Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 64
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Vocal Project-kórnum er margt til
lista lagt, meðal annars að syngja
sitt á hvað rokk og popp, þjóðlög og
klassísk kórlög eins og ekkert væri.
Og klappa og stappa kröftuglega í
ofanálag þegar svo ber undir. Nú
bregður svo við að yfirskrift að-
ventutónleika kórsins, kl. 17 laug-
ardaginn 15. desember í Guðríðar-
kirkju, er Ljúfir tónar. Þeir sem
kaupa miða á tix.is fá að sama skapi
upplýsingar um að stemningin verði
hugljúf. Kórstjórinn til margra ára,
Gunnar Ben, best þekktur sem
hljómborðsleikari Skálmaldar, lofar
samt að tónleikagestir verði ekki
frekar en fyrri daginn sviknir um
klapp og stapp kórfélaga ásamt vita-
skuld ljúfum tónum í bland við bráð-
fjörug lög – og sum jólajóla.
„Líkt og venjulega höfum við æft
hvort tveggja samfara söngnum,
enda flytjum við hressileg lög inn á
milli,“ segir Gunnar og kveinkar sér
svolítið yfir kvörtunum sumra kór-
félaga sem finnst hann ganga full-
hart fram í kröfum sínum um fóta-
fimi og taktvisst klapp.
„Viðfangsefnin eiga alltaf að vera
aðeins erfiðari en síðast – sífellt
meiri áskorun. Klappið og stappið
eru meðal stóru áskorananna og
kalla auk þess á að sungið sé blað-
laust, sem er miklu erfiðara. Og
meira og minna án undirleiks, þótt
ég spili undir á píanó í einhverjum
lögum.“
Engar reglur um tónlistarstíla
Gunnar segir markmið aðventu-
tónleikanna fyrst og fremst að skapa
notalega stund í skammdeginu og
jólastressinu; bjóða fólki að slaka á
og hlusta á fallega tónlist. „Við völd-
um lög sem eru þekkt í flutningi
George Michaels, Eds Sheerans,
Procol Harum, Radiohead, Cyndi
Lauper og fleiri, og okkur þótti
henta til að skapa hugljúfa stemn-
ingu án þess að vera endilega jóla-
lög. Einnig tökum við lag eftir kan-
adíska nútímatónskáldið Eleanor
Daley, sem hún samdi sérstaklega
fyrir blandaðan kór og á ekkert
skylt við dægurtónlist. Vocal Proj-
ect-kórinn er þekktur fyrir að fara
eigin leiðir. Við höfum engar reglur
um tónlistarstíla, fjölda rafmagns-
gítara eða þvíumlíkt á tónleikum og
syngjum bara það sem okkur langar
til að syngja. Annað slagið læðist því
hefðbundin kórtónlist inn í efnis-
skrána,“ segir Gunnar, sem sjálfur
gerði tvær kórútsetningar fyrir tón-
leikana. Annars vegar á Radiohead-
lagi og hins vegar á jólalaginu Nú
mega jólin koma fyrir mér, sem Sig-
urður Guðmundsson og Memfis-
mafían gerðu vinsælt um árið.
„Áherslan hefur þó alltaf verið
mest á dægurtónlist frá ýmsum tím-
um, ekki bara samtímanum. Kórinn
var að vísu stofnaður sem poppkór
árið 2010, en þá frekar í upphaflegu
merkingunni „popular music“ eða
vinsæl tónlist.“
Procol Harum og
Johann Sebastian Bach
Elsta lagið sem kórinn flytur á
tónleikunum er A Whiter Shade of
Pale, sem Procol Harum gerði vin-
sælt árið 1967 en er að sögn Gunnars
í raun verk eftir Johann Sebastian
Bach frá átjándu öld og byggt á
verkinu Aríu á g-streng. Nýjasta
lagið er úr söngvamyndinni The
Greatest Showman frá því í fyrra.
Á efnisskránni eru sextán lög, en
gætu orðið fleiri ef tónleikagestir
eru jafn klappsamir og kórinn, eins
og Gunnar ljóstrar upp. Spurður
hvað ráði lagavalinu vísar hann á
lagavalsnefnd með raddformenn í
broddi fylkingar. „Þeir safna saman
óskum kórfélaga og gera lagalista.
Síðan funda ég reglulega með nefnd-
inni, kem með hugmyndir og við
púslum þessu svona saman í sátt og
samlyndi.“
Efnisskrá aðventutónleikanna er
unnin á sumrin og þessa dagana er
nefndin að raða saman efnisskrá fyr-
ir vortónleikana. Fyrir utan hefð-
bundið sumarfrí eru æfingar viku-
lega árið um kring fyrir tvenna
tónleika á ári, einnig aukaæfingar,
sérstakar raddæfingar og æfinga-
búðir. „Í stað þess að halda marga
tónleika á ári höfum við kosið að
leggja meira í tvenna; að vori og svo
annaðhvort á aðventunni eða eftir
áramót, og bjóða upp á stærri, flókn-
ari og erfiðari efnisskrá frekar en að
æfa nokkur einföld lög bara svona
þokkalega. Vortónleikarnir eru yfir-
leitt stærri en aðventutónleikarnir,
meiri hávaði, hljóðkerfi og hljóm-
sveit,“ segir Gunnar og bætir við að
á aðventunni sé stemningin á rólegri
nótunum og henti vel í Guðríðar-
kirkju, þar sem hljómurinn sé ein-
staklega fallegur.
Krefjandi útsetningar
Vocal Project er blandaður kór 80
kvenna og karla, þar af syngja um 70
á tónleikunum. Eins og yfirleitt í
slíkum kórum eru konur í miklum
meirihluta. „Þetta með kynjahlut-
fallið í blönduðum kórum er einhver
lenska, en ég er samt óvenju hepp-
inn að vera með tíu bassa og tólf ten-
óra, sem aðrir kórstjórar öfunda mig
mikið af,“ segir Gunnar. „Auk allra
fallegu kvenraddanna,“ bætir hann
við.
Í ljósi þess að í tilkynningu frá
Vocal Project um tónleikanna segir
að lögin séu í skemmtilegum og kefj-
andi útsetningum og Gunnar hafi
sett upp fyrir kórinn geggjaðar
áskoranir er lag að spyrja hver sé sú
geggjaðasta:
„Ætli það sé ekki lag Radiohead,
þar sem til dæmis hljóma ellefu mis-
munandi raddir samtímis og á með-
an er klappað og stappað.“
Eru kórfélagar ekki alveg búnir á
því eftir svona átök?
„Tja, mér hefur sýnst sumir horfa
á mig ásökunaraugum eftir æfingar.
En, nei í alvöru, allir taka þátt af lífi
og sál og hafa gaman af. Kórinn er
enda ungur og sprækur, flestir milli
tvítugs og fimmtugs,“ svarar Gunn-
ar.
Spurður frétta af Skálmeldingum,
eins og hann kallar sveitunga sína,
segir hann þá vera í Evróputúr um
þessar mundir. Sjálfur hafi hann
ekki komist með vegna aðventu-
tónleika Vocal Project og annarloka
í Listaháskóla Íslands þar sem hann
er aðjúnkt og fagstjóri skapandi tón-
listarmiðlunar í tónlistardeild. Eitt-
hvað verði stundum undan að láta.
Kórstjóri með geggjaðar áskoranir
Poppkórinn Vocal Project heldur aðventutónleika í Guðríðarkirkju kl. 17 laugardaginn 15.
desember Hugljúf og notaleg stund í skammdeginu og jólastressinu, segir Gunnar Ben kórstjóri
Morgunblaðið/Hari
Kór sem fer eigin leiðir „Við syngjum bara það sem okkur langar til að syngja,“ segir Gunnar Ben kórstjóri.
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
icewear.is
Heim er yfirskrift jólatónleika Rás-
ar 1 sem haldnir verða í Salnum í
Kópavogi annað kvöld kl. 20. Þar
flytur tónlistarhópurinn Nordic
Affect efnisskrá með verkum sem
tengjast jólum og sett eru í sam-
hengi 21. aldarinnar, en dagskráin
er „innblásin er af Jólasögunni,
ferð Maríu og Jósefs til fæðingar-
borgar Jósefs og hugtakinu „að
halda heim um jólin““. Á efnisskrá
eru verk eftir Anthony Holborne,
François Couperin, Dietrich Buxte-
hude, Michael Praetorius, Stein-
unni Arnbjörgu Stefánsdóttur og
Eyjólf Eyjólfsson auk hljóðverka
eftir Höllu Steinunni Stefánsdóttur
sem byggð eru á hljóðupptökum
Magnúsar Bergssonar,“ segir í til-
kynningu frá skipuleggjendum.
Flytjendur eru fiðluleikararnir
Halla Steinunn Stefánsdóttir og
Antina Hugosson, Ian Wilson sem
leikur á blokkflautu, Liam Byrne á
gömbu og Guðrún Óskarsdóttir á
sembal. Sérstakur gestur er tenór-
söngvarinn Eyjólfur Eyjólfsson.
Tónleikarnir eru framlag RÚV
til jólatónleikadags EBU, sam-
bands evrópskra útvarpsstöðva, og
verða sendir út í sameiginlegri tón-
leikadagskrá EBU sunnudaginn
16. desember kl. 20. Aðgangur er
ókeypis.
Listafólk Meirihluti flytjenda sem koma fram á tónleikunum annað kvöld.
Nordic Affect leikur
á jólatónleikum