Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 74

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 74
Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Jólabækurnar Galdrar og grimmilegarrefsingar, þar sem meint-um galdramönnum og-konum var gert að sök að hafa komið alls kyns óskunda af stað, eru vissulega ógnvænlegur tími Íslandssögunnar. Um leið er þessi kafli þó eins og eldstæði sem nútímamaðurinn dregst að og vill stara í eldinn, lesa og fræðast um galdrarúnir, -bækur, lætur jafnvel húðflúra sig með galdra- rúnum fyrri tíma. Um leið furðar nútíminn sig á hvernig ofur venjulegt fólk galt fyrir að því er virðist sakleysis- legar athafnir, eða jafnvel engar, sakleysislegt alþýðufikt og endaði í verstu tilvikum á einni af galdra- brennum 17. aldar. Í nýrri bók sinni, Galdra-Manga – Dóttir þess brennda, gerir finnski rithöfundurinn og þýðandinn Tapio Koivukari þessum kynngimagnaða kafla skil og tekur fyrir þekkt mál frá miðri 17. öld þegar Þórður Guð- brandsson í Munaðarnesi á Strönd- um var sakaður um að hafa með sín- um göldrum valdið veikindum stúlku sem dvaldist hjá honum í vist. Það var ekki hlaupið að því að hreinsa sig af slíkum ásökunum á þessum tímum. Eitt fræ grunsemda og sannanir máttu sín lítils gegn hærra settum mönnum og múgsefj- un, þar sem hvern bæjarhausverk- inn og kvillann á fætur öðrum var hægt að kenna kukli á næsta bæ. Saga Galdra-Möngu, Margrétar Þórðardóttur, eins og hún hét, hefst þegar hún er barn að aldri og fylgja lesendur henni eftir þar sem hún elst upp með föður sínum, tveimur bræðrum, öðrum alvarlega heila- sköðuðum eftir slys, og móður sem á við mikil veikindi að stríða. Þórði gengur vel að færa björg í bú, er aflasæll og umhverfi barnanna and- lega örvandi þar sem Galdra-Manga hefur yndi af því lesefni sem í boði er og rímum. Galdrastafir eru ekki fjarri daglegu lífi þar sem Þórður nýtir sína kunnáttu til að láta bú- skapinn og daglegt líf ganga sem best. Ógæfan dynur yfir þegar hús- móðirin deyr og vinnukona af ná- lægum bæ er ráðin til starfa. Hún unir sér vel hjá Þórði og fjölskyldu en þegar bræður hennar vilja fá hana til baka á eigin bæ og hún veikist við heimkomuna fellur grun- ur á Þórð, að hann hafi eitthvað með veikindin að gera þar sem hann var ósáttur við að hún færi. Eftir að hafa verið færður fyrir dómstóla og brenndur á Galdra-Manga í vök að verjast þar sem sjónir og illar tung- ur beinast næst að henni. Lesendur fylgjast með lífsbaráttu hennar og flótta undan því að hljóta sömu ör- lög. Frásagnargáfa Tapio Koivukari nýtur sín afar vel í fyrri hluta bók- arinnar. Líf alþýðufjölskyldu á Ströndum, þar sem dagleg verk og hugðarefni heimilisfólks, einkum Þórðar, eru í ljóslifandi nálægð við lesandann, sögusviðið og persónur vekja forvitni. Þekking höfundar á umhverfi og tíðaranda er mikil og frásögnin er trúverðug og djúp. Þegar Þórður er horfinn af sjónarsviðinu og lesanda finnst að sviðsljósið ætti að beinast enn frek- ar að Galdra-Möngu þar sem Þórð- ur hefur verið meginefni fyrri hluta, er eins og aðalpersónan fjarlægist og lesandinn fái aldrei almennilegan aðgang að henni það sem eftir lifir sögunnar. Mikið pláss fer í sjónar- horn og vangaveltur presta, svo sem séra Tómasar, barnsföður Möngu, og eru þær æði oft langdregnar. Þá verða þeir kaflar þar sem frásögnin snýst um Möngu ekki heldur til að færa persónuna sjálfa nær okkur og er þar talsverðs að sakna, þar sem undirrituð hefði frekar viljað sjá púðri eytt í að kynnast Möngu sjálfri, hennar innra lífi og vanga- veltum en þeirra manna sem hafa með örlög hennar að gera. Sek uns sakleysi er sannað Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Frásagnargáfa Tapio Koivukari nýtur sín afar vel í fyrri hluta bókarinnar,“ segir rýnir sem hefði kosið að kynnast Möngu betur. Skáldsaga Galdra-Manga – Dóttir þessa brennda bbbnn Eftir Tapio Koivukari. Sigurður Karlsson þýddi. Sæmundur, 2018. Innb., 297 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Liðin augnablik koma ekki aftur en örsmá lauf halda áfram að spretta upp úr sandinum þótt þau hafi áður verið fótum troðin. Í nýrri ljóðabók Arngunnar Árna- dóttur, Ský til að gleyma, fjalla mörg ljóðanna, rétt eins og hér, um eitthvað sem er liðið, um minningar, drauma eða hugsanir. Augnablikin koma ekki aftur en tíminn líður og gróðurinn sprett- ur áfram. Þótt það sé enginn yfirþyrmandi tregatónn yfir flaumi tímans vill ljóðmælandinn gjarnan geta stöðvað flæðið; hún spyr á öðrum stað hvort hún þurfi að vera til og hvort það verði að vera samfella í tíma. Hún vildi gjarn- an staðnæmast og „sameinast þess- um ilmi / þessu ljósi“ og ylja sér við minningar sem dregnar eru upp, sparlega en á myndrænan hátt. Þetta er önnur ljóðabók Arngunn- ar. Sú fyrri, Unglingar, er ekki mikil um sig en kynnti til leiks athyglis- vert skáld með persónulega rödd og tæran tón. Skáldsagan Að heiman, sem hlaut nýræktarstyrk Mið- stöðvar íslenskra bókmennta, var enn athyglisverðari og í góðri sög- unni var tónninn fíni enn til staðar og einkennandi – rétt eins og í þess- ari nýju bók. Og tær og persónu- legur tónn á vitaskuld ekki að koma á óvart þegar skáldið sem á í hlut er fyrsti klarínettuleikari Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og blæs með sérlega fallegum, tilgerðarlausum og einkennandi tóni. Það hefur rýnir margoft heyrt og notið á tónleikum. Það eru 25 ljóð í bókinni. Í einu stuttu er þeyst í verslunarmiðstöð með einhvern tilgang en skyndilega rifjast upp mynd af ömmum með „hendur æðaberar og silkimjúkar / fagur fiskur í sjó“. Og í minningu um liðið kvöld minnist ljóðmælandinn ekki þess sem er ávarpaður heldur „þess hvernig ull var viðkomu / hvernig lýsti af himni / hvernig hljómtæki flutti lágværa tónlist“ – og ef einhvers er saknað þá er það ekki sá sem er ávarpaður heldur „lit- ar og áferðar hlutanna / óflekkaðs ásetnings / ára í vændum“. Þetta eru þannig hófstillt en per- sónuleg ljóð, þar sem tilfinningar á borð við ást og trega birtast oft með fallegum hætti, eins og þegar því er lýst er köttur sem er ljóðmælanda kær er svæfður. Líka er brugðið upp fínum myndum af lífi ungs fólks í dag: „Um þrítugt / hverfa allir inn í hús / (öðru nafni fasteignir) // æ / hvað við drápum tímann / áður af miklu offorsi“ segir þar og tregi og gamansemi mætast. Ljóðin er nokkuð missterk, hvað varðar gripstyrk og myndsköpun, en í heild er verkið þó vel mótað og áhrifaríkt. Eins og lokaljóð bókar- innar þar sem ljóðmælandinn leysir sig fallega upp í náttúrunni: Að horfa innanfrá ekki utanfrá að losa lag fyrir lag þar til ekkert er eftir nema úði saltur vindur ilmur af sjó Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáldið Ljóðabók Arngunnar Árna- dóttur er vel mótuð og áhrifarík. Að losa lag fyrir lag þar til ekkert er eftir Ljóð Ský til að gleyma bbbmn Eftir Arngunni Árnadóttur. Partus, 2018. Kilja, 55 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.