Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Jólagjöf gr i l lmeistarans L Fjöldi grilla á Jólatilboði Núerhægtaðgrilla allt árið Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is Opið alla daga til jóla 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna Þráðlaus kjöthitamælir JÓLATILBOÐ 3.990 VERÐ ÁÐUR 4.990 Pítsusteinn KjúklingastandurLED ljós á grillið Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegarmaturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna Fyrir grill ogofna JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 JÓLATILBOÐ 1.990 VERÐ ÁÐUR 2.990 Opið alla daga til jóla JÓLATILBOÐ 63.900 VERÐ ÁÐUR 79.900 Frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð Vefv ersl un ww w.g rillb udin .is Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Höfundur bókarinnar, Nina Olsson, er fædd og uppalin í Stokkhólmi en býr núna við ströndina í Hollandi ásamt eiginmanni og tveimur börn- um. Hún hefur unnið í meira en tíu ár á skapandi hátt með mat, sem list- rænn stjórnandi, stílisti og hönnuður. Hún er einnig ljósmyndari. Upp- skriftir hennar hafa birst í tímaritum á borð við Elle, Delicious og Women’s Health. Nina heldur úti blogginu no- urishatelier.com og er líka á in- stagram undir sama heiti. Bókin þyk- ir einkar falleg og aðgengileg en hún kom út samtímis í tíu löndum. Lachmacun-borgari Puy-linsur / Kóríander / Kasjúhnetu toum / Harissa Bragðið sem hér er kallað fram er einkennandi fyrir tyrkneskar og ar- menskar pitsur sem kallast lachmac- un. Þótt lachmacun sé samkvæmt hefðinni kjötréttur felst lykillinn að bragðinu í samspili hitans í sterku kryddinu og svalanum í salatinu og hvítlauksangan kasjúhnetu toum- sósunnar. Linsur kryddaðar með kanil, cumin og kóríander verða að gómsætum klatta. Ofan á hann skell- um við svo brakandi fersku salati, lauk og sósum. Klattarnir 200 g sveppir, saxaðir 3 hvítlauksgeirar, marðir 250 g soðnar puy-linsur eða aðrar dökkar linsur 2 msk. harissa, heimagert eða aðkeypt 1 tsk. malað cumin ¾ tsk. salt, meira eftir smekk Hnífsoddur af möluðum kanil 100 g valhnetur, léttristaðar og mal- aðar 50 g bulgur eða hýðishrísgrjón, soðin 15 g ferskur kóríander, fínt saxaður 50 g sólþurrkaðir tómatar, bleyttir, sigtaðir og maukaðir Malaður svartur pipar eftir smekk Ólívuolía eða ghee (1 msk.) til steik- ingar 4 brauð, skorin til helminga og léttr- istuð Ofanálag kasjúhnetu toum rauðlaukssneiðar jöklasalat, rifið smátt lúkufylli af ferskri mintu, fínt saxaðri lúkufylli af ferskum kóríander, fínt söx- uðum 1. Hitið ofninn í 60 °C. Hitið ólívu- olíu eða ghee á pönnu yfir meðalhita og steikið sveppina í 7-8 mínútur eða þangað til allur vökvi hefur gufað upp og sveppirnir hafa skroppið saman. Bætið út í hvítlauk og steikið í eina mínútu í viðbót. 2. Hrærið út í linsum, harissa, cumin, salti og kanil. Steikið í 3-4 mínútur eða uns allur vökvi hefur gufað upp. 3. Blandið út í valhnetum, bulgur, kóríander og sólþurrkuðum tómöt- um. Setjið blönduna í matvinnsluvél í skömmtum, stillið á púls og blandið þangað til áferðin er grófur muln- ingur. Látið standa í kæli í 15 mín- útur eða allt að sólarhring undir loki. Skiptið í fernt og mótið fjóra klatta. Steikið klattana við meðalhita á pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða uns þeir eru fallega brúnaðir. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið klattana á bökunarpappír á ofngrind og bakið í 6-10 mínútur. 4. Setjið saman borgarana, notið tyrkneskt brauð og setjið toum, rauð- lauk, kál, mintu og kóríander á klatt- ana. Kasjúhnetu toum Hvítlaukur / Sítróna / Kasjúhnetur Geggjaður hvítlaukur! Hér er mið- austurlensk útgáfa af aioli – toum! Í minni útgáfu er hluta af ólívuolíunni skipt úr fyrir kasjúhnetusmjör og hún er geggjuð! 1 heill hvítlaukur, flysjaður 1 ½ tsk salt, meira ef með þarf safi úr einni sítrónu, meira ef með þarf 100 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 1-3 klst., gætið þess að vatnið fljóti yfir, hellið því svo af og sigtið kasjúhnet- urnar 100 ml jómfrúarolía 1. Setjið hvítlauk, salt og sí- trónusafa í matvinnsluvél og blandið uns áferðin er mjúk. 2. Bætið við bleyttum kasjúhnet- um og blandið vel. 3. Bætið út í örlitlu vatni ef bland- an er of þurr. Smakkið til og bragð- bætið með sítrónusafa og salti eftir smekk. Geymist í kæli í loftþéttri krukku. Gerir 150-200 g. Hamingjuvaldandi hamborgarar Ljósmynd/Nina Olsson Skyldueign Bókin Góðborgarar er ekki bara einstaklega fróðleg held- ur er hún líka sérlega falleg. Bókin Góðborgarar eftir Ninu Olson er komin út og er óhætt að fullyrða að lesendur bókarinnar og aðdáendur góðrar eldamennsku verða ekki fyrir vonbrigðum. Í bókinni galdrar Nina fram borgara sem eru hver öðrum girnilegri en eiga það sameiginlegt að innihalda ekkert kjöt. Góðborgarar Þessi dásemdarborgari er í senn einstaklega bragðgóður og spenn- andi – auk þess að vera bráðhollur. Þær stórfréttir berast frá mjólkur- vinnslunni Örnu að jólaís frá henni sé væntanlegur í verslanir. Um er að ræða ís með ruby-súkkulaði en eins og alþjóð veit hefur ruby-súkkulaðið verið kallað fjórða súkkulaðið og er baunin bleik á litinn. Þaðan kemur einmitt liturinn á ísnum sem er fal- lega bleikur og kemur í glerklukkum sem ekki eru merktar með lím- miðum enda segir Arna María Hálf- dánardóttir, sölu- og markaðsstjóri Örnu, að það sé gert til að auðvelda neytendum lífið enda margir sem nota krukkurnar áfram þar sem þær eru sérlega fallegar. Að sögn Örnu hefur ísinn fengið frábærar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað og segja þeir hann minna á ekta heimatilbúinn ís. Ruby-ís væntanlegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.