýttfiskveiðiár af krafti 1.september. Veiðar hafa einkum verið stundaðar fyrir austan land í haust og nú er búið að loka hólfi frá Norðfirði suður undir Stöðvar- fjörð. Góður afli hefur einnig fengist á svæði, sem kennt er við Hvítinga út af Hvalnesi, suður af Djúpavogi. Davíð Freyr Jónsson, fram- kvæmdastjóri Aurora Seafood, segir að veiðar hafi gengið vel í september og október og hafi komið í kjölfarið á einstaklega góðum afla í sumar. Á síðasta fiskveiðiári veiddust rúmlega 5.400 tonn, en það sem af er þessu ári er búið að landa 1.525 tonnum. Í skil- greindum veiðihólfum veiddust um 2.000 tonn á síðasta fiskveiðiári og meira en helmingur aflans veiddist því utan þeirra. Viðmiðun var náð fyrir viku í Norðfjarðarhólfinu, en flest skipin hafa verið fyrir austan í haust og landað víða á Austfjörðum. Nú eru veiðar byrjaðar í Aðalvík, en þriðja skilgreinda hólfið er út af Garðskaga. Davíð segist reikna með að ef svo heldur sem horfir verði afla í veiði- hólfunum náð snemma á þessu fisk- veiðiári. Hvítinga-svæðið er ekki skil- greint af sjávarútvegsráðuneytinu sem sérstakt veiðihólf með hámarks- afla. Sama er að segja um hólf út af Patreksfirði, sem lofaði góðu síðasta sumar, að sögn Davíðs. Fyrr í ár var hins vegar tekin ákvörðun um að loka tímabundið fyrir sæbjúgnaveiðar í Breiðafirði. Aukin veiðigeta Veiðarnar eru ekki í aflamarki heldur bundnar leyfum og hafa níu bátar slík leyfi. Nú eru veiðarnar ólympískar og eru stundaðar í hólf- unum þar til hámarki er náð og síðan á öðrum svæðum. Davíð segist reikna með að menn muni eflaust halda áfram að leita og nýta önnur svæði. Hann segir að bátarnir verði stöðugt öflugri og sókn og veiðitækni hafi aukist. Stærsta skipið á þessum veiðiskap er Friðrik Sigurðsson ÁR og er hann kominn með um 480 tonn á fiskveiðiárinu eða um tvöfalt meira en næstu skip. Davíð varar við of mikill sókn á einstök svæði, veiðarnar þurfi að vera sjálfbærar og reksturinn að standa undir sér til lengri tíma. Hann kallar jafnframt eftir ábyrgri veiði- stjórnun á sæbjúgnaveiðum til fram- tíðar og segist vona að Sjávarútvegs- ráðuneyti og Hafrannsóknastofnun vinni hana í samvinnu við leyfishafa, sem hafi veiðireynslu og þekkingu á veiðunum. Markaðir á sæbjúgum hafi haft þá tilhneigingu að vera við- kvæmir fyrir framboðsaukningu og veiðar áður lagst niður vegna hruns á eftirspurn. Því sé rík ástæða til að vanda til verka. Í sumar kynnti sjávarútvegs- ráðuneytið til umsagnar drög að reglugerð um veiðar á sæbjúgum. Með henni er m.a. opnað fyrir mögu- leika á tilraunaveiðiðleyfum á nýjum svæðum. Ljósin að verða rauð „Það er sérkennilegt að uppi séu hugmyndir um að fjölga skipum á þessum veiðum á sama tíma og öll ljós í mælaborði Hafró eru að verða eldrauð. Útgerðirnar halda eðlilega áfram að þróa sig með það að mark- miði að auka veiðigetuna og fjölgi ráðuneytið skipum mun það stangast harkalega á við ráðleggingar Hafró. Þá er ekki spurning í mínum huga að álagið verði of mikið og afleiðingar fyrir stofninn og reksturinn eins- konar rússnesk rúlletta,“ segir Dav- íð. Í umsögn bæjarstjórnar Ölfuss um málið segir: „Bæjarstjórn Ölfuss gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum og telur að þær geti haft veruleg áhrif á rekstur þeirra fyrir- tækja sem starfa við veiðar og vinnslu. Fyrirtækin hafa unnið mikið frumkvöðlastarf sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuuppbyggingu og skapað störf sem að öðrum kosti hefðu ekki orðið til. Í ljósi þeirrar staðreyndar að tugir starfa hafa tapast í sveitarfé- laginu í fiskveiðum og fiskvinnslu á umliðnum árum telur bæjarstjórn eðlilegast að halda sig við núverandi fyrirkomulag um sinn, læra af því og betrumbæta með samvinnu við þau fyrirtæki sem starfa við þessar veið- ar og vinnslu.“ Enn góður afli en ótt- ast aukna sókn og álag Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Um borð í Eyja NK 4 Góður afli af sæbjúgum á miðunum fyrir austan land. Viðurkenningar » Aurora Seafood ehf., í samstarfi við Curio ehf., fékk Svifölduna, verðlaun fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018, fyrir þróun sæbjúgna- vinnsluvélar. » Þá hlaut fyrirtækið á síð- asta ári yfir 200 milljóna króna styrk frá sjóði á vegum Evópu- sambandsins til að þróa og tæknivæða veiðar og vinnslu. » Útflutningsverðmæti af- urða sæbjúgna frá Íslandi á síðasta fiskveiðiári gæti slagað hátt í tvo milljarða króna. » Mest er selt til Kína, en þar og víða annars staðar eru þau nýtt í heilsuvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.