Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Gert er ráð fyrir að hluti Lónsöræfa og Friðlandið í Herðubreiðarlindum verði fljótlega hluti af Vatnajökuls- þjóðgarði, að sögn Magnúsar Guð- mundssonar framkvæmdastjóra. Unnið hefur verið að undirbúningi þessa um nokkurt skeið í umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu og virðist málið nú vera að ganga upp. Ýmis óútkljáð mál, til dæmis um eign- arhald á landi, réðu því að um- rædd svæði voru ekki tekin undir þjóðgarðinn við stofnun hans fyr- ir tíu árum. Nú hafa þau atriði verið til lykta leidd og svæðin teljast vera þjóðlendur, samkvæmt úrskurði Óbyggðanefndar. Margþætt tímamót Því þykir nú vera gerlegt að færa umsjón svæðanna frá Umhverfis- stofnun til Vatnajökulsþjóðgarðs, en landverðir hans hafa síðustu árin sinnt þessum svæðum eins og mögu- legt hefur verið. Herðubreiðarlindir yrðu væntanlega fyrst teknar inn en Lónsöræfi nokkru síðar. „Starfsemi okkar er á tímamótum í mörgu tilliti,“ segir Magnús Guð- mundsson. Þar tiltekur hann að nú séu rétt 50 ár liðin frá stofnun þjóð- garðs í Skaftafelli, sem með öðru var upphaf þess að þjóðgarður helgaður Vatnajökli öllum var stofnaður fyrir 10 árum. Þriðja tímamótaefnið er svo að fyrr á þessu ári var hjá UNESCO, Menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, lögð inn umsókn um að Vatnajökulsþjóðgarður yrði tekinn á heimsminjaskrá. Það mál er nú í ferli og niðurstöðu má vænta um mitt þetta ár. Náttúran breytist hratt Fulltrúar UNESCO sem er með höfuðstöðvar í París komu til Íslands í haust og kynntu sér aðstæður og alla staðhætti á þjóðgarðssvæðinu. Þar var meðal annars litið til vernd- aráætlana og skipulagsmála svo og atvinnustefnu í þjóðgarðinum; eða með öðrum orðum sagt hvernig sam- búð fólks og náttúru væri. Óskað var svara við ýmsum spurningum þessu viðvíkjandi og verða þau send innan tíðar. „Ég tel mjög góðar líkur á því að umsókn Íslands verði samþykkt, enda er svæðið stórbrotið og ein- stakt í öllu tilliti. Forsenda þess að einstaka staðir komist á skrána er að þeir hafi gildi á heimsvísu og fyrir mannkyn allt. Sú er til dæmis raunin um Þingvelli og Surtsey, sem þegar eru á skránni, og þangað á Vatnajök- ulsþjóðgarður einnig erindi vegna stórbrotinnar náttúru sem breytist hratt. Jöklarnir eru að hopa, víða er eldvirkni á svæðinu og jökulárnar á söndunum flæmast til og færast. Þetta er lifandi tilraunastofa sem vísinda- og ferðafólk sýnir mikinn áhuga,“ segir Magnús sem bætir við að vernd viðkvæmra svæða sé einn af mikilvægustu þáttunum í allri starfsemi þjóðgarðsins. Úrbóta er þörf „Vernd viðkvæmrar náttúru svæðisins hefur í meginatriðum tek- ist vel. Við þurfum þó að bæta úr á fjölsóttustu stöðunum, svo sem í Skaftafelli og við Jökulsá á Breiða- merkursandi. Segja má að þar blikki viðvörunarljós vegna mikil ágangs og sem dæmi má nefna að á innan við tíu árum hefur fólki sem kemur í Skaftafell á ári hverju fjölgað úr um 200 þúsund á ári í nærri eina milljón. Við hyggjumst líka bæta þar úr með ýmsum aðgerðum, svo sem lagfær- ingum á bílastæði, leggja stíga og bæta innviði eins og frárennsli og vatnsveitur,“ segir Magnús og held- ur áfram: „Svipað er upp á teningnum við Jökulsárlón; þar þarf að fara í úr- bætur og aðgerðir svo staðurinn beri álagið. Slíkt þarf að gerast meðal annars í samráði við ferðaþjónustu- fyrirtækin en talsmenn þeirra hafa eftir viðskiptavinum sínum að lónið með ísjökum sínum sé einn heitasti staðurinn á Íslandi í ferðaþjónust- unni. Í þeirri sterku upplifun felast mikil verðmæti. Nú er raunar allt orðið klárt varðandi eignarhald ríkisins á jörðinni Felli, sem ríkið keypti á síðasta ári. Því getur ríkið tekið tekið forystu í uppbyggingu á svæðinu í góðri samvinnu við sveit- arfélagið Hornafjörð og fleir.“ Uppbygging framundan Af öðrum verkefnum sem fram- undan eru í Vatnajökulsþjóðgarði nefnir Magnús Guðmundsson fyrir- hugaða byggingu gestastofu á Kirkjubæjarklaustri fyrir vestur- svæði þjóðgarðsins en framkvæmdir hefjist á næsta ári. Einnig þurfi að bæta aðstöðu við Dettifoss vestan- verðan, en aðsókn þangað hefur vax- ið hratt og mun fyrirsjáanlega aukast mikið þegar heilsársvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Kelduhverfi kemst í gagnið á næsta ári „Álag á hálendissvæðum jökulsins er minna en í byggð og ástandið þar því viðráðanlegra, svo sem við Langasjó, Laka, Nýjadal, Öskju, Holuhraun og í Kverkfjöllum. Ann- ars þurfum við að horfa til margs þegar horft er til framtíðar í þjóð- garðinum. Þar eru fræðslumál veigamikil og nú liggur fyrir fræðslustefna til næstu fjögurra ára. Að miðla upplýsingum og þekkingu er stór þáttur í starfi þjóðgarða og ef við náum á heiminjaskrá UNESCO leggjast á okkur ýmsar skyldur í því sambandi,“ segir Magnús. Lindir og Lóns- öræfi senn hluti af þjóðgarðinum  Vatnajökulsþjóðgarður 10 ára VATNAJÖKULL Mörk þjóðgarðs Herðu- breiðar- lindir Lóns- öræfi Vatnajökulsþjóðgarður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dettifoss „Ægilegur og undrafríður“ orti Kristján Fjallaskáld um fossinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðgarður Vegavísir á Fljótsdals- heiði við veginn að Kárahnjúkum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Herðubreiðarlindir Þorsteinsskáli og tignarlegt þjóðarfjallið. Morgunblaðið/RAX Fjallafólk Ferðamenn á göngu í Lónsöræfum með Illakamb í baksýn. Magnús Guðmundsson Á vegum umhverfisherra er nú unnið að stofnun þjóðgarðs sem spanna myndi allt miðhálendi Ís- lands. Þá stendur til að setja á laggirnar stofnun sem annast myndi stjórnsýslu þjóðgarða Vatnajökuls, Þingvalla og Snæ- fellsjökuls og friðlýstra svæða. Magnús Guðmundsson segir þau mál öll mjög athyglisverð. Þrátt fyrir allt haldi starfsfólk Vatna- jökulsþjóðgarðs sínu striki, það er að byggja upp og bæta þjón- ustu við gesti, auk þess sem heimsminjaskráning hafi áhrif á alla starfsemina. Um 20 manns eru í heilsárs- störfum hjá Vatnajökulsþjóð- garði en á sumrin er þeim fjölgað í um 100 manns þar sem land- verðir eru uppistaðan í hóp sem kemur inn tímabundið. Þjóð- garðsverðirnir eru fimm á fjórum rekstrarsvæðum, en aðal- skrifstofan er í Garðabæ, undir sama þaki og Náttúrufræði- stofun. „Framundan eru mikilvæg verkefni,“ segir Magnús. Hann tók við starfi framkvæmdastjóra í júní sl. og er settur í embættið til júní á næsta ári. Breytinga var talin þörf eftir að skýrsla unnin af Capacent sýndi lausatök í rekstri þjóðgarðsins. Síðustu mánuðir hafa farið í að rétta kúrsinn og n ú þegar eru, segir Magnús, komin góð tök á málum. Réttur kúrs BREYTINGAR Í DEILGU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.