Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Við höfum notið velvilja Dana,“
segir Njörður Sigurðsson, sviðs-
stjóri upplýsinga- og skjalasviðs
Þjóðskjalasafnsins, í samtali við
Morgunblaðið um afhendingu
danskra stjórnvalda á skjölum sem
varða sögu Íslands meðan það var
í sambandi við Danmörku. Eins og
fram hefur komið í fréttum afhenti
Lars Løkke Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, Þjóðskjala-
safninu á fullveldisdaginn stafræn
afrit af um 22.000 skjölum úr rík-
isskjalasafni Danmerkur um sam-
skipti Íslands og Danmerkur á
fyrri hluta 20. aldar. Tvívegis áður,
1928 og 2003-2004, hafa Danir af-
hent safninu mikinn fjölda frum-
skjala úr danska ríkisskjalasafninu,
þar á meðal manntalið frá 1703 og
stjórnarskrána frá 1874. Ónefnd
eru þá miðaldahandritin, grund-
völlur íslenskrar menningar-
arfleifðar, sem Danir afhentu á ár-
unum 1971 til 1997, en þau eru
varðveitt í Stofnun Árna Magn-
ússonar
Ekki sjálfsagður hlutur
Það er engan veginn sjálfgefið
að slík skjalaafhending eigi sér
stað. Því hefur Njörður kynnst vel
í starfi sínu á vettvangi al-
þjóðaskjalaráðsins (International
Council on Archives – ICA), en þar
er hann formaður sérfræðihóps um
sameiginlega skjalaarfleifð (Expert
Group on Shared Archival Her-
itage).
„Verkefni sérfræðihópsins er að
skapa vettvang til umræðu og úr-
lausn vandamála og ágreinings um
skjalasöfn sem tengjast fleiri en
einu samfélagi, ríki eða svæði þar
sem eignarhald og aðgangur er
óviss eða í ágreiningi. Slíkt ástand
hefur í gegnum tíðina skapast af
stríðsástandi, hersetu, sjálfstæði
og stofnun nýrra ríkja eða öðrum
atburðum í sögunni,“ segir Njörð-
ur.
Sérfræðihópurinn vinnur nú að
gerð könnunar á heimsvísu um
skjalakröfur sem send hefur verið
til allra þjóðskjalasafna heimsins.
„Við munum því innan tíðar fá nýj-
ustu upplýsingar um hvernig þessi
mál standa og hvar helstu vanda-
málin liggja,“ segir Njörður en
bendir á að hann hafi fengið tölvu-
pósta frá þjóðskjalasöfnum sem
hafa sagst ekki vilja gefa op-
inberlega upp hvaða kröfur þau
hafa um skjöl í öðrum löndum því
málið sé pólitískt viðkvæmt.
Njörður segir að margar fyrr-
verandi nýlendur heimsins hafi
gert kröfur um skjalaskil eða að fá
aðgengi að heimildum um sína eig-
in sögu sem varðveitt er í skjölum
í löndum fyrrverandi nýlenduvelda.
Mörgum ágreiningsmálum hafi
verið lokið með milliríkjasamn-
ingum á meðan önnur eru enn
óleyst.
Í hópnum sem Njörður stýrir
eru sérfræðingar úr skjalasöfnum
og háskólum frá Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Hollandi, Kenía, Tríni-
dad og Tóbagó, Króatíu og Sádi-
Arabíu. Hópurinn hefur starfað frá
árinu 2016 og vinnur þegar að
nokkrum verkefnum, m.a. að könn-
un á heimsvísu um kröfur ríkja og
hópa á skjöl sem hafa verið flutt í
burtu. Hópurinn hefur m.a. það
verkefni að útbúa leiðbeiningar,
fyrirmyndir að samningum og
stuðla að opinni umræðu um
skjalakröfur þjóða. Njörður hefur
flutt erindi víða um heim um verk-
efni sérfræðihópsins, m.a. í
Mexíkó, Möltu og síðast á ráð-
stefnu ICA í Kamerún.
Afritun ekki alltaf lausn
„Í sumum tilfellum væri hægt að
ljúka málum með því að afrita
skjöl og frumritin yrðu í öðru
hvoru landinu,“ segir Njörður. En
það er ekki alltaf nægilegt til að
leysa málin. „Við Íslendingar get-
um t.d. velt fyrir okkur hvort við
hefðum sætt okkur við að fá afrit
af manntalinu 1703 eða afrit af
handritunum en báðir þessir
skjalaflokkar eru nú á lista
UNESCO yfir minni heimsins. Í
sumum tilfellum eru það frum-
skjölin sem sóst er eftir vegna
þess að þau hafa gífurlega þýðingu
fyrir sögu þjóða eða hópa og í
mörgum tilfellum má segja að
skjölin endurspegli sjálfsmynd
þjóða. Stundum hefur verið sagt að
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hafi
lokið með því að handritamálið var
í höfn. Kannski má heimfæra þetta
á fyrrverandi nýlendur, s.s. í Afr-
íku, sem enn berjast við að fá til
sín skjöl sem eru í Bretlandi,
Frakklandi, Belgíu og fleiri fyrr-
verandi nýlenduveldum. Að hafa
frumritin skiptir því stundum öllu
máli þó að afrit geti leyst sum mál.
Þannig að verkefni sérfræðihópsins
geta verið mjög flókin og koma inn
á sagnfræði, skjalfræði og pólitík.“
Ýmis óleyst deilumál
Deilur um skjalaskil hafa einna
oftast snúið að skjölum sem eru
varðveitt í fyrrverandi nýlendu-
veldum og varða sögu og sjálfs-
mynd fyrrverandi nýlendna. En
sumt varðar atburði sem eru nær
okkur í tíma. Þannig voru írösk
stjórnarskjöl flutt til Bandaríkj-
anna eftir Íraksstríðið og skjöl
voru flutt frá Eystrasaltsríkjunum
til Rússlands við fall Sovétríkj-
anna. Njörður segir að aðeins hafi
náðst lausn á hluta þeirra deilna
sem verið hafa um skjalaskil. Sem
dæmi um nýlega samninga á þessu
sviði nefnir Njörður afhendingu á
skjölum um Surínam frá Hollandi
og afhendingu á skjölum japanskra
fyrirtækja úr síðari heimsstyrjöld-
inni frá Ástralíu, hvort tveggja á
síðasta ári.
Njörður bendir á að skjöl segi
sögu þjóða, samfélaga og hópa.
Það sjónarmið sé ríkjandi að allir
eigi rétt á aðgangi að gögnum er
varða uppruna þeirra og menn-
ingu. „Þjóðir og hópar vilja varð-
veita sína sögu og ákveða hvernig
aðgengi að henni er stýrt,“ segir
hann. Inn í þetta blandast líka
pólitík og oft heitar tilfinningar.
Að stórum hluta dönsk skjöl
Njörður segir margt áhugavert
við afhendingu Dana á skjölum til
Íslands. Hann segir að „danska
sendingin“ svokallaða 1928 hafi í
raun að stórum hluta verið dönsk
skjöl þótt þau vörðuðu íslensk mál.
„Þau voru hluti af skjalasöfnum
danska stjórnkerfisins, s.s. rentu-
kammers, kansellís og hæstaréttar
Danmerkur. Það var því sérstakt
að Danir skyldu fallast á að af-
henda skjöl innan úr skjalasöfn-
unum sínum til Íslands. Þessi skjöl
höfðu mikla þýðingu fyrir Íslend-
inga og eru í raun grundvallar-
heimildir um sögu Íslands á fyrri
öldum en í sendingunni var m.a.
manntalið 1703,“ segir Njörður.
En skjöl fóru líka frá þjóðskjala-
safninu hér heima og til Danmerk-
ur – og svo aftur heim. Þannig er
mál með vexti að skjalasafn Ís-
lensku stjórnardeildarinnar í
Kaupmannahöfn hafði verið afhent
til Íslands við stofnun Stjórn-
arráðsins 1904 svo að hin nýja ís-
lenska stjórnarskrifstofa hefði til-
tæk skjöl er vörðuðu stjórn
landsins síðustu áratugi. En þegar
samið var um „dönsku sendinguna“
var ákveðið að frumkvæði Íslend-
inga að þessi skjöl yrðu afhent aft-
ur til Danmerkur, alls 79 bindi af
tillögubókum, bréfabókum og
skrám frá árunum 1848-1904. Þar
á meðal var frumrit fyrstu stjórn-
arskrár Íslands frá 1874. Löngu
seinna komu þessi skjöl aftur hing-
að heim og þá fyrir frumkvæði
Ólafs heitins Ásgeirssonar þjóð-
skjalavarðar. Samningur um þetta
var undirritaður 9. apríl 2003.
Sama dag fór fram formleg af-
hending á skjölunum í Safnahúsinu
við Hverfisgötu, hinum gömlu höf-
uðstöðvum Þjóðskjalasafnsins. Þar
afhenti Anders Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Dana, Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra Ís-
lands, tillögubók Íslensku stjórn-
ardeildarinnar 1874-1875 með
frumriti stjórnarskrárinnar 1874.
Hinar 78 bækurnar voru komnar
til Íslands 22. janúar 2004.
Frumskjöl þjóðum mikilsverð
Danir hafa sýnt Íslendingum einstakan velvilja með afhendingu frumskjala er varða sögu Íslands
Víða um heim deilt um skjalaskil Íslendingur stýrir sérfræðihópi alþjóðaskjalaráðsins um málið
Morgunblaðið/Eggert
Skjalasöfn Njörður Sigurðsson, skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands, er formaður sérfræðingahóps alþjóða-
skjalaráðsins um sameiginlega skjalaarfleifð þjóða. Víða um heim er deilt um hvar varðveita skuli skjöl þjóða.
Alþjóðastarf Njörður (fyrir miðju) stýrði málstofu um sameiginlega skjala-
arfleifð í Kamerún í lok nóv. Með honum eru fulltrúar úr sérfræðihópnum.
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Íslensk hönnun og framleiðsla
/solohusgogn
Ásgeir Einarsson
hönnuður
Sindrastólsins
(1927 – 2001)
SINDRASTÓLLINN
Sindrastóll
185.000,-
Sindraskammel
55.000,-