Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Himalayan spice & grill – Laugavegi 60a – Sími 517 7795 Hlaðborð í hádeginu allar daga frá kl 11:30-14:00 1699 kr. á mann Á kvöldin er opið frá kl. 17-23 hægt að panta borð eða koma á staðinn og borða eða taka með Pantanir í síma 517 7795 eða á www.facebook.com/spicehimalaya Lífræn krydd frá Himalaya og íslenskt hráefni gerir bragð af Himalaya Björn Leví Gunnarsson fagnaðiþví á Alþingi í gær að búið væri að birta upplýsingar um laun og starfskostnað þingmanna frá árinu 2007. Hann telur þetta þó ekki nóg og vill frekari sundurlið- anir á kostn- aðinum, enda er Birni Leví annt um skattfé al- mennings eins og alkunna er.    En það leynist víðar kostnaðuren í launum og starfskostn- aði þingmanna. Björn Leví Gunn- arsson, svo tekið sé dæmi af handahófi, bar til að mynda fram 93 fyrirspurnir á síðasta þingi og hafði þar með yfirburði í keppn- inni um fyrirspurnarkóng þings- ins.    Samkvæmt upplýsingum fráfjármálaráðuneytinu fara al- mennt 10-40 klukkustundir í að svara hverri fyrirspurn. Ef með- altalið er þá 25 klukkustundir má ætla að stjórnarráðið í heild hafi eytt um 2.300 klukkustundum í að svara fyrirspurnum Björns Levís á liðnu þingi.    Sé þetta rétt mat er líklega ekkifjarri lagi að fyrirspurnir Björns Levís á síðasta þingi hafi kostað skattgreiðendur um 10 milljónir króna.    En þá ber að líta til þess að alltvoru þetta afar vel ígrund- aðar og áríðandi fyrirspurnir, ekki síður en þær þrettán sem sami þingmaður bar fram í fyrra- dag.    Sennilega mun ekki kosta nemamilljón til eina og hálfa að svara þeim. Það er vel sloppið. Björn Leví Gunnarsson Eru spurningar starfskostnaður? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er unnið í framkvæmdum á stærsta hluta braggans í Nauthólsvík sem mun hýsa frumkvöðlasetur. Unn- ið er að innréttingum á vegum Há- skólans í Reykjavík (HR) og gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hús- næðið í notkun í janúar, samkvæmt svörum HR við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Þriðji hlutinn, oft nefndur náðhúsið, mun hýsa fundarherbergi og að sögn skólans er það enn ekki frágengið. Leigja húsnæðið áfram Háskólinn í Reykjavík kostaði inn- réttingar fyrir veitingaaðstöðu í þeim hluta húsnæðisins sem hann leigir af Reykjavíkurborg en í framhaldi gerði HR þjónustusamning við rekstrar- aðila veitingastaðarins Braggans Bistro. Morgunblaðið spurðist fyrir um hvort HR hefði tekjur af þessum samningi og sagði háskólinn að Bragginn Bistro greiddi honum hóf- lega, veltutengda leigu fyrir aðstöð- una. „Fjölmörg önnur fyrirtæki veita nemendum og starfsfólki HR fjöl- breytta þjónustu í háskólanum á þess- um forsendum. Stærstur hluti hús- næðisins er ætlaður fyrir frumkvöðla- setur þar sem aðstaða verður fyrir sprotafyrirtæki nemenda. Sú aðstaða verður ekki leigð út,“ segir í svörum skólans. mhj@mbl.is Náðhús braggans ekki enn frágengið  Unnið að innréttingum  HR stefnir á að opna frumkvöðlasetur í janúar Morgunblaðið/Árni Sæberg Braggi Náðhúsið í október. að en nú megum við draga veltufjár- muni frá skuldum.“ Stefna neðar en 150% Kjartan segir að þó stefnt sé að því að markmið um skuldaviðmið ná- ist árið 2020 þá sé horft lengra. „149% er engu að síður hátt og við ætlum okkur neðar en það á eins skömmum tíma og hægt er. Það er Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er farið að líta betur út og stefnir í að þetta muni líta enn betur út,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Fram kom á fundi bæjar- stjórnar Reykja- nesbæjar á þriðjudagskvöld að bærinn mundi að öllum líkindum ná undir lögboðið 150% skuldavið- mið fyrr en upp- hafleg aðlögunar- áætlun gerði ráð fyrir. Til þessa hefur verið stefnt að því að ná skuldaviðmiðinu í síðasta lagi í árs- lok 2022 en nú er vonast til þess að það náist á árinu 2020. „Það hefur margt hjálpast að til að bæta stöðuna,“ segir Kjartan í sam- tali við Morgunblaðið. „Vinna við fjárhagsstjórn og aðhald í rekstri, ytri skilyrði hafa verið hagstæð, at- vinnustig hátt og tekjur hafa aukist. Þá hafa breytingar á reglum um út- reikning skuldaviðmiðs einnig hjálp- dýrt að skulda mikið og við viljum frekar nota peninga til uppbygging- ar en til greiðslu vaxta og fjármagns- gjalda. Eins er það óheppilegt að vera alveg við mörkin því þá má lítið út af bregða til að við förum aftur yf- ir þau.“ Útsvar verður ekki lækkað Verða breytingar á útsvari íbúa? „Nei, við erum með hámarksútvar, 14,52%, eins og helmingur annarra sveitarfélaga og höldum okkur við það. Við erum einnig með fasteigna- skatt á íbúðarhúsnæði. Hann má vera 0,5% af fasteignamati og var 0,46% í fyrra. Við gerum ráð fyrir að hann lækki í 0,36% til að mæta gríð- arlegri hækkun á fasteignamati hér. Krónutala greiðenda hefur verið að hækka enda hefur fasteignamatið hækkað gríðarlega vegna eftir- spurnar og sölu.“ Auk þess að greiða niður skuldir hyggur bæjarfélagið á framkvæmdir á næsta ári. Hefja á byggingu nýs skóla í Innri Njarðvík og fram- kvæmdir verða við stækkun annarra grunn- og leikskóla. Hefja á undir- búning og hönnun nýs hjúkrunar- heimilis og leggja áherslu á viðhald gatna, fasteigna og fráveitukerfis. Mun betri horfur í fjár- málum Reykjanesbæjar  Markmið um lögboðið 150% skuldaviðmið á að nást 2020 Morgunblaðið/Ómar Reykjanesbær Betur horfir í fjár- málum bæjarins en talið var. Kjartan Már Kjartansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.