Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Hér eru birtir tveir kaflar úr bók- inni með völdum myndum. Snorrastaðatjarnir: Þeir sem koma í fyrsta skipti að Snorrastaðatjörnum og Háabjalla verða oftast undrandi yfir því að finna slíka náttúruvin svo stutt frá umferðar-mesta þjóðvegi landsins. Umhverfið er allt hið fegursta og minnir einna helst á smækkaða út- gáfu af Þingvöllum með misgengj- um og sigdæld. Klettahamarinn Háibjalli veitir gott skjól í norðanáttinni en hann er austast af fimm misgengjum sem ganga út af Vogastapa til suðvest- urs. Rétt sunnan Háabjalla eru Snorrastaðatjarnir, kenndar við fornt býli sem fór í eyði líklega á 17. öld. Þær eru gróskumiklar og mik- ilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Snorrastaðatjarnir og Háibjalli eru á náttúruminjaskrá. Þessi fallega náttúruparadís hef- ur í áratugi verið vinsælt útivistar- svæði meðal Suðurnesjamanna. Margir eiga þaðan góðar æsku- minningar og hafa því sterkar taugar til svæðisins. Á árum áður fóru ungmenni oft þangað í útilegu, þar sem brugðið var á leik í lund- inum og buslað í tjörnunum. Um árabil voru skátar þar með aðstöðu í skála. Trjálundurinn er afrakstur ára- tuga starfs Skógræktarfélags Suð- urnesja, sem fyrir löngu síðan hefur afsannað að ekki sé hægt að rækta trjágróður á Suðurnesjum. Nokkrum kílómetrum sunnar er eldstöð sem nefnd er Arnarsetur. Þaðan hafa runnið hraun sem kaf- fært hafa tjarnirnar að hluta. Við það hafa myndast nokkrir mynd- arlegir gervigígar sem sjást rétt of- an við hraunbarminn. Úfið hraunið gefur tjörnunum sérstakan svip. Snorrastaðatjarnir og umhverfi þeirra er jarfræðilega afar áhugavert enda glöggt dæmi um misgengi og gliðnun jarðskorp- unnar á sprungurein. Sprungurnar sjást vel þegar staðið er ofan á bjallanum og horft yfir víðáttumikil hraun Þráinsskjaldar, sem er ein af fornu gosdyngjunum á Reykjanes- skaga. Þær mótuðu landslag hans á fyrstu árþúsundum nútíma eftir hop ísaldarjökulsins. Trölladyngja Nágrannafjöll Keilis eru syst- urnar Trölladyngja og Græna- dyngja. Ekki er þó um að ræða dyngjur í jarðfræðilegum skilningi heldur eru þetta dæmigerð mó- bergsfjöll sem myndast hafa við eldgos undir jökli. Fjallganga á þær systur býður upp á stórbrotið út- sýni til allra átta. Þar sést vel yfir hraunin í kring, Afstapahraun í norðri og í suðri blasa við eldvörp og hraun Móhálsadals sem vitnis- burður um feiknamikla goshrinu Krýsuvíkurelda er hófust árið 1151. Trölladyngja og Grænadyngja tilheyra Núpshlíðarhálsi sem ligg- ur samhliða Sveifluhálsi en báðir hafa þeir hlaðist upp við endur- tekin sprungugos undir jökli. Slíkir móbergshryggir eru vandfundnir annars staðar en á Íslandi. Suð- vestur af Trölladyngju er ákaflega litríkt gil í svokölluðum Sogum en þar hefur jarðhitinn skapað þessa litasinfóníu í ummynduðu berginu. Allt þetta svæði er ákaflega áhuga- vert og upplagt til lengri sem styttri gönguferða, stutt frá mesta þéttbýlissvæði landsins. Undur Reykjanesskaga Í bókinni Reykjanes- skagi – Náttúra og undur birtir Ellert Grétarsson ljósmyndir sem hann hefur tekið í ótal gönguferðum víðs- vegar um skagann á undanförnum tólf ár- um. Auk myndanna er í bókinni að finna ýmsan fróðleik um það sem fyrir augu ber. Ljósmyndir/Ellert Grétarsson Spákonuvatn Trölladyngja til vinstri og Grænadyngja til hægri. Sogaselsgígur til vinstri og ofan við hann sést yfir graslendið á Höskuldarvöllum. Sog við Trölladyngju Í gilinu er litasinfónía ummyndaðs gosbergs og ýmissa leirtegunda og útfellinga. Gróðurvin Lækjarvellir við nyrðri enda Djúpavatns sem er forn eldgígur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.