Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 61

Morgunblaðið - 06.12.2018, Side 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 ✝ Geirlaug Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 19. október 1945. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 22. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Guðgeirsson hárskerameistari frá Hellissandi, f. 24. ágúst 1915, d. 24. maí 1987, og Elín Einars- dóttir húsmóðir frá Mýrarkoti í Skagafirði, f. 12. október 1913, d. 2. júlí 2003. Systur Geirlaug- ar eru: Auður, f. 1947, d. 19. júlí 2006, Lína og Svava, f. 1951. Í Börn þeirra eru: Ísak, f. 25. september 2010, Andri, f. 14. nóvember 2012, og Freyr, f. 27. nóvember 2016. 1955 flutti fjölskylda Geir- laugar til Hafnarfjarðar og bjó hún þar alla tíð síðan. Eftir barnaskóla lauk hún gagn- fræðaprófi frá Flensborgar- skóla og síðar prófi frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hún vann við ýmis skrifstofu- störf í Hafnarfirði og Reykjavík en lengst af sem launafulltrúi á skrifstofu Sólvangs í Hafnar- firði og lauk þar sinni starfs- ævi. Geirlaug sat um tíma í stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar og tók þátt í starfi Vorboð- ans, félags sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði. Útför Geirlaugar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. desember 2018, og hefst at- höfnin kl. 13. apríl 1973 giftist Geirlaug Vigfúsi Helgasyni múr- arameistara, f. 29. mars 1951, þau skildu árið 1997. Börn þeirra eru: Helgi, f. 5. maí 1974, og Hildur, f. 9. september 1981. Helgi er kvæntur Elínu Önnu Hreins- dóttur, f. 12.desem- ber 1971. Börn þeirra eru: Lí- ney, f. 7. júní 2000, Helga Sigurlaug, f. 12. mars 2007, og Hildur Ingibjörg, f. 2 ágúst 2012. Hildur er í sambúð með Jani Pitkäjärvi, f. 13. maí 1975. Í dag verður til hinstu hvílu borin mín elskulega frænka Geirlaug, þó hennar sé sárt saknað verður hennar minnst sem aðdáunarverðrar konu. Konu sem segja má að hafi um alllangt skeið verið fangi í eigin líkama. Geirlaug bjó yfir miklu and- legu atgervi sem var óskert uns hún missti meðvitund stuttu fyr- ir andlát sitt. Þrátt fyrir þetta erfiða hlut- skipti höndlaði hún það hlutverk af hugrekki og æðruleysi. Hún lét ekki hugfallast þó heilsunni hrakaði stöðugt og spilaði hún á eftirtektarverðan hátt úr þeim spilum sem henni voru gefin. Vinsemd og glaðværð ein- kenndu hana alla tíð og þessir kostir fóru ekki framhjá sam- ferðafólki hennar, enda var hún hvers manns hugljúfi og í mikl- um metum hjá öllum sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga samleið með henni á lífsleiðinni. Því láni átti ég að fagna, fyrst á okkar yngri árum sem heima- gangur á Suðurgötu 68, þar var mér ávallt vel tekið af foreldrum hennar, þeim Guðmundi og konu hans Elínu, eða Ellu eins og hún var einatt kölluð. Ein helsta ástæða komu minnar á heimilið var vinátta okkar Auðar, sem var ein af systrunum fjórum, en Auð- ur lést, langt fyrir aldur fram. Ég og eftirlifandi tvíburarnir, Lína og Svava, og hinar látnu systur, erum og vorum þremenn- ingar. Á síðari árum þegar um hægð- ist hjá mér heimsótti ég Geir- laugu á Sólvangsveginn og síðan á Hrafnistu, oft barst talið að af- komendum hennar og Vigfúsar, þeim Hildi og Helga, þeirra mök- um og barnabörnum, sem hún var mjög stolt af, sýndi hún mér margar myndir af þeim, og sagði frá því, sem var að gerast í lífi þeirra hverju sinni. Saman áttum við Geirlaug margar ánægjulegar samveru- stundir, jafnt innan Hrafnistu sem utan, þeirra stunda er vert að minnast með þakklæti og verða minningarnar frá þeim í heiðri hafðar. Ég og fjölskylda mín vottum öllum þeim sem tengdust Geir- laugu dýpstu samúð og öllum þeim, sem nú geta huggað sig við að vera afkomendur þessarar kjarkmiklu konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Jóhanna Gunnarsdóttir. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Kær vinkona er fallin frá eftir erfið veikindi. Við sitjum hérna vinkonurnar og rifjum upp minningar um Geir- laugu. Kynni okkar hófust í Barna- skóla Hafnarfjarðar þegar við vorum svo lánsamar að lenda saman í 10 ára bekk hjá okkar ástsæla kennara Hauki Helga- syni, sem einmitt var að hefja sinn feril sem kennari. Fljótlega stofnuðum við fimm skólasyst- urnar saumaklúbb og vináttan sem þar varð til hefur haldist fram á þennan dag. Það eru forréttindi að fá að vaxa og þroskast með góðum bekkjarfélögum sem halda góðu sambandi og hittast reglulega enn í dag. Geirlaug átti stóran þátt í því að halda þessum kynnum og hafði mikla ánægju af að taka þátt í ferðum og samkomum með þess- um góða hópi meðan heilsan leyfði. Minnug, nákvæm, samvisku- söm og skemmtileg eru orð sem koma fyrst upp í hugann þegar við hugsum til Geirlaugar vinkonu okkar, ef minnið brást okkur hringdum við í Geirlaugu og hún leysti málið. Geirlaug var líka mjög dugleg og bjó börnunum sínum þeim Helga og Hildi, sem hún var mjög stolt af, fallegt og gott heimili. Í gegnum sín erfiðu veikindi sýndi Geirlaug mikið æðruleysi og kvartaði aldrei, og nú þegar komið er að kveðjustund rifjast upp ýmsar skemmtilegar stundir eins og t.d. Akureyrarferðin okk- ar eitt sumarið þar sem við áttum yndislega daga saman og þá var nú mikið hlegið eins og svo oft áð- ur þegar við vorum saman. Minningar um góða vinkonu lifa í hjörtum okkar, við kveðjum með þakklæti í huga og vottum börnum hennar og öðrum að- standendum samúð okkar. Elínborg (Ella Matta), Kristín, Margrét (Magga), Ragnheiður (Ransý). Vetrarsólin vermir hafflötinn og himinninn er roðagylltur, ís- lensk kvöldfegurð sem á fáa sína líka. Allt er tært og hreint, Snæ- fellsjökull stendur í loga og bláma slær á Esjuna. Ljósrák ber við sjóndeildarhring, þetta himneska ljós sem við öll síðar hverfum í hefur nú tekið til sín eina af Ís- lands góðu konum. Við vinir henn- ar frá Sólvangi sitjum saman og söknum. Geirlaug Guðmundsdóttir vin- kona okkar var góð kona, farsæl í starfi sínu á skrifstofu Sólvangs til margra ára. Allir gátu leitað til Geirlaugar og ekki bara leitað heldur fengu úrlausn, því allt mundi Geirlaug og miðlaði. Launa- og kjaramál voru hennar sérsvið ásamt annarri skrifstofu- vinnu. Það hefur oft verið sagt að símavarslan endurspegli andlit stofnunarinnar. Þar var Geirlaug á heimavelli, mundi öll símanúm- er og þekkti annan hvern Hafn- firðing enda alin þar upp. Það fór því enginn bónleiður til búðar frá Geirlaugu okkar. Það ríkti mikil samheldni á vinnustaðnum, gilti einu hvort um var að ræða þvottahúsið, eldhúsið, vinnustofuna, æfingastofuna, skrifstofu hússins, húsverði, um- sjónarmann, bókasafn, sjúkra- deildirnar á hæðunum eða skrif- stofu hjúkrunarforstjóra, fræðslustjóra og lækna. Öll reyndum við eftir bestu getu að þjóna heimilisfólkinu sem best, hafa fagmennsku og gleði ríkjandi og gera þannig Sólvang að fram- úrskarandi vinnustað. Starfs- mannafélagið var duglegt að standa fyrir hverskyns uppákom- um. Ferðirnar á Sólbakka, hús Sólvangs í Hveragerði, gleymast seint. Geirlaug var dugleg að sækja alla okkar fagnaði þótt herra Parkinson væri fylgisveinn hin síðari ár. Fyrrverandi starfsmenn hittast alltaf og fá sér kaffisopa saman fyrsta fimmtudag í mán- uði. Alltaf mætti Geirlaug, oft meira af vilja en mætti, við dáð- umst að dugnaði hennar og styrk. Hver morgunn nýr, hugvekjur Jónasar heitins Gíslasonar vígslu- biskups í Skálholti eru einstök bók. Þar tekur hann fyrir alla helgidaga ársins með skírskotun kristinnar trúar til nútímans. Ein fjallar um hvort nafn þitt sé skráð í Lífsins bók. Mikið held ég vér yrðum undrandi, ef vér flettum Lífsins bók, er geymir nöfn þeirra sem lofsyngja lambinu í hvítklæddum skaranum á himnum. Þar ber lítið á mörgum þeim valdsmönnum veraldar er skreyta spjöld sögunnar. Meir á nöfnum þeirra, er fáir tóku eftir hversdagslega þeir þjónuðu Guði í kyrrþey og vöktu sjaldan athygli fjöldans. Geirlaug hefur fengið nafn sitt skráð í Lífsins bók; hún er farin til Guðs og hefur með sinni alkunnu röggsemi sagt við Lykla-Pétur: Ljúktu upp fyrir mér. Mér er boðið í himin Guðs. Og Pétur hefur lokið upp því himnaríki er fyrir boðsgesti Jesú Krists og Geirlaug var einn af þeim. Sendum börnum og fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Geirlaug- ar Guðmundsdóttur. F.h. samstarfsfélaga og vina á Sólvangi, Sigþrúður Ingimundardóttir. Geirlaug Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma mín Ég geng til þín. Í kyrrðina. Návist þín veitir mér rósemd. Og á ögurstundu fæ ég að vera hér með þér, núna. Jafnvel þó þú sjáir mig ekki þá er ég hér í kyrrðinni í rósemdinni og í öllum þínum kærleika. Ég kýs kærleikann. Og ég kveð þig með hann í hjarta. Líney Helgadóttir. ✝ BjarnfríðurHaraldsdóttir fæddist á Akranesi 16. mars 1940. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 27. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru Haraldur Gísli Bjarnason tré- smíðameistari, f. 8. janúar 1905, d. 1998, og Sigríður Þ. Guðjónsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 10. október 1910, d. 1995. Bjarnfríður var önnur í röð þriggja systkina en systkini hennar eru Guðjón, f. 24. febrúar 1936, og Ólöf Jóna, f. 15. febrúar 1946, bæði búsett á Akranesi. Geir Sturluson, f. 28. júní 1990, og eiga þau þrjá syni: Styrmi Ara, f. 14. mars 2014, Óliver Ágúst, f. 14. júlí 2016, og Sigurð Fannar, f. 14. janúar 2018. b) Þorsteinn f. 30. september 1991. c) Ingibjörg Elín, f. 27. maí 1998. 2) Sæunn Ingibjörg, f. 8. janúar 1971, maður hennar er Björn Baldursson, f. 14. maí 1970, börn þeirra eru Baldur, f. 21. mars 2003, Sigurður Ingi, 21. mars 2003, og Bjarnfríður Ólöf, f. 14. febrúar 2005. Úr fyrri sambúð á Björn tvo syni, Ármann Örn, f. 13. júní 1990, og Steinar, f. 9. febrúar 1995. 3) Haraldur, f. 19. mars 1975, sambýliskona hans er Elín Heiða Þorsteinsdóttir, f. 6. mars 1984. Börn þeirra eru Þor- bergur Óttar, f. 21. júlí 2012, og Steinunn Inga, f. 3. júní 2014. Bjarnfríður ólst upp á Mána- braut 9 á Akranesi og gekk í barnaskólann og síðar Gagn- fræðaskóla Akraness. Einnig fór hún eitt misseri í Húsmæðraskól- ann í Reykjavík. Hún byrjaði á unga aldri í vist hjá Hauki lækni, bæði á Akra- nesi og í Reykjavík. Einnig starf- aði hún á vistheimilinu Skálatúni í Mosfellsbæ og sem afgreiðslu- stúlka hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, Akranesi. Eftir að börnin uxu úr grasi vann hún sem verkakona hjá Haraldi Böðvars- syni og co. og einnig sem aðstoð- arkona matráðs í leikskólanum Teigaseli á Akranesi. Bjarnfríður og Sigurður stofnuðu heimili í Ásfelli 1 og síð- ar byggðu þau sér hús í Ásfelli 3. Þau voru með fjárbúskap og nokkra hesta og sá Bjarnfríður um bústörfin ef Sigurður var í burtu vegna vinnu. Þau hjónin voru samhent og undu sér vel við sveitastörfin. Þau bjuggu á Ás- felli 3 allt þar til um mitt þetta ár, en þá fluttu þau á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Útför Bjarnfríðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 6. desem- ber 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Bjarnfríður gift- ist 1. september 1962 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Inga Hjálm- arssyni bifreiða- stjóra og bónda, f. í Kollafjarðarnesi 18. mars 1935. For- eldrar hans voru Hjálmar Jónsson, f. 1910, d. 1993, og Sæunn Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 1908, d. 1976. Bjarnfríður og Sigurður eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Sig- ríður, f. 8. febrúar 1962, maður hennar er Jón Ágúst Þorsteins- son, f. 24. mars 1962. Börn þeirra eru: a) Hildur, f. 4. maí 1990, maður hennar er Guðmann Elsku mamma. Að missa þig, svona fyrirvaralaust, skilur okk- ur systkinin eftir harmi lostin. En þegar mesta áfallið líður hjá birtist mikið þakklæti í hug okkar og hjarta. Þú varst „límið“ í fjölskyld- unni, vildir alltaf hafa sem flesta í kringum þig. Við erum óendanlega þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíl í friði, elsku mamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Sigríður, Sæunn Ingibjörg og Haraldur. Þegar ég í dag kveð mína kæru tengdamóður, Fríðu á Ás- felli, finn ég fyrir þakklæti fyrir allar þær góðu samverustundir sem við fjölskyldan áttum sam- an og vináttuna síðustu þrjátíu árin eða svo. Hún Fríða var ákaflega ljúf kona, Ásfellið hennar var henn- ar ríki og fjölskyldan hennar fjársjóður. Hún undi sér í góðra vina hópi, ekki síst við spila- mennsku. Framan af ævi var helsta áhugamál hennar og þeirra hjóna búskapur með kindur og hesta, meðfram hefðbundinni vinnu sem þau stunduðu utan heimilis. Í búskapinn nýttu þau mestallan sinn frítíma sem gafst, á vorin við sauðburð og á haustin við smalamennsku, rétt- ir og sláturgerð. Í öllum þessum verkum var hún verkstjórinn, vissi hvað þurfti til, hvar allt var og stjórnaði framvindu mála. Hjá henni voru hlutirnir í föst- um skorðum og henni hugnaðist ekki breytingar, breytinganna vegna. Henni fannst hún alla tíð hafa verið lánsöm, en spilaði líka vel úr því sem í hendi var og lífið bauð upp á. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og var hafsjór af fróð- leik í þeim efnum. Auk þess að kryfja heimsmálin var ættfræði oftar en ekki umræðuefnið í eld- húsinu á Ásfelli, og flett í íbúa- talinu milli kaffibolla. Núna síðustu árin hefur hún notið þess að mæta reglulega á Ljósmyndasafn Akraness ásamt hópi af fólki til að bera kennsl á fólk og staði á gömlum mynd- um. Þá var hún í essinu sínu. Hún hafði gaman af því að ferðast innanlands og elskaði landið sitt. Fleiri tækifæri gáf- ust til þess eftir miðjan aldur, eftir að þau hættu með skepnur og voru laus við heyskap í hvert sinn sem sólin skein. Fríða var um ævina heilsu- hraust, þótt gigtin hefði gert vart við sig. Hún veiktist í baki í febrúar sl. og eftir það var hún inn og út af sjúkrahúsi allt fram á vor. Var þetta erfiður tími og um vorið fengu þau hjónin dval- arrými á Höfða. En í haust horfði til betri tíma. Heilsan var að mestu komin aftur, þótt hreyfigetan væri skert. Henni leið vel á Höfða, var hress og lífið virtist hafa fundið sér betri farveg. Í hönd fór góður tími allt til þess að hún mjög óvænt kvaddi þetta jarðlíf. Ég sakna góðs vinar, en minning um góða konu lifir. Jón Ágúst Þorsteinsson. Fallin er frá góð kona. Elsku ömmu Fríðu (eða ömmu Hrífu eins og við köll- uðum hana) verður sárt saknað. Hún var hjartahlý kona sem unni fjölskyldu sinni mikið. Fjölskyldan var í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Þar af leiðandi borðaði hún ósjaldan standandi við eldhússkápinn þegar þröng var á þingi á matmálstímum. En hún var líka ákveðin kona sem stóð á sínu. Það skipti engu máli hvað var á dagskrá í fjölskyld- unni, amma tók þátt. Hvort sem það var barnapössun, að bresta í dans, að skipuleggja hluti eða bara almennur fíflagangur. Fráfall hennar var óvænt í þeim skilningi að við töldum okkur eiga mun meiri tíma eftir með ömmu. Tíminn er verðmæt- astur af öllu og ekki sjálfsagður. Þess vegna megum við vera þakklát fyrir þær ótalmörgu góðu stundir sem við fengum að njóta. Amma mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjörtum okkar. Fjögurra ára barnabarnabarn hennar komst vel að orði þegar hann sagði „en hún verður alltaf amma mín á meðan ég á myndir af henni“. Enginn deyr í raun fyrr en gárurnar sem þeir skilja eftir í heiminum fjara út – (Terry Pratchett). Hildur, Þorsteinn og Ingibjörg Elín Jónsbörn. Bjarnfríður Haraldsdóttir Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu, móður, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, AGNESAR GEIRSDÓTTUR, Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki d-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýja og góða umönnun og sr. Erlu Guðmundsdóttur fyrir ómetanlegan stuðning. Guðjón Guðmundsson Geir Rúnar Birgisson Laufey Ólafsdóttir Hrafnhildur Birgisdóttir Aðalsteinn Sigurðsson Kristín Guðjónsdóttir Gísli Stefán Sveinsson Hildur Guðjónsdóttir Arnar Snæberg Jónsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.