Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég og fjölskylda mín vilj- um að mál Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir handrið á svölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engi- hjalla árið 2000, verði endurupptekið. Greinina má lesa í heild sinni á vef Morgunblaðsins www.mbl.is/greinar en hér birtist einungis útdráttur úr þeirri grein. Eftirfarandi eru rökin fyrir því að við viljum fá málið endur- upptekið: „Þegar við pabbi Áslaugar Perlu fórum til lögreglunnar var okkur sagt að blúndunærbuxur hennar úr satíni hefðu fundist í rassvasa handtekna, tættar í sundur á báð- um hliðum. Gallasmekkbuxur henn- ar girtar niður að hnjám og önnur krækjan á þeim skemmd. Hún var í þrennum glænýjum fatnaði; galla- smekkbuxunum, nærbuxunum og íþróttaskóm. Ákærði var handtekinn, upp úr klukkan tíu þennan laugardags- morgun í íbúð hálfsystur sinnar sem bjó í kjallaranum. Þá viður- kenndi hann fyrir lögreglu að bera ábyrgð á láti Áslaugar Perlu; hótaði síðan að drepa lögregluna og börn hennar þegar hann losnaði eftir 15- 20 ár, vegna þess verknaðar er hann hefði framið núna. Útdráttur úr fyrstu yfirheyrslu 30. maí. Þá voru mörg sönnunar- gögn komin fram: Eins og játning ákærða. Nýleg för af húðfitu, á röri handriðs, handaför á sitt hvorum enda þess og langt fitufar í miðið eftir líkama. Ljósmynd af stúlku upp við hand- riðið, sem náði henni um brjóst, hún jafnhá Áslaugu Perlu. Á brunastigapalli ljós- mynd af veski hennar og fótspor eftir ákærða. Þaðan inn- angengt frá svölum. Stærð svala 150x155 sm. Hæð handriðs 120 sm. Samt voru engin gögn lögð fram. Ákærði vill ekki svara hvort til átaka hafi komið á milli þeirra áður en hún féll niður. Í lok yfirheyrslu segist hann ekki vilja segja af hverju þetta gerðist og ekki heldur hvern- ig það gerðist, en hann eigi sök á því að stúlkan féll fram af. Rann- sóknari spurði ekki neitt út í þessar fullyrðingar. Önnur yfirheyrsla 31. maí, úr- dráttur: Spurður hvaða nærbuxur fundust tættar í sundur í rassvasa hans? Það eru hennar. Hvers vegna rifn- ar? Ég reif þær. Hvernig? Það er bara eitt orð yfir það: harkalegt kynlíf. Þá spyr rannsóknari hvort hann eigi við að um kynmök hafi verið að ræða. Hún vildi hætta, sagði ákærði. Ég var að fara, hún kom og var að æsa sig og ég bara hrinti henni. Man ekki hvað hann gerði eftir það. Hvar var hann er hann hrinti stúlkunni? Ég var hjá svölunum eða eitthvað, ég man það ekki. Hvernig sneri stúlkan er hún fór fram af svölunum? Bakinu að mér, brjóstinu að svölunum. Sagði gallasmekkbuxurnar hefðu verið girtar upp um hana. Honum ekki sagt að réttarlæknir sagði þær þétt vafðar um ökkla og kálfa og þannig dregnar niður áður en hún lenti á jörðunni, þær féllu þétt að fótleggj- um hennar. Ekki bent á að hann hafi skilið eftir sig fótspor á bruna- stigapalli og veski Áslaugar Perlu. Annar karlmaður yfirheyrir 6. júní, útdráttur: Ég get ekki sagt að þau hafi ver- ið rædd, en þessi kynmök sem áttu sér stað voru með hennar sam- þykki. Spurður hvort hann hafi sjálfur girt niður um hana smekk- buxurnar, eða hún sjálf: Ég man það ekki. Honum ekki bent á að buxurnar voru tættar utan af henni með afli eins og nærbuxurnar. Töl- urnar til hliðar á smekkbuxunum voru hnepptar og á sínum stað. Þær féllu að mittinu. Tölurnar voru boltaðar niður, þess vegna sáust engin ummerki um átök á tölum eða tölufestingum. Vinstra axla- bandið var ekki losað af tölunni á smekknum heldur afli beitt. Hvert fóru þau eftir að komið var úr lyft- unni: Ég man það ekki. Hvort þeirra ýtti á lyftuhnappinn? Ég man það ekki. Kannast ekki við að axlabandið hafi verið skemmt. Lögreglan skoðaði áverka og fatnað og tók ljósmyndir. Það voru tíu áverkar, blóð á sumum þeirra og á fatnaði hans. Áverkar komu hvergi fram; hvorki í yfirheyrslum lögreglu né í héraðsdómi: 1. Klór á hægri kinn. 2. Hægra megin á hálsi. 3. Framanverðri öxl. 4. Neðan við hægra brjóst. 5. Á framanverðri vinstri öxl. 6. Við vinstra brjóst. Þar fannst blóð á íþróttatreyju Á. 7. Aftan við vinstra eyra, blóð- kögglar í sárinu. 8. Á miðju baki. Þar fannst einn- ig blóð á íþróttatreyju Á. 9. Neðarlega á baki. Þar fannst blóð bæði á nærbuxum og íþróttatreyju Á. 10. Á framhlið síðbuxna hans voru sýnileg óhreinindi á vinstra hné og hægra læri. Áverkar á Áslaugu Perlu: Rispur í andliti og úlnliðssvæði utanverðu. Skrámur á fingrum og hnúum. Mar á vinstri framhandlegg utanverðum. Mar á hægri og vinstri olnboga aft- anvert. Marblettur 2,5-3 sm í þver- mál á enni, auðsjáanleg risastór kúla við kistulagningu. Afrifa á ytri kynfærum; 1 sm á breidd 4 sm á lengd. Hæstiréttur gefur sterklega í skyn að dóttir mín hafi samþykkt þessa afrifu, en hún kom þegar ákærði reif nærbuxurnar undan henni. Áslaug Perla og ákærði fóru út úr leigubíl fyrir utan blokkina klukkan 10 mínútur fyrir níu. Þau þekktust ekki neitt. Hún hélt hún væri að fara í partí. Vitni í héraði. Fyrir utan lyftuna á tíundu hæð veittist hann að henni af svo mikl- um offorsi og afli að hann náði með einu átaki að þröngva hnausþykk- um gallasmekkbuxunum niður um hné. Hún skall aftur fyrir sig í gólf- ið og fékk marblett á hægri og vinstri olnboga aftanvert. Henni tókst ekki að standa upp aftur, því hún var fjötruð um fætur, en náði að sparka í hann með öðr- um fæti á vinstra hné og hinum á hægra læri. Ákærði gerði strax aðra atlögu; tætti þá nærbuxurnar í sundur á báðum hliðum með offorsi og enn aðra þar sem hann reif þær undan henni og stakk þeim síðan í rassvasann. Á framhlið síðbuxna hans voru sjáanleg óhreinindi á vinstra hné og hægra læri. Sjáanleg óhreinindi á utanverðri bakhlið nærbuxna hennar og blóðkám í klofbót þeirra. Afrifa á ytri kynfær- um, 1x4 sm. Það fannst eingöngu DNA-snið af lim hans í leggöngum hennar. Hann hélt limnum ekki inni, þá kreppti hann hnefann og kýldi hana af öllu afli í ennið. Þar sást risastór kúla við kistulagningu. Ekki hægt að skilgreina áverka eftir höggið, því höfuðkúpan brotnaði. Áslaug Perla missti meðvitund. Hann tók hana í fangið. Við hand- riðið rankaði hún við sér og rak upp skelfingaróp. Íbúi á 9. hæð hrökk upp af svefni við öskur, heyrði hvorki sagt neitt né öskrað á móti. Ákærði lagði hana á magann á handriðið og þröngvaði líkama hennar yfir það. Hún féll 26 metra niður á steinsteypta stéttina. Íbúi fór að horfa á Með afa með börnum sínum, sem hófst kl. níu. Hann var nýbyrjaður, þegar hann varð þess var að eitthvað féll framhjá glugganum. Hann heyrði mikinn dynk: Áslaug Perla dó kl. níu. Leigubílstjórinn kom heim til sín um kl. níu, sagði það 10 mínútna akstur.“ Meira: www.mbl.is/greinar Eftir Gerði Berndsen »Ég og fjölskylda mín viljum að mál Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur verði endurupptekið. Gerður Berndsen Höfundur er móðir Áslaugar Perlu. Morðið við Engihjalla 27. maí 2000 Sjónaukar fyrir leikhús Verð frá 16.900 Red Bull Paddock með vandaðri Fire Race linsu Verð 7.950 Bollé íþróttagleraugu Verð 24.890 Einnig til með golflinsu Flottar gjafir í jólapakkann Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Ray Ban round metal Verð 19.950 Julbo fjallagleraugu Verð 19.850 Landrover Conwy sólgleraugu með Polarized linsu Verð 18.900 Red Bull Lesmo með vandaðri Fire Race linsu Verð 9.950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.