Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 78
78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Hér birtast glefsur úr 5. kafla bók- arinnar. Tilvísunum er sleppt. Sérstaka rannsókn þyrfti til að grafast fyrir um upphaf hinnar þjóðernislegu hnignunarmýtu og er ekki tóm til þess hér. Hitt er ljóst að nálægt aldamótunum 1900 var sú hugmynd um sögu þjóðarinnar sem í henni felst ann- aðhvort þegar orðin ríkjandi eða hafði svo mikinn hljóm- grunn að hún varð það fljót- lega. Jón Jóns- son sagnfræð- ingur, sem síðar kallaði sig Aðils, gaf út nokkrar bækur með „alþýðu- fyrirlestrum“ skömmu eftir alda- mót þar sem hnignunarkenningin kemur ljóslega fram. Hlutu þær mikla útbreiðslu og nutu almennrar hylli. Enginn vafi leikur á að skrif Jóns áttu mikinn þátt í að skapa sýn Íslendinga á sögu sína, sýn sem mótaðist af sjálfstæðisbaráttunni. Kjarni hennar var að þjóðfrelsið væri forsenda velmegunar. Við höfum þegar (í 1. kafla) séð sömu hugmynd um söguna koma fram í máli forseta Alþingis í hátíð- arræðu 2013 þannig að ekki er þessi söguskoðun útdauð. Raunar er ærin ástæða til að ætla að hún sé enn ríkjandi í hugmyndaheimi margra Íslendinga, ekki síst þeirra sem ald- ir eru upp við Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu eins og sá sem hér skrifar. Þótt hún hafi fyrst komið út 1915 og 1916 var hún end- urútgefin margoft og enn í notkun þegar ég var í barnaskóla í kringum 1970. Íslandssaga Jónasar byggist á alveg sömu söguskoðun og alþýðu- fyrirlestrar Jóns Aðils. Í ritum Jóns og Jónasar er hnignunarkenningin hluti af stærri heildarsýn á Íslandssöguna. Ekki var hægt að tala um hnignun nema fortíðin væri glæsileg og það var hún vissulega í þeirra hugum, það er að segja þangað til útlendingar fengu vald yfir landinu. Þessi forna „gullöld“ var viðfangsefni Jóns Að- ils í öðru riti sínu með alþýðufyr- irlestrum frá 1906 sem bar það við- eigandi nafn Gullöld Íslendinga.75. Þetta var gullöldin sem myndaði mótvægið gegn þeirri hnignun og eymd sem á eftir fylgdi og það er vegna hennar sem hægt var að tala um „endurreisn“ á síðari tímum. Í inngangi Dagrenningar frá 1910 varð þessi þrískipting í gullöld, hnignun og endurreisn að almennri söguskoðun Jóns sem náði ekki að- eins til Íslands heldur margra ann- arra þjóða. Hnignunin er kjarni málsins. Án hennar hefði þessi söguskoðun hvorki form né inntak. Í fyrstu bók- inni, Íslenzku þjóðerni frá 1903, tal- ar Jón um að „hnignunartímabilið“ hefjist 1262 þegar þjóðin „… afsal- ar sér sjálfsforræðinu, dýrasta hnossinu sem hún á til í eigu sinni, og eftir það skiftir svo um, að það er eins og alt í einu sé tekið fyrir allan þroska, eins og lífæð þjóð- arinnar sé stífluð“. Jón leggur þó yfirleitt meiri áherslu á áhrif „þjóðernistilfinn- ingar“ fremur en stjórnarfars. […] Jón gerir greinilega ráð fyrir að sú þjóðerniskennd sem hann þekkir og aðhyllist sé náttúruleg og eiginlega meðfædd þjóðinni. Fáir fræðimenn nútímans myndu taka undir það því þótt einhvers konar hópkennd sé al- mennt einkenni á mannlegum sam- félögum verður hin sérstaka þjóð- erniskennd sem Jón aðhyllist ekki algeng fyrr en á 19. öld. Það gerist þegar fólk fer að tengja saman þjóðerni, sem gjarnan er byggt á tungumáli, og stjórnarfar. Sú hugs- un slær í gegn að hver þjóð eigi að hafa sína eigin pólitísku einingu og hafa fræðimenn síðari tíma oftast tengt þetta með einhverjum hætti við nútímavæðingu Vesturlanda, iðnbyltingu og lýðræðisvæðingu. Hjá Jóni birtist þessi þjóðernis- hyggja nánast sem dulhyggja sem er reyndar ekkert óvenjulegt. Lyk- ilatriðið hjá honum er hve sterk „þjóðernistilfinningin“ er. Ef hún er veik þverr mótstöðukraftur þjóðar- innar og allt fer í kaldakol en ef hún styrkist kemur sól og sumar. Á „niðurlægingartímabilinu“, sem Jón kallar tímann frá 1550 til 1750, er hin erlenda kúgun slík að hagsæld þjóðarinnar „bíður þess seint eða aldrei bætur að fullu, og líkamleg neyð, meiri en nokkru sinni áður, drepur niður öllum áhuga og fram- takssemi“ 80. Þetta er algengt stef í hnignunarmýtunni, að á eymdar- tímanum hafi líf landsmanna verið svo ömurlegt að það drap nánast niður lífsviljann. Um þetta eru höfð orð á borð við stöðnun, lömun, framtaksleysi og svo ýmis orð sem byrja á d eins og deyfð, drungi, doði og dáðleysi, sem er kannski vegna stuðlasetningar. Líklega hefur söguskoðun lík þeirri sem birtist hjá Jóni Aðils orð- ið algeng á seinni hluta 19. aldar. Hún birtist til dæmis í þrumuræðu Benedikts Sveinssonar á Alþingi ár- ið 1885, þegar fjallað var um endur- skoðun stjórnarskrárinnar […] Á þessum tíma var það sjónarmið orðið almennt í landinu að Íslend- ingum bæri að stefna að aukinni sjálfstjórn en mest var deilt um leiðir til þess og hve langt ætti að ganga. Hnignunarkenningin tengist áreiðanlega þessum hugmyndum enda væri erfitt að rökstyðja aukna sjálfstjórn ef menn tryðu því ekki að henni fylgdi aukin hagsæld. Benedikt Sveinsson var meðal þeirra sem gengu harðast fram og eru augljós og náin tengsl milli hug- myndafræði hans og söguskoðunar. Saga Íslands sannaði fyrir honum að stefna bæri að aukinni sjálf- stjórn. Ef hugmyndafræði sjálf- stæðisbaráttunnar átti að ganga upp þurfti „vesæld og örbyrgð og menntunarlegur drungi og deyfð í öllum líkamlegum og andlegum efn- um“ að einkenna það tímabil þegar sjálfstjórn landsmanna var hvað minnst. [...] Um aldamótin 1900 verða hug- myndir um að stefna beri að fullu sjálfstæði algerlega ríkjandi á Ís- landi og á sama tíma virðist verða allsráðandi hin þjóðernislega sögu- skoðun um hnignun undir erlendum yfirráðum. Eftir að fullveldi var náð 1918 fór stjórnmálaumræða að snú- ast um ýmislegt annað en sjálfstæði Íslands. Lýðveldisstofnunin 1944 innsiglaði svo sigur þjóðernishyggj- unnar, hugmyndafræði hennar varð ofan á og söguskoðun hennar, hnignunarkenningin, einnig. Svo ríkjandi varð hún að það sjást eigin- lega engar efasemdir fyrr en undir lok 20. aldar og þá aðeins í þröng- um hópi sagnfræðinga. En þrátt fyrir að hnignunarkenn- ingin hefði orðið ofan á með sigri í sjálfstæðisbaráttunni þá þýddi sá sigur líka að mýtan um að erlend áþján hefði valdið eymd og volæði var ekki eins mikilvæg og áður. Markmiðinu var náð, Ísland var orðið sjálfstætt og ekki var lengur sama þörf á að kenna útlendingum um allt illt. Þessi útgáfa hnignunar- mýtunnar hefur því þokað, einkum eftir að þjóðernishyggjan sjálf fór að láta undan síga. Það gerðist þó án þess að efast væri um hnignun- ina sjálfa – til þess var hún orðin of föst í sessi. Þegar hugmyndafræðin sem mýtan hafði upphaflega stutt við fór að úreldast fundu menn mýtunni ný hlutverk og voru býsna hugmyndaríkir. Reynt var að styðja alls konar málefni með hnignuninni þar sem leiðarstefið var að hnign- unin átti að sýna hvað fór aflaga og menn áttu síðan að læra af því. Í næstu köflum verður fjallað laus- lega um þær tvær útgáfur sem eru einna mest áberandi en sú upptaln- ing er alls ekki tæmandi og mætti einnig nefna túlkun Einars Olgeirs- sonar á þjóðveldinu þar sem hann gaf í skyn að hnignunin stafaði af svikum yfirstéttarinnar – alveg í samræmi við sósíalíska hugmynda- fræði höfundarins. Ekki svo að skilja að þjóðernis- útgáfan sé horfin. Áherslan hefur hins vegar breyst úr andúð á Dön- um vegna óstjórnar þeirra í að sjálfstæðið sjálft sé svo hagfellt. Í anda norrænnar samvinnu eru Danir ekki lengur taldir svo slæmir heldur sé það bara slæmt fyrir þjóðina að ráða sér ekki sjálf. Í þessum búningi á hugmyndin sér enn traust bakland hjá hinum þjóð- ernissinnaðri landsmönnum sem grípa óspart til hennar ef þeir telja fullveldi landsins ógnað. Hér er dæmi frá Elínu Hirst alþingismanni þar sem hún lýsir andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu: „Ég hugsa þetta mál líka oft á sögulegum forsendum og rifja upp hina erfiðu sjálfstæðisbaráttu sem við háðum á 19. öld og enn eru ekki 100 ár liðin frá því að við fengum hið langþráða fullveldi árið 1918. Árið 1262, í kjölfar borgarastríðs hér á landi eða svokallaðrar Sturl- ungaaldar, misstum við Íslendingar fullveldið í hendur erlendrar þjóðar og það tók okkur tæp 700 ár að endurheimta það að nýju. Nýlendu- tíminn í sögu þjóðarinnar er tími mikillar niðurlægingar og fátæktar og í upphafi síðustu aldar var Ís- land fátækasta land Evrópu. Full- veldið er mér því meira virði en nokkuð annað, það er í raun ómet- anlegt.“ Hér orkar ýmislegt tvímælis eins og það að sjálfstæðisbaráttan hafi verið „erfið“. Í samanburði við blóð- ug „frelsisstríð“ margra þjóða var sjálfstæðisbarátta Íslendinga hlægilega auðveld, enginn dó og Danmörk hafði lítinn áhuga á að halda Íslandi í trássi við vilja íbú- anna. Skrítið er líka að sjá hvernig við misstum fullveldið 1262 og við háðum sjálfstæðisbaráttu á 19. öld þótt hvorki ég, Elín né nokkur ann- ar núlifandi Íslendingur kæmi þar nærri – en reyndar er þetta þekkt orðfæri þjóðernissinna. Einnig er vafasamt að tala um fullveldi Ís- lands á 13. öld enda var það ekki eitt ríki á þeim tíma og líklega nær að tala um það sem lauslegt sam- band goðorða og héraðsríkja. Afar hæpið er svo að tala um nýlendu- tíma í sögu Íslands (sjá 8. kafla). Verri eru þó beinar staðreyndavill- ur eins og að Íslendingar hafi misst fullveldið til erlendrar „þjóðar“ – Íslendingar urðu ekki þegnar Norð- manna heldur Noregskonungs og voru þar í nákvæmlega sömu stöðu og Norðmenn sjálfir. Eins og við höfum séð var Ísland heldur alls ekki fátækasta land Evrópu í upp- hafi 20. aldar en mýtan um það er greinilega nytsamleg. Hnignun, hvaða hnignun? Hnignun, hvaða hnignun? – Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands heitir bók Axels Kristinssonar sem Sögufélag gefur út. Í bókinni færir Axel rök fyrir því að hugmyndin um hnignun og niðurlægingu í sögu Íslands sé pólitísk goðsögn sem búin var til í sjálfstæðisbaráttunni á 19. og hefur verið endurnýtt í þjónustu ýmiss konar hugmyndafræði. Benedikt Sveinsson Elín Hirst Jón Aðils Jón Sigurðsson Jónas Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.