Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Franska þjóðin er klofin í tvennt í af- stöðunni til aðgerða Emmanuels Macrons forseta til að afstýra frekari mótmælum svonefndra gulvestunga sem staðið hafa í hartnær fjórar vik- ur og valdið landi og þjóð búsifjum. Dregið hefur mjög úr stuðningi við mótmælin eftir sjónvarpsávarp Mac- rons á mánudagskvöld. Sumir tals- menn gulvestunga sögðu í vikubyrj- un nóg komið og hætta bæri aðgerðum. Í þeim tilgangi að auka kaupmátt tilkynnti forsetinn um kjarabætur til handa þeim lægst launuðu, um skattfríðindi lífeyris- þega og skattfrjálsa jólabónusa. Kostnaður ríkissjóðs af aðgerð- unum muni nema að minnsta kosti um 15 milljörðum evra og valda því að fjárlagahallinn á næsta ári verði að óbreyttu um 3,5% af vergri þjóð- arframleiðslu, eða vel yfir viðmið- unum Evrópusambandsins (ESB). Forsetinn hafnaði hins vegar þeirri meginkröfu gulvestunga að end- urreisa auðlegðarskatt. Um 10.000 gulvestungar héldu uppi mótmælum á hringtorgum um allt land í fyrradag, eða álíka margir og viku áður. Kváðust þeir ósáttir við tillögur Macrons og sögðu þær ekki koma nógsamlega til móts við kröfur sínar. Almennt er búist við því að áfram verði efnt til mótmæla í París næstkomandi laugardag. Talið var að þau yrðu mun fámennari en und- anfarna laugardaga. Macron tilkynnti að lágmarkslaun, kjör rúmlega 10% launþega, yrðu hækkuð um áramót um 100 evrur, í rúmlega 1.400 evrur. Til viðbótar kæmi 1,8% vísitöluhækkun launanna. Einnig að sérstökum samfélagsskatti yrði létt af lífeyrisþegum með undir 2.000 evrum á mánuði í lífeyri. Þá yrði öll yfirvinna launþega skattfrjáls en þar með tekur hann upp lykilatriði úr efnahagsstefnu Nicolas Sarkozy frá 2007. Naut sú ráðstöfun mikilla vinsælda í tíð Sarkozy en vinstri stjórnin sem tók við með sigri Francois Hollande 2012 afnam skatt- frelsi yfirvinnunnar. Var Macron efnahagsráðherra í þeirri ríkisstjórn. Fyrir helgi hafði ríkisstjórn Edu- ards Philippe fallið frá sköttum á bílaeldsneyti. Forsætisráðherrann skýrði síðan frá því í þinginu í fyrra- dag, að bankar landsins hefðu fallist á að hækka ekki þjónustugjöld út næsta ár og að þak yrði sett á þau gagnvart þeim tekjulægstu. Verða þau að hámarki 25 evrur á mánuði, að meðtalinni yfirdráttarþóknun. Munu minnst 3,6 milljónir manna njóta lágu gjaldanna og er það talið sam- svara 500 til 600 milljóna evra aukn- ingu kaupmáttar. Efnahagslífinu veitt þung högg Vöxtur fransks efnahagslífs verð- ur hægari en áður var talið vegna af- leiðinga mótmælanna undanfarnar fjórar vikur. Þverrandi vöxtur í lykil- greinum, svo sem smásölu og flutn- ingastarfsemi, mun flækja tilraunir Macrons til uppstokkunar hagkerf- isins. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir höggið af völdum mótmælanna „hörmulega ógæfu“ fyrir efnahags- lífið. Hefur verslun dregist mjög saman frá því aðgerðir hófust 17. nóvember. Velta stórra verslunar- keðja skrapp saman um 15-20% í nóvember og minni verslana um allt að 40%. Ferðamenn hafa aflýst komu sinni í stórum stíl og eru bókanir vegna jóla- og áramótagistingar að minnsta kosti 20% minni en áður. Síðustu helgar hafa menningarsöfn, Eiffel- turninn og verslunarmiðstöðvar í París lokað um helgar vegna ofbeld- isfullra mótmæla gulvestunga. Undir eðlilegum kringumstæðum hafa í nóvember og desember verið lífleg- ustu verslunardagar ársins. Þannig segir stóra verslanahúsið Printemps veltu sína allt að 30% minni frá miðjum nóvember en var á sama tíma í fyrra. Öfgamenn í röðum mótmælenda gengu hart fram í París og ollu millj- óna evra eyðileggingu; brutu rúður í verslunum og rændu þær, kveiktu í bílum og brenndu vegtálma. Svipað var uppi á teningnum í öðrum borg- um, svo sem Bordeaux og Toulouse. „Þetta er venjulega líflegur tími, rétt fyrir jól – en þetta er ógæfa og það hörmuleg,“ sagði Le Maire er hann kynnti sér eyðilegginguna í París um síðustu helgi. Sagði hann ríkið myndu borga tjón verslunarfyr- irtækja. „Því minni sem verslunarfyrir- tækin eru því viðkvæmari eru þau. Við höfum áhyggjur af ástandinu,“ sagði Francois Asselin, formaður CPME, samtaka smárra fyrirtækja, í blaðinu Journal du Dimanche. Hann spáir því að í heildina muni hreyfing gulvestunga kosta lítil og meðalstór fyrirtæki um 10 milljarða evra. Hann hvatti stjórnvöld til að hjálpa fyrir- tækjunum að komast yfir erfiðleik- ana og skoraði á banka að bjóða auk- in lán til fyrirtækja og heimila þeim að draga afborganir á langinn meðan kreppan af völdum mótmælanna heldur áfram. Kostnaðarsöm eftirgjöf Fyrir utan kostnað einkageirans munu aðgerðir til lausnar deilunni verða íþyngjandi fyrir ríkissjóð. Í síðustu viku hætti Macron við skatta á bílaeldsneyti sem koma áttu til framkvæmda frá áramótum. And- staðan við þá varð upphafið að hreyf- ingu gulvestunga í minni bæjum og dreifðari byggðum þar sem neyt- endur eru háðir bílum vegna skorts á almenningssamgöngum. Það eitt skilur eftir sig minnst tveggja millj- arða evra gat í fjárlögum næsta árs. Þar við bætist um 500 milljóna evra stuðningur við lágtekjufjölskyldur sem Macron tilkynnti um í ráðstöf- unum í byrjun mótmælanna sem höfðu engin áhrif á mótmælin. Síð- astliðin mánudag tilkynnti hann um frekari ráðstafanir sem ásamt hinum fyrri er talið að kosta muni ríkissjóð langleiðina í 15 milljarða evra. Takmark forsetans var að minnka fjárlagahallann niður í 2,8% af vergri landsframleiðslu í ár, eða rétt undir 3,0% þaki ESB. Nú þykir það í stór- hættu ef ekki kemur til niðurskurður annars staðar í ríkiskerfinu. Fjöl- miðlar segja stefna í allt að 3,5% halla sem m.a. gæti bitnað á fjárfest- ingum vegna væntanlegs aukins lán- tökukostnaðar. Fjármálaráðherrann Le Maire hét því að Frakkar myndu ná settu marki í fjárlögunum. „For- setinn setti stefnuna til að uppfylla skuldbindingar okkar, með því að draga úr eyðslu, lækka skuldir og skatta. Þeirri stefnu verður fram- haldið óbreytt.“ Franski seðlabankinn sagði í fyrradag að vegna samdráttar í hag- kerfinu af völdum mótmælanna yrði vöxtur á fjórða ársfjórðungi líklegast enginn. Hefði hagvöxturinn aðeins verið 0,2% á þriggja mánaða tímabili til nóvemberloka í stað 0,4% sem áð- ur var spáð. „Þjónustustarfsemi dróst saman, einnig flutninga- starfsemi, samdráttur varð í bíla- viðgerðum og veitingastarfsemi,“ sagði bankinn. Til þess að ná mark- miðum ríkisstjórnarinnar um 1,7% hagvaxtaraukningu fyrir árið í heild hefði þurft 0,8% vöxt á lokafjórðungi ársins. „Stóra myndin er sú að fjár- lagahallinn mun versna og tilraunir til að draga úr útgjöldum verða strembnar vegna pólitískra erfið- leika,“ sagði Lyn Graham-Taylor helsti greinandi Rabobank í París um afleiðingar samdráttarins. Þverrandi stuðningur Verulega dró úr stuðningi almenn- ings við aðgerðir gulvestunga eftir að Emmanuel Macron kynnti tillögur sínar til lausnar deilunni í sjónvarps- ávarpi á mánudagskvöld. Er franska þjóðin klofin í tvennt í afstöðunni til mótmælanna sem staðið hafa í fjórar vikur, samkvæmt tveimur nýjum skoðanakönnunum. Samkvæmt könnun Opinionway sögðust 54% aðspurðra vilja að mót- mælunum yrði hætt en 45% vildu halda þeim áfram. Dæmið var á hinn veginn í könnun Odoxa, þar vildu 46% hætta aðgerðum en 54% halda þeim áfram. Báðar kannanir end- urspegla mikla sveiflu í afstöðunni til mótmælanna. Þar til í fyrradag studdu rúmlega tveir af hverjum þremur mótmælaaðgerðir gulvest- unga, grasrótarsamtaka sem spruttu í fyrstu upp gegn aukinni skatt- heimtu á bílaeldsneyti en þróuðust upp í breiðfylkingu gegn efnahags- stefnu Macron í heild sinni. Þótti hann hafa lagt meira upp úr að styðja við bakið á viðskiptalífinu en þjáðri þjóð sinni og hefur því verið kallaður forseti hinna ríku. Mótmælin hafa leitt í ljós djúpstæð vandamál í frönsku samfélagi sem þykir búa við óheyrilega háan og óbrúanlegan framfærslukostnað. Flestir aðspurðra kváðust styðja kjara- og skattalegar tillögur hans. Þar á meðal umtalsverða hækkun lágmarkslauna, skattaívilnanir fyrir lífeyrisþega og fólks sem vinnur yf- irvinnu. Stuðningur við forsetann var næstum tvisvar sinnum meiri en eftir ræðu hans 27. nóvember þar sem hann hafnaði öllum kröfum gulvest- unga og virtist ekkert ætla að gefa neitt eftir. Of seinn á ferð? Með aðgerðum Macrons forseta eftir að hann gafst upp fyrir gulvest- ungum þykir sérfræðingum við blasa að Frakkar muni á næsta ári yfir- skjóta þá viðmiðun Evrópusam- bandsins (ESB) að halli á ríkisfjár- lögum megi ekki vera meiri en sem nemur 3% af vergri landsframleiðslu. Einungis niðurskurður ríkisútgjalda gæti afstýrt því. Mistakist Frökkum að virða halla- þak ESB segir Reuters-fréttastofan þá eiga á hættu að verða rúnir fjár- málatrausti á vettvangi sambands- ins, eftir að hafa hundsað þakið í ára- tug áður en Macron kom til valda. Sýni ESB linkind gagnvart Frökkum gæti það flækt mjög viðræður til- raunir sambandsins til að fá Ítala til að halda aftur af fjárlagahalla sínum. „Menn vilja mjög setja Ítala og Frakka undir sama hatt,“ sagði emb- ættismaður hjá ESB. Stóra spurningin nú er hvort Mac- ron hafi komið of seint ofan af fjalli sínu? Hefði hann boðað sambæri- legar og jafnvel minni lausnir við upphaf mótmælanna hefði aldrei til þeirra komið, hafa m.a. fulltrúar gul- vestunga haldið fram. Hann hafi ekki brugðist við fyrr en alltof seint, þeg- ar reiðin í samfélaginu yfir meintu skeytingarleysi hans hafi verið orðin það mikil að upp úr sauð, en mótmæl- in eru sögð þau mestu í franskri sögu. Spurt er og hvort hryðjuverkin í Strassborg í fyrrakvöld letji gul- vestunga til að safnast saman til frekari mótmæla. Eitt stærsta blað grannríkisins Lúxemborgar, Lux- embourg Times, veltir því fyrir sér hvernig Macron muni takast með framhaldið. Segir blaðið að mótmæl- in gegn honum sýni að svo virðist sem það sé ógerlegt verk að stjórna Frökkum. Franska þjóðin klofin í tvennt AFP Boðaði aðgerðir Emmanuel Macron flytur sjónvarpsávarp sitt af forsetastóli sl. mánudagskvöld. Boðaði hann hækkun lágmarkslauna og afslætti á skött- um til að efla kaupmátt. Vonaðist hann til að með því lyki umfangsmiklum og ofbeldisfullum mótmælum í Frakklandi sem verið hafa undanfarnar vikur.  Emmanuel Macron Frakklandsforseti er talinn hafa veikst pólitískt af völdum gríðarlegra mótmæla í landinu  Með taktískum mistökum hafi hann leyft reiði almennings að stigmagnast Vatnshitablásarar hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10, græn gata | 200 Kópavogi Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.