Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ásíðustu misserum höfumvið bryddað upp á ýms-um nýjungum í starf-seminni hér þannig að
við getum komið betur en ella til
móts við fólk í nærumhverfi þess,
gert þjónustuna skilvirkari, dregið
úr álagi á sjúkrahúsin og nýtt
fjárveitingar sem best. Heilsu-
gæslan er í örri þróun um þessar
mundir,“ segir Óskar Reykdals-
son, framkvæmdastjóri lækninga
á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis-
ins.
Heimsóknum fjölgar
Komur á heilsugæslustöðvar
á höfuðborgarsvæðinu, sem eru
alls nítján, voru á síðasta ári
488.193 talsins auk margvísleg-
arar þjónustu annarrar sem veitt
er í gegnum síma, netið eða með
öðrum móti. Heimsóknum fjölgaði
um 4% milli áranna 2016 til 2017.
Kemur þar meðal annars íbúa-
fjölgun og eins að fólki er í vax-
andi mæli beint til heilsugæsl-
unnar enda er oft betra að sinna
málunum þar en á sjúkrahúsi. Í
dag hefur heilsugæslan á höf-
uðborgarsvæðinu úr 7,5 millj-
örðum króna að spila á ári hverju
og hafa fjárveitingarnar verið
auknar talsvert síðustu ár.
„Á hverri heilsugæslustöð er-
um við alltaf með einn lækni og
hjúkrunarfræðing sem aðeins
sinna bráðamálum. Gjarnan koma
um 50 sjúklingar á dag á neyð-
arvaktina á hverri stöð og þá er
útkoman 1.000 manns á dag. Oft
eru þetta til dæmis foreldrar með
veik börn, almenn slys eins og
tognanir og sár eftir áverka, pestir
og slíkt. Reynslan hefur sýnt að
95% þessara verkefna getum við
sinnt á bráðavakt okkar og við
sendum þá sem við ráðum ekki við
áfram eftir þörfum. Þannig þarf
fólk ekki að leita annað,“ segir
Óskar.
Síðdegisvakt er á öllum stöðv-
um, þar sem fólk fær þjónustu
vegna bráðra veikinda eða erinda
sem ekki þola bið. Hliðstæð síð-
degisþjónustu er morgunvakt eins
og sett var á laggirnar í sumar við
heilugæsluna í Árbæjarhverfi.
Móttaka sú er opin frá kl. 8.30-
10.00 og þar standa tveir til þrír
læknar vaktina auk hjúkr-
unarfræðinga. Óskar segist vænta
að með þessari vakt eflist þjónusta
á Árbæjarstöð og álag yfir daginn
jafnist, til dæmis í vetur þegar
inflúensan skellur á. „Það er okkar
markmið að sinna öllum svo fólk
fái úrlausn síns vanda,“ segir hann.
Heilsugæslan á höfuðborgar-
svæðinu starfar eftir rekstrarlíkani
sem tekið var í gagnið á síðasta
ári. Í einföldustu mynd er upp-
bygging þess sú að fjárveitingar
fylgja sjúklingnum. Sé sá til dæmis
eldri borgari sem glímir við fjöl-
þættan vanda fær heilsugæslustöð-
ina fjárveitingu samkvæmt þjón-
ustu sem viðkomandi þiggur. Sé
sjúklingurinn á besta aldri og
vandamál hans aðeins fá og tilfall-
andi eru fjárveitingarnar minni
sem því nemur. Reynslan af þess-
ari fjármögnun segir Óskar að sé
góð og réttlát. Skráningar á stöðu
hvers sjúklings ráði því hvaða fjár-
munir fáist og þar hangi á spýt-
unni að gæðastarf í heilugæslunni
hafi verið styrkt.
Efld geðheilbrigðisþjónusta
„Meðal efldra þátta í starfsemi
okkar er geðheilbrigðisþjónustan,“
segir Óskar. Í dag eru sálfræð-
ingar komnir til starfa á öllum
heilsugæslustöðvum á höfuðborgar-
svæðinu og í fyrstu hefur þunginn
verður settur í þjónustu við börn
og unglinga. Í framtíðinni er svo
ætlunin að bjóða upp á að minnsta
kosti fyrstu skrefin í meðferð fyrir
fullorðna við þunglyndi, kvíða og
slíku. Að undirbúningi þess og ann-
ars er unnið meðal annars á vegum
Þróunarmiðstöðvar íslenskrar
heilsugæslu sem nýlega var sett á
laggirnar og þjónar öllu landinu.
„Í þjónustu við aldraða þurfum
við að gera breytingar,“ segir Ósk-
ar. Hann telur æskilegt að heilsu-
gæslan sjái alfarið um greiningar á
elsta fólkinu, því sem er yfir átt-
rætt, og er með minnistruflanir.
Eru það einstaklingar sem í fram-
haldinu þurfa hugsanlega á aðstoð
að halda til dæmis í heimahúsum
eða á hjúkrunarheimili. Að heilsu-
gæslan sjái um þetta verkefni geti
flýtt fyrir meðferð. Einnig verði að
sinna betur eldra fólki sem verður
fyrir byltum og brotnar, enda sé
slíkt oft vísbending um meiri veik-
indi og að eitthvað alvarlegt sé að.
Getan er vanmetin
„Heilsugæslan gæti að mestu
sinnt þeim rannsóknum og undir-
búningi sem gera þarf áður en fólk
fer í aðgerðir. Hver eru helstu
gildi, rannsóknir og almenn heilsu-
farsstaða fyrir skipulagðar aðgerð-
ir? Allt þetta þarf að liggja fyrir
áður en fólk leggst á bekkinn og
sumir líka þurfa að koma sér í
form og hreyfa sig svo líkaminn sé
sem best undirbúinn því inngripi
sem til dæmis svæfingin er. Já,
geta heilsugæslunnar til að sinna
algengum veikindum er klárlega
vanmetin, svo ég nefni nú bara af
handahófi algeng vandamál til
dæmis of háan blóðþrýsting, þvag-
færasjúkdóma, sykursýki og fleiri
sjúkdóma sem svo margir glíma
við,“ segir Óskar að síðustu.
Heilsugæslan er í örri þróun
Þjónustan sé í nær-
umhverfi fólksins. Heilsu-
gæslan er vanmetin og
getur sinnt fleiri verk-
efnum. Morgunvakt í
Árbæ gefur góða raun.
Fjárveitingar auknar
en meira þarf til, segir
forstjóri lækninga.
Morgunblaðið/Hari
Læknir Það er markmiðið að sinna öllum sem til okkar leita og vinna með öll verkefni þannig að fólk fái úrlausn síns
vanda, segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
„Staðan í heilsugæslunni í dag er
á margan hátt góð. Í dag eru á
landinu öllu alls 47 læknar í sér-
námi í heimilislækningum og þar
af 35 á höfuðborgarsvæðinu, sem
gerir okkur bjartsýn á framtíð-
ina,“ segir Óskar Reykdalsson. Á
síðustu 3 árum hefur stöðum sér-
fræðinga í heimilislækningum hjá
Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðsins verið fjölgað úr 80 í
rúmlega 100 og tvær nýjar
heilsugæslustöðvar verið opn-
aðar; það er á Höfðanum í
Reykjavík og Urðarhvarfi í Kópa-
vogi.
„Fjölgunin er nærri 30 sér-
fræðilæknar og það munar um
minna. Við teljum æskilegt að
fjölga í svipað og í Danmörku eða
75 lækna á hverja 100.000 íbúa,“
segir Óskar. Bætir við að skýrt sé
þó að á Íslandi þurfi að gera bet-
ur í heilbrigðismálum, en í dag er
til þeirra varið um 9% af vergri
landsframleiðslu. Í nágrannalönd-
unum sé hlutfallið víða um 11%.
„Heilsugæslan hér fær mun
minni fjármuni en í öðrum lönd-
um. Samt erum við ágætlega sett
með fjölda heimilislækna, en hér
eru þeir um 60 á hverja 100 þús-
und íbúa sem er svipað og í Sví-
þjóð, en nokkru hærra í Dan-
mörku. Á Íslandi þurfum við hins
vegar í ríkari mæli aðrar fag-
stéttir í heilsugæsluna, svo sem
lyfjafræðinga, sjúkraþjálfara, fé-
lagsráðgjafa og fleiri og vonandi
fáum við svigrúm til þess.“
Þurfum nýjar fagstéttir
LÆKNASTÖÐUM Í HEILSUGÆSLU HEFU VERIÐ FJÖLGAÐ
Mennta- og menn-
ingarmálaráðherra
hefur enn ekki
borist tillaga frá
Minjastofnun um
friðlýsingu Víkur-
garðs, hins forna
kirkjugarðs í
miðbæ Reykjavík-
ur. Kristrún Heiða
Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi ráðu-
neytisins, staðfesti þetta í gær.
Það var 15. október sem Minja-
stofnun tilkynnti að hún hefði ákveðið
að hefja undirbúning tillögu til ráð-
herra um friðlýsinguna. Bréf um
áformin var sent öllum hagsmuna-
aðilum. Engin svör fást hjá Minja-
stofnun um stöðu málsins og segist
stofnunin ekki ætla að veita neinar
upplýsingar fyrr en ákvörðun ráðherra
liggi fyrir.
Víkurgarður
Erindi um frið-
un ekki borist
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Nýjustu jólalínurnar
10%
afsláttur
fimmtud.-laugard.
DIMMALIMMDimmalimmReykjavik.is
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
BLACK
FRIDAY
föstudag og laugardag
30% afsláttur
af úlpum
20% afsláttur
af öllu öðru
Skoðið úrvalið
á facebook