Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það má afskaplega lítið út af bera í svona málum. Liðin eru hins vegar ágætlega tækjum búin og mann- skapurinn vel þjálfaður. Það hefur töluvert að segja,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að slökkviliðsmenn hafi haft í nógu að snúast það sem af er ári vegna brunaútkalla. „Manni finnst þetta vera orðið ansi gott,“ segir hann. Meðal stærri verkefna sem slökkviliðsmenn hafa sinnt á þessu ári má nefna eldsvoða í Hellisheiðar- virkjun. Þar höfðu snör viðbrögð og góð þjálfun mikið að segja og tókst við erfiðar aðstæður að koma í veg fyrir stórtjón á orkuverinu, en alls sinntu um 80 slökkviliðsmenn slökkvistörfum á svæðinu. Þá kom einnig mikill eldur upp í fiskeldis- stöðinni á Núpi í Ölfusi seint í júní, stórbruni í Miðhrauni í Garðabæ snemma í apríl og í Perlunni í Reykjavík undir lok saman mánaðar. Þá var einnig kveikt í fjölmörgum bílum á verkstæðisstæði bílaum- boðsins Öskju í ágúst og tilkynnt um mikinn eld við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði fyrir um viku. Það sem af er ári hafa þrír látist í tveimur eldsvoðum. Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar eldur kom upp í íbúð við Gullsmára í Kópavogi seint í maí. Eiginkona mannsins komst lífs af. Tvennt lést í eldsvoða í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í lok október, kona, fædd 1971, og karl- maður, fæddur 1969. Eitt dauðsdall að meðaltali á ári Björn Karlsson, brunamálastjóri og forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir einn að meðaltali látast í elds- voða ár hvert hér á landi. „Það má segja að einn látist að meðaltali í bruna hér. Í nágrannalöndum okkar deyr á sama tíma að meðaltali einn á hverja 100.000 íbúa. Ísland er því oftast með yfir helmingi færri dauðs- föll vegna eldsvoða,“ segir hann og bætir við að erfitt sé að benda á eitt- hvert eitt atriði sem kunni að skýra þennan mun. „Vafalaust tengist þetta fámenni þjóðarinnar að einhverju marki. Ís- lendingar fylgjast oft vel hvert með öðru. Þá eru byggingar á Íslandi oft- ast byggðar úr steinsteypu og ekki má gleyma forvörnum sem eru mikl- ar hér á landi og skila oft sínu,“ segir Björn. Félögin sent afkomuviðvaranir Tryggingafélögin hafa mörg hver sent frá sér afkomuviðvörun á árinu í kjölfar fregna af stórbrunum. Vega þyngst í því samhengi bruninn við Hvaleyrarbraut, Miðhraun, í Perl- unni og á Núpi í Ölfusi. Kjartan Vilhjálmsson, tengiliður TM við fjölmiðla, segir tíðina þegar kemur að stórtjónum „óvenjulega“. „Við vorum með stóran bruna í fyrra á Snæfellsnesi og annan í Skeifunni 2014. Frá þeim tíma að telja höfum við séð óvenjulega mikið af stórum brunatjónum,“ segir hann. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir þá hafa greitt viðskipta- vinum sínum rúmlega 13 milljarða króna í bætur það sem af sé ári. „Athugun á brunatjónum í okkar bókum bendir til þess að töluvert meira sé um eldsvoða það sem af er ári en í fyrra. Ef við miðum við tjón þar sem greiddar eru meira en 10 milljónir í bætur eða meira erum við að tala um helmingi fleiri mál en í fyrra, eða tæplega tuttugu tilvik,“ segir hann og bendir á að tíðni sveifl- ist nokkuð á milli ára. Hjá Sjóvá fengust þær upplýsing- ar að samkvæmt þeirra bókum mætti ekki greina aukningu í tíðni brunatjóna á húseignum á milli ára. Alvarlegir brunar 2018 JANÚAR JANÚAR MAÍJÚNÍJÚLÍ ÁGÚST OKTÓBER NÓVEMBER APRÍL APRÍL Íbúðarhús í Stardal Bílabruni við bílaumboðið Öskju Einbýlishús við Kirkjuveg á Selfossi Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði Kísilver PCC á Bakka Fiskeldisstöð á Núpi í Ölfusi Gullsmári í Kópavogi Hellisheiðarvirkjun Geymslur í Hafnarfirði Perlan í Reykjavík Stórbrunar áberandi á árinu  Slökkviliðsmenn glímdu við flókin brunaútköll á árinu sem er að líða  Hellisheiðarvirkjun, fiskeldis- stöð, atvinnuhúsnæði af ýmsum toga, Perlan og bílabrenna meðal verkefna  Þrír látnir eftir eldsvoða Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sett verður upp önnur vefmyndavél í Eldey undan Reykjanesi í vetur og bætt við 4G-beini, til viðbótar við ör- bylgjusendinn. Umhverfisstofnun setur það skilyrði fyrir leyfi til að fara út í eyjuna í þessum tilgangi að engir fuglar séu í þar og fuglalíf verði ekki truflað. Því þarf að vinna verkið fyrir miðjan janúar. Eitt stærsta súluvarp í heimi er í Eldey. Sigurður Harðarson raf- eindavirkjameistari setti upp vef- myndavél í eyjunni fyrir tíu árum, ásamt nauðsynlegum búnaði til að koma myndunum í land og inn á net- ið. Vann hann að því í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir á Suður- nesjum. Hægt er að fylgjast með súlu- byggðinni allt árið á vefnum eldey.is. Mikið er fylgst með útsendingum, sérstaklega þegar súlan er að setjast upp og berjast um svæði og þegar ástarlífið hefst með tilheyrandi skylmingum. Þá fylgjast margir með þegar ávextir ástarlífsins skríða úr eggjunum. Eldey er friðlýst og óheimilt að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofn- unar. Sigurður hefur fengið slíkt leyfi fyrir sig og tvo aðstoðarmenn til að bæta tækjabúnaðinn í vetur. Snýr að landi Hann hyggst í þessari ferð bæta við annarri vefmyndavél og setja upp 4G-beini. Örbylgjusendirinn virkar enn ágætalega en þar sem ekki er hægt að fara í eyjuna nema þegar enginn fugl er þar vill Sigurður hafa beininn með til öryggis. Aukavélin snýr að landi, að Reykjanesvita þar sem tekið er á móti útsendingunum. Landhelgisgæslan hefur hjálpað til við þetta verkefni með því að flytja Sigurð og aðstoðarmenn hans með þyrlu út í Eldey, þegar þyrluáhöfn er við eftirlit og æfingar á svæðinu. Súlan kemur venjulega í eyjuna um 20. janúar en á síðasta vetri kom hún ekki fyrr en 10. febrúar. Hún kemur í stórum hópum og fyllist eyjan á stutt- um tíma. Bætt tækni í súluvarpi  Önnur vefmyndavél í Eldey  Margir fylgjast með Morgunblaðið/Rax Súlur Margir hafa áhuga á að fylgj- ast með súluvarpi í Eldey. REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFIRÐI Allar verslanir opnar til kl. 22.00 í kvöld BLACK FRIDAY AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM *25% KOMDU NÚNA! * Gildir ekki ofan á önnur tilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.