Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 88

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 www.gilbert.is GÆÐA ARMBANDSÚR FYRIR DÖMUR OG HERRA KLASSÍSK ÍSLENSK handleika afrakstur svona samvinnu- verkefnis. „Og ef þetta gengur í end- urnýjun lífdaga og verður til þess að fleiri njóta þess er maður náttúrlega alveg í skýjunum yfir því og það næg- ir alveg fyllilega,“ segir hann. Sumar gömlu platnanna hafi ekki hljómað nógu vel og nú hafi verið bætt úr því. Munurinn sé greinilegur og hljóm- urinn jafnari frá lagi til lags. „Tæknin er orðin allt önnur og menn ráða miklu meira við að taka ákveðin svið og lagfæra þau, fyrir utan að ná líka að defínera hvaða tíðni er með óþægi- legt suð. Svo er náttúrlega þetta yfir- borðssuð á plötunni sem er alltaf sjarmerandi en þarna er það unnið al- veg í þaula. Ég gerði samanburð á þeim við mínar gömlu plötur, ég átti meira að segja prufuplöturnar sem maður fékk sendar fyrst og eru alveg óspilaðar. Sú gamla á að vera alveg ómenguð og það var eins og opnuðust gáttir við þennan samanburð. Fyrir hljóðnördana er þetta fagnaðarefni.“ Tóku allar heljarstökk –Þessi hljómsveit var starfandi í mjög stuttan tíma … „Já, eiginlega starfaði hún samfellt í tæp fjögur ár.“ –Og þið gerðuð þrjár hljóðvers- plötur sem eru afar ólíkar hver ann- arri. „Já, þær tóku allar heljarstökk, hver fyrir sig. Fyrsta platan var þessi tilraun sem við gerðum með þjóð- lögin, tilraunamennska þar sem við ætluðum bara að prófa að sjá hvernig þetta myndi ganga upp,“ segir Egill. „Við tókum þjóðlögin nánast eins og þau komu fyrir en ég bætti við svo- litlum köflum, stækkaði lögin aðeins þannig að þau næðu vel þriggja til fjög- urra mínútna forminu.“ Næsta plata, Þursabit, var djassaðri og meira um rokk en þó sami grunnur áfram, að sögn Egils. Gæti eins verið ... þriðja hljóðversplatan, var svo í anda nýbylgju og progg- rokks. „Við fórum náttúr- lega ekki varhluta af ný- bylgjunni og kannski pönkinu líka, vorum aðeins að gæla við þetta. Ekki kannski beinlínis pönk en þetta „new wave“ myndi ég segja. Ég myndi kalla þetta nýbylgjuprogg, ef hægt er að setja einhvern stimpil á það.“ Mikill barningur –Þú átt væntanlega góðar minn- ingar frá þessum tíma? „Já, yfirleitt, þetta var skemmti- legur tími en náttúrlega barningur mikill. Við vorum oft að spila fyrir 20 til 30 manns,“ segir Egill sposkur. „En við fórum nú ferðir á vegum menntamálaráðuneytisins, þeir styrktu okkur, borguðu fyrir gigg sem við spiluðum í skólum sem gerði okkur mögulegt að halda konsert um kvöldið og spila þá fyrir 20-30 manns, vera með bíl og svona.“ Egill segir að gaman hafi verið að rifja upp lögin á tónleikum í Laugardalshöll árið 2008 sem 5.400 manns sóttu. „Við stigum rétt- um megin fram úr allir og þetta tókst með eindæmum vel. Við vorum búnir að vinna mikið og fara í gegnum þetta allt aftur. Þetta var líka dálítið erfitt því músík er merkilegt tímahylki, maður fer aftur í gamla fasann og allir erfiðleikarnir, allir bakverkirnir sem tilheyrðu þess- um tíma - ekki í eiginlegri merkingu heldur óeiginlegri - gerðu vart við sig aftur,“ segir Egill kíminn. Tónlist sé eitthvert albesta tímahylki sem til sé, fyrir utan lykt, mögulega. „Þetta virkaði svona á okkur að við vorum allir með böggum hildar eftir fyrstu æfingarnar, fórum í gegnum þennan fasa aftur. En það var skemmtilegt.“ Egill segist að lokum hæstánægð- ur með Öldu Music. „Þetta eru stór- huga menn að gera þetta og gaman að þessu.“ Fagnaðarefni fyrir hjóðnördana  Sex hljómplötur Hins íslenska þursa- flokks gefnar út á vínyl af Öldu  Endur- hljóðblandaðar og 120 grömm að þyngd  „Hef ekki í annan tíma heyrt þetta hljóma betur,“ segir Egill Ólafsson Morgunblaðið/Eggert Ungir Hinn íslenzki Þursaflokkur í árdaga. Ásgeir Óskarsson, Júlíus Agnarsson, Egill, Tómas M. Tómasson og Þórður Árnason. Halldór Baldvinsson, útgáfu- stjóri Öldu, segir tilefni útgáf- unnar 40 ára útgáfuafmæli fyrstu plötu Hins íslenzka Þursa- flokks, samnefndrar sveitinni. Hann er spurður að því hvort markmiðið sé líka að kynna hljómsveitina fyrir yngri kyn- slóðum sem þekkja ekki til henn- ar og svarar hann „bæði og“. „Það er náttúrlega ein plata þarna sem hefur aldrei komið út áður,“ bendir hann á. Og ástæð- an fyrir því að gefið er út á vínyl liggur í augum uppi, vinsældir vínylsins fara vaxandi en vin- sældir geisladisksins hafa dvín- að með ári hverju. „Við bara vild- um gera þetta,“ segir Halldór um frekari ástæður útgáfunnar. Vaxandi vin- sældir vínyls 40 ÁRA AFMÆLI Endurkoma Þursarnir héldu eftirminnilega tónleika með Caput í Laugardalshöll árið 2008 og voru þeir gefnir út á tvöfaldri plötu sem er í pakkanum nýútgefna. Hér þenur Egill raddbönd og nikku á tónleikunum. Litadýrð Vínylplöt- urnar í pakkanum góða eru í ýmsum lit- um, eins og sjá má. Morgunblaðið/Eggert VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hann er þungur kassinn sem tónlist- arútgáfan Alda Music sendi frá sér á dögunum og hefur að geyma sex hljómplötur Hins íslenzka Þursa- flokks, þrjár hljóðversskífur og þrjár tónleikaskífur. Plöturnar eru í stykkjum talið níu þar sem þrjár platnanna eru tvöfaldar og þyngdin gefur til kynna að vínyllinn er ekki af þynnstu gerð heldur þykkur og hljómurinn vandaður eftir því. Plöt- urnar eru Hinn íslenzki Þursaflokkur (1978), Þursabit (1979), Á hljóm- leikum (1980), Gæti eins verið … (1982), Í Höllinni á þorra 2008 (2008) og Ókomin forneskjan (2008). „Allt Þursaefnið + upptökur sem ekki hafa komið út áður,“ eins og segir á vef Öldu. Þynnri áður Finnarnir Pauli Saastamoinen og Matti Kallio sáu um að endurhljóm- jafna og fínstilla alla tónlist fyrir út- gáfuna og segir Egill Ólafsson, for- sprakki Þursanna eins og þeir eru jafnan nefndir, að öll sú vinna hafi verið aldeilis frábær. „Allt saman endur-masterað af finnsku stúdíói af mönnum sem eru með þeim fremstu í Evrópu, ef ekki heiminum,“ segir Eg- ill. „Svo er þetta 120 gramma vínyll sem bætir hljóminn. Við vorum að gera þessar plötur skömmu eftir olíu- kreppuna og þá voru þær enn þynnri, þessar gömlu, ekki nema 80 grömm. Með 120 gramma vínyl verður hljóm- urinn enn fyllri og betri og ég hef ekki í annan tíma heyrt þetta hljóma betur, ef það er eitthvað fyrir menn sem hafa gaman af því að spila þetta í góðum græjum. Flestir sem eru með plötuspilara eru með góðar græjur.“ Egill segir alltaf gaman að sjá og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.