Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ífréttatilkynn-ingu með fjár-hagsáætlun Reykjavíkurborgar segir að í fimm ára áætlun 2019-2023 sé batnandi afkoma A-hluta studd af tekjum af sölu- hagnaði og sölu bygging- arréttar. Þar er ekki tekið sér- staklega fram að batnandi afkoma, sem svo er kölluð, er líka studd umtalsvert hækkandi skatttekjum, sem er áhyggju- efni fyrir íbúana. Tekjur af söluhagnaði og sölu byggingarréttar eru afar óviss- ar og varasamt að byggja af- komubata á þeim. Vaxandi út- gjöld eru síður óviss, nema þá helst þannig að reynslan sýnir að þau eru frekar vanmetin en ofmetin, ekki síst ef horft er til framkvæmda hjá núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þegar horft er á útgjöldin er ekki traustvekjandi að sjá þær áherslur sem lesa má út úr þró- un þeirra. Í heildina er gert ráð fyrir rúmlega 10% hækkun út- gjalda borgarsjóðs frá 2017 til 2019, en hækkunin til skrifstofu miðlægrar stjórnsýslu er meira en tvöföld sú hækkun. Þá hækk- ar kostnaður við skrifstofu borgarstjóra um 16%. Þetta eru sérkennilegar áherslur en því miður í samræmi við það sem verið hefur hjá meirihlutanum, bæði fyrir og eftir að hækju Við- reisnar var skotið undir fallandi fylgi. Óráðsíuna má einnig lesa út úr tölum um fjölda borg- arstarfsmanna á íbúa. Hugtakið stærðarhagkvæmni er þekkt í rekstri, en hjá Reykjavíkurborg er stærðarhag- kvæmnin með öfug- um formerkjum. Þegar Reykja- víkurborg er borin saman við nágrannasveit- arfélögin má sjá að í borginni eru fleiri starfsmenn á hverja þúsund íbúa en hjá mun minni sveitarfélögum. Þetta er auðvit- að óviðunandi, en borgarstjóri er ánægður með reksturinn og telur hann öfundsverðan ef marka má umfjöllun hans um fjárhagsáætlunina, þannig að borgarbúar ættu ekki að gera sér miklar vonir um að tekið verði á þessu. Þá vekur athygli í fjárhags- áætlun meirihlutans að gert er ráð fyrir að skuldir og skuld- bindingar vaxi verulega, eða um 40 milljarða króna, frá gildandi áætlun, eins og oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn hefur bent á. Sú áætlun var samþykkt fyrir ári og er þessi skuldasöfnun enn eitt áhyggjuefnið í rekstri og fjár- hagsstöðu borgarinnar. Annað sem veldur áhyggjum er að nú er gert ráð fyrir 16 milljarða lakari rekstrarniðurstöðu á næsta ári en áætlunin í fyrra gerði ráð fyrir, eins og Eyþór Arnalds hefur vakið athygli á. Reykjavíkurborg þarf að taka rækilega til í rekstri sínum. Fjöldi dæma er frá síðustu vik- um og mánuðum um að rekst- urinn er í ólestri og fyrirliggj- andi fjárhagsáætlun gefur enga ástæðu til að ætla að þar sé að verða breyting á. Hjá meirihlutanum í borginni er stærðar- hagkvæmni með öf- ugum formerkjum} Fjárhagur Reykjavíkur Það mál semskekið hefur þjóðfélagsumræð- una að undanförnu er ekki líklegt, þótt vont sé, til að hafa varanleg áhrif ef marka má fyrri atburði á sama tilfinningaskala. Það eru reyndar ekki margar einka- samkundur sem þyldu það vel að hvert orð sem félli í lok- uðum hópi birtist opinberlega. Og óneitanlega voru hinar frægu umræður á barnum gegnt Dómkirkjunni einkar illa til útbreiðslu fallnar. En það fellur margt í skugga á meðan. Þannig var birt verðlaunatillaga um syst- urbyggingu við Stjórnarráðs- húsið við Lækjargötu. Fróð- legt gæti verið að kíkja á skilmála þeirrar samkeppni fyrst tillagan sem birt var vann til verðlauna. Stjórn- arráðshúsið var í upphafi hugsað sem fangelsisbygging utan um íslenska brotamenn og þurfti oft lítið til að öðlast dvöl þar. Vel má vera að til þess myrka hlut- verks hafi verið litið þegar tilvonandi bygging var verðlaunuð og hún hafi þótt geta farið vel við nýjar byggingar á Litla-Hrauni og þar með sómt sér vel hjá Stjórnarráðshúsinu. Það má einnig hafa tillög- unni til afsökunar að horft hafi verið til bygginga sem borg- aryfirvöld hafa notað síðustu ár til að mylja niður flest sem minnti áður svo notalega á þann brag miðborgarinnar sem geðslegastur er. Því verð- ur ekki trúað fyrr en í fulla hnefa að þrengt verði að gamla Stjórnarráðshúsinu með svo ólánlegum hætti. Húsráð- endur þar geta að minnsta kosti ekki að slíku staðið með góðri samvisku. Verðlaunabyggingin fast við Stjórn- arráðshúsið yrði varanleg skemmd} Á þetta ekki skilið F yrir nokkrum dögum voru fjár- lög, sem eru stefnuskrá hverr- ar ríkisstjórnar afgreidd, eftir aðra umræðu í þinginu. Við aðra umræðu koma fram þær breytingar sem stjórnmálaflokkar vilja gera á fyrirliggjandi frumvarpi. Að þessu sinni notaði ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur tækifærið til að ganga á bak orða sinna gagnvart öryrkjum og snuða fátæk- asta fólk á Íslandi um ellefuhundruð millj- ónir króna. Fátækasta fólkið á Íslandi á að bíða eftir réttlæti enn um hríð meðan fé- lagsmálaráðherra sem nú er einnig barna- málaráðherra vinnur tillögur sínar varðandi öryrkja sem margir hverjir hafa börn á framfæri sínu. Miðflokkurinn lagði fram skýrar og fjármagnaðar tillögur við um- ræðuna sem rétt er að gera grein fyrir hér. Tillögur flokksins hefðu gagnast bæði fólki og fyrirtækjum hefðu þær verið samþykktar. Miðflokkurinn lagði fram tillögu um lækkun tryggingagjalds sem komið hefði fyrirtækjum sérstaklega litlum og meðalstórum mjög vel. Flokkurinn lagði til að kolefnisgjald hækk- aði ekki og að hækkun síðasta árs yrði tekin aftur. Kolefnisgjald leggst þyngst á þá sem aka mikið eink- um fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni. Hækkun gjaldsins fer beint út í verðlag og hækkar með því húsnæðislán landsmanna. Miðflokkurinn lagði einnig til að úrræði vegna séreign- arsparnaðar við fasteignakaup yrðu fram- lengd en það mun leggjast af um mitt næsta ár. Tillaga Miðflokksins hefði komið þeim best sem hraða vilja niðurgreiðslu lána sinna eða leggja fyrir til fyrstu kaupa. Tillagan beindist því fyrst og fremst að ungu fólki. Flokkurinn endurnýjaði stefnu- mál sitt um að atvinnutekjur skerði ekki lífeyristekjur. Sú tillaga var felld að við- höfðu nafnakalli. Verður listi yfir þá sem felldu birtur innan skamms. Miðflokkurinn lagði til aukningu fjárheimilda til fíkni- efnaeftirlits til að hægt væri að bæta við tveim fíkniefnahundum. Flokkurinn lagði til eflingu heimaþjónustu aldraðra og heilsueflingu þeirra. Flokkurinn lagði einn- ig til að þær ellefuhundruð milljónir sem búið var að lofa öryrkjum yrðu greiddar út um áramót eins þeim hafði verið lofað. Að síðustu lagði Miðflokkurinn til sérstakt átak gegn kennitöluflakki. Átakið hefði stað- ið straum af kostnaði við allar tillögur flokksins og vel það. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar rúmaði ekki öll þau þjóðþrifamál sem hér hefur verið getið og felldi meirihlutinn þau öll. thorsteinns@althingi.is Þorsteinn Sæmundsson Pistill Fjárlög – stefnuskrá ríkisstjórnar Höfundur er þingismaður Miðflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Skortur á grunnskólakenn-urum var fyrirsjáanleg aukþess sem margir ein-staklingar með grunnskóla- menntun hafa leitað í önnur betur launuð störf. Þess vegna kemur fjöldi samþykktra undanþágubeiðna fyrir kennara án kennsluréttinda í grunnskólum ekki á óvart,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenn- ara. Hún bætir við að fjölmargir grunnskólakennarar starfi í öðrum greinum og lítil von sé til þess að þeir snúi til baka nema launakjör batni. Þorgerður segir töluvert um undanþágur til þeirra sem fá menntun sína ekki metna með réttu. Samkvæmt ársskýrslu undan- þágunefndar grunnskóla skólaárið 2017 til 2018 sem kom út nýverið voru 434 umsóknir um undanþágu til þess að kenna í grunnskólum án tilskilinna leyfa teknar til afgreiðslu nefndarinnar. 383 umsóknir voru samþykktar en 51 synjað. Aukning á samþykktum undanþágubeiðnum var 40,8% frá fyrra skólaári. Flestar undanþágubeiðnir voru samþykktar á árunum fyrir hrun þ.e.a.s. á skóla- árunum 2007 til 2008 alls 506 og 477 undanþágur samþykktar skólaárið 2008 til 2009. 185 beiðnir 2017 til 2018 snéru að almennri kennslu. Aðsókn í kennaranám minna Þorgerður segir að eftir skóla- árið 2008 til 2009 hafi und- anþágubeiðnum farið fækkandi og verið ásættanlegar en nú sé það ekki lengur. Þorgerður segir að á bak við undanþágubeiðnirnar séu einstaklingar með mismunandi hæfni og reynslu. Hún segir margar vörður á leiðinni áður en undan- þágur séu veittar og allt sé gert til þess að ráða réttindakennara í stöð- ur í stað þess að lausráða ein- staklinga til árs í senn. „Þar sem starfsheiti grunn- skólakennara er lögverndað geta þeir einir sem uppfyllt hafa náms- kröfur sem gerðar eru til grunn- skólakennara talist slíkir. Fram- haldsskólakennarar sem hafa ekki eins margar einingar í uppeldis- og kennslufræðum í námsskrá sinni en eru með fleiri einingar í öðrum fög- um uppfylla ekki skilyrði til að kall- ast grunnskólakennarar og það sama á við um leikskólakennara þrátt fyrir að þeir taki 150 einingar í uppeldis- og kennslufræði í sínu námi,“ segir Þorgerður og bendir á að áður en lögum um grunnskóla var breytt hafi hluti kennara verið með tvöfalt leyfisbréf og haft leyfi til þess að kenna á tveimur skóla- stigum. Þorgerður segir að eftir að kennaranámið var lengt hafi ásókn í námið minnkað og það skili sér eðli- lega í færri réttindakennurum. Hún segir grunnskólana hafa sérstöðu að því leyti að börn séu skyldug að fara í gegnum tíu ára nám og það sé því réttmæt krafa að það sé tryggt að þeir einstaklingar sem kenna börn- unum hafi til þess tilskilin réttindi. „Það er fróðlegt að skoða menntunarflokka þeirra sem sækja um undanþágur en langstærsti hóp- urinn eða 310 manns hefur lokið grunnnámi í háskóla, er með meist- aragráðu og jafnvel doktorsgráðu en án fullnægjandi menntunar í uppeldis- og kennslufræðum. 43 sækja um starf sem leiðbeinendur á meðan þeir eru í námi til kennslu- réttinda,“ segir Þorgerður, sem tel- ur að umræða um eitt leyfisbréf fyr- ir öll skólastig sé á umræðustigi og það hljóti að vera eðlileg þróun að kennarar geti nýtt reynslu sína og færni og fært sig á milli skólastiga. Hún segir umræðuna á réttum stað hvað varði eitt leyfisbréf. „Það er fullt af frábæru fólki sem vinnur innan skóla- kerfanna en það er bæði erf- itt fyrir einstaklinga sem þurfa undanþágu og skólana að lausráða fólk,“ segir Þor- gerður sem er þess fullviss að áhugi á kennara- menntun aukist ef laun endurspegli menntun og hæfni. 383 grunnskólaleiðbein- endur á undanþágu Mismunandi vægi uppeldis- og kennslufræði skilur m.a. að nám leik-, grunn- og fram- haldsskólakennara að sögn Þorgerðar L. Diðriksdóttur, for- manns Félags grunnskólakenn- ara. Hún segir að framhalds- skólakennarar þurfi að taka 60 einingar í uppeldis- og kennslu- fræði, grunnskólakennarar 120 einingar og leikskólakennarar 150 einingar í uppeldis- og kennslufræði til þess að fá lög- gildingu sem leikskólakennarar. Í framhaldsskólum sé oftar en ekki sótt um undanþágur fyrir einstaklinga sem fast- ráðnir eru til eins árs með ákveðna sérþekkingu sem ekki hafa tekið uppeldis- og kennslufræði. Í grunn- og framhaldsskólum veita undanþágunefndir leyfi fyrir starfsmönnum án til- skilinnar menntunar. Í leikskólum er heimild til þess að ráða þriðjung starfs- manna án tilskil- innar menntunar. Á öllum skólastigum er leitast við að ráða réttinda- kennara. Mismunandi áherslur KENNARAMENNTUN Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Umsóknir til undanþágunefndar grunnskóla Fjöldi umsókna eftir skólaárum 700 600 500 400 300 200 100 0 ’07-’08 ’08-’09 ’09-’10 ’10-’11 ’11-’12 ’12-’13 ’13-’14 ’14-’15 ’15-’16 ’16-’17 ’17-’18 Umsóknir um heimild skólastjóra til að lausráða starfsmann sem ekki hefur leyfi til að nota starfs- heitið grunnskólakennari. Fjöldi umsókna Samþykktar umsóknir Heimild: Undanþágunefnd grunnskóla Á skólaárinu 2017- 2018 voru teknar til afgreiðslu 434 um- sóknir. Af þeim voru 383 samþykktar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.