Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 60
60 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018
Valli frændi var
einkar skemmtileg-
ur maður. Hann
hafði gaman af að fræða um alla
skapaða hluti og hann hafði óbil-
andi áhuga á svo mörgu. Er við
hjónin vorum eitt sinn á leið til
Ítalíu fannst honum tilvalið að við
kæmum við í Carrara, þar væri
marmarinn svo skjannahvítur og
fallegur, enda stytturnar í Róm
höggnar úr marmara þaðan. Við
fórum að hans ráðum og áttum
góðan dag í námunum og við að
skoða allar myndastyttubúðirnar
þar í kring.
Allt frá því ég man eftir mér
geislaði frá honum gleði og vin-
Benedikt
Gunnarsson
✝ BenediktGabríel Val-
garður Gunnarsson
fæddist 14. júlí
1929. Hann lést 22.
nóvember 2018.
Útför Benedikts
fór fram 4. desem-
ber 2018.
átta til okkar systk-
inanna og síðar til
okkar hjóna. Hann
var frásagnaglaður
og hafði frá mörgu
skemmtilegu að
segja.
Fyrstu minning-
ar um hann tengjast
heimili ömmu á
Laufásvegi 45B. Við
fórum þangað í
heimsóknir með
móður okkar, en í okkar hug vor-
um við bræður reyndar að sækja
heim móðurbræður okkar þá
Valla og Veturliða, því við vorum
ekkert sérstaklega velkomnir að
kaffibollum og vísindalegum um-
ræðum þeirra mæðgna.
Þeir bræður höfðu tvö lítil her-
bergi innst á gangi í viðbyggingu
hússins og börðum við oftast
hressilega að dyrum. Þá heyrð-
ust hróp að innan og spurt hvort
komin væru tröll eða risar í hús-
ið. Dyr voru opnaðar: „Nei, það
eru bara litlu álfarnir sem eru
komnir“ sögðu þeir fegnir. Eitt
af skemmtiatriðum þessara
heimsókna var að þeir köstuðu
okkur bræðrum á milli sín og
flugum við í loftinu eins og
vængjaðir sláturkeppir. Þessu
fylgdu svo mikil fagnaðarlæti að
amma kom felmtruð fram og
ávítti okkur fyrir ólætin og sér-
staklega þá eldri bræðurna, sem
bara glottu og báðu hana að taka
þessu rólega, það væri algengt að
litlir strákar væru með svona
ólæti. Amma leit þá hvasst á okk-
ur litlu bræðurna og sagði okkur
að hafa ekki svona hátt.
Þegar þeir bræður voru í
myndlistarnámi áttu þeir það til
að nota þvottahúsið til listsköp-
unar og var gamla konan móðir
þeirra lítið hrifin af því. Taurull-
an var notuð til að þrykkja dúk-
ristur og tréristur og varð öll út-
ötuð í bleki og til lítils gagns við
að ganga frá þvottinum.
Svo bar það við einn daginn er
við komum í heimsókn að Vet-
urliði var farinn út í heim og
skömmu síðar svaraði Valli kalli
okkar ofur rólega, enda sat ung
og falleg kona hjá honum og
brosti við okkur pottormunum.
Ásdís, unnusta Valla, varð fljótt
góður vinur þótt hún væri vita
gagnslaus í þá leiki sem við vor-
um vanir og urðum við að láta
okkur nægja blýanta og blöð. Ás-
dís var, eins og eiginmaðurinn,
yndisleg persóna í alla staði og
nú búum við að góðum minning-
um um þessa góðu vini.
Aldrei heyrði ég Valla hall-
mæla nokkrum manni svo ég
muni. Ungur var hann vinstri-
sinnaður en síðari árin fannst
mér hann fremur meta manngildi
persóna en stjórnmálalegar
skoðanir. Sjálfur var hann rétt-
sýnn og reykti hvorki né drakk
neitt sterkara en kakó. Sem
myndlistarmaður var hann ákaf-
lega vandvirkur og fær á sínu
sviði, hugmyndaríkur og ná-
kvæmur.
Það liggur fyrir okkur flestum
að feta brautina til himins fyrr
eða síðar og nú hefur Valli frændi
lagt á þann stíg. Innilegustu
samúðarkveðjur sendum við Val-
gerði, Grími, fjölskyldu þeirra og
frændgarði öllum.
Helgi Torfason
og Ella B. Bjarnarson.
Það má velta því fyrir sér hvað
fátæk hjón á Suðureyri við Súg-
andafjörð, þau Gunnar Halldórs-
son og Sigrún Benediktsdóttir
kona hans, gáfu börnunum á
heimilinu að borða á uppvaxtaár-
um þeirra á þriðja áratug síðustu
aldar. Eða voru viðmót og við-
brögð foreldranna sérstaklega til
þess fallin að örva menntunar- og
sköpunarþörf ungviðisins á heim-
ilinu? Hér er ekki spurt alveg út í
hött. Því staðreyndin er sú að frá
þessu heimili – og úr þessari
sömu fjölskyldu – eru komnir
hvorki fleiri né færri en fjórir
myndlistarmenn, fimm ef tekið
er tillit til þeirra afkomenda.
Aðrir í systkinahópnum gátu sér
einnig gott orð, urðu t.d. afreks-
fólk í skák og íþróttum.
Þekktastir myndlistarmann-
anna fimm voru án efa Veturliði
(d. 2004) og Benedikt, sem nú er
genginn til feðra sinna. Báðir
settu þeir mark sitt á íslenska
myndlist á seinni hluta tuttug-
ustu aldar, en skapferli þeirra og
auðna voru afar ólík. Þó var í
verkum þeirra beggja, og raunar
annarra myndlistarmanna í fjöl-
skyldunni, öflugur strengur ljóð-
rænnar innlifunar og róman-
tískrar viðkvæmni, sem oft var
erfitt að hemja.
Benedikt var meðal brautryðj-
enda í íslenskri málaralist á
sjötta áratug síðustu aldar. Virt-
ustu álitsgjafar þessa tíma,
Hörður Ágústsson og Valtýr Pét-
ursson, lýstu honum þráfaldlega
sem einum mesta hæfileika-
manni sinnar kynslóðar. Bene-
dikt var fyrstur íslenskra mynd-
listarmanna til að fá inni á
frönsku galleríi árið 1953, þá ein-
ungis 24 ára. Um sýningu hans í
Listamannaskálanum árið 1954
skrifaði annar merkismaður,
Ragnar Jónsson í Smára, mikla
lofgjörð í tímarit sitt, Helgafell.
Hins vegar rakst Benedikt illa
í þeirri breiðfylkingu listamanna
sem kennd var við September, og
því hefur hann tæpast notið við-
líka sannmælis eftirkomenda og
þeir. Áhugasvið hans var einfald-
lega of vítt, ímyndunaraflið of
óstýrilátt og umburðarlyndið of
mikið. Meðan félagar hans ein-
blíndu á það sem var að gerast í
myndlistarheiminum sótti Bene-
dikt tónleika og fyrirlestra um
bókmenntir og heimspeki, auk
þess sem hann hafði brennandi
áhuga á vísindum og tækni. Allt
rataði þetta inn í myndir hans,
hlutbundnar og óhlutbundnar, og
jók á framandleika þeirra í aug-
um þeirra sem fylgdu „línunni
frá París“.
Í augum þess sem þetta skrif-
ar eru mörg verk Benedikts frá
þessum umbrotatíma með áhrifa-
mestu verkum íslenskrar ab-
straktlistar.
Fyrir Benedikt var myndlistin
ekki einkamál myndlistarmanns-
ins, heldur menntandi afl í sam-
félaginu. Í þeirri trú gerðist hann
myndmenntakennari kennara-
efna við Kennaraskólann í ára-
raðir og þar með einn af þeim
sem helst mótuðu myndlistars-
mekk landsmanna. Myndlistar-
upplifunin var honum sem andleg
upphafning; til eru margar lýs-
ingar nemenda og fylgdarmanna
hans á orðlausri andakt hans
gagnvart hinum „stóru“ lista-
verkum sögunnar.
Í persónulegri viðkynningu
var Benedikt einstakt ljúfmenni;
hlýr, góðgjarn og sanngjarn í
garð starfsbræðra sinna. Til hins
síðasta varðveitti hann fróðleiks-
fýsn sína og hæfileikann til að
hrífast. Af fundum hans fóru
menn bjartsýnni og glaðari í
bragði.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Fallinn er frá
góður nágranni og
vinur okkar til
margra áratuga, Gissur Þorvalds-
son.
Upphaf vináttunnar má rekja
til frumbýlingsára í Seljahverf-
inu. Þegar fyrstu húsin voru að
rísa. Við höfðum fengið úthlutaða
lóð við Akrasel árið 1974. Fyrstu
íbúðagötuna í hverfinu. Í septem-
ber haustið áður höfðu þau hjón,
Hefna og Gissur, tekið fyrstu
Gissur Þorvaldsson
✝ Gissur Þor-valdsson fædd-
ist 1. september
1929. Hann lést á
Landspítalanum
22. nóvember 2018.
Útför Gissurar fór
fram 5. desember
2018.
skóflustunguna að
sínu húsi og raunar
þessu nýja íbúða-
hverfi. Þau voru
frumbýlingarnir.
Svo skemmtilega
vildi til að lóðir húsa
okkar lágu saman.
Raunar lóðir þriggja
húsa við götuna og
síðar var tekin
ákvörðun um að
skipuleggja þær
sem heild. Sem eitt landsvæði.
Með því varð til skemmtilegur
garður og börnin fengu gott
svæði til þess að athafna sig við
ýmsa leiki, enda útileikir algeng-
ari en síðar hefur orðið. Þetta
tryggði samganginn og treysti
vináttuna.
Á þessum árum átti fólk sjálft
við byggingaframkvæmdir og oft
var flutt inn í húsin nánast hálf-
byggð og svo haldið áfram að
vinna. Þannig var það í tilviki
Hrefnu og Gissurar og einnig
okkar og eflaust margra annarra.
Innréttingar í eldhúsum og aðrar
sjálfsagðar nauðsynjar voru varla
komnar. „Við vorum næstum eins
og útilegumenn þarna efra og
eina öryggið sem við höfðum var
að oft stóð lögreglubíll niður und-
ir Alaska eða að þeir voru að
keyra þarna um,“ sagði Gissur
eitt sinn í blaðaviðtali.
Árin liðu og samskipti okkar
nágrannanna rofnuðu aldrei. Eft-
ir að Hrefna og Gissur ákváðu að
skipta um húsnæði. Að minnka
við sig, eins og það er kallað þegar
börnin eru farin á flug, héldum
við áfram að hittast. Oftast í há-
deginu og þá var spjallað um dag-
inn og veginn og nutum við oft
góðs af sagnahæfileikum Gissur-
ar.
Eina hefð höfðu þau Hrefna og
Gissur. Hún var að efna til skötu-
veislu á Þorláksmessu. Nutum við
góðs af enda hélst hefðin þótt þau
færðu sig um set úr Akraselinu.
Hann hafði mikinn áhuga á
hinu liðna. Var vel lesinn, ekki síst
í Íslendingasögum, og vitnaði oft í
fornan kveðskap, einkum Háva-
mál. En Gissur fékkst við fleira en
gamalt grúsk. Hann var útivist-
armaður, stundaði líkamsrækt,
fór á skíði, iðkaði júdó og sund.
En bestu stundir átti hann þegar
hann naut sólar á pallinum heima
eða á ferðum erlendis.
Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Samúðarkveðjur til Hrefnu og
fjölskyldu.
Þorbjörg, Sigtryggur
Rósmar, Gyða og Magnús
Fjeldsted.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Okkar ástkæri,
ÁRNI JÓHANNESSON,
Kópavogsbraut 83,
lést 28. nóvember á Landspítalanum í
Fossvogi.
Útförin verður frá Lindakirkju í Kópavogi
föstudaginn 7. desember klukkan 15.
Fósturbörn, afabörn, langafabörn
og systkini hins látna
Elsku sonur okkar, bróðir og frændi,
PÁLL INGI PÁLSSON,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall hans.
Maj-Britt Kolbrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson
Páll Halldórsson Greta Önundardóttir
Hafdís Pálsdóttir
Ágústa Pálsdóttir Haukur Hafsteinsson
systrabörn og aðrir aðstandendur
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR ODDNÝ JANSEN,
Sandavaði 9, Reykjavík,
lést á Landspítalanum 19. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Jan Jansen
Kristín Ólöf Jansen Kristján Jónsson
Aksel Jansen Sandra Margrét Sigurjónsd.
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SMÁRI SÆMUNDSSON
Hverahlíð 9, Hveragerði,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans
sunnudaginn 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 7. desember
klukkan 13.
Guðríður Gísladóttir
Brynjólfur Smárason Kristín Pétursdóttir
Guðmunda Smáradóttir Þorsteinn Helgi Steinarsson
Sævar Smárason Harpa Dís
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
SÆMUNDUR ÖRN SVEINSSON
lést á hjartadeild Landspítalans
fimmtudaginn 29. nóvember.
Útför fer fram frá Guðríðarkirkju
mánudaginn 10. desember klukkan 13.
Vígdögg Björgvinsdóttir
Sveinn Sæmundsson
Arna Sæmundsdóttir Trausti Bragason
Stefanía B. Sæmundsdóttir Einar Ásbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn