Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 82

Morgunblaðið - 06.12.2018, Síða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Nøsted Kjetting as Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Ný hönnun Ástin Texas eftir GuðrúnuEvu Mínervudótturgeymir fimm heillandismásögur sem hver og ein verðskuldar sérstaka umfjöll- un þótt slíkt sé ekki gerlegt hér. Sögurnar eru efnismiklar, fullar af eftirminnilegum aðal- og auka- persónum, hver um sig sjálfstætt verk þótt þær bindist lauslega saman og eigi sameiginlega fleti. Sögurnar, „Hyski“, „Gler- búrkur“, „Smit“, „Þögn“ og „Hús hinna deyjandi“, fjalla um konur, flestar á þrítugs- eða fertugsaldri. Allar sögurnar eru sagðar í fyrstu persónu og lesandinn kemst því mjög nærri konunum og fær djúpa innsýn í líf þeirra, hugsanir og kenndir. Um leið fær hann annað sjónarhorn á sögukonurnar en persónurnar sem þær eiga í sam- skiptum við sem er eitt af því sem gerir sögurnar svo áhugaverðar og sogar lesandann til sín; hið flókna samspil ásýndar, yfirborðs og innra lífs, þess sem sagt er og hins sem er hugsað. Konurnar búa allar í Reykjavík samtímans; Guðríður hefur tæki- færi til að „njóta virðingar í sam- félaginu“ að mati móður sinnar og veltir fyrir sér ólíkum siðum hysk- is og „borgara“; Hildigunnur sál- fræðingur heillast af mormóna og rekst á fyrstu hjásvæfu sína, sjoppueigandann Agnar, á sam- komu; Jóhanna er nýgift og ást- fangin en dregst að sér miklu eldri drykkjumanni og maníu- sjúklingi og stefnir sléttu og felldu lífi sínu í hættu; Sara vinnur í sæl- gætisverksmiðju, er örkumluð vegna ofbeldis barnsföður síns en á fallegt ástarsamband við sam- starfskonu sína; Magga situr að sumbli á barnum Dallas til þess að „tilheyra einhverju öðru en Ör- yrkjabandalaginu“ og stofnar til sambands við utangarðsmann – lýsingar á samlífi þeirra eru einn af hápunktum bókarinnar, hvorugt er til stórræðanna en Magga von- ar að þeim takist „… að koma frumvarpinu alla leið í gegnum þingið“ eins og hún orðar það svo kostulega. Sögurnar eru misdramatískar en tilfinningin sem þær vekja er ekki ósvipuð því að horfa á góða bíómynd sem maður skilur ef til vill ekki til fulls en heillast af per- sónum og sviðsetningum og sogast inn í líf fólksins sem markar spor í vitund manns. Sögurnar hverfast um örlagaríka atburði, líf persón- anna tekur breytingum, þær lenda í innri baráttu og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem við vitum ekki alltaf hverjar verða við sögu- lok. Dramatíkin felst þó ekki síst í hinu hversdagslega og í því felst kjarni bókarinnar, undir oft sak- lausu yfirborði samskipta ólgar fé- lagsleg valdabarátta, ótti við það hvernig aðrir kunna að sjá mann og því myndast spennandi tog- streita milli þess sem persónan hugsar (og segir lesendum) og hins sem hún gefur upp við aðrar persónur. Þannig verða sögurnar marglaga og leikið er með tilfinn- ingalega ásýnd fólks þar sem ekk- ert er eins og það sýnist: „Það var eitt af mínum skítugu leyndar- málum (eiga ekki allir nokkur slík?) að efast um allt sem ég hugsaði og enn meira um það sem ég sagði upphátt“ segir til að mynda ein konan. Guðrún Eva hefur einstakt lag á að byrja sögur vel, hún dregur lesandann strax inn í aðstæður sem eru persónulegar og heillandi og heldur honum allt til enda. Með tærum texta gerir hún flóknum aðstæðum og margbrotnum per- sónum falleg skil og vekur nýjar hugmyndir og hugrenningatengsl eins og svo oft áður. Morgunblaðið/Golli Dramatík Guðrún Eva Mínervudóttir „dregur lesandann strax inn í að- stæður sem eru persónulegar og heillandi og heldur honum allt til enda.“ Hættulegur hversdagsleiki Skáldsaga Ástin Texas bbbbn Eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Bjartur, 2018. Innb., 208 bls. HILDIGUNNUR ÞRÁINSDÓTTIR BÆKUR Stefán Máni er fyrir lönguorðinn nafntogaður höf-undur íslenskra glæpa-sagna. Svo þekktur er hann að óþarfi er að taka fram föðurnafn hans (það er Sigþórs- son, svona til að halda því til haga). Krýsuvík er 20. skáldsaga Stefáns Mána, ef með er talin ein barnabók, og sem fyrr eru drunginn og myrkrið í aðal- hlutverki, hvort sem litið er til söguþráðar, per- sóna eða um- hverfis. Lögreglumaðurinn Hörður Grímsson er aðdáendum Stefáns Mána vel kunnugur og hans bíður ærið verkefni að þessu sinni þar sem hann er til reynslu hjá rannsóknarlögreglunni. Hörður kom fyrst við sögu í bókinni Hyl- dýpi (2009) sem aukapersóna en í spennutryllinum Feigð (2011) var hann í stóru hlutverki þar sem snjóflóðið í Súðavík kom við sögu, en Hörður er einmitt Súðvíkingur. Fortíð hans er harmi þrungin og passar hann því vel inn í hugar- heim Stefáns Mána. Hörður er einfaldur, gamaldags og á móti hvers konar prjáli og það er því einkar skemmtilegt að lesa um samskipti hans og verðandi sam- býliskonunnar, Bíbíar. Hlátur er kannski ekki það fyrsta sem kem- ur upp í hugann við lestur bókar- innar en það var ekki annað hægt en að skella upp úr þegar Hörður hneykslast á tónlistarsmekk Bíbí- ar, sem blastar „Lady goo goo“ og „Babyoncesee“ eitt kvöldið þegar Hörður kemur heim úr lögreglu- hellinum. En ef við snúum okkur að al- vöru málsins, höfuðlausa líkinu sem finnst í hraungjótu við Krýsu- vík, þá verður að segjast að færni Stefáns Mána til að kippa lesand- anum niður í svartholið er með eindæmum snilldarleg. Sökum drungans sem er yfir öllu fer lest- urinn heldur hægt af stað en það verður ekki aftur snúið þegar les- andinn er kominn á skrið. Pólskir verkamenn leiða Hörð inn í svæsnustu undirheima veraldar og lesningin er svo myrk, óhugnanleg og jafnvel yfirnáttúrleg á köflum að hrollur fer um lesandann. Lesandinn upplifir hlið glæpa- mannanna jafnt sem rannsakand- ans og frásagnirnar tvinnast vel saman. Þrátt fyrir ótal persónur af íslenskum, pólskum, litháískum og jafnvel rúmenskum uppruna, auk ýmissa fyrirtækja og félaga sem koma við sögu, helst einbeit- ingin allan tímann. Hin pólsk-íslenska Kinga kemur svo eins og ferskur andblær inn í frásögnina, þrátt fyrir drungann og þunglyndið sem umlykur hana. Kinga er 17 ára stelpa sem á pólska móður og íslenskan stjúp- föður sem á fortíð í íslensku und- irheimunum og tengist pólsku mafíunni án þess að fara nánar út í þá sálma. Lausn Kingu á þeim aðstæðum sem hún lendir í er óborganleg og það væri fróðlegt að fá að fylgjast með afdrifum hennar í framtíðinni. Krýsuvík er frábærlega vel fléttuð glæpasaga, full af dulúð, myrkri og hryllingi og oft á tíðum eru lýsingarnar svo hræðilegar að lesandinn verður sannfærður um að allt fari á versta veg. Flæðið er til fyrirmyndar og það er ómögu- legt að leggja bókina frá sér uns henni lýkur. Þá ber einnig að hrósa kápu bókarinnar, sem nær bæði söguþræðinum og stemningu Krýsuvíkur upp á tíu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dulúð „Krýsuvík er frábærlega vel fléttuð glæpasaga, full af dulúð, myrkri og hryllingi og oft eru lýsingarnar hræðilegar,“ segir rýnir. Dulúð, myrkur og hryllingur Glæpasaga Krýsuvík bbbbm Eftir Stefán Mána. Sögur, 2018. Innbundin, 426 bls. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR Hollenska tónskáldið Joel Bons hlýtur Grawemeyer-tónskáldaverð- launin í ár, fyrir tónsmíð sína Nomaden. Verðlaunin eru ein hin virtustu sem tónskáldi getur hlotn- ast en verðlaunaféð nemur 100 þús- und dölum, um 12,3 milljónum króna. Bons, sem er 65 ára gamall, er þekktur fyrir tónsmíðar sem ganga á margvíslegan hátt þvert á landa- mæri, og samruna hugmynda víða að. Þykir því mörgum að táknræn yfirlýsing felist í vali dómnefndar á tónskáldi og verðlaunaverki, á tím- um þegar þjóðernissinnum vex víða ásmegin og veggir rísa á landamærum. Nomaden er um klukkustund- ar langt verk fyrir sellóleikara og hljómsveit sem leikur á hljóðfæri víða að úr Afríku. Verk- ið var samið fyrir sellistann Jean- Guihen Queyras og Atlas En- semble, 18 manna hljómsveit skip- aða fólki frá Asíu, Mið-Austur- löndum og Evrópu. Joel Bons vann tónskáldaverðlaun Joel Bons
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.