Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 Meba Kringlunni s: 553-1199 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Kópavogur: Klukkan, Hamraborg 10 s: 554-4320 Meba Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á uppstúfurinn það til að verða kekkjóttur, eða hendir að puran á steikinni verður ekki nógu stökk? Er uppáhalds borðdúkurinn útataður í kertavaxi og risastór rauðvínsblettur í teppinu frá síðustu jólum? Ekki örvænta, því sérfræðingar Kvenfélagasambands Íslands eru í viðbragðsstöðu og svara í símann hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Leiðbeiningastöðin er ókeypis þjónusta opin öllum landsmönnum. Þar má hringja inn í síma 552 1135 frá 10-12 á þriðjudögum og 13-15 á fimmtudögum, og einnig hægt að finna hafsjó fróðleiks um matseld og þrif á Leidbeiningastod.is. Jenný Jóakimsdóttir hjá Kven- félagasambandinu segir Leiðbein- ingastöðina búa að uppsafnaðri þekk- ingu úrræðagóðra íslenskra hús- mæðra allt frá 7. áratugnum og sífellt bætist í sarpinn. Veitir ekki af að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar enda getur það hent flesta að vita ekki alveg hvernig á að bregðast við þegar vandi kemur upp í eldhúsinu eða hreinsa þarf erfiðan blett. Hæfilegir skammtar „Í dag er fólki líka mjög í mun að draga úr matarsóun og margir sem hafa samband til að vita hversu mikið ætti að kaupa inn fyrir stóra veislu eða matarboð. Enginn vill þurfa að henda mat og þaðan af síður bjóða heimilismeðlimum upp á afganga úr hamborgarahryggsveislu í margar vikur á eftir“ segir Jenný. „Á móti kemur að það getur verið gaman að eiga einhverja afganga af veislumatn- um, og eitthvað notalegt við það að taka því rólega í fríinu og hita upp jólakræsingar. Er viðmiðið þá að kaupa í kringumg 400 gr af kjöti á mann til að eiga örlítið auka. Afgangana ætti vitaskuld að setja í kæli sem allrafyrst og má reikna með að meðlætið geti geymst í þrjá daga á meðan saltað og reykt kjöt endist lengur. „Flestallar þurrar smákökur geymast vel í boxi en ef þær innihalda rjóma, eins og t.d. Söru Bernharðs- kökur, þá ætti að setja þær strax í frystinn,“ segir Jenný. Hitamælirinn standi ekki í beini Sígildu jólaréttirnir eru miserfiðir viðfangs og stundum er engin ein matreiðsluaðferð réttari en önnur. Segir Jenný að oft ráði hefðin því hvort fólk velur t.d. að sjóða ham- borgarhrygginn eða steikja hann í ofni. „En það sem mestu skiptir er að kjarnhitinn nái upp í 68 gráður og verður að gæta að því að hitamælir- inn sé ekki í beini eða inni í miðju fitu- lagi í vöðvanum því þá gefur hann ekki rétta mælingu.“ Lykillinn að vel heppnaðri puru- steik segir Jenný að sé að skera rákir í fituna á kjötstykkinu, án þess þó að fara ofan í vöðvann, og láta steikina þvínæst standa inni í ísskáp í 2-3 daga til að þurrka hana lítillega. „Síðan er nauðsynlegt að salta puruna vel, svo hún verði stökk og fín, og mörgum finnst ágætt að byrja á að steikja pur- usteikina með puruna niður í stutta stund. Með því að hækka hitann í ofn- inum upp í 220°C í lokin er svo hægt að fá puruna til að poppa svo hún verði extra stökk.“ Kalkúnninn vefst fyrir sumum, og er hættan sú að þessi stóri fugl verði þurr ef hann er eldaður of lengi, en hrár ef hann er eldaður of stutt. „Gott ráð er að setja nóg af smjöri undir húðina og muna að því meiri fylling sem er í kalkúninum, því lengur þarf að elda hann. Er óvitlaust að fara þá leið að setja aðeins helminginn af fyll- ingunni í fuglinn, en elda hinn helm- inginn sér.“ Hvað snertir sósugerðina segir Jenný að sé ágætis regla að flýta sér ekki of mikið svo að innihaldsefnin fái tíma til að blandast vel. Hlaupi sósa í kekki er besta ráðið að hella henni í gegnum sigti, og gott húsráð til að laga of salta sósu, súpu eða pottrétt er að setja hráa kartöflu út í því hún dregur í sig saltið. „Ef sósan er aftur á móti of þunn blöndum við maísmjöli eða kartöflumjöli út í vatn, og hrær- um því svo saman við. Ekki ætti að setja mjölið beint út í sósuna því þá geta myndast kekkir.“ Rauðvínið hreinsað strax Undirbúningur jólanna kallar líka á að gera heimilið hreint og fallegt. Jenný segir gott skipulag létta þrifin. „Það gerir enginn heimilið tandur- hreint í einum hvelli á síðustu stundu, og betra að taka eitt herbergi í einu, dagana fram að jólum. Þá er í raun það eina sem þarf að gera þegar há- tíðin gengur í garð að taka örlítið til og renna yfir gólfin.“ Gaman er að kveikja á kerti á jól- um en verra ef vaxið sullast niður. „Ef kertavax fer í dúk ætti að setja plastpoka með ísmolum á blettinn svo að vaxið harðni, eða láta dúkinn í frysti. Má þá skafa eða brjóta vaxið af og það sem eftir er hverfur yfirleitt við þvott á 60°C. Ef dúkurinn þolir bara 40°C hita má setja uppþvottalög á blettinn og láta standa í 4-6 klst áð- ur en dúkurinn fer í vélina,“ útskýrir Jenný og bætir við að ef vaxið skilur eftir lit megi nudda blettinn varlega með rauðspritti eða própanóli. Sullist rauðvín niður þarf að bregð- ast skjótt við. Að hella hvítvíni eða sódavatni ofan á blettinn hjálpar, sem og að láta matarsóda eða kartöflu- mjöl sjúga í sig vökvann. „Rauðvíns- bletti ætti að þrífa strax en ekki bíða með það fram yfir jól því það verður svo miklu erfiðara að ná blettinum úr ef hann nær að þorna.“ Uppsöfnuð þekking íslenskra húsmæðra  Hjá hjálparsíma Leiðbeiningastöðvar heimilanna má fá gagnleg ráð fyrir þrif og matseld jólanna Morgunblaðið/Eggert Áferð Jenný mælir með því að láta purusteik standa í kæli í 2-3 daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.