Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 GLÆSILEGUR NÝRBÆKLINGURKOMINN ÚT JÓLABÆKLINGUR Ísland gerðist í fyrradag aðili aðalþjóðasamþykkt um farendur, sem er nýyrði í þessu samhengi og notað yfir enska orðið migrants. Jón Magnússon lögmaður gagn- rýnir þetta og telur samninginn veikja landa- mæri og að í honum felist að „gagnrýni á fólksflutninga sé glæp- samleg“.    Aðfinnslurhans snúa þó ekki síst að því að nánast engin umræða hafi farið fram um þessa samþykkt, hvorki hér né í öðrum Evrópu- ríkjum. Það er vissulega aðfinnslu- vert og alls ekki gagnlegt.    Jón bætir við að þar sem umræðahafi orðið um samninginn hafi það „leitt til þess að ríki hafa neitað að undirrita hann eða hann hefur valdið pólitískri ólgu og deilum“. Það er áhyggjuefni.    Á vef stjórnarráðsins kemurfram að markmiðið með sam- þykktinni sé að „bæta viðbrögð al- þjóðasamfélagsins við vaxandi fólksflutningum“. Ennfremur segir þar að samþykktin sé ekki lagalega bindandi, taki mið af fullveldi ríkja og „undirstrikar rétt hvers ríkis til að ráða sjálft innflytjendalöggjöf og stefnu í málefnum innflytjenda“. Þá sagði í ávarpi ráðuneytisstjóra við undirritunina að samþykktin breytti í engu réttindum Íslend- inga, svo sem tjáningarfrelsi.    Sérstakt er að slíkt þurfi að takafram, en mikilvægt að stjórn- völd starfi samkvæmt því. En það er mikið umhugsunarefni hvers vegna stjórnvöld leggja sig ekki fram um að kynna slíka samþykkt rækilega áður en hún verður að veruleika. Þögn um þennan mála- flokk hjálpar engum. Hljótt um sam- þykkt um farendur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist gegn fimm ára gömlu barni í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar í nóvember í fyrra. Var maðurinn undir miklum áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað og sagðist ekkert muna eftir of- beldisverkinu. Í dómi héraðsdóms er því lýst að barnið hafi verið í aftursæti bifreiðar og var móðir barnsins ökumaður. Var bíllinn kyrr- stæður á rauðu ljósi þegar mað- urinn kom ásamt félaga sínum að bílnum. Opnuðu þeir bæði bíl- stjóradyrnar og aftur- sætisdyrnar þar sem barnið var. Öskraði konan á þá og náði að loka dyrunum hjá sér og tók þá eftir að barnið var hágrátandi í aftursætinu og blóðugt í framan. Drengurinn greindi meðal annars frá því að maðurinn hefði slegið sig í andlitið og klipið fast í nefið á eftir. Kom fram að árásin hefði haft tals- verð áhrif á drenginn. Hvorugur mannanna man eft- ir því að hafa reynt að opna bíl- dyrnar, en þeir höfðu drukkið mikið saman fyrr um daginn og voru í annarlegu ástandi. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði ráðist að drengnum og slegið hann í and- litið. Er hann fundinn sekur um líkamsárás og brot á barna- verndarlögum. Er tekið fram að þótt hann hafi verið undir áhrif- um leysi það hann ekki undan refsiábyrgð, þó talið sé að ásetn- ingur hans hafi verið þoku- kenndur vegna ölvunar. Var maðurinn sem fyrr segir dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi og þarf hann að greiða drengnum 400 þúsund krónur í miskabætur. Fangelsisdómur fyrir árás á ungan dreng Morgunblaðið/Ómar Réttarríki Maðurinn fékk dóm. Allt um sjávarútveg Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Það var eiginlega bara svolítið hjá- kátlegt,“ segir Bára Halldórsdóttir um bréfið sem henni barst í gær þar sem hún er boðuð til þinghalds í Hér- aðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá lögmanni fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna mögulegs einka- máls. Bára var stödd á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn þegar hún varð nokkurra þingmanna vör sem fóru illum orðum um konur, fatlaða og samkynhneigða. Hún tók samtöl þingmannanna upp og sendi fjöl- miðlum nokkru síðar. „Mér fannst þetta eiginlega bara svolítið fyndið, þetta bréf inniheldur einhverjar flækjur sem ég skil ekki,“ segir Bára, sem var á leið til fundar við lögfræðing til að fá nánari útskýr- ingu á boðuninni þegar blaðamaður mbl.is náði tali af henni. Bára er boðuð sem aðili máls til þinghaldsins en ekki til skýrslutöku eins og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum. RÚV hefur eftir Símoni Sig- valdasyni, dóm- stjóra Héraðs- dóms Reykja- víkur, að Bára sé boðuð til að gera henni ljóst að hugsanlega verði höfðað mál gegn henni og hún gæti því þurft að bregðast við því. Bára er ranglega feðruð í bréfinu sem henni barst í fyrradag, sögð Guðmunds- dóttir en ekki Halldórsdóttir. Henni var síðar fært bréf með réttu nafni. Bára segir að þessi mistök séu skýrt dæmi um hvernig litið sé á aðkomu hennar í Klaustursmálinu. „Ég held að það ýti undir það hversu miklu máli ég skipti í þessu, ég greinilega skipti ekki það miklu máli að þau geta ekki einu sinni munað nafnið mitt rétt.“ Bára vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref fyrr en eftir að hún væri búin að ræða við lögfræð- ing, en hún sagði í samtali við mbl.is á þriðjudag að lögfræðingar hefðu haft samband við hana að fyrra bragði og boðið fram aðstoð sína. „Ég mæti ef ég á að mæta. Það kemur í ljós þegar ég er búin að tala við einhverja sem hafa meira vit á þessu en ég.“ Þakklát fyrir stuðninginn Þrátt fyrir mögulega málsókn segir Bára að hún finni enn fyrst og fremst fyrir stuðningi. Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, lýsti t.a.m. yfir stuðningi við Báru á Twitter í fyrradag þar sem hann seg- ist vera tilbúinn að efna til söfnunar fyrir Báru ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmd til að „borga eitt- hvað“. „Þetta er voðalega gott að vita að fólk sem er réttsýnt standi með manni,“ segir Bára. Þá hefur einnig verið stofnaður hópur henni til stuðn- ings á Facebook undir heitinu „Takk Bára“ og eru liðsmenn hans yfir 8.600. Hópurinn stendur fyrir sam- stöðuviðburði fyrir Báru á mánudag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Bára á að mæta til þinghalds. „Það er ótrúlega gott að vita af fólki þarna úti sem styður mann.“ „Hjákátlegt“ að vera boðuð til þinghalds í héraðsdómi  Bára er ranglega feðruð í bréfi Héraðsdóms Reykjavíkur Bára Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.