Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.12.2018, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Sófasett Borðstofuborð Stólar Skenkar/skápar Hvíldarstólar Kommóður/hillur o.m.fl. Komið og skoðið úrvalið GLOBL VIKTOR Hvíldarstóll BELLUS VISBY Hornsófi KRAGELUND OTTO KRAGELUND K371 Kragelund stólar K 406 Ami Grace Manning Highrock Kelsey Frá stofnun lýð- veldisins 1944 hafa ráðamenn beitt krón- unni sem gjaldmiðli fyrir landsmenn. Með tímanum kom í ljós að hagkerfi okkar væri allt of lítið og þar með allt of óstöðugt fyrir traustan og öruggan eigin gjaldmiðil. Krónan mun hafa fall- ið 40 sinnum frá 1950. Við hvert gengisfall hafa miklir fjármunir færst milli manna. Hef- ur eigna- og skuldastaða margra oft breyst mikið – líka vegna þeirra okurvaxta sem ónýtri krónu fylgja – án þess að þeir sem geng- isfellingin bitnaði á hefðu neitt um málið að segja eða fengju rönd við reist. Verst var þetta í hruninu 2008 þegar skuldir margra tvöfölduðust og margir misstu aleiguna. Hrunið lagði í raun líf margs góðs Íslend- ingsins í rúst og hafa sumir ekki beðið þess bætur enn. Óforskamm- aðir bankastjórar halda t.a.m. hundruðum fórnarlamba hrunsins enn í gíslingu á svörtum lista. Í tengslum við hrunið blöskrar undirrituðum margt, bæði það sem gerðist þá en ekki síður sú afstaða þeirra ráðamanna sem halda því fram að krónan sé eini rétti og besti gjaldmiðillinn fyrir lands- menn. Bjarni Benediktsson hefur ítrek- að haldið því fram að krónan hafi komið okkur út úr hruninu þó að allir menn sem málið skoða í al- vöru og af fagmennsku hljóti að sjá og skilja að það var einmitt krónan sem kom okkur í hrunið. Sumir myndu kalla þetta að hafa enda- skipti á sannleikanum. Allar þær smáþjóðir í Evrópu sem voru í ESB og nutu styrks evrunnar komust frá bankakreppunni án verulegra áfalla – með skrámur – meðan margir eða flestir Ís- lendingar urðu fyrir alvarlegum áföllum, sem kalla verður bein- brot. Lúxemborg, Írland, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Slóvenía og Kýpur eru dæmi um smærri lönd sem sluppu frá kreppunni „með skrekkinn“ og náðu sér fljótt á strik aftur, þökk sé ESB, evr- unni og Evrópska seðlabankanum. Maðurinn sem keikur hefur ver- ið að mæla með krónunni sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið 2011: „Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt …“ Fórnarkostnaður: hverju er ver- ið að fórna, fyrir hvern og á kostn- að hvers!? Það væri fróðlegt að fá skýringu á því. Ef Íslendingar ættu engan val- kost í gjaldmiðlamálum mætti skilja krónusinna en svo er ekki. Íslendingar hafa átt aðgang að öfl- ugasta og traustasta gjaldmiðli heims, evrunni, um árabil. Tólf evrópsk ríki gengu t.a.m. í ESB á árunum 2004 til 2007. Er ekki ósennilegt að Ísland hefði líka getað tryggt sér aðild að ESB á þessu tímaskeiði en afturhaldsöfl landsins komu í veg fyrir það. Því fór sem fór 2008. Það er loks ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem áttar sig á bráðri krónuhættunni, enda helj- arstökk hrunsins rétt afstaðið, og sækir um aðild að ESB 2009. Því miður náðu svo þröngsýnis- og íhaldsöflin aftur völdum í kosn- ingunum 2013 og tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson, sem var utanríkisráðherra stjórnar Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, ESB í mars 2015 að Íslandi drægi umsóknina til baka. Þessir tveir menn, ásamt með Bjarna Benediktssyni, ákváðu með þessari tilkynningu að halda sér í krónufarinu, þó að það hafi nánast valdið þjóðargjaldþroti og leitt ómælt böl yfir landsmenn nokkr- um árum áður. Ég spyr mig nú: hvar var dóm- greind, framtíðarsýn og skilningur þessara manna á hagsmunum Ís- lendinga og þeirri alþjóðavæðingu, sem löngu var byrjuð og ekki verð- ur stöðvuð, þar sem menn þurfa að skipa sér í flokk með frændþjóðum sínum og sínum nánustu vina- og samstarfsþjóðum – og hvar var ábyrgðin gagnvart landsmönnum? Það liggur fyrir að gífurlegar eignatilfærslur hafa átt sér stað í þessu landi, langt umfram það sem gerist í öðrum siðmenntuðum lönd- um, á sama hátt og það liggur fyr- ir að krónan er höfuðorsök þessara tilfærslna. Hér má velta upp þeirri spurn- ingu hvort gjörðir þessara manna og annarra þeirra sem halda krón- unni með öllum ráðum að lands- mönnum samræmist stjórnarskrá lýðveldisins? 72. gr. hljóðar nefnilega svo: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almennings- þörf krefji. Þarf til þess lagafyr- irmæli og komi fullt verð fyrir.“ Hefur einhver þolandi geng- isfellinga „fengið fullt verð fyrir“? Ég held ekki. Þessa spurningu þyrfti að kanna frekar. Eins ábyrgð þeirra manna sem með öll- um ráðum – líka blekkingum og rangfærslun – hafa haldið krón- unni að landsmönnum og nánast neytt henni upp á þá í leit sinni að völdum og stjórnunartækjum. Síðasta óþurftarverk þessara óábyrgu öfga- og íhaldsafla er nú að reyna að gera EES-samning- inn, sem gerði okkur kleift að rífa okkur upp úr hruninu jafn fljótt og vel og verða mátti með frjálsum og tollalausum aðgangi að stærsta og öflugasta markaði heims, tortryggilegan. Í umræðunni um þriðja orku- pakkann skirrast þessir menn ekki heldur við að hafa endaskipti á sannleikanum. Það er mál til komið að almenn- ingur – kjósendur – refsi þessum popúlistum og ábyrgðarlausu blekkingaröflum. Að hafa endaskipti á sannleikanum Eftir Ole Anton Bieltvedt »… allir menn, sem málið skoða í alvöru og af fagmennsku, hljóta að sjá og skilja að það var einmitt krónan sem kom okkur í hrunið. Ole Anton Bieltvedt Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.