Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 95
MENNING 95 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2018 Fáar plötur hafa í seinni tíðkomið mér eins skemmti-lega á óvart og Baldur,fyrsta breiðskífa víkinga- málmbandsins Skálmaldar. Þar kvað í senn við gamlan tón og nýj- an. Ómengaður klassískur málmur í óvæntum en fáránlega viðeigandi búningi undir áhrifum frá norrænni goðafræði, íslenskum þjóðsögum, þjóðlögum, kvæðahefð og absúrd ævintýrum. Svo rumdu menn brag- inn af slíkri list að jörð skalf og jöklar komust við. Já, Skálmöld ber sína ábyrgð á hlýnun jarðar. Bandið sýndi á Börnum Loka og Með vættum að Baldur var ekkert glópalán. Nóg var á tankin- um, ekki síst á síðarnefndu skífunni, þar sem sveitin hætti sér lengra en áður út fyrir þæg- indarammann og fékk útrás fyrir kraumandi listfengi sitt. Sjálfar höfuðskepnurnar rumdu með af velþóknun. Vögguvísur Yggdrasils er líka fín plata en þar var eigi að síður eins og menn væru komnir í 4:0 og þyrftu hvorki að taka áhættu né sýna sínar bestu hliðar. En hvað gera ekki stórliðin stundum? Þegar sigur er í höfn, hvíla þau menn og spara sig fyrir næsta leik. Það á sannarlega við hér en meiri sóknarhugur er í Skálmöld á nýju plötunni, Sorgum, sem sver sig sannarlega mest í ætt við Með vættum af fyrri plötunum hvað varðar áferð og yfirbragð. Hér er allri værukærð sópað út af borðinu og keyrt af ákefð og þunga að settu marki. Yrkisefnið er líka dekkra og drungalegra, sem hæfir málminum alltaf betur. Eða eins og segir í kvæðinu: „... stendur hagl og illska mér í fang.“ Trymbillinn Jón Geir Jóhannsson gefur tóninn strax í fyrsta lagi, „Ljósinu“. Einhvers staðar heyrði ég Skálmeldinga sjálfa segja að hann trommaði lagið eins og vind- urinn. Orð að sönnu. Enn eru Skálmeldingar, með Snæbjörn hirðskáld Ragnarsson í broddi fylkingar, á konseptbuxun- um og slá þannig sem fyrr skjald- borg um formið sem slíkt, hljóm- plötuna. Ekki veitir víst af á þessum síðustu og verstu tímum; auðvitað er hægt að slíta stök lög úr samhengi, þau þola það alveg, en hætt er við því að upplifunin verði ekki sú sama. Á Sorgum kallast lögin á, tvö og tvö. Fyrst skoðum við voveiflega atburði með augum okkar dauð- legra manna en síðan frá sjónarhóli afturgangna. Og það eru engir venjulegir svipir, heldur sjálft landsliðið í þeim heimum: Skotta, Gangári, Móri og Mara. Sérstakar þakkir kann ég Snæbirni fyrir að dusta rykið af Gangára, alltof langt síðan þann öðling bar á góma í mínu lífi. Tónlistarlega kasta Skálmeld- ingar snurvoðinni á sömu miðum og fyrr. Þeir kunna sín málmvísindi og sækja áhrifin áfram til elítunnar; Flóaþrassið er þarna, breska ný- bylgjan og gott ef þeir kinka ekki á einum stað kolli (í „Skottu“) til þýska sprettmálmbandsins Hello- ween sem hefur „költstatus“ í ákveðnum kreðsum. Sem endranær finnur maður mest fyrir sjálfri Járnfrúnni sem gæti verið dulbúin stuðningsyfirlýsing við Theresu May enda þótt það sé ólíklegt. Auð- veldlega mætti samt smygla Þráni Árna Baldvinssyni upp á svið með Iron Maiden án þess að nokkur tæki eftir ef hann væri ekki fimm höfðum hærri en þeir höfðingjar. Hefur Kári látið kanna hvort sá ágæti virtúós er sonur Daves Murray eða Adrians Smith? Fleiri verkefni bíða færustu vís- indamanna; eins og hvar óhljóðin í Baldri Ragnarssyni eiga upptök sín. En djöfull eiga þau alltaf vel við. Það er eins og lífið sjálft sé í húfi þegar drengurinn hefur upp raust sína. Annars er röddunin á Sorgum sem fyrr upp á 10 (jafnvel 10,5) enda hefur Skálmöld það fram yfir önnur málmbönd að búa að starfandi kórstjóra, Gunnari Ben. Það hlýtur að vera einsdæmi í sög- unni; alltént minnist ég þess ekki að Ingólfur heitinn Guðbrandsson hafi átt aðild að málmbandi. Það er raunar einn helsti styrkur Skálmaldar hvað innan bandsins rúmast margar raddir enda þótt tignarlegur sandpappírsbarki Björgvins Sigurðssonar sé sem fyrr í öndvegi. Og ekki eru gestasöngv- ararnir af verra taginu fremur en fyrri daginn, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Óttarr Proppé. Þegar allt er saman tekið er Sorgir prýðisgóð plata og enn ein rósin í hnappagat Skálmaldar. Bandingjar halda áfram að finna forvitnilegt tilbrigði við grunnstefið og enda þótt hann standi á gömlum merg hefur hljóðheimur sveitar- innar afgerandi sérstöðu. Með góðri samvisku má segja að hér sé í reynd ekki málmur á borð borinn – heldur skálmur! ... og jöklar komust við Ljósmynd/Guðni Hannesson Skálmeldingar Hér er allri værukærð sópað út af borðinu og keyrt af ákefð og þunga að settu marki. Yrkisefnið er líka dekkra og drungalegra. Málmur Skálmöld – Sorgir bbb Skálmöld er: Baldur Ragnarsson gítar og söngur; Björgvin Sigurðsson söngur og gítar; Gunnar Ben hljómborð, óbó og söngur; Jón Geir Jóhannsson trommur og söngur; Snæbjörn Ragnarsson bassi og söngur; Þráinn Árni Baldvinsson gít- ar og söngur. Napalm Records. 2018. ORRI PÁLL ORMARSSON TÓNLIST Byrði hismisins nefnist myndröð Ng Hui Hsien sem sýningar hefjast á í dag í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Hún er sögð tilraun listamannsins til að fanga tilfinn- ingar sem kviknuðu í undirmeðvit- und hennar við náttúruskoðun á Ís- landi. Ng Hui Hsien dvaldi á Húsavík árið 2015, fór reglulega ein í gönguferðir í leit að hugarró, vopnuð myndavél og varð fyrir sterkum áhrifum af íslenskri nátt- úru og kyrrðinni sem hún upplifði, segir á vef safnsins. Hsien vinnur sem listamaður og rithöfundur og kannar ýmis þemu, s.s. meðvitund, raunveruleika og tengsl milli lif- andi vera. Ng Hui Hsien sýnir Byrði hismisins Dulúð Ljósmynd eftir Ng Hui Hsien. Widows Sögusvið þessarar spennumyndar er Chicago og segir af fjórum konum sem eiga fátt sameiginlegt. Þær þurfa að greiða skuldir eigin- manna sinna sem eru glæpamenn og taka málin í sínar hendur. Leikstjóri er Steve McQueen og með aðalhlutverk fara Viola Dav- is, Michelle Rodriguez, Elizabeth Debicki, Liam Neeson og Colin Farrell. Metacritic: 84/100 Las Herederas Paragvæsk kvikmynd sem hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Berlín á þessu ári, Silfur- björninn fyrir bestu leikkonu í að- alhlutverki og gagnrýnenda- verðlaun sem besta kvikmynd- in. Í henni segir af Chelu og Chi- quita sem eru af auðugum ættum og hafa verið saman í 30 ár. Chiquita gerist sek um glæp og hlýtur fangelsisdóm. Chela þarf að bjarga sér og þá gjörbreytist allt. Leikstjóri er Marcelo Martinessi og með aðalhlutverk fara Ana Brun, Margarita Irun og Ana Ivanova.Metacritic: 82/100 Ekkjur og erfingjar Bíófrumsýningar Leikstjórinn Steve McQueen Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar ICQC 2018-20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.