Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 gestum okkar upp á betri aðstöðu en við höfum verið með veitinga- sölu í Sunnusal sem er barn síns tíma,“ segir Ingibjörg og lýsir því hversu gaman það sé að koma gangandi að húsinu eftir breyt- ingar og sjá líf og fjör á öllum hæð- um. Ingibjörg segir framkvæmdirnar hafa dregist svolítið en það hafi ekki komið á óvart. Það sé eðlilegt þegar unnið er að endurbótum á gamalli byggingu. Hún segir að meðal annars hafi verið skipt um alla glugga og glerbyggingin, sem hýsti veitingastaðinn Skrúð rifin. Ingibjörg vonast til þess og er nokkuð viss um að viðskiptavinir sætti sig við og hlakki til að sjá nýj- ungarnar. Mímisbar á nýjum stað „Mímir heitir nýi veitingastaður- inn okkar sem er þar sem Mímis- bar var áður. Mímisbar er nú meira miðsvæðið þannig að hann kallar á þá sem koma í gegnum Hótel Sögu að setjast niður og fá sér drykk enda er kokteilþjónninn okkar, Finnbogi Jónsson, algjör snillingur. Við bjóðum upp á 10 mismunandi tegundir af íslenskum bjór. Bjórinn er geymdur í kaldri geymslu og kemur því kaldur í kútunum,“ segir Ingibjörg sem telur að eldhúsið í Mími sé líklega eitt fullkomnasta eldhús landsins. Það er hannað af Hornsteinum, af Maríu Björk Stef- ánsdóttur arkitekt. Sigurður Helgason veitingastjóri og Ólafur Kristjánsson yfirkokkur komu að hönnuninni varðandi vinnusvæðið. Hótel Saga er með sitt eigið bak- arí sem bakar m.a. brauð í Delí verslunina sem nú er við aðal- inngang hótelsins. Ingibjörg segir að fólk í nágrenni við hótelið sé þegar farið að koma og grípa með sér samloku eða annað fljótlegt en Delí verslunin er í raun opin allan sólarhringinn. Gyllt hefur einkennt Hótel Sögu alveg frá 1962. Ingibjörg segir að Mímir og Mímisbar haldi gylltum einkennunum. Veitingastaðurinn sé bjartur yfirlitum með ljósum borð- um sem hönnuð voru af hönnuðum hæðarinnar, Hornsteinum, og smíðuð af Iðntré. Leirtauið verði hins vegar dálítið röff á meðan hnífapör og fleira verða gyllt. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fá íslensk fyrirtæki til þess að Góðgæti Óskar Ársælsson gegnir nokkrum hlutverkum á Hótel Sögu. Hér afgreiðir hann í Delí versluninni í and- dyri Hótel Sögu. Gestir hótelsins og þeir sem eiga erindi í grennd grípa gjarnan með sér samlokur og þess háttar. Bjart yfir Hótel Sögu  Gullið fær að halda sér  Íslensk hönnun og smíði  Nýr veitingastaður Stílhreint GÁ húsgögn smíðuðu alla stóla í setustofuna. Blái stóllinn, sem smíðaður er eftir stólum sem hannaðir voru þegar Hótel Saga var tekin í notkun 1962, er á snúningsfæti og sófar í setustofu eru hannaðir eins og stólarnir. Morgunblaðið/Hari Stolt Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson BLU Hótel Sögu í Reykjavík, er ánægð með breytingarnar. Til hægri á myndinni má sjá innganginn sem áður var eingöngu að Súlnasal en nýtist nú sem þriðji inngangur á hótelið. VIÐTAL Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Hjartað á Hótel Sögu er farið að slá eðlilega aftur og útlit fyrstu hæðarinnar er framar vonum að loknum endurbótum. Nú eru allir gluggar sýnilegir og dagsbirtan kemst alls staðar inn,“ segir Ingi- björg Ólafsdóttir, hótelstjóri á Radisson BLU hótel Sögu í Reykjavík. Á fimmtudag í síðustu viku var fyrsta hæð hótelsins opnuð eftir gagngerar breytingar. Áður hafði Súlnasalur verið endurbættur og birtu hleypt inn í hann auk her- bergja sem endurnýjuð voru. Ingibjörg segir það hafa verið gaman að fylgjast með gestum hót- elsins sem fóru í ferðir á opnunar- daginn, úr litlu anddyri með bráð- birgða veggjum og komu heim síðdegis í stóra, bjarta og opna hæð með veitingastað og bar. „Sumir héldu að þeir væru komnir á annað hótel og hissa á að sjá nýjan veitingasal nánast upp úr þurru. Loksins getum við boðið Bjart Nýtt vel útbúið eldhús er þar sem Mímisbar var áður. Veitingastjóri og yf- irkokkur voru með í hönnun eldhússins. Salurinn er bjartur með ljósum borðum en leirtauið verður röff og hnífapörin gyllt eins og við mátti búast á Hótel Sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.