Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 67

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 67
vatnsprófastsdæmi 1989-98 og sókn- arprestur í Vestmannaeyjaprestakalli 1998-2015. Hann var sjúkrahús- prestur á námsleyfisári á TGH- sjúkrahúsinu í Tampa á Flórída 2003- 2004. Kristján var vígður vígslubiskup í Skálholti hinn 22.7. 2018. Kristján var stundakennari við Vesturhópsskóla 1990-97 og við Grunnskóla Hvammstanga 1996-97. Hann sat í samninganefnd Blaða- mannafélags Íslands 1988-89, sat í stjórn Prestafélags hins forna Hóla- stiftis 1994-96 og formaður 1998, sat í héraðsnefnd Kjalarnesprófastsdæmis 1998-2000, í byggingarnefnd Staf- kirkjunnar í Heimaey 1998-2000 og stjórnarformaður kirkjunnar frá 2000-2014, sat á kirkjuþingi 2002- 2010, í kirkjuráði 2006-2010, í stjórn Skálholts 2007-2011, í stjórn Stofn- unar Sigurbjörns Einarssonar, í stjórn Prestafélags Íslands 2011-2018 og þar af formaður í fjögur ár, for- maður samstarfsnefndar norrænu prestafélaganna 2014-2016, sat í ráð- gjafarnefnd utanríkisráðuneytisins um aðildarumsókn Íslands að Evr- ópusambandinu og hefur setið í mörgum nefndum á vegum kirkj- unnar. Hann var forseti kiwanis- klúbbsins Helgafells 2005-2006 og er frímúrari frá 1995. Kristján hefur frá unga aldri haft áhuga á fjallamennsku og starfi hjálp- arsveita. Hann starfaði í Hjálparsveit skáta í Kópavogi frá 1976, í Flug- björgunarsveit Vestur-Húnavatns- sýslu frá 1989 og í Björgunafélagi Vestmannaeyja frá 1998. Kristján er viðræðugóður, þægi- legur í viðmóti, brosmildur og glað- sinna. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Guðrún Helga Bjarnadóttir, f. 6.4. 1963, leik- skólakennari og nú leiðsögumaður og ráðgjafi hjá forvarnarsamtökunum Blátt áfram. Foreldrar hennar: Hjón- in Elín G. Guðmundsdóttir, f. 19.3. 1939, sjúkraliði, og Bjarni Benedikt Ásgeirsson, f. 13.8. 1937, d. 24.1. 2009, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Fyrri kona Kristjáns er Sigrún Vallaðsdóttir, f. 5.11. 1957, sjúkraliði í Reykjavík.. Dætur Kristjáns og Sigrúnar eru: Ólöf, f. 18.1. 1980, verkfræðingur í Reykjavík, en maður hennar er Pétur Vilhjálmsson stjórnsýslufræðingur og eru börn þeirra Sigrún Elísabet, Vilhjálmur Einar og Arnaldur Elvar; og Kristín Rut, f. 25.11. 1983, sjálf- bærnifræðingur í Lundi í Svíþjóð en maður hennar er Fredrik Sjö tölvu- leikjahönnuður og eru börn þeirra Freja Ísafold og Vallaður Magni. Synir Kristjáns og Guðrúnar Helgu eru: Bjarni Benedikt, f. 1.2. 1989, verkfræðingur í Osló, en kona hans er Julia Viherlahti fiðlukennari; Sigurður Stefán, f. 22.11. 1990, húsa- og húsgagnasmiður í Reykjavík; og Björn Ásgeir, f. 2.7. 2003, nemi. Systkini Kristjáns eru Ágústa, f. 22.6. 1955, bókasafnsfræðingur í Hafnarfirði; Sigurður, f. 28.7. 1957, söðlasmíðameistari og húsasmiður á Rauðlæk á Rangárvöllum; Björn Ágúst, f. 23.1. 1963, pípulagninga- meistari í Þorlákshöfn; og María Kristín, f. 15.9. 1968, líftæknifræð- ingur í Kaupmannahöfn. Foreldrar Kristjáns: Kristín Böge- skov, f. 17.8. 1935, d. 15.8. 2003, djákni í Reykjavík, var búsett í Kópavogi, og Björn Sigurðsson, f. 9.5. 1934, fv. lög- regluvarðstjóri, búsettur í Kópavogi. Kristján Björnsson Sigurður Sigurðsson b. í Lágu-Kotey í Meðallandi Ágústa Sigurðardóttir Bögeskov húsfr. í Rvík Kristín Bögeskov djákni í Rvík, búsett í Kópavogi Sören Maiman Bögeskov Christensen b. í Rvík Marie Christensen húsfr. í Lundi Daniel Christensen b. í Lundi á Jótlandi Sigrún Sigurðardóttir myndlistarkona í Rvík Rannveig Sigurðardóttir cand. phil. og kennari í Stokkhólmi Ágúst Matthías Sigurðsson pr. og rithöfundur á Prest- bakka í Hrútafirði, fræðimaður og rithöfundur Lárus S. Ágústsson umhverfisverkfr. í Danmörku María Ágústsdóttir héraðsprestur í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra Pauline Charlotte Amelie Andreasd. Jósefsson húsfr. í Kaupmannahöfn og Rvík Ágúst Jósefsson prentari, heilbrigðisfulltr. og bæjarfulltr. í Rvík María Júlíana Kristjana Ágústsdóttir húsfr. og cand.phil. esselja Stefánsdóttir húsfr. í Rvík SGuðmundur Ragnar Guðmundsson slökkviliðsstj. á Reykjavíkurflugvelli Sigurður Stefánsson prófastur og vígslubiskup á Möðruvöllum Guðrún Matthíasdóttir veitingak. í Rvík, af Fremri- Hálsaætt og Kópvatnsætt Stefán Hannesson b. á Þrándarstöðum í Kjós, af Bergsætt Úr frændgarði Kristjáns Björnssonar Björn Sigurðsson lögregluvarðstj. í Rvík, búsettur í Kópavogi Kristín Guðmundsdóttir húsfr. í Lágu-Kotey Gíslrún Sigurbjörnsdóttir húsfr. í Rvík Gunnar Sigurbjörnsson rekstrarhagfr. í Svíþjóð Björn Sigurbjörnsson prestur í Lyngby í Danmörku, var kvæntur Lilian Sigurbjörnsson Árni Bergur Sigurbjörnsson prestur í Áskirkju Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði við HÍ Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld Rannveig Sigurbjörns- dóttir hjúkrunarfr. í Rvík Karl Sigurbjörnsson fv. biskup Íslands Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands Einar Sigur- finnsson b. í Lágu- Kotey í Meðal- landi og á Iðu í Biskups- tungum ÍSLENDINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is VA agi 16.400 Jólagjafir sem ylja GOLA skinnkragi 16.800 KA r nkr DIMMA skinnskragi 12.900 DRÍFA skinnkragi 31.900 BYLGJA silfurrefskragi 26.400 KELDA trefill m/skinni 23.800 Einar Hjörleifsson Kvaranfæddist í Vallanesi í Suður--Múlasýslu 6.12. 1859 en ólst upp í Húnavatnssýslu og Skagafirði, sonur séra Hjörleifs Einarssonar, prests á Undirfelli, og f.k.h., Guð- laugar Eyjólfsdóttur. Fyrri kona Einars var Karen Mat- hilde Petersen sem lést 1887. Seinni kona hans var Gíslína Gísladóttir en þau gengu í hjónaband 1888. Einar og Gíslína áttu fimm börn, Matthildi, ömmu Ragnars Arnalds og lang- ömmu Eyþórs Arnalds; Sigurð; Ein- ar, afa Guðrúnar Kvaran, fv. ritstjóra Orðabókar Háskólans, Ragnar, afa Gunnars Kvaran sellóleikara, og Gunnar, föður Ragnars G. Kvaran. Einar lauk stúdentsprófi frá Reykjavíkurskóla 1881 og las hag- fræði við Hafnarháskóla en lauk aldr- ei prófi. Ásamt Hannesi Hafstein, Bertel E.Ó. Þorleifssyni og Gesti Pálssyni var hann einn af útgef- endum tímaritsins Verðandi sem boðaði raunsæisstefnu í bók- menntum. Einar var ritstjóri Heims- kringlu og síðan Lögbergs í Winni- peg 1885-95, meðritstjóri Ísafoldar í Reykjavík 1895-1901, ritstjóri Norð- urlands á Akureyri og fleiri blaða. Hann var einnig skrifstofustjóri Al- þingis í tvö ár. Einar var einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar á fyrstu þremur áratug- um aldarinnar, orti fjölda kvæða, samdi smásögur og skáldsögur. Hann var móralskur höfundur þar sem raunsæisstefnan vék æ meir fyr- ir kristilegum kærleiksboðskap og fyrirgefningarskyldu. Einar hafði einnig alla tíð haft áhuga á leiklist. Í Kanada hafði hann sett upp leikrit, leikstýrt og leikið og hann átti þátt í stofnun Leikfélags Reykjavíkur árið 1897. Einar hafði mikil áhrif á almenna þjóðmálaumræðu sem ritstjóri og blaðamaður, starfaði mjög að bind- indismálum og var stórtemplar um hríð, var upphafsmaður að spíritisma hér á landi og formaður Sálarrann- sóknarfélagsins og ritstjóri Morguns til dánardags 21.3. 1938. Merkir Íslendingar Einar H. Kvaran 90 ára Jóna Guðbjörg Steinsdóttir 85 ára Anna María Bjartmarz Friðrik A. Guðmundsson Kristín Sigfúsdóttir 80 ára Áslaug Hjartardóttir Gísli Gíslason Guðrún Sigríður Berg 75 ára Áslaug Ragnhildur Johnson Holm Elín G. Óskarsdóttir Guðmundur Leifsson Sigurjón H. Ólafsson 70 ára Agnes Sigurgeirsdóttir Bjarney S. Hermundsdóttir Guðjón Ármann Jónsson Guðný S. Gunnarsdóttir Guðrún I. Gunnarsdóttir Halldór Ben Jónsson Jónína Kristjánsdóttir Kristján Jóhannesson Linda Rós Kristjónsdóttir Magnús Einarsson Rúnar Benjamínsson Vigdís Hjaltadóttir Þórarinn Hallsson 60 ára Adam Glówczyk Auður Pétursdóttir Áslaug Jónsdóttir Einar Guðni Þorsteinsson Friðgerður Þorsteinsdóttir Gunnar K. Oddsteinsson Halldór Karl Hermannsson Helgi Sigurðsson Hildur G. Hákonardóttir Jón Örn Kristleifsson Kristján Björnsson Logi Úlfljótsson Salomeja Jokubaitiene Sigurgeir Jóhannsson Þorsteinn Helgason 50 ára Anna Maria Grzelak Dok-Or Chaemlek Einar Víðir Einarsson Gunnhildur Jóhannsdóttir Jón H. Kristinsson Margrét Kristjánsdóttir Örn Þór Alfreðsson 40 ára Anna Wanda Nadarzynska Axel Már Smith Drífa Ósk Sumarliðadóttir Finnbogi E. Tórshamar Finnur Freyr Harðarson Geir Jón Geirsson Grzegorz Mikolaj Stasinski Jinny Gupta Kjartan Ingi Kjartansson Kristín Klara Gretarsdóttir Kristján Tómas Árnason Mikolaj Marcin Miry Nicolae Dutu Moldovan Rafal Wojciech Partyka Robert Marcin Wosik Svava Ólafsdóttir Timea Szmilek Vigfús Pétursson 30 ára Adrian Pawel Bartkowiak Agnieszka Losiewska Ari Þór Þrastarson Auður Ösp Guðjónsdóttir Elsa Rut Sigurðardóttir Jóhanna Ögmundsdóttir Kalina Pietrzak Mariefe Arugay Zingapan Snorri Eldjárn Snorrason Unnur Skúladóttir Þuríður Jóna Steinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Þuríður ólst upp í Lyngholti í Bárðardal, býr á Akureyri, lauk BA-prófi í heimspeki frá HÍ og starf- ar við Amtsbókasafnið. Maki: Nicholas Björn Ma- son, f. 1986, starfar hjá Bílanausti á Akureyri. Foreldrar: Sigríður Svein- björnsdóttir, f. 1959, mat- reiðslukona við Fram- haldsskólann á Laugum, og Steinn Jóhann Jóns- son, f. 1954, bóndi í Lyng- holti. Þuríður Jóna Steinsdóttir 30 ára Unnur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk B.Ed.-prófi í grunnskóla- fræði frá HÍ og er nú flug- freyja hjá Icelandair. Maki: Sindri Tryggvason, f. 1987, starfar við flutn- ingastýringu hjá Sam- skipum. Sonur: Bjartur Sindra- son, f. 2016. Foreldrar: Skúli Gunnars- son, f. 1961, læknir, og Dagný Björnsdóttir, f. 1961, flugfreyja. Unnur Skúladóttir 30 ára Jóhanna ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk BSc-prófi í sálfræði frá HÍ og er í fæðingarorlofi. Maki: Andreas Estenson, f. 1989, nemi í tölvunarfræði. Dóttir: Kristín Lilja, f. 2013. Foreldrar: Valgerður Aðal- steinsdóttir, f. 1970, fram- kvæmdastjóri hjá Eigna- umsjá, og Ögmundur Ásmundsson Reykdal, f. 1968, framkvæmdastjóri Eignaumsjár. Jóhanna Ögmundsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.