Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 39

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 39
H J A RTA Í S L A N D S L A N D M A N N A L A U G A R92 93 Landmannalaugar eru heitar og kaldar uppsprettur undir Laugahrauni á Landmannaafrétti. Landslagið er ægifagurt. Þar mætast heitir hverir og litskrúðug fjöll, hrafnsvört hraun og fjölbreyttur fjallagróður í 600 metra hæð. Laugarnar eru hjarta Friðlandsins að Fjallabaki sem komið var á fót árið 1979. Það teygir sig frá Tungnaá í norðri til Torfajökuls í suðri og frá Rauð- fossafjöllum í vestri til Kirkjufellsvatns í austri. Lega friðlandsins yfir sjó hefur óhjákvæmilega mikil áhrif á náttúrufar, bæði gróður og dýralíf, en einnig veður og loftslag. Torfajökulseldstöðin Landmannalaugar eru hluti af mikilli megineldstöð sem spannar allt Torfajökulssvæðið. Eldstöðin sjálf er 18 km löng og 12 km breið og út frá henni teygja sig sprungureinar allt norður til Veiðivatna og suður á Mælifellssand. Torfajökull er sú eldstöð íslensk sem framleiðir mest líparít. Líparít (rhyolit á erlendum málum) er súrt gosberg og afar litríkt. Bæði Blá- hnjúkur og Brennisteinsalda í Landmannalaugum eru líparítfjöll þótt æði ólík séu. Bláhnjúkur (945 m) er úr dökku og grænleitu gjóskubergi, að hluta úr biksteins- húðuðum hraunbólstrum og miklum glersalla. Hann myndaðist í einu gosi. Efst í fjallinu vottar fyrir hrauni sem þýðir að eldstöðin var í þann veginn að rísa upp fyrir 400 metra þykkan ísaldarjökulinn þegar gosinu lauk. Brennisteinsalda (885 m) er bjartur og marglitur líparítgúll, umkringdur hverum og gufuaugum. Hún varð einnig til í einu gosi undir jökulkápu ísaldar. Í öxl þessa fagurmótaða fjalls kom upp eldgos árið 1477 og súrt og seigfljótandi Laugahraunið silaðist í átt að Laugum. Á sama tíma gaus í Veiðivötnum með gríðar- legum umbrotum. Nafnið Laugahraun er komið frá Þorvaldi Thorarensen sem rannsakaði það árið 1888. Landmannaleið Landmannalaugar eru á Fjallabaksleið nyrðri (F208), svokallaðri Landmannaleið, milli Landsveitar og Skaftártungu. Ógreinilegir slóðar liggja víða um svæðið en það var ekki fyrr en eftir könnunarferð Björns Gunn- laugssonar landmælingamanns sumarið 1839 að Land- mannaleið varð fjölfarinn vegur. Leiðin liggur að vestan um Sölvahraun og Dómadal um svokallaða Dóma- dalsleið (F225) eða um Sigöldu og Tjörvavatn (F208) að Frostastaðavatni, skammt frá Landmannalaugum. Þaðan liggur Landmannaleið um Kýlinga, Jökuldali og Eldgjá að Búlandi í Skaftártungu. Hiti og gróðurfar Hitafar einstakra mánaða er mjög mismunandi frá ári til árs í Landmannalaugum. Meðalhiti í júlí er 7–8 gráður en í janúar og febrúar er hann sex stiga frost. Reyndar má búast við frosti alla mánuði ársins, síst þó um hásumarið. Veðraskil liggja oft um fjöllin í Land- mannalaugum. Þegar vind leggur að suðaustan eða suðvestan má búast við þurru og hlýju lofti í Laugum þótt þoka og súld grúfi yfir Hrafntinnuskeri, litlu sunnar. Norðlægar áttir eiga það hins vegar til að vera bjartar og kulsamar. Gróðurfar er mjög sérstakt í Landmannalaugum. Þar ríkir hálfgerður láglendisgróður. Næst hraun- röndinni er mýri með mýrastör og blómjurtum á borð við engjarós, mýradúnurt og lyfjagras. Á bakka Lauga- lækjar vaxa túngrös, fíflar og sóleyjar í jarðylnum og Landmannalaugar  Hattver.  Í Þrengslum.  Riðið í Jökulgili undir Austurbarmi. H J A RTA Í S L A N D S TO R FA J Ö K U L L O G F R I Ð L A N D A Ð FJ A L L A B A K I146 147 Torfajökull heitir lítið jökulhvel sunnan Landmanna- lauga, aðeins 15 km2 að flatarmáli. Náttúrufar við Torfa- jökul er stórbrotið; þar er eitt fjölbreyttasta útivistar- svæði landsins. Friðland að Fjallabaki nær yfir hluta Torfajökulssvæðisins og unnið er að stækkun þess um allt að helming. Það gæti leitt til þess að stofnaður verði sérstakur Torfajökulsþjóðgarður með Landmanna- laugar í öndvegi. Torfajökulssvæðið er einstakt fyrir þá miklu litadýrð sem blasir við augum. Hvergi annars staðar á Íslandi er jafn ríkulegt af líparíti og í Landmannalaugum og við Torfajökul. Merkar jarðminjar eru þar á heimsvísu, svo sem líparítstapar og fágæt jarðhitafyrirbrigði á yfirborði. Eldvirkni, jöklar og jökulár hafa mótað landið sem einkennist af fjöllum og giljum, gígum og hraunum, skorningum og ljósum áreyrum. Þrjú eldstöðvakerfi Undir Torfajökulssvæðinu er tröllvaxin megineldstöð. Jökullinn hylur aðeins brot af henni. Í eldstöðinni er víðáttumikill sigketill eða askja sem teygir sig 18 km frá austri til vesturs og 12 km frá norðri til suðurs. Fjöl- mörg gos hafa orðið í Torfajökli en hann er ekki einn um að gjósa á þessu svæði. Tvær aðrar eldstöðvar teygja sprungureinar sínar undir Torfajökulsfjalllendið og ræskja sig þar af og til: Hekla og Bárðarbungueldstöðin í Vatnajökli. Gosefni úr þessum þremur eldstöðvakerfum eru gjörólík. Þau hafa hlaðist upp hvert innan um annað á Torfajökulssvæðinu og því er jarðfræðilegur fjölbreyti- leikinn þar einstakur á heimsvísu. Snemma á síðasta jökulskeiði mynduðust fjölmörg líparítfjöll við gos undir jökli á jöðrum öskjunnar, þar á meðal líparítstaparnir Laufafell og Rauðufossafjöll. Á nokkrum stöðum eru líparíthraun með svargljáandi hrafntinnudreif á yfir- borði. Ljóst líparítið og svört hrafntinnan hafa sömu efnasamsetningu. Útlitsmunurinn felst í því að ljósa gos- bergið hefur storknað við venjulegar aðstæður en hrafn- tinnan við snögga kælingu. Frá því að ísöld lauk fyrir 10.000 árum hefur gosið Torfajökull og Friðland að Fjallabaki 11 sinnum í Torfajökulseldstöðinni, ávallt í vestur- og norðvesturhluta hennar. Að minnsta kosti sex sinnum hefur gosið samtímis í Bárðarbungukerfinu og Torfa- jökli, þar af tvisvar um og eftir landnám. Vatnaöldur mynduðust árið 871 og samfara því féll auðþekkjan- legt og útbreitt öskulag og dreifðist vítt um landið (landnámslagið) og árið 1477 gaus í Veiðivötnum; þá tóku vötnin á sig núverandi mynd. Öflugt háhitasvæði Við Torfajökul er stærsta og öflugasta háhitasvæði landsins, næst á eftir Grímsvötnum. Bæði eru þau ein mestu háhitasvæði heims. Helstu sérkenni jarðhitans við Torfajökul eru svokallaðar soðpönnur (tærir, bull- andi vatnshverir), einnig leirhverir, leirugir vatnshverir, gufuhverir og brennisteinsþúfur. Heit jörð með gufu- augum og hverasölt eru víða, sem og volgar ölkeldur og  Suðurskalli norðan við Torfajökul.  Tveir máttugir risar: Torfajökull nær, Tind- fjallajökull fjær.  Sveinsgil. STÓRVIRKI UM HÁLENDIÐ! BJARTUR-VEROLD.IS Hjarta Íslands er kjörgripur öllum þeim er unna náttúru landsins. Hér birtist hálendið í allri sinni dýrð í aðgengilegum texta eftir Gunnstein Ólafsson og stórbrotnum ljósmyndum Páls Stefánssonar. Í bókinni er fjallað um allar fegurstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjallajökuls í suðri – svæðið sem gjarnan er kallað hjarta Íslands. GLÆSILEG JÓLAGJÖF! HJARTA ÍSLANDS EFTIR GUNNSTEIN ÓLAFSSON & PÁL STEFÁNSSON DÝRÐ OG DÁSEMD! 8. sætiBóksölulistinnFræði ogalmennt efni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.