Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.11.2018, Side 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.11. 2018 svolítið gott að fara til útlanda og standa á eigin fótum. Það þurfti mjög ákveðinn vilja og ég þurfti alveg að standa í fæturna með það að vilja gera þetta. Ég var ekki mjög sigldur í lífinu þarna rétt rúmlega tvítugur svo þetta gerði mér mjög gott. Ég var heppinn með stað og stund, lenti á góðum stað í góðum skóla.“ Þegjandi hás í tvö ár Valur útskrifaðist sem leikari frá Manchester Metropolitan University árið 1995 og flutti aftur heim til Íslands um sumarið. Blaðamaður segist hafa heyrt því fleygt að íslenskum leikurum sem hefðu lært í erlendum skólum þætti erfiðara að fá verkefni þegar heim er komið heldur en þeim sem útskrifuðust úr Leiklistarskóla Íslands. Valur segir að því hafi vissulega verið þannig farið, þótt það hafi margt breyst í þeim málum í dag með breyttu landslagi í leiklistinni. Í dag sé til dæmis hægt að lifa af því að leika í sjónvarpi sem ekki var mögulegt áður. Hann segist hafa verið heppinn þegar hann kom heim úr námi og það hafi komið sér mjög vel að hann hafði unnið í Sjónvarpinu og nær öll hans fyrstu verkefni hafi verið þar. Hann hafi strax byrjað að talsetja barnaefni og svo hafi hann unnið fyrir Stundina okkar og talsetningu á öðrum þáttum hjá Sjónvarpinu. Svo kom kallið að taka þátt í fyrstu leiksýn- ingunni. Hafnarfjarðarleikhúsið var að sýna Himnaríki eftir Árna Ibsen þegar aðalleikarinn, Gunnar Helgason forfallaðist. „Ég stökk inn með viku fyrirvara, lærði allan textann á einni viku, og sýndi svo held ég einhverjar fimmtán, tuttugu sýningar. Gunnar hafði misst röddina og var svona lengi að jafna sig. Það hlýtur að vera martröð leikarans að missa röddina? „Já, heldur betur. Ég hef sem betur fer ekki lent í því. En ég fékk hnúta á raddböndin þegar ég var tólf ára og var þegjandi hás í örugglega tvö ár. Bara af því að ég stóð úti á fótboltavelli og öskraði á hina og þessa sem mér fannst ekki standa sig nógu vel,“ segir Valur og skellir upp úr. „Það er víst vitað að litlir, seinþroska drengir stækka sig oft með röddinni. Og ég var alveg þar. Stækkaði mig með röddinni; gargandi og gólandi. Ég var sendur til talmeinafræðings sem lét mig í raun bara gera sömu æfingu og leikarar gera. Hann lét mig liggja á bekk og anda inn í gegnum nefið, alveg ofan í maga og út um munninn. Hann lét mig bara anda. Bók- staflega. Svo var tíminn búinn og ég sendur heim. Eflaust gerði hann eitthvað meira en þetta er sú æfing sem ég man eftir. En það var ekkert flóknara en þetta samt. Hann bara tengdi röddina niður þangað sem stuðningurinn er. Ég fór til hans í nokkur skipti, losnaði við hnútana og fékk röddina aftur.“ Starfið bitnar á fjölskyldunni Valur hefur starfað bæði hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Meðal þeirra sýninga sem hann hefur leikið í eru Fiðlarinn á þakinu, Hedda Gabler, Litla Hryllingsbúðin, Elsku Barn, Dúkkuheimili og Mamma Mia!. Þá hefur hann leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, stuttmyndum og bíómyndum auk þess sem hann hefur talsett mikið af myndum og sjón- varpsþáttum. Hann hefur hlotið margar tilnefn- ingar til Grímunnar og hlaut hana í fyrra fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir 1984. Árið 2012 fékk hann Grímuna fyrir besta leik í aðal- hlutverki og sem leikskáld ársins fyrir verkið Tengdó, sem hann skrifaði og framleiddi ásamt eiginkonu sinni, Ilmi Stefánsdóttur. Ilmur starfar einnig í leikhúsinu en hún er leikmynda- og búningahönnuður. Þau hjónin eiga fjögur börn. Valur segir það ómetanlegt að eiga skilningsríkan og þolinmóðan maka og fjöl- skyldu. „En auðvitað bitnar starfið á fjölskyld- unni. Maður er mikið að heiman á kvöldin og um helgar. Og það að vera leikari í leikhúsi er erfið vinna sem reynir á, bæði tilfinningalega og lík- amlega.“ Þá segir hann það hafa verið tauga- trekkjandi að vera ekki fastráðinn leikari en það eru aðeins um fimm ár síðan Valur fékk fast- ráðningu. „Ef ég var í sýningu sem gekk á milli ára þá var maður inni í leikarahópnum sem kom til greina í aðrar sýningar. En ef það var ekki þannig, hafði leikhúsið frjálsara val með að fá einhvern annan til að breyta til. Og það gat ver- ið óþægileg tilfinning að hafa ekkert fast í hendi. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að ég var með svokallaðan framfærslukvíða. En það eru ekki mörg ár síðan ég áttaði mig á því að ég væri kvíðinn yfir ýmsu öðru líka.“ Og þá kom kvíðinn Valur segir að um það leyti sem móðir hans lést, fyrir níu árum síðan, hafi hann farið að leiða hugann að kvíðanum. „Ég fór að skoða hvernig ég brást við í ákveðnum aðstæðum og fór að taka eftir alls konar hlutum í kringum mig sem ég hafði ekki borið kennsl á sem kvíða. Svo var ég að skrifa verk sem hét Dagbók djass- söngvarans, sem byggðist á viðtölum við pabba minn. Pabbi ólst upp við aðstæður sem voru erf- iðar að mörgu leyti og það kom ýmislegt fram í viðtölunum sem ég vissi ekkert um og hann hafði aldrei talað um. Mér fannst ég vera að kynnast honum upp á nýtt í gegnum þessi við- töl, eða kannski í fyrsta sinn. Hann dó svo hálfu ári seinna. En í kjölfarið á þessum viðtölum við pabba minn fór ég að fara sjálfur í viðtöl til læknis sem bar kennsl á kvíðann. Og það kom í ljós að ég hef örugglega verið kvíðinn alveg frá grunnskólaaldri, en bara ekki gert mér grein fyrir því.“ Valur segir kvíða birtast á alls konar hátt, ekki síst í viðbrögðum við áreiti „Til dæmis heima; ef einhver rak sig óvart í glas sem brotn- aði þá brást ég eiginlega alltaf reiður við. Það voru bara ósjálfráð viðbrögð. Skammaði barnið sem braut glasið og sá svo hræðilega eftir því. Ég man að þegar læknirinn spurði af hverju ég brygðist svona við þá gat ég ekki svarað því. En ég held að þetta hafi verið lært viðbragð; pabbi brást örugglega svona við líka. Ég gerði mér grein fyrir því að þessi viðbrögð urðu ýktari ef ég var undir miklu álagi og ef ég hafði miklar áhyggjur, en viðbragðið hafði ekkert með glasið að gera eða þann sem braut það. Þetta snerist bara um minn kvíða. Og það geta orðið alls kon- ar uppákomur sem maður þarf smám saman að læra að tækla, og stoppa neikvæð, ósjálfráð við- brögð í fæðingu. Mér hefur farið mikið fram. Eftir því sem maður kynnist sjálfum sér betur og því meira sem maður nær að rekja ofan af hlutunum; því betur tekst manni að vera með lífið í jafnvægi.“ Öll sjálfsskoðun af hinu góða Enn fer Valur í viðtöl hjá lækninum, nú fimm árum eftir að hann fór til hans fyrst, og finnst það gera sér gott. Hann segir viðtölin hafa hjálpað sér að sjá hlutina í nýju ljósi. „Og fordómar mínir fyrir svona andlegum veikindum, þunglyndi og kvíða og þess háttar, hafa breyst mikið á þessum tíma. Þetta er bara mannlegt eðli; við erum öll meira og minna að glíma við eitthvað svona, við erum bara misjafn- lega meðvituð um það. Svo finnst mér öll svona sjálfsskoðun af hinu góða. Þar sem maður lærir betur á sjálfan sig, skilur sjálfan sig betur, skil- ur betur tilfinningar sínar og hvaðan þær spretta. Hættir að skammast sín fyrir þær og nær að tala um þær.“ Krefst leiklistin ekki mikillar sjálfskoðunar? „Jú, það er endalaus háskóli að vera leikari. Það er alltaf nýtt viðfangsefni sem maður þarf að leggja talsvert mikla vinnu í með bakrann- sóknum og skoða í þaula. Auðvitað skoðar mað- ur hlutina misdjúpt eftir eðli verkefnisins en eðli manneskjunnar er rannsóknarefni sem aldrei þrýtur og það er nú verkefnið sem við erum allt- af að glíma við. Svo þegar maður eldist í starfi og þroskast þá sér maður hlutina frá öðru sjón- arhorni en maður gerði og er ekki eins gagnrýn- inn eða með jafn mikla fordóma og áður. En því meiri þroska sem maður nær sjálfur, því meiri þroska nær maður á sviðinu og í sinni list. Ég finn alveg samverkun á þessu tvennu; það að vera með sjálfan sig í skoðun og vinna í sjálfum sér. Ég er ekkert að tala um eitthvað mjög ýkt, í rauninni bara það að horfast í augu við veikleika sína og skoða hvað það er sem manni mislíkar og vill reyna að bæta. Ég nefndi áðan öskrin úti á fótboltavelli, því ég var tapsár, og sýndi mikla reiði. Eftir á að hyggja var sú reiði örugglega sprottin af kvíða og einhverju öðru sem var á bak við reiðina. Reiði sprettur yfirleitt af því að manni finnst maður vera beittur einhvers konar órétti. Kannski óréttlætið að vera að tapa í þessu tilfelli en þarna voru saklausir fótbolta- félagar, sem voru ekki að standa sig nógu vel að mínu mati,“ segir Valur og hlær. „En í raun fannst mér ég ekki standa mig nógu vel sjálfur, var óánægður með sjálfan mig, en ég áttaði mig ekki á því á þarna. Lenti á vegg og kveið því að leika Blaðamanni leikur forvitni á því hvort Valur hafi einhvern tíma leikið hlutverk sem honum hafi þótt virkilega leiðinlegt að leika. Máttu kannski ekki svara því? „Sko, það er allt gott í hófi,“ segir Valur og skellir upp úr. „Endurtekningin getur verið erf- ið. Á tímabili var ég mjög mikið í barna- leikritum. Eiginlega á hverju ári í fimm, sex ár. Og alltaf í stórum barnasýningum sem gengu mikið og vel. Þá fannst mér það ekki lengur nógu mikil áskorun. Það þarf að vera áskorun.“ Hann segir að á þessum tíma hafi hann verið búinn að vera lengi á sama stað og fundist hann spóla í sama hjólfarinu. Þótt hann hafi verið í vinnu hafi honum ekki fundist hann komast neitt áfram og ekki ná að þroskast. „Þá er stutt í biturðina og manni finnst allt öðrum að kenna, að einhver annar beri ábyrgð á stöðunni. Maður er ekkert voðalega duglegur að beina ljósinu að sjálfum sér. En það ber eng- inn ábyrgð á þessum nema maður sjálfur og ef maður er ekki sáttur þá verður maður að bregð- ast við og standa og falla með því. Á þessum tíma kom tímabil þar sem ég hugsaði með mér að kannski væri kröftunum betur varið í eitt- hvað annað.“ Hugsaðirðu þá jafnvel um að hætta að leika? „Það hefur aldrei hvarflað mjög alvarlega að mér að hætta. Einu sinni fékk ég burn-out til- finningu. Þá var ég búinn að vera í Mamma Mia! og leikárið var búið að vera rosalegt hjá mér. Ég lék yfir 150 sýningar á einu leikári, í samtals þrjú leikár. Undir lokin fékk ég þreytueinkenni og kláraði batteríið algjörlega. Við lékum líka óvenju lengi, út júní, og það var búið að vera mikið að gera allan veturinn. Ég lenti bara á vegg; fékk vægt þunglyndi og kveið fyrir því að mæta í vinnuna og leika sýningu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fann fyrir svoleiðis tilfinn- ingum. Og Mamma Mia! var sýning sem þurfti mjög mikla orku, gleði og bros. Ég fann fyrir þessari burn-out tilfinningu í svona mánuð. Svo komst ég bara yfir þetta. Ég fór í sumarfrí; náði að hvíla mig vel og þetta jafnaði sig. En í kjöl- farið minnkaði ég við mig vinnu og hægði á mér leikárið á eftir.“ Leikarinn forðast ekki sjálfan sig Valur segist ekki hafa lent í því að eiga erfitt með að aðskilja sig frá þeirri persónu sem hann er að leika. „Það er frekar í hina áttina; þegar maður á í erfiðleikum með að setja sig í einhver spor. Leiklistin gengur alltaf út á það að setja sig í spor einhvers annars og skilja viðkomandi. Ég óttaðist það þegar ég var að gera leikritið 1984, sem var hugmyndaheimur sem var svo fjarri mér . Það var í raun fasismi sem þessi maður sem ég lék, trúði á alveg inn í innsta kjarna. Og til að geta leikið það þarf maður ein- hvern veginn að reyna að tileinka sér þá trú og geta sannfært aðra um það. Og til að það verði ekki bara eitthvað almennt þarf maður einhvern veginn að gera það sértækt og setja sig al- gjörlega í þau spor. Ég óttaðist fyrirfram að það yrði mjög erfitt en svo gekk það að lokum. En það var mikil vinna; mikil yfirlega og niðurbrot á texta til að finna hvernig ég gat nálgast það til að geta dregið það inn í mig.“ Hann bætir við að leikarinn geti aldrei forð- ast sjálfan sig. „Maður er alltaf að vinna með sjálfan sig að einhverju leyti. En svo eru sum hlutverk eins og þetta í verkinu Allt sem er frá- bært sem beinlínis ganga út á það að blekkja fólk, reyna að draga það eins nálægt leik- aranum og hægt er, eða manneskjunni.“ Hefurðu þurft að glíma við sjálfstraustið? „Já, ég hef oft glímt við heilmikinn vanda með það. En það eru ákveðin skil við tíu ár í leik- arastarfinu; fyrstu tíu árin eru mótunarár að mörgu leyti. Í fyrsta lagi er maður fullur af hug- myndum um sjálfan sig sem eru kannski ekkert endilega alveg réttar. Mann langar kannski að leika eitthvað sem hentar manni alls ekki en maður ber ekki kennsl á það sjálfur. Ég lék til dæmis Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni en hefði frekar viljað leika tannlækninn. En ég hefði bara ekkert haft í það hlutverk að gera! Það var alls ekki hlutverk sem hefði hentað mér. En það eru alls konar svona hugmyndir sem maður er með í kollinum sem hafa lítið með raunveruleik- ann að gera, ranghugmyndir kallast þær.“ Ekkert kemur fyrirhafnarlaust Valur segir leiklistina vera langhlaup. „Þú þarft að bera gæfu til þess að læra af mistökum en líka að þroskast, bæði sem manneskja og lista- maður. Þetta þarf að fara saman og það er heil- mikil vinna. Ekkert kemur fyrirhafnarlaust til manns.“ Hann tekur sopa af kaffinu og bætir við að ferill fólks sé mjög misjafn. Sumir séu bráð- þroska og verði fljótt ótrúlega færir tæknilega, hafi mikinn tilfinningaþroska og geti stigið inn í hlutverk sem ættu í rauninni ekki að vera við þeirra hæfi. „Þeir geta það samt. Og geta borið ábyrgðina. Svo eru aðrir sem þurfa að fá að þroskast í rólegheitum, fá mátulega stóra bita og stækka og þroskast hægt og rólega. Eldast á hægum hita. Ég er einn af þeim leikurum.“ Það hlýtur að krefjast mikillar þolinmæði? „Já. Og það getur verið erfitt að halda keðj- unni tengdri; gæta þess að hún slitni ekki í sundur. Það eru sumir sem lenda í því. Þeir fá kannski ekkert að gera og fara að vinna við eitt- hvað annað og detta út úr leiklistinni í eitt ár. Og þá dettur maður út úr þessum bransa. Það er mjög fljótt að gerast. Bara um leið og þú ert hættur að sjást, þá gleymistu fljótt. Ég tók mjög snemma ákvörðun um að gera ekkert ann- að. Bara leika. Þá fer maður í gegnum alls konar tímabil, misgóð og stundum þarf maður að kyngja súru og hugsa með sér að maður ætli að reyna að komast í gegnum þetta .... Þessa niður- lægingu,“ segir Valur og hlær. „Maður bíður og sér hvort það komi ekki eitt- hvað annað betra. Og svo smám saman gerist það. Einhver sagði að það væri alltaf pláss fyrir gott fólk í leikhúsinu og það er rétt. Mér finnst rosalega gaman að sjá leikara sem maður sér ’Ég gerði mér alveg greinfyrir því að ég var meðsvokallaðan framfærslukvíða.En það eru ekki mörg ár síðan ég áttaði mig á því að ég væri kvíðinn yfir ýmsu öðru líka. Valur segir að því meiri þroska sem leikarinn nái sjálf- ur, því meiri þroska nái hann á sviðinu og í sinni list.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.