Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 70
70 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 á fallegu heimili Ljúfar og notalegar stundir LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16 Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, ljósmyndari og leiðsögumaður,á 50 ára afmæli í dag. Hún rekur eigin ljósmyndastofu ogkennir ljósmyndun á listasviði í Fjölbraustaskólanum í Breið- holti. Hún vinnur síðan sem leiðsögumaður bæði hjá Íslenskum fjalla- leiðsögumönnum og Úrval/Útsýn. „Ég var að koma úr ferð á Kúbu með Úrval/Útsýn og það truflaði rjúpnaveiðarnar hjá mér og núna truflar afmælið veiðarnar, en ég stefni samt á að fara á veiðar. Þetta er síðasta helgin sem má veiða rjúpu, en ég er bara búin að veiða þrjár.“ Með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum fer hún allt upp í tíu daga ferðir um hálendið og hefur m.a. farið Lónsöræfin og Víknaslóðir og einnig á Grænlandi. Einnig fór hún á Hornstrandir með ferðamenn þegar hún var að vinna hjá Ferðafélagi Íslands. Gréta er svo heppin að vinna við áhugamál sín en fyrir utan skot- veiði stundar hún mikið skíði og hlaup. „Ég er í fjallahlaupunum og hef hlaupið Laugaveginn og Jökulsárhlaupið. Ég gæti ekki hlaupið maraþon, að þurfa að hlaupa í beinni línu á malbiki allan þennan tíma, í staðinn fyrir að vera úti í náttúrunni og passa hvar maður setur niður fæturna.“ Gréta ætlar að halda partí í kvöld í tilefni afmælisins. „En í staðinn fyrir að halda stóra veislu ætla ég í óvænta ferð með krökkunum mín- um um næstu páska. Þau vita að við erum á leiðinni í ferð en þau vita ekki hvert við förum.“ Krakkarnir eru Gaukur, eða GKR, en hann er rappari, og Hildur Kristrún, kölluð Dúna. Í Madrid Gréta með móður og börnum. Hún bjó í Madrid á síðasta ári. Ætlar að veiða fleiri rjúpur um helgina Gréta S. Guðjónsdóttir er fimmtug í dag H jalti Kristjánsson fædd- ist í Ly Sekil í Svíþjóð 23.11. 1958 og ólst upp í Svíþjóð til 1961, á Patreksfirði 1961-66, í Reykjavík til 1971 en átti heima í Keflavík á árunum 1971-74 og í Reykjavík 1974-85. Hjalti lauk stúdentsprófi frá MH 1977, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1984, stundað sérfræðinám í heim- ilislækningum í Västeräs í Svíþjóð frá 1986 og er sérfræðingur í heimilis- lækningum frá 1990. Þá hefur hann lokið A-stigs þjálfaramenntun á veg- um KSÍ. Á námsárunum var Hjalti í sumar- vinnu hjá Dráttarbraut Keflavíkur og við netagerð í Njarðvík. Hann starfaði við læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins í nokkur sumur þar sem hann fékkst við rannsóknir á vinnuslysum. Hjalti Kristjánsson heimilislæknir í Eyjum – 60 ára Fjölskyldan Hjalti og Vera Björk á Tenerife, ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnunum sex. Hann var, er og verður – alltaf í boltanum Toppurinn á tilverunni Hér eru Hjalti og Vera Björk að slappa af á skútu á Tenerife, njóta hafgolunnar með kælt kampavínið í seilingarfjarlægð. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.