Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 70
70 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
á fallegu heimili
Ljúfar og notalegar stundir
LISTHÚSINU
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, ljósmyndari og leiðsögumaður,á 50 ára afmæli í dag. Hún rekur eigin ljósmyndastofu ogkennir ljósmyndun á listasviði í Fjölbraustaskólanum í Breið-
holti. Hún vinnur síðan sem leiðsögumaður bæði hjá Íslenskum fjalla-
leiðsögumönnum og Úrval/Útsýn.
„Ég var að koma úr ferð á Kúbu með Úrval/Útsýn og það truflaði
rjúpnaveiðarnar hjá mér og núna truflar afmælið veiðarnar, en ég
stefni samt á að fara á veiðar. Þetta er síðasta helgin sem má veiða
rjúpu, en ég er bara búin að veiða þrjár.“
Með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum fer hún allt upp í tíu daga
ferðir um hálendið og hefur m.a. farið Lónsöræfin og Víknaslóðir og
einnig á Grænlandi. Einnig fór hún á Hornstrandir með ferðamenn
þegar hún var að vinna hjá Ferðafélagi Íslands.
Gréta er svo heppin að vinna við áhugamál sín en fyrir utan skot-
veiði stundar hún mikið skíði og hlaup. „Ég er í fjallahlaupunum og
hef hlaupið Laugaveginn og Jökulsárhlaupið. Ég gæti ekki hlaupið
maraþon, að þurfa að hlaupa í beinni línu á malbiki allan þennan tíma,
í staðinn fyrir að vera úti í náttúrunni og passa hvar maður setur
niður fæturna.“
Gréta ætlar að halda partí í kvöld í tilefni afmælisins. „En í staðinn
fyrir að halda stóra veislu ætla ég í óvænta ferð með krökkunum mín-
um um næstu páska. Þau vita að við erum á leiðinni í ferð en þau vita
ekki hvert við förum.“ Krakkarnir eru Gaukur, eða GKR, en hann er
rappari, og Hildur Kristrún, kölluð Dúna.
Í Madrid Gréta með móður og börnum. Hún bjó í Madrid á síðasta ári.
Ætlar að veiða fleiri
rjúpur um helgina
Gréta S. Guðjónsdóttir er fimmtug í dag
H
jalti Kristjánsson fædd-
ist í Ly Sekil í Svíþjóð
23.11. 1958 og ólst upp
í Svíþjóð til 1961, á
Patreksfirði 1961-66, í
Reykjavík til 1971 en átti heima í
Keflavík á árunum 1971-74 og í
Reykjavík 1974-85.
Hjalti lauk stúdentsprófi frá MH
1977, embættisprófi í læknisfræði frá
HÍ 1984, stundað sérfræðinám í heim-
ilislækningum í Västeräs í Svíþjóð frá
1986 og er sérfræðingur í heimilis-
lækningum frá 1990. Þá hefur hann
lokið A-stigs þjálfaramenntun á veg-
um KSÍ.
Á námsárunum var Hjalti í sumar-
vinnu hjá Dráttarbraut Keflavíkur og
við netagerð í Njarðvík. Hann starfaði
við læknadeild Tryggingastofnunar
ríkisins í nokkur sumur þar sem hann
fékkst við rannsóknir á vinnuslysum.
Hjalti Kristjánsson heimilislæknir í Eyjum – 60 ára
Fjölskyldan Hjalti og Vera Björk á Tenerife, ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum sex.
Hann var, er og verður
– alltaf í boltanum
Toppurinn á tilverunni Hér eru Hjalti og Vera Björk að slappa af á skútu á
Tenerife, njóta hafgolunnar með kælt kampavínið í seilingarfjarlægð.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.