Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 96

Morgunblaðið - 23.11.2018, Side 96
96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Hér eru birtir tveir kaflar úr bók- inni með völdum myndum. Snorrastaðatjarnir: Þeir sem koma í fyrsta skipti að Snorrastaðatjörnum og Háabjalla verða oftast undrandi yfir því að finna slíka náttúruvin svo stutt frá umferðar-mesta þjóðvegi landsins. Umhverfið er allt hið fegursta og minnir einna helst á smækkaða út- gáfu af Þingvöllum með misgengj- um og sigdæld. Klettahamarinn Háibjalli veitir gott skjól í norðanáttinni en hann er austast af fimm misgengjum sem ganga út af Vogastapa til suðvest- urs. Rétt sunnan Háabjalla eru Snorrastaðatjarnir, kenndar við fornt býli sem fór í eyði líklega á 17. öld. Þær eru gróskumiklar og mik- ilvægur áningarstaður farfugla vor og haust. Snorrastaðatjarnir og Háibjalli eru á náttúruminjaskrá. Þessi fallega náttúruparadís hef- ur í áratugi verið vinsælt útivistar- svæði meðal Suðurnesjamanna. Margir eiga þaðan góðar æsku- minningar og hafa því sterkar taugar til svæðisins. Á árum áður fóru ungmenni oft þangað í útilegu, þar sem brugðið var á leik í lund- inum og buslað í tjörnunum. Um árabil voru skátar þar með aðstöðu í skála. Trjálundurinn er afrakstur ára- tuga starfs Skógræktarfélags Suð- urnesja, sem fyrir löngu síðan hefur afsannað að ekki sé hægt að rækta trjágróður á Suðurnesjum. Nokkrum kílómetrum sunnar er eldstöð sem nefnd er Arnarsetur. Þaðan hafa runnið hraun sem kaf- fært hafa tjarnirnar að hluta. Við það hafa myndast nokkrir mynd- arlegir gervigígar sem sjást rétt of- an við hraunbarminn. Úfið hraunið gefur tjörnunum sérstakan svip. Snorrastaðatjarnir og umhverfi þeirra er jarfræðilega afar áhugavert enda glöggt dæmi um misgengi og gliðnun jarðskorp- unnar á sprungurein. Sprungurnar sjást vel þegar staðið er ofan á bjallanum og horft yfir víðáttumikil hraun Þráinsskjaldar, sem er ein af fornu gosdyngjunum á Reykjanes- skaga. Þær mótuðu landslag hans á fyrstu árþúsundum nútíma eftir hop ísaldarjökulsins. Trölladyngja Nágrannafjöll Keilis eru syst- urnar Trölladyngja og Græna- dyngja. Ekki er þó um að ræða dyngjur í jarðfræðilegum skilningi heldur eru þetta dæmigerð mó- bergsfjöll sem myndast hafa við eldgos undir jökli. Fjallganga á þær systur býður upp á stórbrotið út- sýni til allra átta. Þar sést vel yfir hraunin í kring, Afstapahraun í norðri og í suðri blasa við eldvörp og hraun Móhálsadals sem vitnis- burður um feiknamikla goshrinu Krýsuvíkurelda er hófust árið 1151. Trölladyngja og Grænadyngja tilheyra Núpshlíðarhálsi sem ligg- ur samhliða Sveifluhálsi en báðir hafa þeir hlaðist upp við endur- tekin sprungugos undir jökli. Slíkir móbergshryggir eru vandfundnir annars staðar en á Íslandi. Suð- vestur af Trölladyngju er ákaflega litríkt gil í svokölluðum Sogum en þar hefur jarðhitinn skapað þessa litasinfóníu í ummynduðu berginu. Allt þetta svæði er ákaflega áhuga- vert og upplagt til lengri sem styttri gönguferða, stutt frá mesta þéttbýlissvæði landsins. Undur Reykjanesskaga Í bókinni Reykjanes- skagi – Náttúra og undur birtir Ellert Grétarsson ljósmyndir sem hann hefur tekið í ótal gönguferðum víðs- vegar um skagann á undanförnum tólf ár- um. Auk myndanna er í bókinni að finna ýmsan fróðleik um það sem fyrir augu ber. Ljósmyndir/Ellert Grétarsson Spákonuvatn Trölladyngja til vinstri og Grænadyngja til hægri. Sogaselsgígur til vinstri og ofan við hann sést yfir graslendið á Höskuldarvöllum. Sog við Trölladyngju Í gilinu er litasinfónía ummyndaðs gosbergs og ýmissa leirtegunda og útfellinga. Gróðurvin Lækjarvellir við nyrðri enda Djúpavatns sem er forn eldgígur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.