Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 84
Sönn vinátta sigrar allt
Tinna trítlimús og Vargur í Votadal
bbbmn
Texti: Aðalsteinn Stefánsson
Myndir: Ingi Jensson
Bókabeitan, 2018. 58 bls.
Um er að ræða bók í bókaflokki
sem kallast Ljósaserían og er ætl-
uð börnum sem eru að æfa sig í
lestri. Letrið í bókinni er frekar
stórt og það
loftar ágæt-
lega um text-
ann sem ger-
ir hana
auðlesnari
fyrir vikið.
Sagan
fjallar um
músastelpuna
Tinnu og
kanínustrák-
inn Kola sem
leggja upp í
svaðilför til
að sækja hjartagras, lækningajurt
fyrir veika ömmu Tinnu. Þau vita
að margar hættur leynast á leið-
inni og þá sérstaklega í Votadal
þar sem hjartagrasið vex, en þar
ræður svangur fálki ríkjum. Litlu
munar að illa fari, en með útsjón-
arsemi og hjálp frá rjúpna-
fjölskyldu ná smádýrin takmarki
sínu. Þegar Tinna og Koli skila sér
loksins aftur heim eru allir orðnir
hræddir um þau. Fullorðnu dýrin
brýna fyrir þeim að þetta megi
þau ekki gera aftur en hetjudáð
þeirra er engu að síður fagnað.
Ágætis jafnvægi á milli eðlilegra
skamma fyrir að stelast í burtu og
fagnaðarláta fyrir vel unnið verk.
Sögusviðið er Heiðmörk, sem
mörg börn kannast við og því auð-
velt fyrir þau að glöggva sig á að-
stæðum og sjá fyrir sér umhverfið.
Hugljúf og spennandi saga, en
helsti boðskapur hennar er að með
samvinnu og sannri vináttu sé
hægt að yfirstíga stór og erfið
verkefni.
Ævintýraleg útilega
Pétur og Halla við hliðina –
Útilegan bbbnn
Texti: Ingibjörg Valsdóttir
Myndir: Auður Ýr
Bókabeitan, 2018. 49 bls.
Útilegan er önnur bókin um þau
Pétur og Höllu í bókaflokknum
Ljósaserían, sem ætluð er ungum
lesendum sem eru að ná tökum á
lestrinum. Líkt og í öðrum bókum
seríunnar er textinn í stærri kant-
inum og letrið þægilegt aflestrar.
Pétur og Halla fá leyfi til að
fara ein í útilegu rétt fyrir utan
bæinn þar sem þau búa. Þau ætla
að hafa það notalegt, fara í berja-
mó, borða
nestið sitt og
sofa í tjald-
inu. Foreldr-
arnir ítreka
við þau að
fara varlega
og hafa sím-
ann við hönd-
ina ef eitt-
hvað skyldi
koma upp á.
Krakkarnir
gera nú ekki
ráð fyrir að þess gerist þörf og
kippa sér því lítið upp við það þeg-
ar síminn dettur í ána og skemm-
ist. Þá byrja ævintýrin hins vegar
fyrir alvöru. Við fylgjumst með
baráttu Péturs og Höllu við
skrímsli með horn, sem reynist þó
ekki alveg jafn ógurlegt og þau
töldu í fyrstu. Þá ber óvæntan
gest að garði sem þau gleðjast
bæði innilega yfir að sjá.
Bókin er bæði spaugileg og
spennandi. Hún nær að kitla hlát-
urtaugar yngstu lesendanna, en er
þó svolítið lengi í gang og lítil
spenna er í atburðarásinni fyrr en
hún er vel hálfnuð. Þá verður tölu-
verður hasar.
Höfundur hefur einfaldleikann
að leiðarljósi í texta bókarinnar og
orðanotkunin hæfir mjög vel ung-
um lesendum. Sögupersónurnar
útskýra sjálfar nokkur orð sem
koma upp og gætu vafist fyrir
þeim yngstu. Bókin hentar því vel
börnum sem eru nýbyrjuð að lesa
sjálf.
Spennandi en
þung á köflum
Afi sterki og skrímslin í
Kleifarvatni bbmnn
Texti: Jenný Kolsöe
Myndir: Bergrún Íris
Bókabeitan 2018. 59 bls.
Aron Magni og afi hans og nafni
virðast sækja í ótrúleg ævintýri án
þess að ætla sér það sérstaklega,
en þetta er þriðja bókin um þá
nafna í bókaflokknum Ljósaserían
sem ætluð er yngstu lesendunum.
Um er að ræða spennusögu sem
nær því að
verða frekar
óhugnanleg
á tímabili, en
inn í ótrú-
lega atburða-
rásina flétt-
ast saga af
fallegu sam-
bandi afa og
barnabarns.
Aron
Magni og afi
ferðast um í
húsbílnum hans afa og í þessari
bók halda þeir að Kleifarvatni með
viðkomu í Strandarkirkju. Þeir
fara reyndar ekki strax að kirkj-
unni heldur kíkja í heimsókn til að
bíða af sér hóp ferðamanna, því
afa líkar ekki vel við ferðamenn.
Röfl afa yfir ferðamönnunum hefði
reyndar alveg mátt missa sín því
sú sena virðist ekki hafa neinn til-
gang. Þá virðist það heldur ekki
hafa neinn tilgang fyrir söguna að
Aron Magni skuli óska sér í kirkj-
unni, en við fáum aldrei að vita
hver óskin var.
Þær ætla sér að eiga notalega
stund í húsbílnum við Kleifarvatn
en um morguninn þegar þeir
vakna virðist ekki allt með felldu
úti á vatninu. Skyndilega rísa tvö
skrímsli þar upp úr og jörðin leik-
ur á reiðiskjálfi með þeim afleið-
ingum að allt hreyfist úr stað og
sprungur myndast. Aron Magni
og afi kastast til í bílnum og afi
fótbrotnar illa. Það verður því
verðugt verkefni fyrir Aron
Magna að hjálpa afa og sama tíma
reyna að flýja undan ógurlegu
skrímslunum. Að lokum sér hann
ekki annan kost í stöðunni en að
skilja afa eftir í bílnum og hlaupa
eftir hjálp og stendur uppi sem
hetja fyrir vikið.
Bókin er svo sannarlega spenn-
andi og ætti að halda ungum les-
endum ágætlega við efnið, sér-
staklega þegar atburðarásin nær
hámarki. Texti bókarinnar er hins
vegar stundum ívið þungur og
fyrir koma orð sem ég efast um
að ungir lesendur viti hvað þýða.
Til dæmis þegar talað er um
rúðuþurrkur sem „vinnukon-
urnar“, bolla sem „fanta“ og hvað
þá þegar þeir fá sér „Sæmund í
sparifötunum“ með kaffinu.
Fjörið tekur völdin
Korkusögur bbbbn
Texti: Ásrún Magnúsdóttir
Myndir Sigríður Magnúsdóttir
Bókabeitan 2018. 59 bls.
Korkusögur er safn af nokkrum
smásögum um hina hugmyndaríku
og orkumiklu Melkorku Þöll, sem
alltaf er kölluð Korka, nema þeg-
ar hún gerir eitthvað af sér. Sem
gerist reyndar nánast í öllum sög-
unum, enda er hún algjör prakk-
ari og gjörn á að koma sér í vand-
ræði. Þó yfirleitt alveg óvart.
Bókin er hluti af bókaflokknum
Ljósaserí-
unni fyrir
yngstu les-
endurna.
Sögurnar
af Korku eru
allar mjög
fjörugar og
fjalla um hin
ýmsu upp-
tæki hennar,
til dæmis
þegar hún
ákveður að fara að hoppa á tram-
pólíninu um miðja nótt þegar
fjörið í maganum tekur völdin og
hún getur ekki sofið lengur. Svo
ákveður hún að búa til leikvöll
með sandi inni í herberginu sínu
þegar hún á að vera að taka til og
reynir að flýja út um gluggann
þegar mamma skipar henni að
ryksuga. Einn daginn dettur
henni í hug að hún geti orðið góð-
ur fallhlífarstökkvari og ætlar að
nota stóran bol af pabba sem fall-
hlíf. Mamma nær sem betur fer
að stoppa hana af áður en hún fer
sér að voða.
Uppátæki Korku eru skemmti-
leg og vekja kátínu lesenda. Sög-
urnar eru þægilega stuttar og
henta því vel þeim eru að byrja
að lesa og hafa ekki mikið úthald.
Þá er textinn frekar einfaldur og
auðlesinn og ef erfið orð koma
fyrir þá eru þau útskýrð fyrir
Korku af einhverjum fullorðnum.
Lesandinn ætti því aldrei að
þurfa að staldra við orð sem hann
skilur ekki. Korkusögur eru því
tilvaldar fyrir káta og uppá-
tækjasama krakka sem þurfa
stundum að hemja fjörið í mag-
anum með því að setjast niður og
lesa.
Bækur fyrir
káta krakka
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar barnabækur
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
Vinátta Mynd eftir Inga Jensson úr Tinna Trítilmús og Vargur ı́ Votadal.
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
LeIðIsKrOsS
SeM ÞOlIr
ÍSlEnSkA
VeÐRÁTtU!
VERÐ 8.990 KR.