Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
FYRIR BÍLINN
ENDURHEIMTIR
UPPRUNALEGT ÚTLIT OG LIT
VERNDAR
FYRIR UMHVERFISÁHRIFUM
AUÐVELT
AÐ BERA Á FLÖTINN ENDIST LENGI
GÚMÍ
NÆRING
FYRIR DEKK
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Dagblöð í Bretlandi segja að ríkis-
stjórn Theresu May forsætisráð-
herra hafi beðið auðmýkjandi ósigur í
þremur atkvæðagreiðslum á þinginu
í fyrradag um samning hennar við
Evrópusambandið um brexit, út-
göngu Bretlands úr ESB.
Í fyrstu atkvæðagreiðslunni beið
stjórnin ósigur þegar þingið hafnaði
því að kröfu um að lögfræðiálit um
samninginn yrði birt opinberlega í
heild yrði vísað til þingnefndar. Þing-
ið samþykkti síðan vítur á ríkisstjórn
May fyrir að hafa virt að vettugi
þingsályktun um að birta bæri
lögfræðiálitið sem May fékk um
möguleg áhrif brexit-samningsins frá
æðsta lögfræðilega ráðgjafa stjórnar-
innar. Andrea Leadsom, leiðtogi
neðri málstofu þingsins, sagði niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar valda
„ótrúlega miklum vonbrigðum“
vegna þess að hún bryti í bága við þá
aldagömlu venju að halda slíkum
lögfræðiálitum leyndum til að vernda
hagsmuni ríkisins. Þetta er í fyrsta
skipti sem breska þingið samþykkir
vítur á ríkisstjórn.
Þingið samþykkti síðan tillögu um
að gera því kleift að ákveða hvað ger-
ist ef það hafnar brexit-samningi
stjórnarinnar í atkvæðagreiðslu sem
fer fram á þriðjudaginn kemur.
Stjórnmálaskýrendur segja líklegt að
samningurinn verði felldur og telja
að stjórnina vanti 50 til 100 atkvæði
til að tryggja að hann verði sam-
þykktur.
Ef þingið hafnar samningnum á
forsætisráðherrann að leggja fram
frumvarp innan þriggja vikna um
næstu skref í málinu. Með samþykkt-
inni í fyrradag fær þingið vald til að
breyta frumvarpinu. Þingmenn gætu
til að mynda lagt fram breytingar-
tillögu um að stjórnin hæfi viðræður
við Evrópusambandið um annan
samning, krafist nýrrar þjóðar-
atkvæðagreiðslu um hvort Bretland
ætti að ganga úr sambandinu, reynt
að seinka útgöngunni eða jafnvel
koma í veg fyrir hana.
Vill Bretland í EES
25 þingmenn Íhaldsflokksins
greiddu atkvæði með tillögunni. Einn
þeirra, Oliver Letwin, sagði að
meginmarkmiðið með henni væri að
koma í veg fyrir að Bretland gengi úr
Evrópusambandinu án samnings.
Stjórn May og margir þingmenn
Íhaldsflokksins óttast að brexit án
samnings geti haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahag landsins
næstu misserin.
Letwin kvaðst styðja brexit-
samning stjórnarinnar en sagði að ef
þingið hafnaði honum væri hann
hlynntur því að Bretland gengi í Evr-
ópska efnahagssvæðið, sem Ísland,
Noregur og Liechtenstein eiga aðild
að og veitir löndunum aðgang að innri
markaði ESB án þess að eiga aðild að
sambandinu. Mikil andstaða hefur þó
verið innan Íhaldsflokksins við þessa
leið.
„Söguleg auðmýking“
Breska dagblaðið The Telegraph
lýsti ósigrum May á þinginu sem
„sögulegri auðmýkingu“ í frétt á for-
síðu undir fyrirsögninni „Dagurinn
sem May missti stjórnina“. Blaðið er
andvígt brexit-samningi stjórnar-
innar.
Dagblaðið The Mail, sem hefur
stutt samninginn í meginatriðum,
sagði að brexit væri komið á ystu nöf.
Þótt blaðið hafi yfirleitt stutt May
síðustu mánuði viðurkenndi það að
úrslit atkvæðagreiðslanna í fyrradag
væru „auðmýkjandi ósigur“ fyrir for-
sætisráðherrann. The Times sagði
ósigur May þann mesta sem forsætis-
ráðherra hefði beðið á breska þinginu
í fjóra áratugi. The Mirror tók í sama
streng og sagði að brexit-stefna May
væri í uppnámi og afgreiðsla málsins
einkenndist af ringulreið.
Yrði „nýlenda ESB“
Íhaldsflokkurinn missti meirihluta
sinn í neðri málstofu þingsins í kosn-
ingum í júní á síðasta ári og stjórn
May hefur síðan þurft að reiða sig á
stuðning DUP, flokks sambandssinna
á Norður-Írlandi. Þingmenn flokks-
ins snerust gegn stjórninni í at-
kvæðagreiðslunni um víturnar og
hafa sagt að þeir hyggist greiða at-
kvæði gegn brexit-samningnum.
Ráðherrar stjórnarinnar hafa sagt
að ef þingið hafnar samningnum geti
það orðið til þess að Bretland gangi
úr ESB án samnings eða verði áfram
í sambandinu. Mark Harper, fyrrver-
andi formaður þingflokks Íhalds-
flokksins, hefur spáð því að um 80
þingmenn hans greiði atkvæði gegn
samningnum. Hann var hlynntur því
að Bretland yrði áfram í Evrópu-
sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni í júní 2016 og hefur hvatt May til
að reyna að ná betri samningi við
sambandið. Leiðtogar ESB-ríkjanna
hafa sagt að þeir vilji ekki hefja
samningaviðræður að nýju um málið.
Hópur þingmanna í Íhalds-
flokknum vill að Bretland gangi úr
ESB án samnings og telja stjórnina
hafa ýkt hættuna á því að sú leið
skaði efnahag landsins. Einn þeirra,
Boris Johnson, hefur sagt að Bret-
land verði „nýlenda“ Evrópusam-
bandsins nái samningurinn fram að
ganga. Aðrir þingmenn Íhaldsflokks-
ins eru á öndverðum meiði og hafa
beitt sér fyrir annarri þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort Bretland
eigi að vera áfram í Evrópusamband-
inu. May hefur ekki léð máls á þessu
og sagt að bresk stjórnvöld verði að
virða niðurstöðu atkvæðagreiðsl-
unnar árið 2016. „Við höfum ekki efni
á því sem land að fara í hringi í mál-
inu næsta áratuginn,“ sagði hún.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, kveðst vona að þing-
ið hafni samningnum og segir að
flokkur sinn ætli að leggja fram van-
trauststillögu á þinginu gegn stjórn-
inni ef hún bíður ósigur í atkvæða-
greiðslunni á þriðjudaginn kemur.
Falli samningurinn aukast einnig lík-
urnar á mótframboði gegn May sem
leiðtoga Íhaldsflokksins.
Auðmýkjandi ósigur fyrir May
Breska þingið ávítar stjórnina og áskilur sér vald til að ákveða næstu skref ef brexit-samningurinn
verður felldur Gæti krafist nýrra viðræðna, annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu eða seinkað brexit
20
16
2017
2018
2
0
1
9
2021
20
20
23. júní
Bretar samþykktu úrsögn úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu
greiðir áfram í sjóði ESB
fylgir reglunni um frjálsa för vinnuafls milli ESB-landa
hefur ekki atkvæðisrétt þegar ESB tekur ákvarðanir
heldur aðgangi að innri markaði ESB
Bretland:
Til des. 2020
Atburðarásin eftir þjóðaratkvæðið um brexit
19. júní
Samningaviðræður Breta og
ESB um úrsögnina hófust
13. nóv.
Bretar og ESB gengu frá
samningi um úrsögnina
25. nóv.
Leiðtogar ESB-
ríkja samþykktu
samninginn
11. desember
Breska þingið
greiðir atkvæði
um samninginn
Bretland gengur
formlega úr
Evrópusambandinu
29. mars
29.mars
Að
lög
un
ar
tím
ab
il
Nýr viðskiptasamningur
Breta og ESB öðlast gildi
EÐA EÐAAðlögunar-
tímabilið
framlengt
Bretland fylgir tollafyrirkomulagi
ESB (til að tryggja að landamæri
Írlands og N-Írlands verði áfram opin)
1. janúar 2021
Bretar virkjuðu 50. grein Lissabon-
sáttmálans um úrsögn úr ESB
Þjóðþing ESB-ríkja og
leiðtogar þeirra greiða
atkvæði um samninginn
Fyrir 29.mars
Viðræður um
viðskiptasamning
milli Breta og ESB
AFP
Klofningur Stuðningsmenn og andstæðingar útgöngu Bretlands úr Evrópu-
sambandinu efndu til mótmæla gegn brexit-samningi stjórnarinnar við
þinghúsið í Lundúnum í gær. Breska þjóðin er klofin í afstöðunni til brexit.
Í tollabandalaginu
til frambúðar?
» Ákvæði í brexit-samn-
ingnum um að Norður-Írland
verði áfram hluti af tollabanda-
lagi ESB náist ekki samkomu-
lag um annað gæti orðið til
þess að Bretland þyrfti að vera
áfram í tollabandalaginu til
frambúðar, samkvæmt
lögfræðiáliti sem stjórnin birti
í gær að kröfu þingsins.
» Í álitinu segir að ákvæðinu
fylgi sú áhætta að Bretland
geti ekki gengið úr tollabanda-
laginu nema með sérstökum
samningi við ESB. Viðræðurnar
um hann geti dregist á langinn
og endað í pattstöðu.
» DUP, flokkur sambands-
sinna á N-Írlandi, segir að
ákvæðið myndi hafa „hrikaleg-
ar“ afleiðingar fyrir Bretland.
Vladimír Pútín
Rússlandsforseti
sagði í gær að
Rússar hygðust
framleiða meðal-
drægar kjarn-
orkuflaugar sem
brytu gegn INF-
samningnum ef
stjórn Donalds
Trumps Banda-
ríkjaforseta segði
samningnum upp. Pútín sagði að
mörg ríki ættu vopn sem eru bönnuð
samkvæmt samningnum. „Nú virðist
sem bandarískir félagar okkar telji
að í ljósi breyttra aðstæðna þurfi
þeir einnig að eiga slík vopn,“ sagði
hann. Áður hafði stjórn Trumps sagt
að hún hygðist segja samningnum
upp innan tveggja vikna ef Rússar
eyddu ekki kjarnorkuflaugum sem
brytu gegn honum.
RÚSSLAND
Hótar að framleiða
kjarnorkuflaugar
Vladimír
Pútín