Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 4

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 www.holabok.is — holar@holabok.is Hvernig myndir þú bregðast við ef þú stæðir allt í einu andspænis hvítabirni? Fjölmargir Íslendingar hafa því miður upplifað það og ekki allir lifað af. Hvítabirnir á Ísland er mögnuð bók um þessar grimmustu skepnur sem hingað hafa komið allt frá landnámsöld til okkar daga og stundum skilið eftir sig blóðuga slóð, en einnig orðið að gjalda fyrir heimsóknina með lífi sínu. Hvítabirnir á Íslandi - mögnuð bók og fróðleg! HVÍTABIRNIR Á ÍSLANDI Veður víða um heim 5.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 alskýjað Hólar í Dýrafirði 2 skýjað Akureyri -10 léttskýjað Egilsstaðir -1 skýjað Vatnsskarðshólar 2 alskýjað Nuuk 1 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 4 léttskýjað Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki 1 snjóél Lúxemborg 5 þoka Brussel 9 súld Dublin 10 súld Glasgow 4 rigning London 11 súld París 11 heiðskírt Amsterdam 6 súld Hamborg 3 heiðskírt Berlín 2 heiðskírt Vín 3 heiðskírt Moskva -1 snjókoma Algarve 18 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 12 léttskýjað Winnipeg -8 snjókoma Montreal -7 snjókoma New York 0 heiðskírt Chicago -3 snjókoma  6. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:59 15:39 ÍSAFJÖRÐUR 11:38 15:10 SIGLUFJÖRÐUR 11:23 14:52 DJÚPIVOGUR 10:37 15:01 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Norðaustan 10-18 m/s, hvassast NV-til. Slydda eða snjókoma N- og A-lands. Á laugardag Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Dálítil él á N-verðu landinu. Kólnandi veður. Talsverð rigning eða slydda SA-til og snjókoma eða skafrenningur NA-lands, en annars úrkomu- lítið. Dregur talsvert úr vindi og úrkomu á S-verðu landinu í kvöld. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig. Tekið var á móti stjórnendum Flugfélagsins Ernis og áhöfn nýrrar farþegaflugvélar fyrir- tækisins á Húsavík þegar vélin lenti þar í sínu fyrsta áætlunarflugi. Jónínu Guðmundsdóttur, eiginkonu Harðar Guðmundssonar, forstjóra Ernis, var færður blómvöndur og sveitarfélagið Norðurþing bauð upp á kaffi og kökur í flugstöð- inni. Örlygur Hnefill Örlygsson, forseti bæjar- stjórnar, skar kökuna. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tekið á móti nýrri vél með kaffi og kökum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Upplýsingar um laun og kostnaðar- greiðslur þingmanna allt frá alþing- iskosningunum 2007 eru nú aðgengi- legar á vef Alþingis (althingi.is). Þar kemur m.a. fram að fastar kostnaðar- greiðslur til þingmanna og greiðslur vegna ferða, símakostnaðar o.fl. eru mjög misháar. Undanskildir á yfirlitinu eru fyrr- verandi þingmenn sem létust fyrir 1. desember 2018. Tekið er fram á vefn- um að í þeim tilvikum sem þingmenn kjörnir í alþingiskosningum 2007 áttu einnig sæti á fyrra kjörtímabili (2003- 2007) taki upplýsingarnar til alls árs- ins 2007. Alþingi leitaði álits Persónu- verndar um birtingu fjárhagsupplýs- inganna aftur í tímann. Jafnframt var öllum þingmönnum sem í hlut eiga gefinn kostur á að gera athugasemdir. Upplýsingarnar birtast á sömu vef- síðu og upplýsingar um laun núverandi þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra. Vefsíðan er uppfærð um 25. hvers mánaðar og þá birtar nýjar upp- lýsingar fyrir undangenginn mánuð. Hægt er að velja hvert almanaksár frá 2007 sem menn vilja skoða og hægt er að skoða upplýsingar fyrir hvern mán- uð ársins 2018. Ferðakostnaður vegur þyngst Þegar skoðaðar eru upplýsingar fyrir október 2018 fékk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG, mest greitt undir liðnum „annar kostnaður“ eða 1.263.050 kr. Bjarkey sagði að megnið af þessum kostnaði, 746 þúsund krónur, væri vegna ferða til útlanda. Hún sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og fór í vinnu- heimsókn til Washington 14.-26. októ- ber. Bjarkey á heima í Ólafsfirði og fer heim til sín þegar tök eru á. Svo vildi til að flugferðir hennar í september voru færðar til bókar í október og bættust við flugferðirnar í þeim mán- uði. Einnig er inni í þessari upphæð kostnaður vegna bílaleigubíla sem hún notar til að fara á milli Akureyr- arflugvallar og Ólafsfjarðar. Næst hæstu greiðslur til þing- manna vegna annars kostnaðar í október voru til Njáls Trausta Frið- bertssonar, Sjálfstæðisflokki, for- manns Íslandsdeildar NATO-þings- ins með 975.365 kr., og Loga Einarssonar, formanns Samfylking- arinnar og 2. varaformanns utanrík- ismálanefndar, með 806.237 kr. Njáll Trausti sat tvo fundi vegna NATO-þingsins í Bandaríkjunum í október og Logi var á Allsherjarþingi Sþ og í vinnuheimsókn til Washington um leið og Bjarkey. Misháar greiðslur vegna kostnaðar  Upplýsingar um launagreiðslur og greiðslu kostnaðar þingmanna allt aftur til 2007 eru aðgengilegar Alþingi Upplýsingarnar eru birtar í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar 9. apríl sl. Morgunblaðið/Hari Brotist hefur verið inn í þrjú heimili á höfuð- borgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur, eitt í Mosfellsbæ og tvö í Grafarvogi. Farið var inn um glugga í eða við svefnherbergi, leitað að skart- gripum og reiðufé að því er best verður séð og vettvangur svo yfir- gefinn. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu frá lögreglunni sem hvetur íbúa til að vera vel á verði, huga að verðmætum og læsa húsum sínum. Eins er fólk hvatt til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Aðferðinni svipar mjög til þeirr- ar sem erlendir brotahópar hafa viðhaft hér á landi. Þeir hafa þá komið til landsins gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn, helst á þessum árstíma. Fara þeir þá inn í einbýlishús á jaðarsvæðum, hús sem eru við göngustíga, til að mynda þar sem ekki sést til úr öðr- um húsum. Gerendur eru karlmenn og gjarnan tveir saman. Þeir fremja brot sín á virkum dögum þegar líklegt er að enginn sé heima. Þeir eru fótgangandi, bera litla tösku eða bakpoka og nota strætó fremur en einkabíla. Í gærmorgun var eitt þessara þriggja innbrota framið og kom íbúi að viðkomandi sem þá forðaði sér. Hann sást illa og engin lýsing því til á honum. Lögreglan varar íbúa við faraldri innbrota á heimili Innbrot Fólk er hvatt til að loka vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.