Morgunblaðið - 06.12.2018, Qupperneq 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
Hlustaðu
á hjartað þitt
Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafnvel minnstu smáatriði
sem stundum reynast þau mikilvægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan
kar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki.
omdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Beltone Trust
™
–
ok
K
Fyrir nokkrum dög-
um gerðist sá atburður
að allmargir Reykvík-
ingar komu saman í
væntanlega elsta
kirkjugarði landsins og
voru þar lesin upp nöfn
þeirra sem vitað er að
þar voru grafnir, þegar
þessi vígði reitur var
stækkaður til austurs á
fyrri hluta nítjándu
aldar, á þeim slóðum sem borgaryfir-
völdum þykir við hæfi að hafa hótel
og öldurhús, meðal annars í óþökk
Alþingis.
Það kom í minn hlut að lesa upp
nöfn þeirra sem þarna hlutu hinstu
(?) hvílu árið 1827.
Þessi nöfn hafa sótt á mig á síðan,
ekki síst eftir að vitnaðist að beinum
þessara einstaklinga muni ekki alls
fyrir löngu hafa verið safnað saman í
velsignaðan poka til geymslu á stað
þar sem hann yrði ekki svona mikið
að flækjast fyrir arðvænlegri pylsu-
sölu og bjórdrykkju.
Það fyrsta sem slær mann er mik-
ill barnadauði. Bara þetta eina ár eru
þarna jarðsett 43 börn en annars
hljóta gröf þarna úr henni litlu
Reykjavík þetta ár 59 manns. Og
hvað voru íbúar Reykjavíkur margir
árið 1827. Þeir eru reyndar fljóttald-
ir …
Þetta síðdegi voru í nóvember-
kuldanum lesin upp nöfn allra sem
vitað er um að grafnir voru í nýrri og
eystri hluta garðsins, þeim hluta sem
bætt var við 1817 og stendur nú næst
styttunni af Jóni Sigurðssyni á Aust-
urvelli, þó að hús beri á milli. Þetta
eru árin 1817-1838.
Þarna eru ýmis nöfn
sem vekja athygli
manna fyrir margra
hluta sakir, því þarna
liggja þá mörg helstu
stórmenni landsins, fyr-
ir utan forfeður okkar
venjulegs fólks.
Þarna er til dæmis
grafinn Geir biskup Ví-
dalín, með viðurnefnið
hinn góði, því að hann
var friðarins maður.
Hann lést árið 1823, 63
ára að aldri. Hann var
hinn fyrsti biskup sem sat í Reykja-
vík, eftir að biskupsembættin fluttust
úr Skálholti og Hólum og voru sam-
einuð í hinum nýja höfuðstað. Hann
bjó lengstum í einu af húsum Inn-
réttinganna, sem enn stendur hérna í
Aðalstrætinu og nú er kennt við
Kraum. Þar bjó og hjá honum, vinur
hans. Sigurður Pétursson skáld, faðir
íslenskrar leikritunar, höfundur
Hrólfs og Narfa, fyrstu íslensku leik-
ritanna sem standast alþjóðlegan
samanburð. Sigurður var og sýslu-
maður og um skeið bæjarfógeti í
Reykjavík, upplýsingarinnar maður
og mildur í dómum. Þeir höfðu
kynnst við nám í Kaupmannahöfn og
segir frá kynnum þeirra þannig að
Sigurður kenndi Geir hebresku svo
að hann gæti orðið biskup en Geir
aftur kenndi Sigurði íslenska glímu
því að hana höfðu þeir ekki kunnað í
menntaskólanum í Hróarskeldu, þar
sem Sigurður nam.
Í pokanum er einnig öldungurinn
Vigfús Scheving, 83 ára. Hann var
klausturhaldarasonur sem barst með
móður sinni suður er hún giftist sín-
um síðari manni, séra Jóni Stein-
grímssyni. En af ættum hans má
einnig segja að Steinn biskup Jóns-
son sem ein af biblíunum okkar er
kennd við og þótti maður rammur að
afli en valmenni, var langafi hans, en
faðirinn, sem Hannes hét, þótti allra
manna ófríðastur. Sjálfur orti Vigfús
50 passíusálma eins og séra Hall-
grímur og hefur ugglaust kunnað
grannt að segja frá Skaftáreldum
eins og fósturfaðirinn.
Þannig mætti lengi telja því að
þarna er saga Reykjavíkur líka sam-
an komin í fólki sem eitt sinn lét sér
annt um þennan bæ. Skal þó í lokin
aðeins minnst á Gunnlaug Oddsson
dómkirkjuprest sem grafinn var í
sínum Víkurgarði 1835, 49 ára að
aldri. Hann hefur verið fjölgáfaður
maður sem ungur átti erfitt með að
gera upp hug sinn um hvað skyldi
helst fást. Hann lagði bæði stund á
lögfræði og guðfræði og varð svo
kennari við sjóliðsforingjaskólann
danska í stærðfræði og skrautritun
og styrkþegi Árnasjóðs. Lauk þó
guðfræðiprófi, gaf út Orðabók um fá-
gæt orð í dönsku, almenna jarðar-
fræði, vann að prentun Fóstbræðra-
sögu og var byrjaður að setja saman
íslenskt orðasafn. Varð dómkirkju-
prestur 1827.
Þessum hugleiðingum skal hér
lokið. En allir eiga sína sögu. Það
segir svolítið um manngildi og
mennsku hvernig sagan síðan er
ræktuð.
Okkar sögulegu forfeður
Eftir Svein
Einarsson » Allir eiga sína sögu.
Það segir svolítið um
manngildi og mennsku,
hvernig sagan síðan er
ræktuð.
Sveinn Einarsson
Höfundur er leikstjóri.
Enn og aftur skrifa
ég: „Hver á sér fegra
föðurland?“ –Það
hryggir mig að horfa
upp á sölu lands
míns, lands sem ég
fékk að fæðast til og
tilheyra, sem veitt
hefur mér skjól og
gleði. En nú er það
selt í æ meira mæli til
innlendra og erlendra
auðmanna, sem með ágirnd sinni
sprengja upp jarðaverð, svo að
enginn annar en þeir er þess um-
kominn að kaupa. Hægt er að
kaupa sér bújörð erlendis en í
flestöllum tilvikum er það fasteign
auk ræktaðs lands. Engin þjóð
selur víðerni sín nema þá kannski
Suður-Ameríka, en þar valsa auð-
menn og fyrirtæki um og fella
skóga og arðræna þjóðir. Það
sama á eftir – og er – að gerast
hér. Sofandi stjórnvöld leyfa sölu
á landinu, hugsið þið ykkur og
hugsið til framtíðar. Með íslensk-
um bújörðum fylgja gjarna fjöll,
ár, vötn, dalir, fossar og haf-
réttindi, þannig að við sölu jarðar
þá er það orðið að landsölu. Verið
er að selja landið í bútum. Gambl-
að er með landið. Móðir jörð er
þreytt og sjúk og eins er að fara
fyrir landi mínu, það er trampað
niður, migið og skitið út um allar
koppagrundir, utanvegaakstur,
fuglar skotnir sér að leik, svo sem
álftir, og spyrja má: því var sá
ferðahópur með skotvopn?
Skemmtiferðaskip
sem menga hafið okk-
ar og setja í leyfis-
leysi ferðamenn á
land í friðlýstum
svæðum, svo sem á
Hornströndum, en
síðan heimtar græðg-
in stórskipahöfn við
Finnafjörð, og hverjir
eiga stórskip ? – Það
er vitað og aftur þarf
að framkvæma fyrir
útlendinga, svo að
þeir geti nú mengað
norðurslóðir. Hvað fylgir svo
svona skipum? – Mengun, rottur
af stærstu gerð, smygl, hávaði,
slys og olíuleki. Hvar eru nú lofts-
lagsmálin? – Og eyðileggja þarf nú
uppeldissvæði fisksins okkar.
Ljót mynd er í huga mér: Orku-
pakki 3. Sjúga skal orkuna úr
landinu til þægðar Evrópu og auð-
mönnum. Já, Mammon krefst
fórna. Allt þetta vilja steingeldir
og getulausir stjórnmálamenn
okkar samþykkja, allskonar óværu
yfir land og þjóð í þágu annarra
ríkja. Ég mótmæli orkupakka þrjú
og stórskipahöfn.
Hvar eruð þið, þingkonur ?
Hvernig framtíð ætlið þið börnum
ykkar og barnabörnum. Vaknið,
það mætti segja mér að þing-
heimur hafi ekki hugmynd um það
hverjir séu búnir eða þegar að
kaupa sér land, – og þar með þið,
konur. Við höfum dómsmálaráð-
herra sem sagði: „Það skiptir ekki
máli hvort Íslendingur eða útlend-
ingur kaupa jarðirnar“. Hún hefur
líka veitt ótal undanþágur til út-
Land og
auðlindir til sölu
Eftir Stefaníu
Jónasdóttur
Stefanía Jónasdóttir